Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 16 V estmannaeyjar: Skipstjóri Danska Péturs sýknaður Vestmannaeyjum. SKIPSTJÓRINN á Danska Pétri VE, sem ákærður var fyrir notkun ólöglegra veiðarfæra í síðustu viku, var í gær sýknaður af ákærum í héraðsdómi í Vestmannaeyjum. í domi héraðsdóms kemur fram að dómurinn véfengi ekki mælingar varðskipsmanna, um stærð möskva í poka Danska Péturs. Aftur á móti þykir talið sannað að poki sá sem Danski Pétur var með, var keyptur sem þorskpoki, framleiddur af Hampiðjunni og átti að vera með möskvastærð 155 mm. Við rannsókn kom fram að gam það sem notað er í pokann getur tútnað út ef sandur kemst inn í það og við það geta möskvamir minnk- að. Ekki sér dómurinn að skipstjór- inn geti við þvílíku gert. í dómnum kemur fram að allur skynsamlegur vafi sé metin ákærða f hag og þar sem ákæmvaldinu hafi ekki tekist að sanna sekt hins ákærða þá sé hann sýkn af öllum kröfum í málinu. Dóminn kváðu upp Jón R. Þor- steinsson héraðsdómari og með- dómsmenn hans þeir Friðrik Ás- mundsson skólastjóri Stýrimanna- skólans og Finnbogi Ólafsson neta- gerðarmeistari. Ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum strax til Hæsta- réttar. Jóel Andersen skipstjóri á Danska Pétri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann væri ánægður með niðurstöðu dómsins, og tryði því ekki að honum verði hnekkt í Hæstarétti. Strax þegar dómur varð ljós í gærmorgun setti Emil Anders- en útgerðarmaður, eigandi Danska Péturs, flaggstöng á veiðarfærahús bátsins og dró íslenska fánann að húni. í samtali við Morgunblaðið sagði Emil að hann fagnaði því að réttlætinu væri fullnægt og flaggaði því Eyjaflotanum til heiðurs. Hann sagðist telja að þessi harka í yfír- völdum vegna möskvastærðarinnar væri tilkomin vegna umræðunnar um smáýsudrápið fyrr í vetur og töku Sigurvíkurinnar í framhaldi af þyí- , _ . Grimur Baráttufimdur kennara á Hótel Borg: Sitjum ekki undir smánartilboðum Morgunblaðið/Sigurgeir Eigendur Danska Péturs flögg- uðu á veiðarfærahúsfnu er er niðurstaða dómara lá fyrir 'síðdegis í gær. Urgur í Eyjamönnum Vestmannaeyjum. URGUR er í mörgum í Vest- mannaeyjum vegna töku Danska Péturs í síðustu viku, með raeint ólögleg veiðarfæri. Skipstjórar eru furðu lostnir og mikil óánægja ríkir hjá netagerðarmeisturum. Trollbátar frá Eyjum sigldu marg- ir til hafnar í Vestmannaeyjum um helgina til að láta mæla möskva- stærð í veiðarfærum sínum. Menn frá Hampiðjunni voru staddir í Eyjum og mældu veiðarfæri skipanna. Flest veiðarfæri reyndust hafa möskva- stærð yfir leyfilegum mörkum en þó munu hafa fundist einhver sem ekki stóðust mælingu þó svo að þau væru algjörlega óbreytt frá því þau komu frá verksmiðjunni. Skýringar á þessu munu vera þær að polyetelín, efnið sem notað er í trollin, getur tútnað út ef sandur kemst á milli fléttaðra þráða efnis- ins. Af þem sökum geta möskvamir minnkað örlítið og því er möguleiki á að þeir standist ekki stærðarmæl- ingar samkvæmt reglum. Netagerð- armeistarar í Vestmannaeyjum fun- duðu í gær og búist er við áfram- haldandi fundum hjá þeim í dag. „Það er mikil óánægja ríkjandi hjá okkur vegna þesa máls. Netagerð er lögvemduð iðngrein en samt sem áður e_r lítið tillit tekið til mælinga okkar.