Morgunblaðið - 19.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.03.1989, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989 ' I" F fi Þuríður Sigmunds- dóttir — Minning Fædd 1. mars 1922 Dáin 13. mars 1989 Vinkona mín, Dóa, Þuríður Sig- mundsdóttir, lést snögglega á heim- ili sínu þann 13. þ.m. Með örfáum orðum langar mig að minnast þessar- ar góðu og merku konu. Foreldrar hennar voru heiðurs- hjónin Svava Bjömsdóttir frá Siglu- firði og Sigmundur Jóhannsson. Hér í Reylq'avík fæddist hún og ólst upp ásamt yngri bróður sínum, Jóhanni. Dóa giftist ung að árum Þóri Högna Bergsteinssyni múrarameist- ara, sem lést fyrir fáum árum. Hann var sonur hjónanna Ragnhildar Magnúsdóttur og Bergsteins Jóhann- essonar múrarameistara. Þórir var mikill öðlingsmaður og fær í sinni iðn, sem dæmi má nefna að hann var kallaður til aðstoðar fínnska listamanninum Lennart Segerstrále við gerð fresko-myndarinnar í Hallgrfmskirkju í Saurbæ. Dóa og Þórir eignuðust þrjú böm. Elst er Svava Ragnhildur, maður hennar er Norman Eatough, þau búa í Banda- ríkjunum ásamt dóttur sinni, Kathle- en Þóru. Næstur í röðinni er Sig- mundur, kvæntur Minnie Eggerts- dóttur, þau eru búsett á Akureyri og eiga þrjá syni, Frey Gauta, Eggert Högna og Þóri Svavar. Yngstur er Öm, kona hans er Stella Aðalsteins- dóttir, þau eiga eina dóttur, Svövu, og eru búsett hér í Reykjavík. Þegar móðir mín var ung og ógift stúlka var hún um tíma í vist hjá ömmu Dóu og alnöfnu, Þuríði Sig- mundsdóttur á Njálsgötu 55. Hún var mikil merkiskona og til hennar sóttu margir bæði andlega og líkam- lega heilsubót. Móðir mín og Þuríður urðu vinkonur fyrir lífstíð og kom Þuriður eldri oft og dvaldi hjá okkur á Glitstöðum. í kjölfar hennar komu svo fleiri ættingjar, fyrst Dóa sem unglingur, Einar, sem var sumar- drengur nokkur sumur, síðan Svava Þórisdóttir og enn seinna Sigmund- ur, bróðir hennar. Þau voru á Glit- stöðum ámm saman og bundust for- eldrum mínum og okkur systrum sérstökum tryggðaböndum. Eftir að Svava fór að vera á Glit- stöðum má segja að kunningsskapur okkar Dóu hæfist og hún varð ein mín tryggasta og besta vinkona. Ég minnist með þakklæti þeirrar gest- risni og umhyggju sem þau Þórir sýndu mér alla tíð. Oftar en einu sinni fékk ég að búa hjá þeim um tíma. Þá bjuggu þau við þröng húsa- kynni en hér sannaðist sem oftar að „þar sen. er hjartarúm þar er líka húsrúm". Dóa var sterkur persónuleiki og gædd mörgum góðum eðliskostum. I mörgu líktist hún ömmu sinni og alnöfnu, bæði í sjón og raun. Ræktar- semi og umhyggja við unga og aldna í stóru ijölskyldunni hennar var henni ofar öllu. Foreldrum sínum reyndist hún einstök dóttir og annaðist þau af sérstakri alúð til hinstu stundar. Tryggð hennar og umhyggja um- vafði einnig vini hennar. Vil ég þar sem dæmi nefna Þórdísi á Bárugöt- unni, sem ég vissi að hún lét sér sérlega annt um. Til hennar hefur + Systir okkar og mágkona, INGIBJÖRG ÁSMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 6, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. mars kl. 13.30. Helga Ásmundsdóttir, Jarþrúður Ásmundsdóttlr, Jakobfna Ásmundsdóttir, Ásmundur J. Ásmundsson, Hanna Helgadóttir. t Öllum þeim sem sýndu mór ást og umhyggju við fráfall Jim færi ég þúsund þakkir. Ykkar Þyrf. + Þökkum innilega auösýna samúð og vinarhug við andiát og útför unnusta míns, sonar, dóttursonar, bróðurs, mágs og tengdasonar, STEFÁNS OTTÓS PÁLSSONAR. Sigrfður Slgurbjartsdóttir, Súsanna K. Stefánsdóttir, Ingibjörg Slgurgeirsdóttir, Þurfður Pálsdóttir, Súsanna K. Knútsdóttir, Guðrún Á. Jónsdóttir, Margrót Erla Finnbogadóttir, Páli Olason, Kristján Þorláksson, Knútur Kristinsson, Hólmfrfður Knútsdóttir, Sigurbjartur H. Helgason. