Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 46
-46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989
Minning:
Jón Guðmundsson
Guðný Sigmunds-
dóttir - Minning
í dag er til moldar borinn vinur
minn Jón Guðmundsson, Bergstaða-
stræti 32B hér í bæ. Jón andaðist á
páskadag á 80. aldursári. Hann hafði
átt við vanheilsu að striða í nokkur
ár, en hann var þeim hæfileika
gæddur að bera ekki veikindin utan
á sér. Hann var alltaf hress og kát-
ur og fullur áhuga. Andlát hans kom
því mjög á óvart.
Jón fæddist á Bergstaðastræti
32B og bjó þar alla tíð. Hann vann
frá tvítugu hjá Reykjavíkurhöfn en
á miðjum aldri réðst hann sem hús-
____ vörður til Ríkisútvarpsins og vann
þar til 66 ára aldurs. En þar með
var starfsævi hans ekki lokið. Jón
var sívinnandi fyrir sjálfan sig og
aðra.
Jón var einstakur maður um
marga hluti. Hann var skarpgreind-
ur, orðheppinn og með fádæum hag-
ur og verklaginn. Þó Jón hafi ekki
gengið menntaveginn hafði hann
meiri þekkingu til að bera en marg-
ur langskólagenginn maður. Það var
því ekki udnarlegt að kunningjar og
vinir leituðu til hans þegar þeir voru
í vanda staddir. Hjá Jóni var ekki
komið að tómum kofunum. Hann
var alltaf reiðubúinn að leysa hvers
manns vanda.
Ég á honum marga skuld að
gjaida. Þau eru ótalin skiptin sem
ég leitaði til Jóns Guðmundssonar
ef eitthvað var að sem aðrir gátu
ekki ráðið fram úr. Það var sama
hvort um var að ræða viðgerð á
húsgögnum, bílum, klukkum, vélum
eða hveiju sem var, þegar fagmenn
gáfust upp tók hann við, setti sig
inní hlutina og hætti ekki fyrr en
hann var búinn að leysa málið á ein-
hvem hátt. Þó Jón væri ekki vel að
sér í erlendum málum skildi hann
alla leiðarvísa á hvaða máli sem
þeir voru. Hann hafði til að bera svo
mikla meðfædda greind að hann gat
rætt við hámenntaða menn og alltaf
haft eitthvað til málanna að leggja.
Menn eins og Jón eru vandfundn-
ir enda verður hans lengi minnst af
þeim sem hann þekktu.
Ég er honum þakklátur fyrir þá
tryggð sem hann hefur sýnt mér og
mínu fólki alla tið og sakna vinar í
stað.
Ég og fjölskylda mín vottum eftir-
lifandi konu hans, Petrúnellu Kristj-
ánsdóttur, bömum, bamabömum og
öðrum aðstandendum innilega sam-
úð og við vonum að minningin um
góðan dreng verði þeim huggun.
Hannes Þórarinsson
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Sorgarfregnin sem okkur barst á
páskadagskvöld um að afi, Jón
Guðmundsson, væri fallinn frá var
þungbær. Minningin um hann mun
lifa því hann var okkur öllum bama-
bömunum svo góður og um okkur
öll í fyölskyldunni þótti honum mjög
vænt um. í þeim hópi átti hann
eitt uppáhald, en það er sonarsonur
hans Jón, sem hann kallaði Labba.
Lengi mun það hljóða fyrir eyrum
þegar hann kallaði til hans „Labbi
rninn." En nú hefur afí verið frá
okkur tekinn. Sorgin er djúp. Miss-
ir ömmu er mikill og megi Guð
styrkja hana og styðja í hennar
miklu sorg.
En grátur bætir ekki úr. Við biðj-
um Guð að geyma Jón afa.
Sara Osk Guðmundsdóttir,
Einar Guðjónsson og litla
dóttir.
Hann dó heima hjá Petu sinni á
Bergstaðastrætinu að kvöldi páska-
dags, afdráttarlaust og snöggt eins
og hvað eina annað sem honum bar.
