Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 Brúðkaup Fígarós Kósina greifafrú og Súsanna leika undir með Kerúbínó þegar hann syngur þeim sðnginn sinn. Tónlist Jón Ásgeirsson íslenska óperan heldur upp á sitt tíunda starfsár með því að flytja óperuna Brúðkaup Fígarós eftir meistara Mozart. Tíu ár eru ekki langur tími en hefur verið óvenju viðburðaríkur, ekki aðeins vegna þess að fyrir var nær ekk- erttil samanburðar, heldur einnig, sem verður að teljast mikilvæg- ast, að íslenskir söngvarar og aðrir listamenn, sem þar hafa átt hlut að, hafa unnið markverða listsigra og áheyrendur þegið framlag þeirra með þökk og að- dáun. Þeir söngvarar sem stóðu að stofnun óperunnar nærðu trú sína á þeirri staðreynd, að íslenskir söngvarar höfðu um langan tíma verið vel kunnandi og starfað víða erlendis sem óperusöngvarar og einnig, að uppfærð höfðu verið hérlendis nokkur óperuverk, oft með miklum glæsibrag, svo að í reynd vantaði aðeins að sameina menn undir einu merki, stofna fyrirtæki. •íslenska óperan er ævintýri, sem fékk á sig blæ þess óræða og ófyrirséða, er dánargjöf Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar gerði það mögulegt að kaupa Gamla Bíó sem starfsvett- vang íslensku óperunnar og sann- arlega hafa starfsmenn óperunnar ekki grafíð pund sitt í jörðu en ávaxtað það vel til heiðurs gefend- um og heilla þeim sem njóta. Andstæðumar í Brúðkaupi Fíg- arós eftir Mozart eru sérkennileg- ar. Sagan er gamansöm flækju- saga, sem Mozart leiðir fram í margslungnum tónlesköflum. Þessi sönglega erfíðu tónles eru frábærlega vel gerð og falla ótrú- lega nákvæmlega að hinni leik- rænu framvindu verksins en gera um leið þá kröfu til áheyrenda að þeir skilji hvað sé á seyði. Inn á milli eru einstaka aríur, er sum- ar hveijar minna á alþýðulög en þar á móti eru svo langir sam- söngsþættir, sem eru sinfónískir að gerð. Þama slær því saman leikræn- um en ólagbundnum tónlesköfl- um, alþýðlegum aríum og löngum samsöngsköflum með miklum endurtekningum, þar sem hin sin- fóníska tónúrvinnsla verður texti verksins. Það sem tengir svo sam- an þessa þætti eru gamansöm ærsl og því er óperan Brúðkaup Fígarós eins konar „sinfónískur gamanleikur", undarlegt sam- bland af ærslafullum leik og er- fíðri tónlist. Þessar andstæður í gerð verksins hafa menn fjallað mikið um og sitthvað skrítilegt komið þar fram en um eitt hafa allir verið sammála, að tónmál Mozarts sé gætt þeim galdri, sem aðeins snillingar hafí á valdi sínu. Hljómsveitarstjóri og sá sem stýrir í raun framvindu sýningar- innar var Anthony Hose, sem í nokkur ár hefur stjómað óperu- sýningum bæði í Islensku ópe- runni og Þjóðleikhúsinu við góðan orðstír. Hljómsveitin undir hans stjórn og konsertmeistarans, sem að þessu sinni var Laufey Sigurð- ardóttir, lék mjög vel og forleikinn alveg sérstaklega. Leikmynd, sem er gerð af Nicolai Dragan, er mjög einföld og hugvitsamlega gerð. Þessi einstaklega fallega og litbjarta sviðsmynd gaf verkinu sannfærandi og heilstæðan svip. Búningamir eftir Alexander Vas- siliev vom nokkuð góðir og skemmtilegt samspilið á milli bún- inga og Ieikmyndar, bæði er varð- aði liti og flúr. Þrátt fyrir að bún- ingamir væm flestir mjög fallegir er rétt að gera smá athugasemd við þijú atriði þar að lútandi. Á tímum Mozarts var fólk ekki talið fullklætt, fyrr en það hafði sett upp hárkolluna, sem var í raun höfuðfat og líklega hefði sá talist fátækur greifí, sem aðeins hefði haft efni á því að klæðast „fölsku" vesti. Klæðnaður var bundinn við stöðu og í raun talið jafngilda því að villa á sér heimild- ir að klæðast ekki samkvæmt því. í Brúðkaupi Fígarós er Ieik- fléttan auk