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Legsteinar Framleiöum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 1 S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI4S-SIMI76677 hugurinn oft leitað þessa síðustu daga. Dóa var fíngerð kona, tággrönn og ungleg í limaburði og hreyfingum. Hún var skemmtileg, einlæg, glettin og stundum smástríðin. Ég veit að hún átti sínar erfíðu stundir en aldr- ei heyrði ég hana kvarta eða áfellast neinn í því sambandi. Mörg síðastliðin ár hefur Dóa ver- ið útivinnandi. Ég veit að nú er henn- ar sárt saknað hjá Globus, en þar sem annars staðar ávann hún sér traust og virðingu samferðamanna sinna. Fyrir mína hönd, foreldra minna og systra votta ég bömum Dóu og öðrum aðstandendum innilega sam- úð. Guð blessi ykkur öll og styrki. Söknuður okkar allra er sár. En þeg- ar tíminn hefur mildað sárasta treg- ann mun eftir standa minningin um mæta konu, sem fékk að halda reisn sinni til hinstu stundar. Áslaug Eiríksdóttir Ifyrir hönd forráðamanna Globus hf. og okkar hjóna langar mig að minnast með nokkrum orðum Þuríð- ar Sigmundsdóttur, sem lést að heim- ili sínu að kvöldi hins 13. þ.m. Við hjónin höfðum þekkt Þuríði síðan á unglingsárum. Ung giftist hún Þóri Bergsteinssyni múrarameistara og átti með honum þrjú böm, þau Svövu, Sigmund og Öm, sem öll em gift og lifa móður sína. Mann sinn missti Þuríður árið 1980. Hún bjó manni sínum og bömum einkar hlý- legt heimili enda leið öllum vel í návist hennar. Mörg ár liðu þar sem lítil kynni voru við þau hjón, en árið 1973 ræðst hún til starfa á fóðurvörudeild Glo- bus hf., en á þessum tíma rak fyrir- tækið umsvifamikla verslun með fóð- urvömr og vom viðskiptavinimir bændur um allt land. Starf hennar fólst í því að skrifa út reikninga og sjá um að vömmar kæmust tij bænda með bílum fyrirtækisins. í þessu starfi ávann hún sér bæði traust og vinsældir viðskiptavina. Þessu starfí gegndi hún í um það bil 5 ár eða þangað til Globus hætti sölu og dreif- ingu á fóðurvömm. Þá tók hún að sér símavörslu fyrir fyritækið, sem hún gegndi allt til dauðadags. Ég held að það sé leitun að samvisku- samari starfskrafti en hún var. Hversu mikið sem vinnuálagið var varð ég aldrei var við að hún skipti skapi, viðmótið var ávallt hlýlegt og elskuíegt. Hún vildi greiða götu allra Blómastofa Fnðfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðötlkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytíngar við Öil tilefni. Gjafavörur. i .P og heyrði ég oft viðskiptavini fyrir- tækisins hæla hinni góðu sfmaþjón- ustu og hinni hlýju rödd, sem varð fyrir svömm. Öll þau sextán ár, sem Þuríður starfaði við fyrirtækið, man ég ekki til þess að hana hafi nokk- um tíma vantað til vinnu vegna veik- inda. Enginn þarf þó að segja manni, að kona, sem komin er yfír miðjan aldur hafi ekki einhvem tíma á þessu tímabili fundið fyrir lasleika, en hark- an við sjálfa sig og samviskusemin í starfi var slík, að aldrei kom annað til greina en að mæta til vinnu. Ég get fullyrt að Þuríður var vinsælust meðal starfsfólksins vegna með- fæddra og áskapaðra eiginleika. Aldrei varð ég var við að hún hall- mælti nokkmm manni og með sinni einlægu og hlýlegu framkomu skap- aði hún einkar