í dómnum í máli Danska Pét- urs var til dæmis stuðst við mæling- ar varðskipsmanna frekar en mæl- ingar sem netagerðarmeistarar í Eyjum framkvæmdu á veiðarfærun- um eftir að komið var með þau til lands," sagði Birkir Agnarsson neta- gerðarmeistari í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hann sagði að netagerðarmeistarar í Eyjum hefðu ekki sagt sitt síðasta í þessu máli og þeir mundu örugglega láta eitt- hvað fara frá sér vegna þessa á næstu dögum. ' Grímur KENNARAR innan HÍK héldu fimd á Hótel Borg í gærdag en nú eru aðeins tveir dagar þar til boðað verkfall þeirra á að skella á. Lítil sem engin hreyfing hefur verið á samningaviðræðum kenn- aranna við ríkið og því allt útlit fyrir að boðað verkfall komi til framkvæmda. Þrír fulltrúar HÍK fluttu erindi á fundinum. Þau voru, auk Wincie Jóhannsdóttur formanns HÍK, Sig- urður Þór Jónsson og Bergljót Kristjánsdóttir. Fundarstjóri var Þuríður Jóhannsdóttir. Erindi Wincie var nokkurs konar hugvelqa um kennarastarfið al- mennt sem orðið er mun flóknara og erfiðara en áður með breyttum þjóðfélagsháttum. Laun kennara hafa hinsvegar, að mati hennar, alls ekki haldist í hendur við þá þróun. Hún nefndi sem dæmi að fyrir um 30 árum var kaup þing- manna miðað við kaup mennta- skólakennara. í dag er kaup kenn- aranna hinsvegar aðeins um 50% af launum þingmanna. Wincie sagði að allir viðurkenndu að laun kennara væru of lág en hinsvegar væri erfitt að fá leiðrétt- ingu á þeim. Hún gerði að sérstöku umræðuefni þau svör sem kennarar hafa fengið frá fjármálaráðherra í samningunum. Hún nefndi sem dæmi tvennt, að ráðherra bæri allt- af fyrir sig hvað Vinnuveitendasam- bandið væri að hugsa eða gera. Einnig það að ráðherra hafi sagt að fyrst kennurum fyndust laun Albert Guðmundsson segir af sér þingmennsku: Tel mig alla tíð hafa verið í þjónustu fólksins ALBERT Guðmundsson afsalaði sér þingmennsku í gær, til að taka við embætti sendiherra íslands í Frakklandi. Gtert er ráð fyrir að hann taki við embættinu á sunnudag. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings, las bréf frá Albert þessa efiiis á fiindi sameinaðs þings í gær, og sagði síðan, að þar væru þingmenn að kveðja einn litríkasta stjórnmálamann íslenskan á síðari tímum, og þótt hann væri umdeildur væri ekki deilt um góðgirni hans. Við þingsæti Alberts tekur Benedikt Bogason verkfræðingur. Albert Guðmundsson tók sæti á hafi ekki lengur í neitt hús að Alþingi árið 1974, og hefur því setið þar í 15 ár. í samtali við Morgunblaðið sagði hann, að margs væri að minnast frá þeim tíma. Hann nefiidi aðförina að Ól- afi Jóhannessyni þáverandi dóms- málaráðherra, í tengslum við Geirfinnsmálið. Þá sagði Albert að atburðimir í tengslum við Hafskip og Útvegsbankann, sem leiddu til brottfarar hans úr Sjálfstæðis- flokknum, liðu sér aldrei úr minni. „Ég taldi mig hafa unnið hjá Hafskipi og Útvegsbankanum af miklum heilindum og því var það áfall að Hæstiréttur skyldi, að beiðni Alþingis, setja á sérstaka rannsóknamefnd til að kanna þátt- töku mína í málum sem komu ekki upp fyrr en 2-3 árum eftir að ég hætti í Útvegsbankunum. Þessi mál öll eru auðvitað þess eðlis að éggleymi þeim aldrei. A hitt verður svo einnig að líta, að samstarf mitt við þingmenn, hvar í flokki sem þeir eru, hefur verið með ágætum og aldrei verið persónuleg illska þar á bak við, þótt ég hafi verið harður í hom að taka og. miskunnarlaus í tali. Ég hef eignast ágæta kunningja í þinginu og ber mikla virðingu fyr- ir þeirri stofnun." —Þú hefur sjálfur skilgreint þig sem