þess að nokkm snúin utan um stéttbundnar venjur í klæðaburði, svo að þama skakkar nokkm. Vera má að hér hafi ætl- unin verið að færa leikinn nær hugmyndum nútímans en þessi atriði og sjóræningjaskuflur þær er prýddu höfuð karlsöngvaranna í kómum vom í hæsta máta ós- mekklegar. Trúlega hefur hér ráð- ið íjárskortur en hárkollur em feikna dýrar. Ljósameistari, Jóhann B. Hjálmarsson, og aðrir þeir sem áttu þátt í undirbúningi og fram- gangi sýningarinnar, Kristín S. Krisljánsdóttir sýningarstjóri og Catherine Williams, er stjómaði kór og var æfíngastjóri, eiga trú- lega ekki lítinn þátt í því hversu sýningin var heilstæð og vel út- færð. Kór íslensku ópemnnar var ekki í veigamiklu hlutverki er gerði sitt til að sýningin var söng- lega mjög góð. Tvær stúlkur, leiknar af Ingu J. Backman og Soffíu H. Bjamleifsdóttur, sungu smá dúett mjög vel og ekki að undra að kórinn sé góður, ef marga jafngóða söngvara og Ingu og Soffíu er þar að fínna. Einsöngshlutverkin em ellefu en vom sungin af níu einsöngvur- um. Sigurður Björnsson fór með hlutverk Don Basilíós söngkenn- ara og Don Kúrzíós dómara og skilaði þessum litlu hlutverkum með óskeikulleik fagmannsins. Viðar Gunnarsson var í gervi doktors Bartólós og Antóníós garðyrkjumanns og tókst nokkuð vel að túlka millistéttarhrokann hjá Bartóló og andstæðu hans í hinum drykkfellda garðyrkju- manni. Sigríður Gröndal var í hlutverki Barbarínu, dóttur garð- yrkjumannsins, en hún opnar íjórða þátt með einhverri falle- gustu tónhendingu ópemnnar og gerði það ágætlega. Marsellína var ágæt í túlkun Hrannar Haf- liðadóttur. Burðarbitamir í sýningunni hvfldu á herðum aðalpersónanna fimm, sem era Almaviva greifi, er Kristinn Sigmundsson lék, Rós- ina greifynja, leikin af Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur, hlutverk þjónustunnar og þjónsins, Sú- sönnu og Fígarós, er Sigrún Hjálmtýsdóttir og John Speight fóm með, og hirðsveinn greifans, Kerúbínó, sem Hrafnhildur Guð- mundsdóttir „debuteraði" í sem óperasöngvari. Söngur Kristins var glæsilegur og leikur hans á köflum góður, þó hann hefði ekki að fullu vald á „farsanum" í niðurlagi annars þáttar og upphafí þess þriðja. Ólöf Kolbrún var ágæt og söng vel þá frægu aríu Dove sono í þriðja þætti og sömuleiðis Porgi amor í upphafí annars þáttar. Stórsigur kvöldsins vann Sigrún Hjálmtýsdóttir í erfíðu og skemmtilegu hlutverki Súsönnu og sýndi það að hún er ekki að- eins stórglæsileg söngkona, held- ur og skemmtilega Iifandi leik- kona. John Speight kom á óvart sem Fígaró, ekki aðeins fyrir góð- an leik, sem hann hefur áður oft sýnt, heldur og góðan og tækni- lega ömggan söng, sérstaklega í aríunum frægu Se voul ballare og Non piú andrai, sem báðar era i fyrsta þætti. Kerúbínó er trúlega einhver allra skemmtilegasta persóna ópe- mbókmenntanna og þó merkja megi að Hrafnhildi skorti reynslu, verður ekki annað sagt en að hún hafí komið á óvart sem efnileg söngkona og hafí komist ótrúlega vel frá tveimur vinsælustu sópr- anaríum verksins, Non so píú og Voi che sapete. Það var ekki aðeins að söngvar- amir skiluðu aríunum sínum og einsöngsstrófum með glæsibrag, heldur var allur samsöngurinn mjög vel samstilltur og sýningin í heild bæði hvað leik, söng og sviðsbúnað snertir einstaklega samstæð. Þar í á auðvitað Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstjóri stóran hlut og hefur með þessari uppfærslu unnið enn einn sigur sem óperaleikstjóri. Það er eftir- tektarvert við þessa sýningu, að „farsinn" fær að njóta sín án þess að skyggt sé á tónlistina með leik- brellum leiksins vegna. Þetta var ekta óperasýning, vel unnin og uppfærslan öll stórsigur fyrir hina