Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989
t Móðir okkar, AGNES TÓMASSON, Bjarkargötu 2, Reykjavfk, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Tómas Agnar Tómasson, Jóhannes Tómasson.
t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR VIGFÚSDÓTTIR, Mundakoti, Eyrarbakka, andaðist laugardaginn 1 .apríl. Börn, tengdabörn og barnabörn.
t HELGA PROPPÉ er látin. Lúðvík Kristjánsson, Véný og Vésteinn.
t SIGURLAUG MAGNÚSDÓTTIR, andaðist í Borgarspítalanum 1. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Lára Ásgeirsdóttir Nielsen.
t Eiginkona mín, ÁSGERÐUR ANDRÉSDÓTTIR, Bugðulæk 2, Reykjavik, lést í Landakotsspítala laugardaginn 1 .apríl. Jón H. Bárðarson.
t Kæra systir okkar, SYSTIR FELICIA, andaðist á St. Jósefsspítalanum, Hafnarfirði, mánudaginn 3. apríl. St. Jósefssystur.
t Bróðir minn, GUÐJÓN SIGURÐSSON frá Stekk, Gnoðarvogi 40, lést laugardaginn 1. apríl. Elm Sigurðardóttir.
t
Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
VALDÍS ÞORGRÍMSDÓTTIR,
til heimilis á Kleppsvegi 18,
lést í Landspítalanum sunnudaginn 2. apríl.
Jón Mýrdal Jónsson,
Gisli Jónsson, Heiðbjört Dr. Jóhannsdóttir.
Minning:
Svava J. Guðjónsdóttir,
Kýrunnarstöðum
Fædd 20. ágúst 1903
Dáin20. mars 1989
Jörðin Kýrunnarstaðir í
Hvammssveit er búin á þessu ári
að vera í eigu og ábúð sömu ættar
í nærri tvær aldir, eða frá því um
1800. — Situr nú jörðina 6. liður
þeirrar ættar.
Svava Jónea Guðjónsdóttir var
fædd á Kýrunnarstöðum 20. ágúst
1903 og ólst upp hjá foreldrum
sínum, þeim Sigríði Jónsdóttur frá
Hróðnýjarstöðum í Laxárdal og
Guðjóni Asgeirssyni, Kýrunnárstöð-
um. Foreldrar Svövu stórbættu jörð
sína og breyttu henni úr húsalausri
miðlungsjörð í röð betri jarða að
ræktun og byggingum á fýrrihluta
þessarar aldar.
Um tvítugsaldurinn dvaldi Svava
við nám í tvo vetur á unglingaskól-
anum í Hjarðarholti í Laxárdal.
Nokkru seinna, eða árið 1926 lýkur
hún svo prófi frá Kennaraskólanum
í Reylq'avík. Á næsta 12 ára tíma-
bili er hún við bamakennslu í eftir-
töldum skólahverfum: Hvamms-
hreppi, Dal., Reykholtsskólahverfi
í Borgarfirði og Kjósarskólahverfi.