Þetta gerði hann næstum mánuði
fyrir áttræðisafmælið, sem hefði orð-
ið 24. þessa mánaðar og 33 árum
eftir að kunningsskapur okkar byij-
aði hjá Útvarpinu og 45 árum eftir
að ég sá hann fyrst í Hafnarsmiðj-
unni með Fordmótorinn hangandi í
löngutöng. Það var þegar Stefán
Guðnason stóri, sem var afrendur
maður, stillti sér klofvega yfir þenn-
an stóra bflmótor með kaðallykkj-
unni og tók hann upp og dinglaði
honum lengi í annarri hendi sér og
sagði að þetta væri andskoti þungur
mótor, og Jón Guðmundsson tók
hann upp á eftir honum með löngu-
töng og dinglaði honum helmingi
lengur og sagði að það væri satt,
hann væri helvítis-ósköp þungur.
Af þeim snjöllu Njálumönnum, sem
ég hef kynnst um ævina, var Jón
Guðmundsson langsamlega sterk-
astur.
Jón bjó alla ævi þama á Berg-
staðastræti 32B. Faðir hans reisti
það hús. Sá var úr Ölvusinu og hét
Jón Guðmundsson, lærði skósmíði
en sinnti mörgu. Hann kynnti sér
meðal annars grasalækningar og
ritaði fræðarit um lækningajurtir.
Móðir Jóns, Ástríður Jónsdóttir, var
úr Hafnarfirði.
Jón Guðmundsson vann hjá
Ríkisútvarpinu, húsvörður og alls-
heijarforsjá verklegra framkvæmda
f nær 20 ár og með engum manni
hef ég líklega drukkið oftar svart
og sterkt árdagskaffi og mjög oft
tvímenning fyrstu morgunhituna á
fréttastofunni og fáum hef ég kynnst
torveldari að þvarga við á þriðja
bolla og kom þrennt til. Fyrst var
að hann var ónotalega fróður á
mörgum sviðum, annað það hvað
hann var meinfyndinn á eðlilegar
klassískar líkingar úr fombókmennt-
unum og það síðast að hann gekkst
aldrei inn á neitt. Einn morguninn
deildum við um það hvenær kríuvarp
byijaði. Hann sagði 10. júní en ég
sagði að það byijaði um mánaðamót-
in. Að morgni 4. júní kom ég svo
með sex kríuegg og lagði þau soðin
fyrir hann. Hann át þau öll. Það
síðasta var stropað, og þegar hann
var búinn að kyngja því þá gaf hann
mér ekki færi á að segja jæja heldur
sagði hiklaust: „Þær eru ekki orpn-
ar. Byria ekki fyrr en þann tíunda."
Hann notaði ávallt fá orð og
stíllinn með því sniði að sérlega stutt
var í hverri setningu frá gerandanum
til sagnarinnar. Það er Njáluháttur.
Einu sinni var það á skyttiríi á laug-
ardegi þegar gæsimar voru framúr-
skarandi styggar og við búnir að
skríða marga skurði og blauta án
þess að komast í færi og komnir upp
í bíl að drekka kaffí. Þá heyrðum
við í útvarpinu að Jónas Jónasson
er að ræða við Hafstein miðil og
spyr hvaða breytingu hann myndi
eftir fyrsta í fari sínu eftir að hann
varð spíritisti, og Hafsteinn svaraði:
„Það var óttinn við dauðann, hann
hvarf.“ Og þá sagði Jón: „Gæsimar
mættu vera spíritistar."
Ég heyrði hann aldrei eyða orði
á sjálfsögð mál en oft binda enda á
fánýtt hjal með stuttri athugasemd.
Það var alltaf vænlegt að standa í
heyrandi hljóði við hann, og vináttu
hans tel ég til verðmæta frá því ég
eignaðist hana.
Ég votta þeim samúð mína, Petu,
ekkju Jóns og bömum hans, Ástu,
Guðmundi Randver og Kristjáni. En
þau ætla ég að eigi sér harmabót,
því eins og minningar mínar um Jón
Guðmundsson era mikils verðar þá
ætla ég að þau eigi þar fyársjóð eft-
ir hann.
Stefán Jónsson
Minning:
Fæddurl3. september 1898
Dáinn28. febrúarl989
Þann 28. febrúar sl. lést í Sjúkra-
húsinu á Akranesi Jón H. Jónsson
bóndi á Miðhúsum í Álftaneshreppi
á nítugasta og fyrsta aldursári.
