Morgunblaðið - 04.05.1989, Qupperneq 2
c
AMERIKA
BOSTON/EVERETT
Reykjafoss Skógafoss 6. maí. 20. maí.
NEW YORK Reykjafoss Skógafoss 8. maí. 22. maí.
NORFOLK Reykjafoss Skógafoss 10. maí. 24. maí.
HALIFAX Skógafoss 26. maí.
ARGENTIA Skógafoss 15. maí
BRETLAND/ MEGINLAND
IMMINGHAM Brúarfoss Laxfoss Brúarfoss 7. maí. 14. maí. 21. maí.
HAMBORG Brúarfoss Laxfoss Brúarfoss 8. maí. 15. maí. 22. maí.
ANTWERPEN Brúarfoss Laxfoss Brúarfoss 10. maí. 17. maí. 24. maí.
ROTTERDAM Brúarfoss Laxfoss Brúarfoss 11. maí. 18. mai. 24. maí.
IMMINGHAM Brúarfoss Laxfoss Brúarfoss 12. maí. 19. maí. 26. maí.
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
VESTMANNAEYJAR
Bakkafoss 5. maí.
Oriolus 12. maí.
IMMINGHAM
Bakkafoss 8. maí.
Oriolus 15. maí.
AARHUS
Bakkafoss 10. maí.
Oriolus 17. maí.
Bakkafoss 24. maí.
KAUPMANNAHÖFN
Bakkafoss 11. maí.
Oriolus 18. maí.
Bakkafoss 25. maí.
HELSINGBORG
Bakkafoss 11. maí.
Oriolus 18. maí.
Bakkafoss 25. maí.
GAUTABORG
Bakkafoss 12. maí.
Oriolus 19. mai.
Bakkafoss 26. maí.
FREDRIKSTAD 12. maí.
Bakkafoss
Oriolus 19. maí.
Bakkafoss 26. maí.
THORSHAVN
Oriolus 7. maí.
Oriolus 21. maí.
VESTMANNAEYJAR
Oriolus 9. mai.
Oriolus 16. maí.
LENINGRAD
írafoss 3. maí.
HELSINKI
írafoss 8. maí.
RIGA
írafoss 10. maí
GDYNJA
írafoss 12. maí
Áætlun innanlands.
Vlkulega: Reykjavík,
ísafjörður, Akureyri, Dalvík,
Húsavík.
Hálfsmánaöarlega: Siglu-
fjörður, Sauöárkrókur og
Reyðarfjörður.
Vikulega: Vestmannaeyjar.
EIMSKIP
Pósthússtræti 2
Sími:697100
, MORGUNfiLAÐip vmsKifB/ATyiMiiiUf, jL989
Ráðinntil
Stjórnimar-
ARNI Sigfusson
hefur verið ráð-
inn framkvæmda-
stjóri Stjórnunar-
félags íslands.
Hann tekur við af
Láru M. Ragnars-
dóttur, sem hefur
gegnt starfinui
tæp flögur ár.
Ami lauk stúdentsprófi frá MH
1977, B.Ed. frá KÍ 1981 og MPA
(Master of Public Administration) frá
University of Tennesee 1986. Ámi
hefur á undanfömum ámm starfað
sem deildarstjóri við Pjárlaga- og
hagsýslustofnun og við stjómunar-
ráðgjöf og -leiðbeiningu.
Ami Sigfússon er kvæntur
Bryndísi Guðmundsdóttur og eiga
þau þijú böm.
UNDIRRITUN — Halldór Kristjánsson (t.v.) framkvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar
og Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Tölvubæjar takast í hendur eftir undirritun samninganna. Auk þeirra em
á myndinni stafsmenn beggja fyrirtækjanna og stundakennarar.
Fyrirtæki
SamstarfMacintosh þjón ustuaðila
TOLVU— OG VERKFRÆÐI-
ÞJÓNUSTAN og Tölvubær-íkon
hf. hafa nýlega undirritað sam-
starfssamning, sem felur í sér
afmörkun á starfssviðum beggja
fyrirtækjanna og samstarf um
kynningu. Að öðru leyti verður
engin breyting á starfsemi fyrir-
tækjanna. Tölvu- og verkfræði-
þjónustan, sem er stærsti og elsti
Macintosh tölvuskólinn, mun
framvegis sjá um allt námskeiða-
hald Tölvubæjar-íkons hf. En
Tölvubær-Ikon mun hins vegar
sjá um alla verkefiia- og hug-
búnaðarþjónustu fyrirtækjánna
fyrir Macintosh tölvur. Að sögn
forráðamanna fyrirtækjanna er
það hið langstærsta sem veitir
slíka þjónustu fyrir Macintosh
tölvur.
Með þessu hyggjast fyrirtækin
ná fram meiri hagræðingu og enn
OLYMPIA
RITVÉLAR
betri þjónustu við viðskiptamenn
sína og segir í frétt frá fyrirtækjun-
um, að þau hafi bæði vaxið jafnt
og örugglega og séu með þessum
samningi að styrkja stöðu sína enn
frekar á þeim sviðum, sem þau
hafa sérhæft sig á.