Svava var farsæl í sínum
kennslustörfum og er þeim, sem
þessar linur ritar ljúft að votta það,
en hún var minn fyrsti kennari. —
Svava var farsæl í sínum kennslu-
störfum og er þeim, sem þessar
línur ritar ljúft að votta það, en hún
var minn fýrsti kennari. — Á þess-
um ámm var farskólafyrirkomulag-
ið allsráðandi í sveitum. Eins og
ráða má af líkum var þá ekki um
mikla kennslu að ræða umfram
bóklega kennslu. Svava hafði þó
búið sig undir það að geta leiðbeint
Minning:
Fæddur25. febrúarl942
Dáinn 24. mars 1989
í dag, þann 4. apríl, kveðjum við
vinnufélaga okkar og vin Agnar
Þóri Elíasson. Agnar hóf störf hjá
Sendibílum hf. sumarið 1987, kynni
okkar af Agnari voru því stutt en
góð. Agnar var hógvær, en glað-
lyndur maður, og er mikill missir
að svo góðum dreng. Hann var
ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd
og vildi veg fyrirtækis síns sem
mestan. Agnar bar ekki persónuleg
mál sín á torg og hafði hann starf-
að með okkur um nokkum tíma
áður en okkur var ljóst að hann
gekk ekki heill til skógar og varð
að halda aftur af honum til að hann
færi ekki í erfíðustu verkefnin, því
nemendum sínum í því, sem nú um
stundir er nefnt handmennt. Hún
lét nemendur sína skera út myndir
og stafí í tré, saga út mynda-
ramma, o.þ.h., auk föndurs með
bréf og pappa. Svo mikið er víst,
að nemendur hennar tókum þessari
tilsögn með fögnuði, enda algjör
nýbreytni á þeim ámm og mætti
verkleg kennsla af þessu tagi vera
meiri í skólum í dag. — Halldór
bróðir minn, sem ásamt mér naut
þessarar tilsagnar Svövu í handa-
vinnu, mun einhveiju sinni hafa
verið spurður, hvar hann hefði lært
smíðar. Hann svaraði: „Hjá Svövu
frænku minni.“ Sjálfur hafði hann
aldrei lært smíðar í neinum skóla,
en leitaði með ráð og tilsögn til
góðra manna og varð með tímanum
snjall smiður, bæði á tré og málma.
— Þótt nú séu liðnir sex tugir ára
frá því undirritaður dvaldi í farskól-
anum hjá Svövu, em mér vel í minni
áhrif frá kennslu hennar, sem ein-
kenndust af hlýju, nærgætni og
skapstillingu.
Árið 1940, 25. maí gekk Svava
að eiga Jens Karvel Hjartarson,
Jenssonar, bónda á Bjamastöðum
í Saurbæ og konu hans Sigurlínar
Benediktsdóttur. Þau Svava og
Karvel hófu það ár búskap á Kýr-
unnarstöðum, en aðeins á hálfri
jörðinni, því Þuríður ljósmóðir, syst-
ir Svövu, hélt svo heimili áfram og
búskap með föður þeirra systra,
Guðjóni Ásgeirssyni, er lést árið
1970.
Eftir að Svava var sest í hús-
freyjusætið á Kýrunnarstöðum tók
hún þátt í félagsstörfum í sveit-
inni. Þegar kvenfélagið Guðrún
Ósvífursdóttir var stofnað árið 1927
slíkur var áhuginn og viljinn til
vinnunnar. Agnar var ávallt glað-
lyndur og því vinsæll meðal vinnufé-
laga sinna, honum var falinn sá
trúnaður að vera gjaldkeri starfs-
mannafélags okkar og sinnti hann
því starfi af sama áhuga og ann-
arri vinnu.
Um leið og við minnumst góðs
félaga og vinar, vottum við eftirlif-
andi eiginkonu, bömum og öðmm
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð.
Styrk oss, Jesú, styrk oss veika,
styrk oss til að fylgja þér,
lífs af braut ei lát oss skeika,
lífs svo kransinn hljótum vér.
Hér er freisting, hér er stríð,
hér er mæða og reynslutíð.
gerðist Svava einn af stofnendum
félagsins og var strax kosin ritari
þess. Því starfi gegndi hún alls í
40 ár. — Hún var kosin í skóla-
nefnd Hvammshrepps 1946 og
gegndi því starfi á annan áratug.
Hún var einnig um skeið í bóka-
safnsnefnd sveitarinnar.
Kýmnnarstaðaheimilið var um
margt mótað af erfðum frá fyrri
kynslóðum. Var það að vonum. —
Lengst af bjuggu þau Karvel og
Svava í tvíbýli, eins og áður er sagt.
Þær systur vom í nánu samstarfi
með allt innanbæjar, en Karvel og
tengdafaðirinn í samvinnu og sam-
starfi utanhúss. Em þeir heimilis-
hættir ekki öllum viðráðanlegir.
