Morgunblaðið - 08.02.1989, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
18
M i
Wm:
Morgunblaðið/Leif Glud Holm
Asa Báverstam, Kirsten Andersen og Jörgen Ole Börch i hlutverkum sínum i óperunni „Dans á
rósum“.
Kaupmannahöfii:
Operan „Dans á rósum“ frum-
sýnd á sviði Borup-háskólans
Er byggð á leikriti Odds Björnssonar
Jónshúsi, Kaupmannahöfn
ÓPERAN „Dans á rósum“ eftir sœnska tónskáldið Ame MellnSs,
var frumsýnd 28. janúar á sviði Borup-háskólans við Friðriks-
hólm Kanal. Óperan er byggð á „Tiu tilbrigðum", leikriti Odds
Bjömssonar og er það Músíkdramatíska leikhúsið, sem stendur
að sýningunni undir Ieikstjóra Niels Pihl.
Eins og áður er getið í Morgun-
blaðinu samdi Ame Mellnás óper-
una fyrir 5 árum, að nokkru leyti
fyrir tilstilli NOMUS, með upp-
færslu á íslandi í huga. Sömdu
þeir Oddur Bjömsson óperutex-
tann upp úr úr „Tíu tilbrigðum",
en leikritið er byggt upp með tón-
listaráhrifum og féll því vel að
óperu.
Er ekki varð af sýningum í
Reykjavík leitaði tónskáldið fyrir
sér annars staðar. Birgitte Home
Jensen þýddi textann á dönsku
sl. sumar, er Músíkdramatiska
leikhúsið í Kaupmannahöfn hafði
sýnt verkinu áhuga.
„Dans á rósum" er í einum
þætti, en leikmyndir eru tíu og
lfða 30 ár milli 3. og 4. myndar.
Sviðið er aðeins eitt, lítil íhúð í
norrænum bæ. Hlutverk em þijú,
Lúðvík tónsmiðurinn, sem dag út
og dag inn reynir að semja ódauð-
legt meistaraverk, kona hans
Málfríður, sem áhyggur ömurlegs
hversdagslífsins siiga, og sjúk
móðir hennar, ónafngreind, sem
ítrekar bæði iífs og liðin tilgangs-
leysi og sjálfsblekkingu tónsmiðs-
ins klunnalega.
Hlutverk Lúðvíks syngur Jörg-
en Ole Börch, 37 ára bariton-
söngvari, sem hefur sungið hjá
Konunglega leikhúsin sfðan 1981.
Ása Báverstam er ágæt Málfrfð-
ur, en hún er sópransöngkona,
faedd í Stokkhólmi 1959 og lærð
frá Józka tónlistarháskólanum og
hefur sungið hjá Óperuakade-
míunni hér. það hefur Kristen
Andersen líka gert, en hún er
rúmlega þrítug alhiiða altsöng-
kona, sem skilar hlutverki tengda-
móðurinnar með prýði. 12 manna
kammerhljómsveit leikur undir
stjóm Flemming Visitsen hljóm-
sveitarsijóra.
Undirtitill óperunnar er „Opera
buffa", gamanópera, en sjálft
nafnið er draumur Lúðvíks: „Því
þá muntu dansa á rósum", þegar
meistarasatykkið er loks fullsmíð-
að. Er óperan tileinkuð öllum eig-
inkonum listamanna. í sýningar-
skrá segir Ame Meilnás, að til-
gangur óperunnar sé aðeins að
segja sögu að góðum, gömlum,
fslenskum sið.
í skránni er lfka að finna lista
yfir verk tónskáldsins allt frá
1955 og þeirra á meðal er fyrri
ópera hans „Canterville-draugur-
inn“, sem sýnd var 1980. Þá er
ritstörfum Odds Bjömssonar gerð
nokkur skil.
Fjölmennt var við frumsýning-
una og tónskáldinu fagnað inni-
lega og einnig leikstjóra, hljóm-
sveitarstjóra og söngvurum.
- G.L. Ásg.
