Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 12
O’ROSENGRENS ELDTRAUSm TÖL VUGAGNASKÁPAR E TH MATHIESEN HF. S. 91-6510 00 VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Fyrirtæki Verslun Þtjár matvöruverslanir hefja samstarfum lækkun vöruverðs ÞRJÁR hverfaverslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Vörðufell í Kópavogi, Grímsbær í Fossvogi og Straumnes í Breiðholti hafa bund- ist samtökum undir kjörorðinu Plúsmarkaðir. Verslanirnar hafa lækkað álagningu sína á öllum nýlenduvörum auk þess sem þær hyggjast bjóða ódýrar vörur undir merkinu Plús frá Danmörku. Með því að lækka álagningu telja þær sig geta aukið veltuhraða og unnið þannig upp tekjutapið. Jafnframt hefur öllum reikningsvið- skiptum verið sagt upp svo og samningum við greiðslukortafyrirtæk- in en til athugunar er að hætta viðskiptum með greiðslukort að sögn Ágústs Guðmundssonar kaupmanns í Vörðufelli. „Við erum búnir að lækka vöru- verð á því sem við erum með fyrir í búðunum bæði nýlenduvörum og öðrum vörum sem ekki eru háðar verðlagsákvæðum. Það eru ekki færri en 2000 vöruafbrigði hjá mér. Síðan bjóðum við upp á vörur undir merkinu Plús á allt að helm- ingi lægra verði en er á sambærileg- um vörum,“ sagði Ágúst. Hann nefndi sem dæmi að 1 kíló að salti væri selt á 23 krónur frá Plús en salt pakkað her á landi kostaði 48 krónur. Svipaður verðmunur væri á öðrum vörum t.d. pappírsvörum. Með því að flytja þessar vörur inn beint í gámum fengist lægra verð. Ágúst sagði að álagning á ný- lenduvörum hefði áður verið 38-40% til að vinna upp á móti lágri álagningu á landbúnaðarvörum. Hún hefði nú verið lækkuð í 20% að jafnaði. Miðað við sömu sölu þyrfti veltan að aukast til að rekst- urinn gengi upp. Verðið væri nú í mörgum tilvikum hið sama og hjá stórmörkuðunum og í sumum tilvik- um lægra. „Við teljum okkur með þessu vera samkeppnisfæra og standa jafnfætis stórmörkuðunum. Fólkið er í kringum okkur og getur sparað sér ferðir í stórmarkaðina. Eg tel þetta vera rétta tímann til að setja á fullt í samkeppninni við þá. Öll umfjöllunin hefur á undan- förnum árum verið stórmörkuðun- um í hag en mér finnst að það sé að snúast við. Aðalatriðið fyrir okk- ur þrjá í Plússamtökunum er að við erum að breyta okkar imynd. Aðrir kaupmenn eru velkomnir inn í þetta með okkur og ég veit um nokkra sem hafa mikinn áhuga en vilja sjá fyrst hvernig okkur reiðir af,“ sagði Ágúst Guðmundsson. SELTZER — Nýr gosdrykkur var framleiddur í verksmiðju Sólar hf. í síðustu viku fyrir Selzer Drinks Company í Bretlandi. Var honum tappað á plastdósir Sólar sem þykja merk nýjung í gosdiykkja- iðnaði í Bretlandi. Á myndinni eru frá vinstri: Helga Sigrún Siguijóns- dóttir matvælafræðingur hjá Sól hf., Roy Tomlinson efnafræðingur, Rupert Marks og Mark Peters. STEYPT NIÐURFÖLL, RISTAR, KARMAR OGLOK i Sérsteypum einnig annað eftir pöntun. JÁRNSTEYPAN HF. ÁNANAUSTUM 3, SÍMAR 24407 - 624260 JÁRNSTEYPA - ÁLSTEYPA - KOPARSTEYPA áfengi eða er hætt að drekka bjór. Seltzer verður hins vegar ekki seld- ur í stórmörkuðum til að bytja með. Drykkurinn verður fyrst kynntur á stórri sýningu fyrir eig- endur heilsuræktarstöðva sem er mikilvægur hluti markaðarins fyrir okkur.“ En hvernig telur Peters að sam- starfið við Sól muni þróast í náinni framtíð? Hann segist næstum viss um að framleiðslugeta Sólar verði fullnýtt í lok þessa árs. „Við teljum að íslenski hlutinn af framleiðslunni sé það mikilvægur að við munum halda okkur við að tappa á hér á landi. Mikilvægasti þátturinn er íslenska vatnið. Við höfum látið efnagreina það og það vakti mikla undrun hversu hreint það er og laust við steinefni. Við höfum kom- ið nálægt ýmsum nýjungum í gos- drykkjaiðnaðinum en það er afar sjaldgæft að hlutirnir gangi jafnvel og nú. Drykkurinn er bragðgóður, er án ónáttúrulegra efna, með góðu vatni og er í góðum pakkningum. Bretar drekka fremur lítið af gos- drykkjum en markaðurinn vex mjög hratt og kannanir sýna að almenn- ingur mun ekki aðeins vilja drekka Pepsi, Coke eða Fanta í framtíð- inni,“ segir Mark Peters. Sólhf. framleiðir gos fyrir Bretiandsmarkað Markaðssetningin með áherslu á íslenskt vatn hann hins vegar ekki beinast að því að framleiða milljón dósir á dag. „Það er vissulega dýrt að flytja vatn milli landa en þegar menn lesa utan á dósinni að drykkurinn sé frá íslandi þá skilja þeir að verðið þarf að vera hátt. Bretar eru vanir að greiða hærra verð fyrir hluti ef telja það þess virði. Hér er ekki á ferð- inni heilsudrykkur heldur hreinn drykkur með ávaxtasykri. Hann er orkuríkur og betri fýrir lifrina en aðrir gosdrykkir auk þess sem bætt er í hann c-vítamíni. Þá er drykkur- inn með 25% færri hitaeiningar en t.d. appelsínudrykkir og það eru engin ónáttúruleg efni í honum.