Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 13 Með sálina í brjóstholinu _________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Hugleikur frumsýndi á Galdra- ioftinu: Ingveldur á Iðavöllum Höfundar: Ingibjörg Hjartar- dóttir og Sigrún Óskarsdóttir Tónlist og söngtextar: Ámi Hjartarson Leikmynd: Hanna Hallgríms- dóttir Lýsing: Ólafiir Óm Thoroddsen Leiksfjóri: Hanna María Karls- dóttir Hugleikur er að festa sig í sessi sem eitt aðsópsmesta áhugaleik- hús landsins, en hefur þá sérstöðu umfram aðra leikhópa, að leikend- ur láta sér eiginlega fátt um finnast hvort áhorfendur skemmta sér, svo framarlega þeir eigi góða stund sjálfír og er þetta sjónarmið hið virðingarverðasta. Enda mun Hugleikur hafa orðið þannig til að fólk sem áhuga hafði á að stíga á svið og ekkert hafði lært tók höndum saman til að skemmta sér. Eftir að hafa lesið hina spak- legu grein í leikskrá „Um hina dýpri innviðu verksins" liggur við að höfundar hennar hafi tekið ráðin af þeim sem vill skrifa um- sögn um verkið, því að þar eru eiginlega allir möguleikar teknir með í reikninginn um hvað verkið fjallar og hvemig túlka skuli það og er greinin satt að segja ívið hlægilegri en verkið sjálft hjá Hugleik að þessu sinni. Það gerist á Iðavöllum um alda- mótin, kannski þó fyrr eða síðar, enda ekki meginmálið. Ingveldur húsfreyja er kvenna fegurst og unaðslegust. Hún á sér manninn Ólaf sem er fímaflínkur við allan útsaum, en gagnast líklega ekki konu sinni sem eiginmaður. En þá hefur hún ráðsmanninn, sem smíðaði handa henni söðul og lifir fyrir að halda söðlinum í góðu ástandi og láta Ingveldi þvo á sér hárið. Þeirrar náðar verður hinn gjörvulegi smaladrengur einnig aðnjótandi eftir því sem á líður. Ingveldur ber þungan harm í bijóstinu, því að hún hafði elskað Skáldið og beið þess lengi lengi. Loks snýr skáldið heim og meðal annars þeirra erinda að leggja símastreng um landið. Með honum og Ingveldi verða fagnaðarfundir og spaugilegustu senumar em að mínum dómi, þegar skáldið er allt- af að koma — og fer svo og skil- ur Ingveldi eftir með sálina í bijóstholinu og seinna skilur hann einnig eftir barn í maganum á vinnukonunni. Við sögu koma fjöldamargir, vinnuhjú, fallin kona, prestshjónin klassíisku og svo Vesturheimsag- entinn sem lofar fólkinu gulli og grænum skógum í fyrirheitna landinu og verður ótrúlega vel ágengt á þessu myndarbýli sem Iðavellir em. Leikendur flytja textann af inn- lifun og fjálgni og nokkrir mega auðvitað fara að passa sig; sumir em eiginlega að verða svo ótrú- lega góðir! Og var það víst ekki meiningin. Ég nefni Gísla Sig- urðsson Skáld og Huldu Hákonar- dóttur í hlutverki Ingveldar og Kristjana Snæland sem fallin kona er greinilega náttúmtalent. En við því er auðvitað ekkert að gera og mest um vert að menn skemmti sér. Hanna María Karls- dóttir hefur haldið utan um þenn- an stóra og sundurleita hóp af mikilli leikni og viðeigandi alvöm- (leysi) og hreint afrek hvemig allur þessi skari kemst fyrir á „sviðinu" á Galdraloftinu. Það má áreiðanlega lofa leik- húsgestum með rammíslenskt hugleikshugarfar góðri skemmt- un á „Ingveldi á Iðavöllum" á næstunni. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Nemendur skemmta á árshátíð Stóru-Vogaskóla. Vogar: Arshátíð Stóru-Vogaskóla Vogum. ÁRSHÁTÍÐ Stóru-Vogaskóla var haldin nýlega í félagsheimilinu Glaðheimum í Vogum. Árshátíð- inni var skipt í tvennt, fyrri hlut- inn fór fram um miðjan daginn og eingöngu fyrir nemendur og kennara, en sfðari hlutinn var um kvöldið. Þá var foreldrum og öðrum gestum boðið, sem Qöldi fólks þáði, og skemmti fólkið sér vel. Árshátíðin hófst með ávarpi formanns nemendaráðs, Þormars Jóns Ómarssonar, sem einnig var kynnir. Síðan hófst skemmtidag- skrá þar sem fram komu flestir nemendur skólans og skemmtu með leik, söng og dansi. Nemendur úr öllum bekkjum skólans komu fram og voru margir að koma fram á sviði í fyrsta skipti. Greinilegt var að nemendur og kennarar höfðu lagt mikla vinnu í undirbúning árshátíðarinnar og kunnu