Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRIL 1989
23
Júgóslavía:
Slobodan, þú ert
okkar hinsta von“
Serbar dýrka flokksleiðtoga sinn
SLOBODAN Milosevic sór að leysa
Kosovo-vandann og efla Serbíu
þegar hann tók við embætti
flokksleiðtoga júgóslavneska lýð-
veldisins fyrir þremur árum.
Sjálfræði héraðanna Kosovo og
Vojvodina hefúr nú verið skert
og ríki Serbíu aukið en Kosovo-
vandinn er óleystur. Þar ríkir
heraaðarástand og óvíst um fram-
haldið. En Serbar fagna því að
Serbia er „sameinuð" á ný og
dýrka foringja sinn. Enginn júgó-
slavneskur stjórnmálamaður hef-
ur notið eins mikillar persónulegr-
ar hylli og Milosevic síðan Tító
lést. Hún er slík að jafnvel stuðn-
ingsmönnum hans þykir nóg um,
svo ekki sé minnst á íbúa hinna
júgóslavnesku lýðveldanna, sér-
staklega þó Slóveníu og Króatíu.
Myndum af Milosevic er veifað á
útifundum í Belgrað og Serbar bera
merki með mynd af honum í barmi
sér. Aftasta stafnum í nafni hans
er oft sleppt á lofspjöldum og hann
nefndur Sloboda (Frelsi) Milosevic.
Myndir af honum hanga víða í búðar-
gluggum og á matstöðum og lit-
myndir úr tímaritum skreyta veggi
fjölda verkstæða. Segulbandsspólur
með lögum eins og „Slobodan, okkar
kæri bróðir" eru rifnar út. Þar er
hann hvattur til að hjálpa Serbum
að ná Kosovo aftur á sitt vald. „Við
munum einnig fórna lífinu fyrir
Serbíu ef nauðsyn krefur,“ segir í
textanum. Nafn Milosevics er nú iðu-
Iega sungið í stað nafns Títós í lof-
söngvum um gamla forsetann. Og
nýlega kom út bók með ræðum sem
hann hefur flutt síðan 1984. Hún
selst eins og heitar lummur. Upplag-
ið er sagt verða eins stórt og eftir-
spurnin krefst.
Óspilltur maður fólksins
Snjöllum peningamönnum tekst
að græða á persónudýrkuninni og
hafa gott upp úr að markaðssetja
allt sem minnir á Milosevic. Þetta
þykir varhugavert. Raddir hafa
heyrst um að það þurfi að vetja leið-
togann fyrir misnotkun og bent hef-
ur verið á að jafnvel Albanir græði
á því að selja merki með mynd af
Serbanum. Þeir noti síðan ágóðann
til að styrkja ókyrrðaröflin í Kosovo
sem hann á í baráttu við.
Milosevic hefur hvorki haft mikil
áhrif á yfirstjórn Júgóslavíu né leyst
geigvænlegan efnahagsvanda
Serbíu. En stuðningsmenn hans láta
það ekki á sig fá. Hann berst fyrir
„hreinskilni, sannsögli, lýðræði og
frelsi", flytur ræður sem almúginn
skilur og fjallar um það sem fólkinu
er efst í huga.
Hann er sonur grísk-kaþólsks
prests, fæddur 1941, lifír einföldu
lífi í þriggja herbergja íbúð í Belgrað
og ekur um á litlum, júgóslavneskum
bíl. Hann veitir sárasjaldan viðtöl og
talar víst ógjarnan um sjálfan sig.
Hann er sagður óvenjulegur stjóm-
málamaður á Balkanskaga að því
leyti að hann er hvorki spilltur né
flæktur í hneykslismál. Honum hefur
tekist að endurvekja sjálfsmeðvitund
og þjóðarstolt Serba. Þeir prísa sig
sæla að eiga hann að og veifa spjöld-
um sem á stendur: „Slobodan, þú ert
okkar hinsta von.“
Kosovo hjarta gömlu Serbíu
Þjóðræknisstefna Milosevics fellur
í fijóan jarðveg í Serbíu meðal ann-
ars af tveim sögulegum ástæðum. í
fyrsta lagi var Kosovo höfuðból serb-
neska ríkisins áður en Tyrkir yfirbu-
guðu Serba í blóðugri baráttu 1398
og Serbía missti sjálfstæði sitt í tæp
fím'rn hundruð ár. Ókyrrð Albana,
sem eru í stórum meirihluta í hérað-
inu, og kröfur þeirra um sjálfstæði
Kosovo kemur því við kaunin hjá
Serbum og þjappar þeim saman. Til-
finningar þeirra til Kosovo eru
líklega svipaðar tilfínningum íslend-
inga til Þingvalla. í öðru lagi telja
Serbar, sem eru fjölmennasta þjóð
Júgóslavíu, að Serbía hafí sætt verri
.Efiia Bbru>gi»
Slobodan Milosevic
hlut en hin lýðveldin fímm í stjórn-
artíð Króatans Tító. Hann veitti Voj-
vodina, þar sem stór hluti íbúanna
er ungverskur, og Kosovo sjálfræði
innan Serbíu 1974. Serbar telja að
hann hafí viljað veikja Serbíu með
því og Milosevic minnir þá á að það
sem Serbía vann í stríði hafí hún
misst á friðartímum.