“ íslenska vatnið mikilvægast „Við höfum þegar náð samning- um við dreifmgaraðila í London sem munu dreifa drykknum til heilsu- klúbba, veitingastaða og verslana. Þeir bíða spenntir eftir fýrstu send- ingunni og þess vegna ákváðum við að koma hingað með efnafræðingi til að ganga úr skugga um allt væri í lagi. Við höfum rætt við auglýsinga- stofuna okkar um hvaða markhóp eigi að miða við. Þar er um t.d. um að ræða fólk sem drekkur ekki sældum eru seltzer drykkir. Þegar við rákumst á plastdósir frá Sól með ananasdrykk hugsuðum við sem svo að þetta væru réttu umbúð- irnar fyrir nýjan seltzer drykk. Við höfðum samband við Davíð Schev- ing Thorsteinsson og komum hing- að fyrst fýrir þremur mánuðum. Þá komumst við að raun um hversu gott íslenska vatnið er en fýrir okk- ur þýðir það mikla yfirburði í Bret- landi þar sem mikið er fjallað um lélegt drykkjarvatn." ísland með ímynd hreinleika og kulda Peters bendir á að stefna breskra stjórnvalda í að einkavæða opinber fyrirtæki skipti hér einnig verulegu máli. Eitt þessara fyrirtækja sé vatnsveitan sem eigi að skipta niður í mörg fyrirtæki og selja einkaðil- um. „Ein ástæðan fyrir þessu er að gæði drykkjarvatns eru mjög lítil og er talið að með því að selja vatns- veituna muni gæði drykkjarvatns smám saman aukast vegna sam- keppninnar. Við teljum að hér sé á ferðinni góður drykkur í einstökum umbúðum. Einnig hefur það mikið að segja að drykkurinn sé fluttur inn frá íslandi því í Bretlandi hefur ísland ímynd hreinleika og kulda. Það er því margt jákvætt við drykk- inn. Við létum gera um 200 merki- miða á dósirnar áður en við tókum ákvörðun. Við höfum eytt talsverð- um fjármunum í að láta dósina líta vel út til að fólk verði þyrst í drykk- inn þegar það opnar ísskápinn og sér dósina.“ Peters segir að þegar hafi verið gerðar bragðprófanir á drykknum í Bretlandi. Niðurstöður hafi orðið þær hann þyki mjög bragðgóður en einnig hafi plastdósin fengið já- kvæð viðbrögð. — En er ekki og dýrt að flytja gosdrykki frá íslandi? Peters viður- kennir að víst sé það dýrt og að það sé engin leið að keppa við Coka cola í verði. Áhuga þeirra segir í SÍÐUSTU viku stóð yfir átöppun á nýjum drykk í gosdrykkjaverk- smiðju Sólar fyrir breska fyrirtækið Seltzer Drinks Company. Seltz- er er ákveðið afbrigði af gosdrykkjum þar sem aðeins eru notuð náttúruleg efiii þar á meðal ávaxtasykur. Slíkir drykkir hafa náð nokkurri útbreiðslu í Bandarikjunum en eru minna þekktir í Evrópu. I síðustu viku voru framleiddir 4700 kassar af nýjum tegundum seltzer drykkja í verksmiðju Sólar sem munu væntanlegar á markað í Englandi á næstunni í tilraunaskyni. Forráðamenn breska fyrirtæk- isins, Robert Marks og Mark Peters voru staddir hér á Iandi í síðustu viku til að fylgjast með framleiðslunni. Rubert Marks og Mark Peters eru báðir úr fjölskyldum sem eiga og reka fyrirtæki tengd gosdrykkja- iðnaðinum í Bretlandi. „Við höfum unnið saman að því í fjögur ár að finna nýjung í gosdrykkjaiðnaðar til að nýta þá þekkingu sem við höfum á þessu sviði,“ segir Peters sem varð fyrir svörum. „Við teljum okkur hafa þekkingu á markaðs- og dreifingarmálum gosdrykkja- markaðarins og höfum ferðast víða um heim til að kynna okkur ýmsar nýjar hugmyndir. í Bretlandi hefur gosdrykkjaiðnaðurinn vaxið mjög hratt undanfarið og um 18% á síðastliðnu ári. Við hugsuðum með okkur að ef við ætluðum að fara út í gosdrykkjaframleiðslu yrðum við að finna eitthvað sem gæti orðið vinsælt. Á bandaríska gosdrykkja- markaðnum eru settar nýjar teg- undir á markað árlega en þeir drykkir sem náð hafa mestum vin-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.