Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 11
MbRGtNBLAÐÍÐ VDDSKlPTI/ATVlNmír FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989 B 11 ustu framfarir ítölvutækninni. Það fyrst og fremst kann að verða því að falli. Framleiðendur örtölva, kerfa fyr- ir lítil og meðalstór fyrirtæki, hafa að undanförnu reynt að skera niður kostnað við vélbúnaðinn og mætt óskum kaupenda með því að leggja áherslu á staðlaðar tölvur, sem unnt er að bæta við ýmsum auka- búnaði. Eru þessar tölvur byggðar upp á mikilvirkum og stöðluðum örgjörvum, sem notast við Unix- kerfið, sem staðlað er fyrir iðnaðinn og atvinnulífíð. Þetta kerfi hefur mikla kosti í för með sér fyrir kaupendur því að það leyfír þeim að tengja saman ólíkar tölvugerðir og nota sama hugbúnaðinn við þær allar. Er nú svo komið, að ríkisstjórnir og her- afli ýmissa landa setur það skilyrði fyrir tölvukaupasamningum, að unnt sé að notast við Unix-kerfíð. Veikleiki Norsk Data á þessu sviði hefur nú þegar valdið því, að fyrir- tækið missti af samningi við sænsk stjórnvöld upp á 100 millj. nkr. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvemig á því standi, að fyrirtæki, sem hefur sýnt vemlegan tæknileg- an styrk á mörgum sviðum, skuli hafa orðið á þessi alvarlegu mistök. Fyrir þremur ámm komu Rolf Skár, stofnandi Norsk Data og stjómarformaður, og aðrir forsvars- menn fyrirtækisins í heimsókn til Information Technology, ITL, lítils tölvufyrirtækis í Bretlandi, sem Skár hafði þá áhuga á að eignast. Forráðamenn ITL vom þá orðnir sannfærðir um, að Unix væri það, sem koma skyldi, en þær skoðanir þeirra féllu í grýtta jörð. Unix er skelfilega seinvirkt, sögðu þeir ND-menn, og ókostimir öllum augljósir, t.d. hvað varðar upplýsingaöryggi. Það varð því ekk- ert af kaupunum. Þessi gagnrýni er alveg réttmæt en hitt yfírsást þeim hjá Norsk Data, að kostir Unix-kerfísins em svo miklir, að kaupendur láta sér ágallana í léttu rúmi liggja. Nú fyrir skömmu sagði Skár, að hann hefði verið búinn að sjá að hveiju dró með Unix-kerfíð þegar á árinu 1986 en þá hefði bara ver- ið óhugsandi að söðla um hjá fyrir- tækinu, sem græddi þá bæði á tá og fíngri. Endurskipulagning eða sameining Raunar var farið að huga að endurskipulagningu Norsk Data þegar snemma árs 1987 en það var þó ekki ljóst fyrr en í desember það ár hve mikið fjármagn þyrfti til eða nærri 4,5 milljarða ísl. kr. Það er líka auðvelt að leiða rök að því, að fyrir þremur ámm þegar ND hafði ekki undan við að framleiða upp í pantanir, hafí það verið meira en lítið erfítt að koma viðskiptavinun- um í opna skjöldu með nýju kerfi. Það var þó einmitt það, sem bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett Packard gerði fyrir þremur ámm, og fyrstu nýju tölvumar af þessari gerð hafa fengið frábæra einkunn fyrir að vera bæði aflmikl- ar og ódýrar. Norsk Data hefur nú gengið Unix á hönd en keppinaut- amir urðu bara fyrri til. Meðal þeirra ráðstafana, sem nú hefur verið gripið til, er að stofna nýtt dótturfyrirtæki, Dolphin Comput- ers, sem á að framleiða tölvur fyrir Unix-kerfið. Norsk Data ræður enn yfír miklu eigin fé en þegar haft er í huga hve heimamarkaðurinn er veikur virðast vaxtarmöguleikamir ekki miklir á næstunni. Norskum lögum, sem bönnuðu meirihlutaeign útlendinga í fyrir- tækjum á borð við Norsk Data, hefur nú verið breytt og því getur vel hugsast, að fyrirtækið gangi í eina sæng með einhveijum keppi- nautanna. Slík sameining gæti ver- ið mjög álitleg því að með í kaupun- um fylgdu viðskiptamenn og dreif- ingarkerfi um öll Norðurlönd og mikil tækniþekking. Páll Kr. Pálsson \ UPPBYGGING IÐNAÐAR í DREIFBÝLI Iðnlánasjóður gengst nú fyrir fundum um uppbyggingu iðnaðar í dreifbýli. Að þessu sinni: ■ 9. febrúar í KEFLAVfK Flug Hótel kl. 20.30. ■ Markmið fundanna er: HHHHHi ad kynna starfsemi Idnlánasjóds fyrir stjórn- endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnulffs f dreifbýli, að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi þeirra. Lögð verður áhersla á þessa málaflokka: Lánafyrirgreiðslu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir og samstarf við önnur fyrirtæki. B Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs og þeirri fyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtækj- um. Bragi Hannesson, bankastjóri. 2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjöri. 3. Fyrirlestur um vöruþróun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri. 4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja. Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri. 5. Fyrirlestur um arðsemismat á hugmyndum. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri. Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 20-30 mínútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs. VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA. (ft IÐNLÁNASJÓÐUR ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 680400 Macintosh fntt námskeföll Þú velur fjögur 12 klukkustunda námskcið úr námsskrá okkar og færð það fimmta fríttl! Ef þú vilt það heldur gefum við þér 18 % afslátt af fjórum námskeiðum. Eina skilyrðið er að þú ljúkir þremur námskeiðanna á fimm vikum. 'Helstu námskeiö okkar (13 í allt): Grundvallaratriði notkunar Macintosh (Works). Word ritvinnsla. FileMaker gagnasöfnun og úrvinnsla. viðskiptagrafik og útreikningar með Excel, upplýsingasöfnun og forrítun með HyperCard. bœklingagerð og umbrotmeð PageMaker. teikningar og myndgerð með MacDraw II og MacPaint o. m. fl... Innifalið: Aðgangur að leiðbeinanda og æfingastofu með tölvum og gcislaprentara utan kennslustunda og handbók með hverju námskeiði. öll verkefhi verða afhent á disklingi. f lok námskeiðs er gefið út skfrteini um þátttöku. Taktu þátt í námskeiði hjá einum bcst búna tölvuskóla landsins. Mjög reyndir leiöbeinendur Næsta tfmabil hefst 20.febrúar. Flest námskeiðanna eru mánudaga til funmtudaga, ki: 16.00-19.00. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 - sfimi 68 80 90 Sparifjáreigendur Bera spariskírteinin ykkar "skúffuvexti"? Um þessar mundir eru nokkrir flokkar spari- skírteina innleysanlegir. Gleymist að innleysa þau á réttum tíma er hætt við að farið sé á mis við hærri raunvexti. Við ráðleggjum ykkur hvaða spari- skírteini er rétt að innleysa og sjáum um endur- fjárfestingu í nýjum spariskírteinum, bankabréfum eða öðrum öruggum verðbréfum. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikillar eftirspumar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Verið velkomin á nýjan stað. Næg bflastæði.' _ fíármál eru okkar fað'- .-i UERÐBRÉFflUIÐSKIPTI V/ SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.