tíu ára gömlu íslensku ópem. Ráðskonan Marsellína og lögmaðurinn Bartóló undirbúa málsókn á hendur Fígaró. Kammersveit Reykjavíkur Tónllst Jón Ásgeirsson Fjórðu og síðustu tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur _ á þessu starfsári vom haldnir í Ás- kirkju sl. sunnudag og þar flutt eingöngu frönsk tónlist. Fyrsta verkið á efnisskránni var eftir Martial Nardeau, sem hann nefnir Eldar. Verkið er byggt upp eins og svíta í sjö þáttum og eins og haft er eftir höfundi í efnisskrá flallar verkið „á táknrænan hátt um leyndardóma eldsins". Þætt- imir em nokkuð misjafnir en í heild er verkið áheyrilegt og á köflum lagrænt. Það sem gerði verkið nokkuð laust í formi vom einleikskadensumar í fímmta þættinum (Haminn eldur), en besti kaflinn var sá fjórði, er nefn- ist Glóð. Höfundurinn stjómaði þessum frumflutningi verksins en með honum léku Rut, Unnur María og Inga Rós Ingólfsdætur, Helga Þórarinsdóttir, Guðrún S. Birgisdóttir, Kristján Þ. Stephen- sen, Rúnar Vilbergsson og Þor- kell Jóelsson. Helgur dans og veraldlegur eft- ir Debussy var næst á efnis- skránni. Verkið er fyrir strengja- kvartett og hörpu. Auk Ingólfs- dætra lék Sarah Buckley með á lágfíðlu en einleikari á hörpu var Elísabet Waage. Elísabet er vax- andi hörpuleikari og var leikur hennar einstaklega ömggur. Draumur Jakobs eftir Darius Milhaud er ekki ýkja merkilegt verk, nema þá helst glímukaflinn (Qórði kaflinn) sem var að formi til kraftmikil fúga, sem var ágæt- lega leikin af Laufeyju Sigurðar- dóttur, Helgu Þórarinsdóttur, Gary MacBretney, Richard Kom og Kristjáni Þ. Stephensen. Tvö síðustu verkin vom skemmtileg, Garðyrkjumaðurinn frá Samos eftir Ibert, en þar komu við sögu auk Laufeyjar Sigurðardóttur Nora Kombluh. Bemhard Wilkin- son, Kjartan Óskarsson, Eiríkur Öm Pálsson og Eggert Pálsson, og Söngur Linosar eftir Jolivet, og þá bættust í hópinn Martial Nardeau og Elísabet Waage. Flutningur verkanna var ágæt- ur, en einkum var flutningur tveggja síðustu verkanna glæsi- legur og þá ekki síst frábær flautuleikur Nardeau í síðasta verkinu. Með þessum tónleikum lauk 15. starfsári Kammersveitar Reykjavíkur og merkilegri tón- leikaröð, þar sem eingöngu vom flutt frönsk tónverk og m.a. það mikla listaverk „Frá gljúfranum til stiamanna" eftir Messiaen, sem er einn minnisverðasti tónlist- arviðburðurinn á þessum vetri. Greenpeace: Málaferli undir- búin í Danmörku GREENPEACE samtökin undírbúa nú málaferli í Danmörku vegna myndarinnar Lífsbjörg í Norðurhöfum. Ros Reeve, talsmaður Gre- enpeace, segir ekki ákveðið gegn hverjum málið verði höfðað, en það verði hugsanlega gegn íslenska ríkissjónvarpinu fyrir að sýna myndina og Magnúsi Guðmundssyni höfimdi myndarinnar. Magnús Guðmundsson segir að enginn grundvöllur sé fyrir málshöfðun Græn- friðunga en ef af henni verði, muni málaferlin snúast upp í alls- heijar uppgjör við grænfriðunga og koma sér verst fyrir þá. Ros Reeve sagði ömggt að mál hafa orðið fyrir búsifjum af völdum yrði höfðað á Norðurlöndunum, en þessa stundina væri Greenpeace að leita ráða hvar það væri best. Dan- skir lögfræðingar væm þessa stundina að ráða ráðum sínum varð- andi málsókn þar í landi. Magnús Guðmundsson sagði að grænfriðungar hefðu ekkert í hönd- unum til að byggja málssókn á. Að auki myndu þeir, sem teldu sig grænfriðunga, nota tækifærið og koma með gagnkröfur, ef grænfrið- ungar höfðuðu mál. Hann sagðist vita að þessi hugmynd væri í deigl- unni hér á landi, og einnig í Grænl- andi og Færeyjum. í slíkum réttar- höldum yrði ýmislegt dregið fram í dagsljósið sem kæmi sér illa fyrir Greenpeace.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.