Morgunblaðið - 19.03.1989, Blaðsíða 37
____í . .. „TT„ , WSftl 'lin . icttfT,i-,tlír\*í
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989
C 37
haft áhrif á viðskiptin hjá honum
sagði hann ekki gott að meta. „Það
er erfítt að segja nú þegar eru að
koma páskar og mikið gengur á.
Páskasalan er alltaf góð.“
Þú segir að hækkanimar hljóti
að hafa áhrif. Finnst þér að leyfa
ætti meira af fijálsum innflutningi
á matvælum, eins og t.d. kartöflum?
„Já, það á að leyfa innflutning á
öllu ef það er ódýrara að kaupa
vörana erlendis frá. Ef það er ódýr-
ara fyrir viðskiptavininn að flytja
inn fínnst mér það eiga rétt á sér
og þá hvaða vaming sem er,“ sagði
Ómar. „Ef þú gætir framleitt ódýr
föt á íslandi þá væri ekkert sjálf-
sagðara en að selja þau hér hjá
okkur. Við fáum aftur á móti ódýr-
ari föt erlendis frá í dag og tökum
þau því framyfír. Það er heldur
ekki sama úr hvaða efni fatnaður-
inn er. Það er t.d. ódýrara að versla
í Herragarðinum, en kaupa sam-
bærilegan fatnað í Amsterdam og
London," fullyrti Ómar. „Hann er
30% ódýrari héma. Ef samskonar
fatnaður væri framleiddur á íslandi
myndi hann aftur á móti kosta
helmingi meira."
Laun og veikindafrí
ófrískra kvenna
h-
Til Velvakanda.
Nýlega hefur verið dæmt í
Hæstarétti um rétt kvenna til launa
í veikindaforföllum á með-
göngutíma vegna veikinda tengdra
þungunum.
Af því tilefni langar mig að
spyija eftirfarandi spumingar.
Verði bamshafandi kona tilneydd á
síðasta tíma meðgöngu, segjum 2-4
vikum fyrir áætlaðan fæðingardag
bamsins, að hætta vinnu að lækn-
isráði, t.d. vegna of hás blóðþrýst-
ings eða þreytuverkja í baki, á hún
þá rétt á greiðslum fyrir þá daga
frá vinnuveitanda (greidda veik-
indadaga) eða ber konunni að taka
þessar vikur fyrirfram af bams-
burðarleyfi sínu?
Ég bendi á tvö dæmi sem ég
þekki til persónulega.
1. Konu, sem vinnur líkamlega
erfíða vinnu hjá ríkinu, var fyrir-
skipað að hætta vinnu mánuði fyrir
áætlaðan fæðingardag bamsins
vegna of hás blóðþrýstings. Þar sem
þetta var að sumarlagi var þessi
tími sem konan var frá vinnu dreg-
inn frá sumarleyfí hennar sem hún
átti ónýtt.
2. Konan, sem vinnur hjá einka-
fyrirtæki við innskrift á tölvu, hætti
störfum 3 vikum fyrir áætlaðan
fæðingardag, vegna þreytu í baki.
Hennar vinnuveitandi greiddi henni
full laun þennan tíma og hélt hún
þó óskertu bæði fæðingarorlofí sínu
og sumarleyfi, sem hún nýtti sér
eftir fæðingu barnsirisf>^ ' tí,i
Spurningin er: Átti konan í fyrra
dæminu rétt á launum þennan tíma
fyrir fæðingu bamsins?
Fór vinnuveitandi konunnar í
síðara dæminu rétt að?
Ég tek það fram að í báðum
dæmunum höfðu konumar ekkert
verið frá vinnu vegna veikinda und-
anfama tólf mánuði og báðar höfðu
langan starfsaldur og þar með
áunnið sér rétt til launa í veikinda-
forföllum í allt að þijá mánuði.
Með ósk um að einhver speking-
urinn geti gefið skýr svör.
Kona í 'Réylyavik
SPURT OG SVARAÐ
\ \ Rpvlfíavílf•
SPURNING: Hvað varð um loka-
þátt framhaldsmyndaflokksins
Tanners á Stöð 2? Hvers vegna er
hann ekki sýndur?
Guðrún Elín Jónsdóttir, kynn-
ingarstjóri Stöðvar 2.
SVAR: Lokaþátturinn um Tanner
átti að vera á dagskrá sunnudaginn
12. febrúar, en féll niður sökum
rafmagnsleysis. Hann var því sýnd-
ur laugardaginn 18. febrúar og var
það kynnt í dagblöðum, þar á með-
al Morgunblaðinu.