Atvikin höguðu því svo, að ég
gat ekki fylgt þessum trausta og
skemmtilega samheija mínum
síðasta spölinn, eins og ég ætlaði.
Minningarorð mín eru því hinsta
kveðja mín, með einlægu þakklæti
til þessa mæta manns.
Jón fæddist að Miðhúsum. For-
eldrar hans voru hjónin Jón Einars-
son og Helga Jónsdóttir. Jón starf-
aði alla ævi að Miðhúsum, fyrst á
búi foreldra sinna, en árið 1932
gerðist hann bóndi sjálfur. Þá var
hann nýgiftur Nellý Pétursdóttur.
Foreldrar hennar voru Pétur Guð-
mundsson kennari á Eyrarbakka
og kona hans, Elísabet Jónsdóttir.
Um samvistir og afkomu þeirra
FæddlO. apríl 1897
Dáin 17. mars 1989
Guðný Sigmundsdóttir er orðin
hluti íslendingasagna þeirra, sem
hittu hana á löngum æviferli. Hún
kunni listina að lifa, þá list, sem
fáir fá lært, og skólar ei kennt. Hún
var með afbrigðum litríkur og stór-
brotinn persónuleiki, sem átti mikið
að gefa og gaf af rausn og verður
ógleymanleg þeim mörgu, sem nutu
samvista við hana.
Guðný hafði gengið yfír mörg
landamæri í tíma og rúmi, mundi
glöggt löngu liðna tíð og kunni
öðrum betur að segja frá, gæða lífí
og færa nær atburði, sem vora hluti
af sögu hennar, heimsins, landsins
eða þjóðarinnar.
Hún var Reylq'avíkurbam, sem
átti góða og greinda foreldra, sem
bjuggu dætrum sínum gott heimili:
fyrst í Vesturbænum, þar sem
Guðný þekkti hvert uppsátur og
hafði stöku sinnum fengið að fara
í róður með föður sínum. Seinna
átti hún heima í Skuggahverfinu,
þar sem móðir hennar forðaði fyöl-
skyldu sinni frá taugaveiki með
athyglisgáfu og heilbrigðri skyn-
semi, en hún hafði tekið eftir því,
að þeir tóku veikina, sem notuðu
vatn úr Bjamaborgarbranni, en hin-
ir sluppu, sem styttri áttu leiðina í
aðra brunna. Hún greip þá til þess
ráðs að leita lengri leið eftir vatni
en hún hafði áður gert og forðaði
fjölskyldu sinni þannig frá því að
veikjast.
Guðný átti margar æskuminn-
ingar, sem nútímabaminu þættu
einkennilegar. Hún gætti bama for-
eldra, sem fóru prúðbúnir til veizlu
í gastönkunum við Rauðarárlæk
árið 1910 og biðu þar komu kóm-
etu Halleys og heimsendis. Hún fór
austur í sveitir á sumrin með póst-
vagninum, vann þar hörðum hönd-
um, en leiddist, sennilega í einasta
skiptið á ævinni, hét því enda að
láta það ekki koma fyrir sig aftur,
og borgarbam var Guðný, áður en
Jóns og Nellýjar má segja að giftan
hafí fylgt þeim alla tíð. Heimilið
var alla tíð á Miðhúsum, bömin
urðu sjö og hafa þau myndað sín
eigin heimili, þar af munu a.m.k.
þrír synir þeirra vera bændur í
Álftaneshreppi.
Jón og Nellý vora glæsileg hjón
bæði í útliti og í allri framkomu.
Jón var mikill húmoristi, og gat
hann gert hversdagslega atburði
að eftirminnilegum skemmtisögum.
Eitt sinn er Jón var á ferð á jeppan-
um sínum, gaf vegkanturinn sig,
svo bíll Jóns valt og lenti á toppn-
um, en mun ekki hafa skemmst
neitt. Vegfarandi einn sem kom þar
að var mjög óhress fyrir Jóns hönd
og hafði orð á óhappinu við Jón.
