Morgunblaðið - 19.03.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1989, Blaðsíða 23
: tóÓRttíNfeliÁÐlÐ 19: MARZ 1989 'X c is FÓLK í fjölmiölum ■ÞAÐ er mál manna að Brá- vallagötuhjónin, Halldór Þor- geirsson og Sigurbjörg Péturs- dóttir (verðandi Möller), hafi átt dijúgan þátt í að Bylgjan endur- heimti vinsældir sínar meðal hlustenda, eftir að Stjarnan hafði haft þar nokkra yfirburði fyrst eftir að sú stöð tók til starfa. Eftir sameiningu stöðvanna hafa menn leitt hug- ann að því hver verði afdrif þeirra hjóna, en þau eru samn- ingsbundin Bylgjunnitil 1. apríl næstkom- andi. Edda Björgvinsdóttir, sem fer með hlut- verk Bibbu, sagði í samtali við Morgunblaðið að enn hefði ekki verið rætt við þau Júlíus Bijánsson um júlIus framhaldið, en þau byggjust þó fastlega við að um áframhald- andi samstarf yrði að ræða í ein- hverju formi. Aðspurð um upphaflegu hug- myndina að þáttunum sagði Edda að þau hjá Gríniðjunni hefðu heyrt af útvarpsþætti, sem hefði verið við lýði í sjö ár á BBC og fjallaði á spaugilegan hátt um fjölskyldu eina, sem nyti slíkra vinsælda meðal hlustenda að ógjörningur væri að hætta með þáttinn. „Okkur datt því í hug hvort ekki væri hægt að búa til sígilda sápuóperu um daglegt líf venjulegra hjóna, eða þannig lag- að, því þau eru náttúrulega smáskrítin þessi hjón,“ sagði Edda um þau Bibbu og Halldór. Hún sagði að hjónin hefðu tekið nokkrum breytingum með tíman- um. í upphafi var Bibba bara flámælt með þágufallssýki, en nú væri talsmáti hennar meira kominn út í vitlausa málnotkun og afbökuð orðatiltæki. Edda kvaðst vita til að sumir væru ekki alveg sáttir við talsmáta frúarinnar og teldu það slæmt fordæmi fyrir börn og ungl- inga.„Ég svara því nú bara til að þarna er kjörið tækifæri fyrir foreldra til að hafa samskipti við börn sín, með því að spjalla við þau um íslenskt mál og leiðrétta ambögurnar í Bibbu. Eg mæli líka með því að þetta verði notað sem kennsluefhi í íslensku í skól- um landsins og býð það hér með fram í því skyni,“ sagði Edda. ■HALLUR Hallsson, fyrrum fréttamaður á ríkissjónvarpinu, hefiir nú hafið störf á fréttastofií Stöðvar 2 og likar umskiptin vel að eigin sögn. „Hér rikir góður andi og menn eru mj ög einhuga um að standa sig i samkeppn- inni“, sagði Hallur. Hann sagði að nokkuð væri um liðið siðan Páll Magnússon hefði feert það í tal við sig og koma yfir á Stöð 2 og það ið hefði úrslitum væri að margir af sinum vinum og samstarfs- mönnum á Sjón- varpinu, bæði úr hallur hópi fréttamanna og tækni- manna, hefðu smám saman verið að flytja sig yfir. „Annars hafði Ómar Ragnarsson dreymt fyrir þessu þannig að það má kannski líta á þetta sem forlög, sem ekki voru umflúin.“ - Hallur kvaðst sakna margra góðra félaga af Sjónvarpinu þótt ekki væri eins mikil eftirsjá í stjórnskipulaginu sem þar ríkti. „Sannleikurinn er sá að skipulagið er of þungt í * vöfum á Sjónvarpinu og hin lam- andi hönd útvarpsráðs og kerfis- ins setur of mikið mark sitt á stofhunin, því miður“, sagði Hall- ur. * IBretlandi er nú unnið að því að hefja sendingar háskerpusjón- varps í árslok 1990, á vegum hins nýja sjónvarpsfyrirtækis British Satellite Broadcasting og sendum verður komið fyrir á öðrum Astra sjónvarpshnettinum, þótt ekki séu líkur á að að sjónvarpstækin sjálf, sem taka eiga við háskerpusending- unum, verði komin í gagnið fyrr en eftir fjögur ár. Ýmsir hafa gert því skóna að hin nýja tæknibylting í sjónvarpsmálum á Vesturlöndum kunni að leiða af sér „tæknilegt járntjald“ milli aust- urs og vesturs og þar af leiðandi hafa Sovétmenn sýnt þessari nýju tækni mikinn áhuga. Mönnum til nánari glöggvunar má geta þess að munurinn á venju- legu PAL-sjónvarpi, eins og við höfum nú, og háskerpusjónvarpi er sá, að í Pal-sjónvarpi er myndin með 625 þverlínum á skjánum, en háskerpusjónvarp gerir ráð fyrir mynd með allt frá 1.100 upp í 1.300 þverlínum. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Lopateygjudeild) Hann kvað Borgaraflokkinn hafa komið fram eins og ábyrgur stjórnmálaflokkur, en þrátt fyrir mjög umfangsmiklar og ýtarleg- ar málalengingar hefði ekki tek- ist að ná samkomulagi. Mbl. — Haft eftir Júlíusi Sólnes Japanir ríða á vaðið með háskerpusjónvarp JAPANIR HAFA nú hafið send- ingar á svonefhdu háskerpusjón- varpi (High Definiton Televisi- on), en tækni þessi gefur sömu myndgæði og kvikmyndir og hljómgæði á borð við geisladiska. Efiii frá Ólympíuleikunum í Seo- ul var meðal annars sent út með þessari tækni frá japanska sjón- varpinu (NHK) og fleiri tilrauna- sendingar eru fyrirhugaðar á þessu ári. Japanir stefiia að því að helja reglulegar sendingar háskerpusjónvarps til heimila þegar á næsta ári. tvær tegundir af birkireykta hangikjötinu okkar, annars vegar bragðmilt og hins vegar bragðmikið hangikjöt. Birkireykt hangikjöt gefur ósvikið og ljúffengt bragð. Þjóðlegur matur eins og hann gerist bestur. Nú getur þú valið um tvær tegundir. Önnur þeirra er áreiðanlega sú sem þér finnstbest. C*' w m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.