gott andrúmloft í kringum sig. Þuríður var alltaf mætt til starfa fyrir kl. 8.00 á morgnana og það fyrsta, sem samstarfsmenn hennar sáu þegar þeir komu til vinnu, var hið hýra andlit Þuríðar, þar sem hún sat við símaborðið og bauð „góð- an daginn". „Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga“. Þetta má gjam- an heimfæra á Þuríði, en hún var að heilsa og kveðja allan liðlangan daginn. Fyrir hönd okkar hjóna og for- ráðamanna Globus þakka ég Þuríði fyrir sérstaklega vel unnin störf og ánægjuleg kynni og bið ég henni fararheilla á þeim brautum, sem nú em framundan. Þá sendum við böm- um, tengdabömum og bamabömum okkar innilegustu sænúðarkveðjur. Árni Gestsson Sú sorgarfregn barst mér þriðju- daginn 14. mars að kær vinkona og fyrrverandi mágkona mín, Þuríður Sigmundsdóttir, væri látin. Mann setur hljóðan. Við Þuríður eða Dóa, eins og allir nákomnir kölluðu hana, höfum verið vinkonur í kringum 40 ár. Þó að hin seinni ár höfum við ekki hist eins oft og hér áður fyrr. En aðeins nokkmm dögum fyrir andlát hennar heimsótti ég hana á 67 ára afmælinu og áttum við saman ynd- islega kvöldstund ásamt fleiri vin- konum hennar. Dóa tók á móti okkur af einstakri gestrisni og hlýju eins og alltaf. Hver hefði trúað því að aðeins nokkrum dögum síðar væri hún horfín sjónum okkar. En það sýnir hve lífíð er hverfult. Sárt er að kveðja elskulega vinkonu. En minningin um hana lifir áfram. Ég bið góðan guð að gefa fjöl- skyldunni styrk á erfiðum stundum. Innilegar samúðarkveðjur. Dídí Skúladóttir Hún Dóa, æskuvinkona mín, er látin. Ég kveð mína kæru vinkonu með þökk fyrir allt, sem hún gaf mér af sjálfri sér. Dóa var mikil mannkostakona, alltaf glöð og — ánægð á hveiju sem á gekk. Alltaf sagði hún „allt ágætt“. Aldrei nöldur eða leiðindi enda hefi ég varla kjmnst konu sem talaði jafnfallega til bama sinna. Hún giftist ung Þóri H. Berg- steinssyni og eignuðust þau 3 indæl böm, Svövu, Sigmund og Öm, og 5 urðu bamabömin. Svava litla sonar- dóttir hennar, eina bamabamið sem hún hafði í návist sinni, var sólar- geisli ömmu sinnar, elskuleg lítil stúlka sem missir mikið eins og öll hennar böm. Það eiga margir eftir að sakna hennar Dóu, ég veit að hún var afar vel liðin af samstarfsfólki sínu og húsbóndahollari manneskju var vart hægt að finna. Fram á síðasta dag mætti hún til vinnu sinnar, þó hún gengi ekki heil til skógar, enda gerði hún alltaf lítið úr öllu sem varðaði hana sjálfa. Ég þakka Dóu alla tryggðina, og allt sem hún var mér. Blessuð sé minning hennar. Gaiy'a Mánudaginn 20. mars, verður tengdamóðir mín Þuríður Sigmunds- dóttir jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þegar ég nú kveð hana hinstu kveðju, er mér sannarlega sorg og söknuður í huga. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst inn á heimili hennar og Þóris tengdafoður míns sem lést fyrir níu árum. Síðan eru nú liðin 22 ár. Þau tóku mér af slíkri hlýju að mér leið strax vel í návist þeirra. Dóa bar fram kaffi og góð- gæti á meðan Þórir glettist við tengdadótturina tilvonandi. Oft rifj- uðum við upp þessi fyrstu kynni og höfðum gaman af. Dóa var mér alla tíð miklu meira en tengdamóðir, hún var einnig góð vinkona, sem ég sóttist eftir að hafa samskipti við. Við vorum af sitt hvorri kynslóðinni og höfðum ólík sjónarmið á hinum ýmsu málum, en það spillti aldrei vináttu okkar. Sam- skipti okkar voru alla tíð mikil. Eftir að við fluttumst til Akureyrar fyrir 12 árum, töluðum við saman