fyrirgreiðslupólitíkus. „Það er eitt af því sem ég kvíði, að það fólk sem leitað hefur til mín með alls konar fyrirgreiðslu, venda. Ég tel mig hafa verið í þjón- ustu fólksins alla tíð, og ég tel miður, að ekki skuli vera meira um fyrirgreiðslupólitíkusa en raun ber vitni. Pólitík er ekki aðeins að biðja fólkið að gera eitthvað fyrir þig; þú verður að gera eitthvað fyrir fólkið og þjóðina allan tímann. Það sagði við mig stúlka áðan, sem vinnur hér á Alþingi: Hver á nú að sinna litla fólkinu? Mér þyk- ir vænt um að heyra, að hún hefur tekið eftir því, að það sem hún kallaði litla fólkið, kom mikið hing- að til mín. Ég harma aðeins að hafa ekki getað gert miklu meira fyrir þetta fólk en ég gerði. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem hafa stutt mig og staðið með mér gegnum þykkt og þunnt. Ég hef átt mjög traustu og góðu fylgi að fagna og að því hefur verið mikill styrkur á erfiðum stundum, og fyrir það er ég þakk- látur." —Þú ferð úr stjómmálunum á umbrotatímum, bæði í landsmál- unum og eins hefur verið kalt milli þín og Borgaraflokksins sem þú stofnaðir. „Ríkisstjómin virðist nú ætla að krafsast í gegnum hvert stórmálið á fætur öðm, og Stefán Valgeirs- son hafði rétt fyrir sér þegar stjómin var mynduð, þegar hann talaði um huldumenn á Alþingi. Huldufólkið hefur bjargað stjóm- inni hingað til, og það kæmi mér ekkert á óvart þó að huldufólki héldi áfram að starfa eins og það hefur starfað. Hvað Borgaraflokkinn varðar, þá vék hann frá þeirri stefnu sem ég hafði þegar ég stofnaði flokk- inn. Það varð til þess að ég sagði af mér formennsku, því það er óhæft að lenda sem formaður í minnihluta í stórum málum, eins og stjómarmyndunarviðræðum, og vita ekki einu sinni að þær séu í gangi. Ég hef heldur ekki skipt mér af flokknum síðan ég sagði af mér formennsku og ekki mætt þar á þingflokksfundi. —Kemur til greina að þú gangir til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aft- ur? „Ég útiloka það ekkert, því að ég er sami sjálfstæðismaðurinn og ég hef alltaf verið. Ég er jafn mik- ill sjálfstæðismaður nú, og þegar ég var ráðherra fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Ég hef notið mikils trún- aðar í Sjálfstæðisflokknum, og hafði mikla ánægju af að starfa í honum, og það olli mér mikilli sorg að þurfa að fara úr honum," sagði Albert og bætti við, að það væri alls ekki útilokað að hann tæki þátt í íslenskum stjómmálum síðar. Um sendiherraembættið sagði Albert að það starf væri ekki svo ólíkt stjómmálunum hér heima. „Ég hef verið að lesa mér til um upphaf og tilgang þeirra stóru stofnana, sem ég kem til með að starfa í fyrir íslands hönd og þar koma máí upp, eru rædd og tekin til þeirra afstaða, rétt eins og í stjórnmálunum hér. Ég verð auð- vitað að vera trúnaðarmaður ut- anríkisráðherra á hveijum tíma, og ég kvíði því ekki, að taka fyrir- Albert Guðmundsson. fram á mig ábyrgð á þeim ákvörð- un sem þeir menn taka, þar sem allir kjömir fulltrúar á Alþingi, hvar sem þeir eru í flokki, starfa þar af heilindum með hag þjóðar- innar í huga,“ sagði Albert. Albert Guðmundsson er heima- vanur í Frakklandi en hann lék knattspymu með þremur frönsk- um liðum, á sjötta áratugnum, Nancy, Racing Club í París og Nice og þekkir því vel til lands og þjóðar. „Ég tel mig hafa verið ákaflega heppinn að hafa átt þess kost að vera í Frakklandi, ferðast þar um og kynnast fólki. Ég hef haft sam- band gegnum franska sendiráðið allt frá því ég kom heim 1956, og hef raunar verið konsúll fyrir FVakka frá 1964.