Menntamálaráðuneytið:
Leitað hugmynda
um forgangsverk-
efiii í skólamálum
Öllum fijáls þátttaka
SVAVAR Gestsson, menntamálaráðherra, hefur ákveðið að ráðu-
neyti hans taki upp það nýmæli að leita til ýmissa aðila bæði innan
og utan skólakerfísins eftir hugmyndum um forgangsverkefni í
íslenzkum skólamálum næstu tíu árin. Á fjórða hundrað bréf hafa
þegar verið send til íjölda félagasamtaka, skóla, félaga nemenda
og foreldra, fræðslustjóra, fræðsluráða, sveitarstjóma og þing-
flokka. Ráðherra tók hins vegar fram að f raun væri hveijum sem
væri frjálst að taka þátt í könnuninni og koma hugmyndum sínum
um forgangsverkefíii á framfæri,
bréf.
„Við viljum setja af stað almenn-
ar umræður um stefnumótun í
skólamálum og fá fram hvað fólk
leggur mesta áherzlu á og þykir
skipta mestu máli,“ sagði Svavar.
„Við gerum þetta vegna þess að
við teljum að slíkar umræður hafi
skort. Reyndar hafa verið til stefnu-
markandi 'plögg, til dæmis grunn-
skólalögin og framhaldsskólalögin,
en við viljum að fólkið sjálft úti á
akrinum verði þátttakendur í
stefnumörkuninni til þess að það
finni að við eigum þessa stefnu
saman."
Svavar sagði að skólamenn hefðu
ef til vill verið í þeirri stöðu undan-
farin ár að þeir ættu sér ekki sam-
nefnara, eins og hann orðaði það.
Með könnuninni væri meðal annars
markmiðið að skapa samhljóm með-
al uppeldisstéttanna.
„Eg vil taka það fram að hér er
ekki verið að búa til eitthvað sem
verður Stefnan með stórum staf og
greini í menntamálaráðuneytinu,
hinn endanlegi_ stórisannleikur í
skólamálum á íslandi. Slíkt kerfi
viljum við ekki, við viljum laða hug-
myndimar fram frá fólkinu sjálfu
þótt viðkomandi hefði ekki borizt
og leggjum á það áherzlu sem hlut-
verk okkar í ráðuneytinu að skapa
þjóðarsamstöðu um skólastefnu.
Við erum ekki hér til þess að gera
til dæmis flokkssteftiu Alþýðu-
bandalagsins að hinni íslenzku
skólastefnu," sagði menntamála-
ráðherra.
Ætlazt er til að þeir, sem senda
inn hugmyndir til menntamálaráðu-
neytisins, geri lista yfir fjögur til
tíu mál, sem þeir telja mikilvægust
á sviði skólamála á næsta áratug,
ásamt rökstuðningi í stuttu máli.
Nauðsynlegt er að nota eyðublað
frá ráðuneytinu, og fremur mun
miðað við að hugmyndir berist frá
hópum en einstaklingum. Óskað er
eftir því að svör hafi borizt ráðu-
neytinu fyrir 20. febrúar. Félags-
málastofnun Háskólans mun svo
vinna úr hugmyndunum og væntan-
lega verður þeirri vinnu lokið í byij-
un maí. Þá verður öllum þátttak-
endum sendur listi yfír þau tíu
mál, sem oftast voru nefnd, og þeir
beðnir að raða þeim í forgangsröð.
Úr þeim svörum verður svo unnið
í júní.
Ferðamiðstöðin Veröld:
Ný ferðaskrífetoía
tekin til starfa
Samstarf Álafoss og Hildu á Bandaríkjamarkaði:
Æskilegl að skoða
þennan mögnleika
- segir Kristinn Jörundsson firamkvæmdastjóri Hildu hf
ÉG TEL eins og staðan er í dag
að það sé æskilegt að skoða
þennan möguleika. Það er búið
að ákveða að vinna að því að
sameina markaðsfyrirtæki Hildu
og Álafoss í Bandaríkjunum.