Starfsmenn Tölvubæjar eru 6,
þar af hafa tveir hafið störf á þessu
ári. Rúmt ár er frá stofnun fyrir-
tækisins og hefur það aðallega
starfað á sviði hugbúnaðargerðar,
verkefnaþjónustu og námskeiða-
halds. Hjá Tölvu- og verkfræðiþjón-
ustunni starfa þrír fastráðnir starfs-
menn og þrír stundakennarar. Frá
því að fyrirtækið var stofnað fyrir
þremur árum hefur verið lögð
áhersla á tvo meginþætti, tölvun-
ámskeið og verkfræðilega ráðgjöf
um tölvu- og símakerfi.
Compact I ódýr og áreiðanleg skrif-
stofuritvél með tölvutengi (KSR).
ES-70 i ótal sjálfvirkar vinnslur, af-
kastamikill prentari með hágæða
letri.
ES-72 i ritvinnsluritvél með 27K til
59K minni, skjá, arkamatarao.rn.fi.
Ekjaran
SÍÐUMÚLA14-SÍMI83022.
UMSÓKNIR í RANNSÓKNASJÓÐ RÍKISINS 1989, SKIPTING EFTIR SVIÐUM . Framlög annarra og upphaeðir umsókna til sjóösins Þús. kr.
Jjj Sótt í Rsj.
66008 -- 58000 - Hj Sótt annað
-
35000 - - 30000 -- 25000 -- 20000 - 16000 -- 10000 •OO0 - -
-
Fiskeldi Uppl- Matvælat. 1 ByggingariJ Ýmislegt Sdölvút. Líftækni Orku-&efnist.
UMSÓKNIR I' RANNSÓKNASJÓÐ RANNSÓKNARÁÐS
1989
Skipting eftir sviðum
Fiskeldi I Matvælat. I Bygginari. I Ýmislegt
Uppl-&tölvut,_____________Líftækni Orku-&efnist.
Rannsóknasjóður
Erfíðleikar atvinnulífs
endurspeglast í umsóknum
RANNSÓKNARÁÐI ríkisins bár-
ust um 140 umsóknir um rann-
sóknastyrki í ár, samtals að upp-
hæð tæplega 310 milljónir kr.
Tæplega 90 milljónir kr. eru til
ráðstöfimar. Með mótframlögum
fyrirtækja og stofhana er heild-
arkostnaður við verkefnin sem
sótt er um styrk fyrir yfir 600
milljónir króna. Vilhjálmur
Lúðvíksson fi-amkvæmdastjóri
Rannsóknaráðs segir að erfið-
leikar atvinnulífsins virðist end-
urspeglast í umsóknunum nú því
erfíðara sé fyrir rannsóknarað-
ila að útvega mótframlög firá
fyrirtækjum og stofnunum en
áður.
Á síðasta ári voru veittir 42
styrkir, samtals að fjárhæð 90 millj-
ónir kr. en 133 sóttu um 300 millj-
ónir kr. samtals. Stærstu umsókn-
imar eru nú eins og áður á sviði
ftskeldis og líftækni. Einnig er sótt
talsvert um styrki til rannsókna í
efnistækni, matvælaiðnaði og upp-
lýsingatækni og sjálfvirkni í ftsk-
vinnslu. 30 aðilar sækja um styrki
til fiskeldisrannsókna, samtals fyrir
68 milljónir kr.
Vilhjálmur sagði að gengið yrði
frá úthlutun úr rannsóknasjóði á
næstunni. Umfjöllun matsnefndar
um umsóknir lýkur væntanlega um
miðjan maí, en nefndina skipa þeir
Jón Sigurðsson, forstjóri á Grund-
artanga, sem er formaður, Páll
Theodórsson, prófessor, og Þráinn
Þorvaldsson, viðskiptafræðingur.
Byggingarkostnaður
Seðlabankans 1.587m.kr.
BYGGINGAKOSTNAÐUR Seðlabankahússins við Kalkofiisveg
var samtals 1.587,6 milljónir króna fnimreiknaður til síðustu
áramóta. Til viðbótar kostaði ýmiskonar sérbúnaður t.d. öryggis-
búnaður, varaaflsstöð, seðlabrennsluofn o.fl. 139,9 milljónir
króna. A síðasta ári var varið 124,8 milljónum til framkvæmda
við bygginguna.
I ársskýrslu Seðlabankans kemur
fram að byggingarkostnaður um-
reiknaður til meðalbyggingarvísi-
tölu ársins 1981 varð 203,9 milljón-
ir króna en kostnaðaráætlun sem
þá var gerð hljóðaði upp á 176,4
tnilljónir. Þannig fór bygginga-
kostnaður miðað við fast verðlag
liðlega 15% fram úr áætlun og seg-
ir í ársskýrslunni að það megi fyrst
og fremst rekja til vandaðri og dýr-
ari frágangs hússins að utan en
upphafleg áætlun hafi gert ráð fyr-
ir. Framkvæmdum við nýbyggingu
bankans sem hófust í ársbytjun
1982 er þar með lokið.