Morgunblaðið - 04.05.1989, Page 9

Morgunblaðið - 04.05.1989, Page 9
f- n ,\11.& íTJíi/ViuniMn límmmKWrmmiV œkIuíuuímoh möKGunbLaðið VIÐSKIPTI/ATVINNIJLÍF fímmtú’dagur''4." maí iVsV 3 8 C 9 framkvæmdinni. Og ég held að 1992 munu ekki breyta þar miklu um. Ég sé til dæmis ekki að það sé unnt að búa við öllu meira fijálsræði en ger- ist hér á írlandi, í Bretlandi og Hol- landi, en í Þýskalandi og Frakklandi hefur framkvæmdin orðið talsvert önnur. En almenningur áttar sig samt ekki alltaf á því sem verið hefur að gerast í Evrópu í fijálsræðis átt vegna þess að hann horfir einungis til þjóð- landaflugfélaganna, fánaberanna, en áttar sig ekki á því að þessi flugfélög flytja einungis einn af hveijum þrem- ur farþegum í Evrópu. Um tveir þriðju allra flugfarþega ferðast hins vegar með leiguflugfélögum og þar hefur orðið gífurlegur vöxtur á síðustu árum. Til að mynda eru starf- andi alls um 22 flugfélög í Bretlandi en flestir gætu varla nefnt nema 2-3 þeirra. Sum þessara félaga eru þó mjög öflug og stærri en mörg þjóð- landafélögin í álfunni." Þýðir þetta með öðrum orðum að Evrópubúar eigi ekki eftir að verða vitni að áþekkri samkeppni og sam- neingarbylgju í flugmálum og hefur átt sér stað í Bandaríkjunum. „Ég er á því að við séum ekki búin að sjá fyrir endann á þróuninni í Ameríku, og á allt eins von á því að sumir flug- félagasamrunamir þar eigi eftir að renna út í sandinn. Að mínu mati er einfaldlega ekki enn komið á fullt jafnvægi í bandarískum flugmálum. Ég held líka að flugmál í Evrópu eigi ekki eftir að þróast á þennan veg vegna þess að innan álfunar munu þjóðemisleg sjónarmið, hvað sem öllu öðru líður, halda áfram að verða til. Ég sé til dæmis ekki fyrir mér að Lufthansa og Air France muni geta runnið saman í náinni framtíð og þessi félög eiga því áreiðanlega eftir að verða til áfram í núverandi mynd. Stærri félögin kunna hins vegar að eiga eftir að stækka eitthvað vegna þess að þau kunna að gleypa einhver minni félög, og þá held ég að það verði sérstaklega miðlungsfélögunum sem sé hætt. En Evrópubandalagið mun áreiðanlega leitast við að halda slíku í skefjum, bæði út frá sam- keppnissjónarmiðum og eins til að hindra að hér gerist áþekkir hlutir og hafa verið að eiga sér stað í Banda- ríkjunum. Innan EB hafa menn horft upp á það sem verið hefur að gerast í Bandaríkjunum og gest ekki af því. Þessi stefna EB er mjög eftirtektar- verð vegna þess að hún mun stuðla að því að til verða fleiri flugfélög í Evrópu heldur en Bandaríkjunum, þótt þeim fækki vafalaust eitthvað frá því sem nú er. “ Engin tæknibylting í flugvélum Það má einnig heyra á Foley að innan GPA fylgjast menn grannt með allri tækniþróun í hönnun og smíði farþegaflugvéla. „Menn skulu ekki reikna með miklum stökkbreytingum á því sviði,“ segir hann. „Tækniþróun í hönnun flugvéla næstu framtíðar eru allar meira og minna fyrirsjáan- legar og verða fremur hægar. Við erum núna með í notkun vélar sem við getum kallað fimmtu kynslóðar þotur. Fyrstu kynslóðirnar þróuðust býsna hratt, sérstaklega í aliri tækni viðkomandi hreyflunum og miðuðu að því að hreyflarnir yrðu sem kraft- mestir, þannig