Þrátt fyrir þessi nánu samskipti bar
þetta heimili samstæðan svip út á
við, en inn á við vom öll ágreinings-
efni jöfnuð með hreinskilni og ein-
lægum vilja, þrátt fyrir að þær syst-
ur héldu að jafnaði fast á sínum
skoðunum.
Svava kom alltaf til dyra eins
Vér því biðjum: Vík ei frá oss,
vertu í lífi og dauða hjá oss.
(Höf. Páll Jónsson.)
Kveðja frá starfsfélögum
Agnar Þórir Elías-
son bifreiðasljóri
smá auglýsingar
IÞjónusta
T röppur yf ir girðingar
Sími 91-40379 á kvöldin.
Brunahanna byggingar
og útvega efni
Verkfræöistofa Þóris, s: 21800.
NATIONAL olíuofnar
og gasvélar
Viögerðar- og varahlutaþjón-
usta.
RAFBORG SF.,
Rauöarárstíg 1, s. 11141.
Félagslíf
□ Helgafell 5989447 VI -2
I.O.O.F. Rb. 4 = 138448 Fl.
□ HAMAR 5989447 - Tónl.
□ EDDA 5989447 = Frl.
□ FJÖLNIR 598904047 - Frl.
Tilkynning frá
Skíðafélagi Reykjavíkur
5 km skiðaganga Sportvals fer
fram nk. sunnudag 9. apríl kl.
14.00 við gamla Borgarskálann
í Bláfjöllum. Skráning kl. 13.00.
14 silfurbikarar, getnir af versl-
uninni Sportval eru i verölaun.
Þetta er í 11. skiptið sem þessi
keppni fer fram. Flokkaskipting
veröur sem hér segir:
Konur: 12-16 ára, 17-30 ára,
31-40 ára, 41-50 ára, 50 ára
og eldri.
Karlar: 12-16 ára, 17-20 ára,
21-30 ára, 31-40 ára, 41-45
ára, 46-50 ára, 51-55 ára,
56-60 ára og 61 árs og eldri.
Ef óhagstætt veöur veröur á
mótsdaginn kemur tilkynning kl.
10.00 í Ríkisútvarpinu og sjálf-
virkum simsvara 80111. Mót-
stjóri veröur Pálmi Guömunds-
son.
Allar upplýsingar i síma 12371.
Stjórn Skíðafólags Reykjavíkur.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur -
Sýnikennslufundur
i félagsheimilinu á Baldursgötu
9, miövikudaginn 5. apríl kl.
20.30. Húsmæðrakennarar frá
Osta- og smjörsölunni annast
kennsluna sem er öllum opin
meðan húsrúm leyfir.
Stjórnin.
AdKFUK
Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt-
mannsstíg 2b. Fundurinn er í
umsjá Margrétar Eggertsdóttur.
Hugleiðing: Þórunn Arnardóttir.
Kaffi eftir fund.
Allar konur velkomnar.
Flóamarkaður
verður í sal Hjálpræðishersins,
Kirkjustræti 2, í dag 4. apríl og
á morgun frá kl. 10.00-17.00.
Mikið úrval af góöum fatnaði.
Komiö og geriö góð kaup.
Hjálpræðisherinn.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Systrafundur veröur í kvöld
kl. 20.30 í umsjá Hólmfríðar
Magnúsdóttur og systrum frá
Selfossi og nágrenni.
Allar konur hjartanlega velkomnar.
Systrafélagið.
Svigmót Víkings
veröur haldið laugardaginn 8.
apríl. Keppt veröur í flokkum
11-12 ára, 9-10 ára og 8 ára og
yngri. Brautaskoöun hefst kl.
10.00 i flokki 11-12 ára. Þátt-
tökutilkynningar berist þriöju-
dagskvöld 4. april í síma 38668.
Fararstjórafundur veröur i fund-
arherbergi SKRR föstudaginn 7.
aprfl.
Stjórnin.