Þá svaraði Jón: „Nú væri gott að
smyija bílinn, þegar hjólin snúa
upp.“
Jón var söngmaður góður og var
þvi jafnan sjálfkjörinn forsöngvari,
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
nokkuð, sem með góðu móti var
hægt að kalla borg, varð til á
landinu, og sveitin var vissulega
aldrei hennar vettvangur.
Guðný var elzta bam foreldra
sinna og hafði stundað nám í
Kvennaskólanum, þegar faðir henn-
ar lézt. Hún fékk þá vinnu hjá
Landssímanum og aðstoðaði móður
sína og systur eftir beztu getu, og
bezta geta hennar var aldrei af
verri endanum. Flestir bæjarbúar
og gestir í bænum komu á Lands-
símann einhverra erinda á áram
hennar þar, og hún eignaðist fjölda
vina á öllum aldri og úr öllum at-
vinnugreinum með glaðværð sinni
og gamansemi, óbilandi'lq'arki og
fasi öllu. Þótt fáir séu eftir úr vina-
hópnum frá æskuáranum, átti
Guðný jafnan gnótt vina. Hún skap-
aði til síðustu stundar það andrúms-
loft, sem aflar vina.
Hún var á undan sinni samtíð
um ýmsa hluti. Hún bjó til afburða-
góðan mat, hugsaði þó um hollustu
og næringargildi og tókst að fá á
sig hálfgildings óorð á Eyrarbakka
með því að nota ýmislegt af þeim
mat, sem þar var að fá í fyöra, á
landi og í sjó sem fáir lögðu sér til
munns. Hún talaði bæði dönsku og
ensku, og á stríðsáranum var hún
oft túlkur, þegar einhver og iðulega
kostuleg vandræði komu upp milli
Islendinga og útlendra hermanna.
Hún gerðist sjúkraþjálfí, ekki bara
hjúkrunarkona, þegar dóttir hennar
þurfti þess með, en orðið sjúkra-
þjálfí var þá óþekkt í íslenzkri
tungu. Hún iðkaði líkamsæfíngar,
jafnvel eftir að hún var orðin blind
og allt þar til líkaminn hætti að
láta að stjórn á síðustu áram henn-
ar.
Guðný vissi yfirleitt, hvað hún
var að gera, og áreiðanlega, þegar
hún giftist Magnúsi Oddssyni. Þau
eignuðust dótturina Ólöfu, sem
veiktist bamung af berklum og var
vart hugað líf. Foreldramir létu
hvergi bugast, og sú hjúkrun nægði,
sem Ólöf fékk í heimahúsum og
hvort sem var í fjölskyldufagnaði
eða í gleðskap með sveitungum
sínum.
Jón og Nellý sóttu oft spilakvöld
sem haldin voru í Borgamesi á veg-
um Framsóknarfélags Mýrarsýslu
og létu sinn hlut í keppninni ekki
eftir liggja. Eitt sinn hlutu þau
aðalvinninginn, ferð fyrir þau bæði
til Mallorca. Þau nutu ferðarinnar
vel. Jón sagði síðar frá ferðinni á
spilakvöldi við góðar undirtektir
áheyrenda, enda nutu frásagnar-
hæfíleikar Jóns sín vel og var mik-
ið hlegið.
Nú hafa þau Miðhúsahjónin bæði
lokið sínu ævistarfí. Við sem höfum
haft af þeim kynni, eigum eftir
góðar minningar, sem ylja munu
okkur ævikvöldið.
Blessuð sé minning þessa mæta
manns.
Halldór E. Sigurðsson
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginkonu minnar, systur okkar og mágkonu,
ARNDÍSAR STEFÁNSDÓTTUR,
Stóragerði 38.
Sigurður Jónsson,
Brynhildur Stefánsdóttir, Kristinn Júlíusson,
Margrét Stefánsdóttir,
Guðrún Stefánsdóttir.
Lokað
í dag milli kl. 14.30 - 16.30, vegna jarðarfarar AGNARS
ÞÓRIS ELÍASSONAR.
Sendibílar hf.,
Skólavörðustíg 42.
Lregsteinar
MARGAR GERÐIR
Mmorex/Gmít
Jón H. Jónsson
á Miðhúsum