Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989
5
Össur Skarphéðinsson fískeldisfræðingur:
Ræktun geldra laxastofna er
eina ráðið gegn erfðamengun
Ekki ígrundaður fréttaflutningur sérfræðinga Veiði-
málastoftiunar, segir Friðrik Sigurðsson hjá LFH
„ÉG TEL að hættan sé raun-
veruleg og eina ráðið til þess að
koma í veg fyrir þessa stofnabl-
öndun sé að setja öll hrogn eldis-
fiska í þrýstilost. Við höfum ver-
ið með rannsóknir i gangi síðustu
tvö árin bæði á hitalosti og síðar
þrýstilosti á hrogn til þess að
seiðin klekist kynlaus. Niðurstöð-
ur eru rétt ókomnar, en ég get
sagt að þetta lofar góðu og er
ekki kostnaðarsamt fyrirtæki,"
sagði Ossur Skarphéðinsson físk-
eldisfræðingur í samtali við
Nýr bankaráðs-
formaður í Ut-
vegsbankann
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra mun ekki gera
tillögu um að Hallgrímur Snorra-
son verði áfram bankaráðsfor-
maður Utvegsbankans. Mun
þessi ákvörðun forsætisráðherra
til komin vegna þess að Hallgrím-
ur er nú hagstofustjóri, en var
starfsmaður Þjóðhagsstofnunar
þegar hann varð formaður
bankaráðsins.
Forsætisráðherra hefur tilnefnt
Björgvin Jónsson í bankaráðið, en
hann gerir ekki tillögu um Hallgrím
Snorrason á nýjan leik. „Ég tel það
vera fremur vafasamt að hagstofu-
stjóri sé formaður bankaráðs. Mér
finnst þessi tvö störf ekki samrým-
ast,“ sagði Steingrímur í samtali
við Morgunblaðið.
Aðalfundur Útvegsbankans verð-
ur haldinn í Ársal Hótel Sögu, á
föstudaginn, þann 7. apríl og hefst
hann kl. 16.30.
Suðurnes:
Bátarnir hafa
fiskað vel
Keflavík.
AFLABRÖGÐ hafa verið með
miklum ágætum hjá Suðurnesja-
bátum síðustu daga og á laugar-
dag voru trillur sem róa með net
frá Keflavík að fá allt að 6 tonn-
um í róðri. Sömu sögu er að segja
frá Sandgerði, þar landaði neta-
báturinn Þorekell Arnason 20
tonnum og Reykjaborg RE sem
veiðir í dragnót landaði 18 tonn-
um og var afli Reykjaborgar að
uppistöðu isa og skarkoli.
Þórhallur Helgason á Hafnarvog-
inni í Keflavík sagði að aflinn hefði
verið þokkalegur að undanförnu og
síðan glæðst verulega á laugardag-
inn. Þá hefðu trillurnar verið að fá
upp í 5,7 tonn, minni bátarnir að-
eins meira og stóru bátarnir hefðu
verið að fá um 17 tonn.
I Sandgerði eru nú gerðir út um
90 bátar af ýmsum stærðum og
hafa þeir veitt vel í öll veiðarfæri
að undanfömu. Arney KE sem veið-
ir í net var með mestan afla í síðustu
viku, 51,8 tonn í 4 löndunum, síðan
komu Þorkell Arnason GK með
45,6 tonn og Sigþór var með 36,7
tonn. Af minni bátunum var Osk
GK með mestan afla, 36,7 tonn,
og Bragi GK var með 31 tonn. Af
dragnótabátunum var Reykjaborg
RE aflahæst með 45,4 tonn, Bliki
ÞH var með 39,1 tonn, Arnar KE
var með 37,6 tonn og Farsæll KE
var með 34 tonn. Þá lönduðu 22
handfærabátar í síðustu viku og var
afli þeirra 67,2 tonn í 64 sjóferðum.