Á meðan þjóðernisvitund íbúa
Serbíu eykst og þeir flykkja sér um
Milosevic hefur þróunin í Slóveníu
og Króatíu verið meiri í lýðræðis-
og fjölflokkaátt. íbúarnir þar hafa
vissan skilning á afstöðu Serbíu til
Kosovo en eru ekki alls kostar sáttir
við aðferðir Milosevics til að fá vilja
sínum framgengt. Hann hikar ekki
við að láta handtaka þá er standa í
vegi fyrir honum og er grunaður um
að hafa stefnt að hernaðarástandi í
Kosovo til að eiga hægara um vikað
„leysa" Kosovo-vandann. En spilin
gætu snúist í höndunum á honum.
Astandið, sem sumir óttast að eigi
eftir að verða eins slæmt og í Líban-
on, gæti orðið óþolandi fyrir þá Serba
sem enn búa þar og þeir gætu flutt
frá héraðinu eins og svo margir Ser-
bar hafa þegar gert. Þá yrðu Alban-
ir einir eftir í Kosovo. En það er
varla það sem hinn dáði leiðtogi
Serba stefnir að.
— ab.
Heimild: Neue Ziircher Zeitung, o.fl.
Noregur:
Nauðungar-
vistun fíkni-
efiianeytenda
NORSKA ríkisstjórnin hefúr lagt
til, að heimilt verði að taka úr
umferð flkniefiianeytendur og
áfengissjúklinga, sem eru á góðri
leið með að eyðileggja sjálfa sig,
og vista þá á stofnun í þrjá mán-
uði hið minnsta. Hefúr þessari til-
lögu verið vel tekið í flestum
flokkum. Kom þetta fram í norska
blaðinu Aftenposten fyrir helgi.
Hingað til hefur verið leyfilegt að
.vista áfengis- og fíkniefnaneytendur
undir 18 ára aldri á stofnunum en
nýju lögin eiga að ná til allra aldurs-
hópa. Er gert ráð fyrir, að fíkniefna-
neytendumir verði hafðir til með-
ferðar ekki skemur en í þrjá mánuði
og á að veita fé til að stækka og
auka starfsemi viðkomandi stofnana.
Þingmenn úr flestum flokkum
nema Sósíalska vinstriflokknum hafa
tekið vel í tillöguna og er búist við,
að hún verði samþykkt á þingi með
miklum meirihluta. Er það helst
fundið að henni, að vista þurfi fíkni-
efnaneytendur miklu lengur en í þijá
mánuði.
M nsttíl .uobtehrítf ! tiuWhisht
heclniqoð ðúd Imssvcoíl {:iiT uíoif
PHILIPS sjónvarpstækin eai sannkallaðir gleðigjafar á heimilinu.
Sjónvarpsdagskráin ræður að von nokkru um gleðina en PHILIPS
tryggir skýrasta mynd og tærastan hljóm þess sem í boði er.
Einstök myndgæöi, traust smíði og frábær ending
eru meðmæli eiganda PHILIPS siónvaroa.
— Viltu slást í hnpinirT,
þar sem mynd og tóngæði eru í sér-
flokki, og getum því boðið þessi
frábæru tæki á einstaklega lágu verði
vegna hagstæðra samninga.
• Þráðlaus fjarstýring með öllum möguleikum
handstýringar.
• Smekklegt, nútimalegt útlit.
• Sjálfleitari.
• Frábær hljómgæði úr hátalara framan á tæki.
• Lágmarks rafmagnsnotkun.
• 16stöðvaminni.
• Verðiðkemurþéráóvart.
Við vorum að fá til landsins stóra
sendingu af þessu hágæða 20 tommu
sjónvarpstæki frá PHILIPS, árgerð ’89,
16“ PHILIPS FRIÐARSTILLIR
16 tommu (ferða) sjónvarp
með innbyggðu loftneti og
10 stöðva minni. Frábær
mynd- og tóngæði, tenging
fyrir heymartól. Silfuriitað.
HeimilistæKi hf
r^Tnrort • Sætúm8 • • Kringlunm
SIMI: 69 15 15 SIMI 69 1S20
■H {/úe/iutoSveúyafifle^ísaMUKgMw
4- J
rJ
J_ I ■ J_ J
BRE!
íiitllifiltllfilifniifintíi