Fyrsta skrefið er að koma af
stað viðræðum. Hins vegar hefur
það samstarf, ef af verður, eng-
in áhrif á rekstur fyrirtækjanna
hér heima, það hefur aldrei kom-
ið til tals,“ sagði Kristinn Jör-
undsson framkvæmdastjóri
Hildu hf aðspurður um hugsan-
legt samstarf fyrirte»lganna.
Þeir samstarfsmöguleikar sem á
að skoða eru, að sögn Kristins, í
fyrsta lagi að fyrirtækin reki í sam-
einingu eitt markaðsfyrirtæki sem
hefði á boðstólum vörur beggja í
Bandaríkjunum. Hinn kosturinn er,
ef ekki næst samkomulag um þann
fyrri, að fyrirtækin hafí með sér
samstarf um markaðssetningu og
skipulag sölu í Bandaríkjunum.
Kristinn sagði Bandaríkjamark-
að vera erfiðan og mikla vinnu
kosti að ná þar fótfestu og halda
henni. „Það þarf hins vegar að
vera grundvöllur til að framleiða
hér heima. Stjómvöld þurfa að
skapa þann grundvöll í stað þess
að niðurgreiða erlent vinnuafl með
kolrangri gangisskráningu. Við
framleiðum tískuvörur og þær eru
alltaf að verulegu leyti háðar tísku-
sveiflum, en það hefur ekkf hjálpað
til að við höfum á nýliðnum árum
þurft að hækka okkar vörur um
tugi prósenta."
Álafoss og Hilda em nú í sam-
keppni á Bandaríkjamarkaði. Það
er iðnaðarráðuneytið sem hefur
forgöngu að þessum samstarfsat-
hugunum fyrirtælganna.
Kristinn sagði að uppgangnjr
hefði verið á árunum 1982-1985.
Síðan dróst saian saman þar til í
fyrra og er nú að byija að aukast
á ný. 33 Hilduverslanir eru í Banda-
ríkjunum, þar af átta í eigu Hildu
hf.
„Við höfum þegar fengið mjög
góðar móttökur og margir litið
hér við og óskað okkur til ham-
ingju,“ sagði Andri Már Ingólfs-
son, framkvæmdastjóri nýrrar
ferðaskrifstofu, Ferðamiðstöðin
Veröld, sem opnaði í gær. Skrif-
stofan er til húsa á annarri hæð
við Austurstræti 17, þar sem
ferðaskrifstofan Útsýn var áður.
Tuttugu og tveir starfsmenn eru
hjá ferðaskrifstofunni og koma
flestir frá ferðaskrifstofunni Útsýn
auk starfsmanna frá Ferðamiðstöð-
inni. Að sögn Andra verður boðið,
upp á alþjóðlega ferðaþjónustu og
meðal annars ferðir á tvær vinsæl-
ustu sólarstrandir á Spáni. „Við
erum með eitt og annað í pokahom-
inu, sem við ætlum að kynna um
næstu helgi," sagði Andri. „Við
höfum verið að vinna að undirbún-
ingi að nýju verkferli, sem kemur
til með að flýta fyrir þjónustinni
við ferðamenn, þannig að þeir geta
fyrr fengið svör varðandi ferðir
sínar. Auk þess höfum við verið að
undirbúa eitt og annað, sem verður
kýnnt á næstu vikum. Við höfðum
mjög stuttan tíma til undirbúnings
enda mjög stuttur aðdragandi að
stofnun skrifstofunnar en þrátt fyr-
ir það hefur okkur tekist að und-
irbúa nýja áætlun og að flytja í
nýtt endurbætt húsnæði. Það er
hreint ótúlegt hvað við höfum kom-
ið miklu í verk en því er helst að
þakka að héma vinnur margt fólk
með mikla reynslu, sem getur unn-
ið sín verk á skömmum tíma og
gert það vel. Undirtektimar hafa
verið mjög góðar og lítum við því
björtum augum til þess sem koma
skal.“
Morgunblaðið/Sverrir
Starfsfólk Ferðamiðstöðvarínnar Veröld á nýju skrifstofunnni sem opnuð hefíir verið við Austurstræti 17.