“ —Fylgist þú enn með frönskum fótbolta? „Já ég fylgist enn vel með frösnkum fótbolta, og hef gert frá því ég hætti að spila þar sjálfur. Vinir mínir í Frakklandi hringja oft í mig um helgar til að segja mér fréttir úr fótboltanum, sér- staklega ef þeir hafa unnið sigra sjálfir sem þeir verða að segja frá,“ sagði Albert Guðmundsson. sína svona slöpp ættu þeir að leita að annari vinnu. „En það eru tak- mörk fyrir því hvað hægt er að láta bjóða sér. Við megum ekki enda- laust sitja undir smánartilboðum og ég tel að við eigum fyllilega kröfu á því að fá mannsæmandi laun miðað við mikilvægi starfa okkar,“ sagði Wincie Sigurður Þor Jónsson, sem er formaður Svæðafélags Reykjavíkur og nágrennis, greindi frá tilhögun verkfallsvörslunnar. í síðasta verk- falli var húsnæðið með stjóm vörsl- unnar athvarf en því nafni verður nú breytt í baráttumiðstöð. Hún verður til húsa í Sóknarsalnum við Skipholt. Ér hér var komið sögu kvaddi Svanhildur Kaaber formaður Kenn- arasambands íslands hljóðs á fund- inum. Hún vildi koma á framfæri því sem KÍ ætlar að gera til styrkt- ar baráttu HÍK. Aðgerðir KI eru meðal annars fólgnar í 1 milljón króna gjöf úr Kjarabaráttusjóði KÍ til verkfallssjóðs HÍK. Standi verk- fallið enn yfir 13. apríl n.k. munu aðrar 2 milljónir króna renna til verkfallssjóðsins. Sagði Svanhildur að KÍ væri reiðubúið til að veija allt að eins árs vaxtatekjum Kjara- baráttusjóðsins til styrktar HÍK. Þá gat hún einnig þess að undir lok apríl, stæði verkfallið enn, yrðu svæðisbundnar aðgerðir af hálfu KÍ settar í gang. Klöppuðu fundar- menn ákaft við þessum tíðindum. Síðust á mælendaskrá var Berg- ljót Kristjánsdóttir. Hún sagði m.a. að verkfallið væri þegar orðið að veruleika í fjármálaráðuneytinu. Þótt að nú væri komin upp erfíð staða í málinu hefðu kennarar innan HÍK verið í mjög erfiðri stöðu fyrir og ekki séð sér annað fært en boða til verkfalls. í máli Bergljótar kom fram að kennarar mættu búast við mikilli gagnrýni meðan á verkfallinu stæði. Hinsvegar mættu þeir ekki leggja á flótta ef hillti undir átök og ekki lyppast niður ef á reyndi og hrökkl- ast úr verkfallinu án þess að ná fram verulegum umbótum. Fjármálaráðherra: Erfitt að lesa Þjóð- viljann „ÉG VERÐ nú að játa það að ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að lesa Þjóðviljann síðastliðinn laugardag í tvöfalt stærra broti en veiyulega," sagði Ólafiir Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra í samtali við Morgunblaðið um leiðara Þjóðviyans firá síðast- liðnum laugardegi. í leiðaranum kom firam hörð gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar undanfarna sex mánuði og stjórnarþátttöku Alþýðubandalagsins. „Sumt var nú greinilega aprílgabb og annað ekki,“ sagði ijármálaráðherrann. Hann var spurður hvort hann teldi að leiðar- inn hefði verið aprílgabb: „Ég skal nú ekkert um það segja. Hann var vel skrifaður og margar góðar hugsanir þar. Auðvitað er það hár- rétt með þessa ríkisstjóm eins og aðrar að margt hefði mátt takast betur. Hins vegar var ljóst að hér myndi koma nokkuð erfiður milli- kafli eftir að verðstöðvunartímabil- inu Iauk. Þessum millikafla er nú senn að ljúka og nýtt sóknartíma- bil að hefjast," sagði Ólafur Ragnar Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.