í síma nær daglega. Síðast talaði ég við hana kvöldið áður en hún lést, til að bjóða henni að dvelja hjá okkur yfir páskana. Hún taldi sig ekki hafa tíma til þess, frídagana ætlaði hún að nota til að undirbúa flutninginn í nýju íbúðina í húsi aldraðra við Afla- granda. Hún hlakkaði til að flytja og hugsaði mikið um hvað hún ætti að taka með sér og hvernig öllu yrði sem best fyrir komið á nýja staðnum. En Dóa mín er flutt annað, án alls undirbúnings og án þess að taka nokkuð mér sér, skyndilega eins og hendi væri veifað. Dóa var heimavinnandi húsmóðir af gamla skólanum. Hún annaðist heimili sitt og fjölskyldu af mikilli alúð. Foreldrar hennar áttu hjá henni öruggt slq'ól síðustu æviárin og mann sinn annaðist hún af takmarkalausri óeigingirni eftir að hann varð sjúkl- ingur. Hún var ávallt tilbúin að rétta börnum sínum og fjölskyldum þeirra hjálparhönd, en ætlaðist aldrei til neins sjálfri sér til handa. Ræktar- semi var henni í blóð borin. Vinir hennar, samstarfsfólk og gamla fólk- ið sem verið höfðu vinir foreldra hennar, nutu umhyggju hennar. Hún lifði sannarlega eftir orðunum „Sælla er að gefa en þiggja". Sem móðir og amma uppskar hún eins og hún sáði í bömum sínum og bamabömum, en milli þeirra og hennar var óvenju náið og kær- leiksríkt samband. Tæplega fimmtug fór Dóa að vinna utan heimilis, seinustu fimmt- án árin í Globus. Þar fannst henni gott að starfa og talaði oft um hversu heppin hún væri með samstarfsfólk og yfirmenn og er öllu því fólki þökk- uð vinsemd í hennar garð öll árin í Globus. Það er ekkert oflof að segja um Dóu að hún hafi verið óvenju heil- steypt kona, glaðlynd og jákvæð. Á gleðistundum var hún kátust allra og fannst gaman að hafa líf og §ör í kringum sig. Það var gaman að gleðjast með henni á tímamótum f lífí okkar. Með henni er gengin góð kona sem öllum þótti gott að þekkja og vera með. Við söknum hennar sárt, hún var okkur svo mikils virði. Guð blessi minningu hennar. Minnie Eggertsdóttir Það var að morgni dags þ. 14. mars sl. sem okkur barst sú harma- fregn, að Þuríður væri dáin. Okkur setti hljóða. Það er einhver tómleiki og sársauki, sem sækir á hugann, þegar svo náinn vinnufélagi og vinur hverfur yfir móðuna miklu. Dauðinn kemur oft fyrirvaralítið. Stundum hættir okkur við að álíta suma ódauð- lega, og þannig hefur okkur trúlega verið hugsað til Þuríðar. Hún starf- aði í 16 ár hjá fyrirtækinu, að mestu vð símavörslu og leysti það starf vel af hendi, enda var hún trú sínu fyrir- tæki, samviskusöm og lipur f hvívetna. í upphafi hvers vinnudags var það Þuríður, sem tók á móti okkur með sínu hlýja viðmóti og þótt við höfum kannski verið eilítið morgunstygg á stundum hvarf það eins og dögg fyrir sólu í hennar ná- vist. Hún hafði ávallt lag á þvi að koma fólki í gott skap. Þuríður var ákaflega fínleg og aðlaðandi kona, sem geislaði af lffshamingju. Framundan var sumarið og mikil tilhlökkun í huga hennar. Hún ætl- aði að flytja-í sfna eigin íbúð í húsi aldraðra á Aflagranda hér í borg, en það auðnaðist henni ekki, heldur flutti hún til þeirra heimkynna, sem við öll flytjum til, fyrr eða síðar. Við kveðjum hana með virðingu og söknuði og metum og þökkum það, sem hún skilur eftir, fagrar og ljúfar minningar. Megi algóður Guð styrkja og styðja ástvini hennar í þeirri miklu sorg, sem þau nú líða og megi minningin um góða konu verða þeim huggun harmi gegn. Samstarfsfólk i Globus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.