Þörunga-
blómi getur
valdið unga-
dauða
Til Velvakanda.
Ungadauði við Mývatn í vor.
Þetta er yfirskrift á greinarkomi
eftir Valtý Guðmundsson í Velvak-
andi 2. mars. Fyrst talar hann um
skammsýni mannanna, og mengun
nútímans er tröllríður nú lífríki jarð-
arbúa. Síðan segir: „Ungadauðinn
á Mývatni stafaði ekki af neinskon-
ar ólyfjan, heldur blátt áfram af
fæðuskorti."
Hvemig V.G. getur staðhæft að
ungadauðinn stafí ekki af ólyfjan
skil ég ekki, til dæmis má benda á
að þörangablómi í Mývatni síðasta
sumar var 100 milljónir pr. lítra á
móti 10 milljónum sumarið 1987
eða tíu sinnum meiri. Þegar þör-
ungablóminn er orðinn mikill getur
hann drepið bæði fugl, físk og át-
una líka. Síðan segir V.G.: „Lífríkið
í Miklavatni í Aðaldal er mjög svip-
að líftíki Mývatns, nema þar er
rykmý en ekki bitmý“. Þama verða
V.G. á alvarleg mistök í frásögn
sinni, því bitmý hefur aldrei verið
í Mývatni og mun aldrei verða af
þeirri einföldu ástæðu að bitmý
kviknar eingöngu í straumvatni og
hér er það Laxá sem bitmýið kvikn-
ar í. En rykmýið kviknar aftur á
móti í Mývatni og er stór þáttur í
fæðu fugls og silungs. V.G. kennir
þrálátum stormum seint í júní um
mýdauðann. Þarna er frásögn V.G.
málum blandin því rykmýið við
Mývatn kviknar á vorin strax og
ísa fer að leysa af vatninu, en það
gerðist síðasta vor, að ekki kvikn-
aði neitt tykmý og stormamir í júní
komu seinna, svo ekki er hægt að
kenna þeim um, enda segja líffræð-
ingar að stormur hafi ekki áhrif á
kviknun á lykmýi. V.G. segir einn-
ig: „Gráendur, er við köllum svo,
era háðar allt öðram skilyrðum, þær
taka viðurværi sitt úr jurtaríkinu
að langmestu leyti. Þær láta skor-
dýrin sig litlu varða og koma ungum
sínum þessvegna vel á legg.“ Þetta
get ég fallist á en þessari reglu var
ekki til að dreifa síðasta sumar við
Mývatn því gráandaranginn drapst
eins og aðrir ungar. Eg vil geta
þess að lokum að samkvæmt taln-
ingu sem gerð er árlega á öndum
sem koma á vorin á Mývatn, átti
sá ijöldi anda sem kom síðasta vor
að koma 29 þúsund ungum á legg
en útkoman varð nánast núll, enda
kviknaði ekkert rykmý í vor né síðar
um sumarið. Einnig má geta þess
að lífríki í vötnum hér í nágrenni
Mývatns var á síðasta vori með
eðlilegum hætti og sumstaðar með
ágætum svo sem í Másvatni.
moe oriibiBvsLf 11' Ls *it
Arni Halldórsson.
WBSTggTI VBi O
Borðstofuborð og 4 stólar
Verð kr. 58.000 afb. kr. 52.000 stgr.
Greiðslukortaþjónusta
VALHÚSGÖGN
ARMÚLA 8. SÍMI 82275
byrjendanámskeið
Fjölbreytt, vanda'ð og skemmtilegt byrj-
endanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Tilva-
lið námskeið til að losna við alla vanmáttar-
kennd gagnvart tölvum.
Dagskrá:
★ Grundvallaratriði við notkun PC-tölva.
★ Stýrikerfið MS-DOS.
★ Ritvinnslukerfið WordPerfect.
★ Töflureiknirinn Multiplan.
★ Umræður og fyrirspurnir.
Tími: 20., 22., 28. og 30. mars. kl. 20-23.
Innritun í símum 687S90 og 086790.
VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28.
FJARKENNSLA
HÁTT OG SNJALLT
eru nýir enskuþættir sem fluttir verða í
samvinnu Mímis og Fræðsiuvarpsins á
þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl.
21,30 - 22,00 f rá og með 28. mars á RÁS 2.
Hafðu samband við okkur sem fyrst og
vertu með frá upphafi.
Málaskólinn Mímir
Símar: (91) - 10004 oq (91) - 21655