Talsverð loðnugegnd er nú út af
Sandgerði og í gær voru þar nokkri
loðnubátar að veiðum. BB
Morgunblaðið, en göngur flökku-
laxa úr eldi í íslenskar laxveiðiár
hafa vakið spumingar um hvort
að einstökum laxastofiium stafar
hætta af erfðarmengun.
Rannsóknirnar hefur Össur
stundað ásamt þeim Valdísi
Finnsdóttur, Loga Jónssyni og
Ingimar Jóhannssyni. Þær eru á
vegum Rannsóknaráðs og er Öss-
ur verkefnisstjóri. Hann segir að
athuganirnar hafi leitt í ljós, að
ala má gelda laxastofna með því
að setja öll hrogn í það sem hann
kallar þrýstilost og það sé allra
hagur, því laxfiskar hætti að
stækka þegar þeir verði kyn-
þroska. Eldismenn geti því fengið
stærri físk á sama tíma og þeir
væru að tryggja laxveiðiárnar
fyrir erfðamengun. Dánartíðni
laxfíska eykst einnig þegar kyn-
þroskinn kemur og eldismenn fá
því fleiri fiska, að sögn Össurar.
„Ég segi vegna þessa, eins og
hann Skúli á Laxalóni orðaði það ■
einhvern tímann, að það væri ekki
mikið mál þótt einhver giftist
stúlku að norðan. Sama má segja
um þessa meintu stofnablöndun.
Okkur eldis- og hafbeitarmönnum
þykir það ekki ígrundaður frétta-
flutningur af hálfu sérfræðinga
Veiðimálastofnunar að gefa út
stórar yfirlýsingar um yfírvofandi
hrun einstakra laxastofna þegar
rökin eru að meira og minna leyti
byggð á líkum. Engin óyggjandi
dæmi eru til um að erfðir Atlants-
hafslaxa hafi spillst vegna blönd-
unar við eldislax,“ sagði Friðrik
Sigurðsson framkvæmdastjóri
Landssambands fískeldis- og haf-
beitarstöðva. Friðrik sagði enn
fremur, að ólíklegt væri að eldis-
lax á íslandi væri svo mjög frá-
brugðinn villtu stofnunum, vegna
þess hve fáar kynslóðir laxinn
hefur verið í eldi hérlendis en
hann er ræktaður af villtu for-
eldri. Auk þess væri ekkert vitað
um fjölda og fjölbreytileika
íslensku laxastofnanna. „Þá er
undarlegt í allri umræðunni sem
er farið að minna á hvalafár, að
Veiðimálastofnun þegir eins og
gröfín um eigin sleppingar á
Kollafjarðarlaxi í vel flestar lax-
veiðiár landsins í gegnum tíðina.
Hversu skemmdir eru stofnamir
fyrir vegna þess? Það er aldrei
talað um að núverandi Elliðaárlax
hafí verið ræktaður upp, m.a. með
Sogslaxi. Og þannig mætti áfram
telja,“ sagði Friðrik.
Engin bygging er of stór...
eða of smá fyrir Garðastál.
GERÐU YTRUSTU KROFUR
NOTAÐU
GARÐASTAL
GARÐASTÁL, þak- og vegg klæðningin hefur
frábæra eiginleika. Sinkhúðað stálið er lagt þykkri
og þéttri PLASTISOL húð með góða eiginleika til
tæringavarna. Bakhliðin er varin gegn ryði með
hlífðarlakki.
PLASTISOL húðin er vel teygjanleg og þolir að
leggjast tvöföld án þess að brotna. PLASTISOL
heldur upprunalegri áferð í áratugi, flagnar ekki af
og þolir mjög vel hnjask.
Áratuga reynsla hérlendis hefur sannað frábæra
kosti GARÐASTÁLS.
GARÐASTÁL er afgreitt í lengdum að vali
kaupenda. Velja má úr mörgum litum og fylgihlutir
eru til á lager.
Starfsfólk söludeildar veitir ráðgjöf um frágang og
útlit og gerir verðtilboð.
Gerðu ýtrustu kröfur,
notaðu GARÐASTÁL, það endist.
= HÉÐINN
STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000
ARGUS/SIA