áhorfendur vel að meta það sem boðið var upp á. - EG. Samhjálp kvenna: Erindi um aðgerð- ir vegna brjósta- krabbameins SAMHJÁLP kvenna, sem er stuðningshópur kvenna sem gengið hafa undir aðgerð vegna bijóstakrabbameins, hefur opið hús í Skógarhlíð 8, húsi Krabba- meinsfélagsins, í dag, þriðjudag- inn 4. apríl, klukkan 20.30. Einar Hjaltason skurðlæknir flyt- ur erindi um aðgerðir vegna bijósta- krabbameins. Að loknu erindinu verða almennar umræður og kaffi- veitingar. Samhjálp kvenna var stofnuð 1979 og er elsti stuðningshópurinn sem starfar í tengslum við Krabba- meinsfélagið. Allir sem vilja kynn- ast starfsemi samtakanna eru hvattir til að koma á þennan fund. (Frétt frá Krabbameinsfélaginu.) Verkamannafélagið Hlíf Umsóknir um orlofshús Þeir félagar Hlífar, sem hafa hug á að dvelja í sumar í orlofshúsum félagsins í Ölfusborgum og Húsafellsskógi eða í íbúðum á Akureyri, eru beðnir að sækja um fyrir 15. apríl nk. Gert er ráð fyrir vikudvöl hverju sinni. Ef fleiri umsóknir berast en hægt verður að sinna, munu þeir ganga fyrir sem sækja um í fyrsta sinn. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, símar 50987 og 50944. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 13.00-16.30. Kynnið ykkur vortilboðið FLOTT FORW ÆFINGAKERFIÐ FLOTT FORM býður upp á þægilega leið til að styrkja og liðka líkamann, án þess að ofreyna vöðva og fá harðsperrur. Vegna einstaks samblands af líkamshreyfingum og síendurteknum æfingum, þar sem vöðvarnir eru spenntir án þess að lengd þeirra breytist, geta bekkirnir okkar sjö styrkt og liðkað mismúnandi hluta líka- mans. Auknar birgðir súrefnis og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta nið- ur erfiða appelsínuhúð og losa um vöðvabólgu, bakverk svo og aðra álagssjúk- dóma. GETUR ELDRA FÓLK NOTIÐ GÓÐS AF ÞESSUM TÆKJUM? Þessi þægilega leið við að hreyfa líkamann er kjörin fyrir eldra fólk, vegna þess að allir geta æft á sínum hraða. Aukinn sveigjanleiki og aukið vöðvaþol, sem kemur með þessum tækjum, er kjörið fyrir þá, sem hafa stífa vöðva eða eru með liðagigt. Halldóra Anna Gunnarsdóttir Á þeim stutta tíma sem óg hef stund- aö Flott form hefur kílóunum og cm fækkaö. Ennfremur hef ég losnað viö vonda verki ( mjaðma- og hnjáliöum sem hafa hrjéö mig í óraraöir. Mér var ráðlagt aö fara í létta leikfimi en allt kom fyrir ekki, mór leiö ekkert betur. Þó sagði læknirinn minn mór aö hann heföi heyrt um Flott form bekkina og gæti maöur náö góöum órangri þar. Ég fylgdi hans róöum og órangurinn hefur ekki lótiö ó sór standa. Ég hef alveg losnað viö allar þrautir, sem höföu hrjóö mig I mjöömum og hnjóm. Sem sagt alveg verkjalaus, aðeins velliöan. Ég get hiklaust mælt meö Flottu formi fyrir alla aldurshópa hjó körlum og kon- um. Sigríður Jónsdóttir Þegar ég só auglýsingu um bekkja- leikfimi hjá Flottu formi fannst mór spennandi aö prófa. Strax eftir fyrstu tímana fann ég breytingu til batnað- ar, aukiö þrek og þol, laus viö bjúg i fótum, blóöþrýstingur í betra lagi og svo er óg mikiö betri af vöövabólg- unni + færri kíló og sentímetrar. öll líöan miklu betri. Ég mæli meö Flottu formi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þetta er ógætis þjólfun, hressandi og hæfilega erfiö. Ég tel aö þessi tæki henti fólki á öllum aldri og í öll- um þyngdarflokkum. < Hans Indriðason Þaö sem mér finnst aöalatriöiö viö Flott form bekkina er aö þaö er gam- an gera æfingarnar. Þú þarft ekki aö pína þig til þess aö gera leiöinlegar æfingar í marga mánuöi til þess aö sjó einhvern órangur, og mór líöur vel bæöi ó sól og líkama eftir timana. Þaö spillir síðan ekki fyrir aö þaö er gaman aö koma í dansstúdíóiö, margt fólk, líf og fjör og öll aðstaöa til fyrirmyndar. Pantiö tíma tímanlega FLOTT FORM Hreyfing sf. Hreyfing sf. Kleifarseli 18, Breiöholti Engjateigi 1, Rvík sími 670370 (Dansstúdíó Sóleyjar) sími 680677 I/ið bjóðum alltafeinn frian kynningartima. Frábær sól- og gufu- baðsaðstaða \/ið höfum opið frá kl. 9-22 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.