að nú sjáum við í notkun 2ja hreyfla þotur sem eru langfleygari heldur en 4ra hreyfla þotur voru áður. Á áttunda áratugn- um snerist síðan þróunin um að gera hreyflana enn spameytnari en áður og ég tel að við séum komin nokkur veginn að endimörkum hins mögu- lega í því efni og tæknin þar fyrir næsta áratuginn er nokkuð borðliggj- andi. Við höfum einnig undanfarið séð talsverða framþróun í væng- hönnun sem miðar að því að auka flughæfni vélanna og við erum stöð- ugt að sjá auknar framfarir í notkun tölvu- og rafeindatækni í stjórntælq'- um vélanna. Sumar vélar eins og t.d. Airbus A320 flýgur sér nánast sjálf og flugmennimir þurfa nánast ekkert fyrir hlutunum að hafa. Þetta eru í stærstum dráttum helstur breytingamar en frá sjónar- hóli farþeganna eru þær fæstar sýni- legar. Eina tækniþróunin sem ég sé framundan og ætti að verða greinileg er nýja skrúfuþotuhreyfla-tæknin, sem ýmsir hreyflaframleiðendur en þó einkanlega General Electric hafa verið að gera tilraunir með. Það er hugsanlegt að við eigum eftir innan 5-6 ára að sjá flugvélar með slíkan hreyflabúnað en þær verða áreiðan- lega ekki mjög margar því að að líður áreiðanlega áratugur eða meira þar til þessir hreyflar fara að láta að sér kveða innan greinarinnar. T.d. hefur Boeing lagt á hilluna í bili hugmynd- ir um flugvélahönnun fyrir hreyfla- búnað af þessu tagi og Douglas er þannig einni flugvélaframleiðandinn sem leggur einhverja áherslu á þessa tækni, en hann er líka kominn lan- gleiðina með smíði á nýrri vél sem byggir á þessari tækni. En margir era fnllir efasemda um að þessi vél eigi framtíð fyrir sér í almennum farþegaflutningum. Við fylgjumst hins vegar með þessari þróun með opnum huga, því að okkar hlutverk er að fylgja markaðinum og óskum viðskiptavinanna.“ Eftirlætisvélin Er Foley með öðram orðum að segja að dagar hljóðfrára þotna á borð við Concordinn séu taldir? „Ekki endilega. Bandaríkjamenn ertil dæm- is að byija á ný með athuganir á hljóðfráum þotum. Vandamálin við flugvélar af þessu tagi eru hins vegar að enda þótt ýmsir augljósir kostir séu við þennan mikla hraða í far- þegaflugi, þá þurfa þetta að vera miklu stærri og burðugri vélar heldur en Concordinn til að eiga sér ein- hvem rekstrargrundvöll. Slíkt er tæknilega mjög erfitt úrlausnar og síðan er spurning hvort markaðurinn er nægilega stór fyrir vélar af þessu tagi. Gallinn við Concordinn var ekki að flugvélin væri slæm og það var til ákveðinn markaður fyrir hana, en þegar upp var staðið hafði verið smíðuð of lítil og veikbyggð vél til að unnt væri að nota hana á ýmsum mikilvægustu leiðunum. Vél af þessu tagi þarf að vera þannig hönnuð að hún geti flogið um 2 þúsund mílur á klst. í stað 1400 m/klst. hjá Con- cordinum eða á þreföldum hljóðhraða og hún þarf að geta borið um 200 farþega milli Evrópu og Tokyo án millilendingar. í slíku langflugi nýtt- ist hún best, en ég held að það sé enginn grandvöllur fýrir smíði hlljóð- fráar þotu til að fljúga einungis milli New York og London. Við vitum hins vegar ekki enn hvort tæknilega er unnt að smíða stærri hljóðfráar þotur en nú þekkjast og í öðra lagi vitum við ekki hvort unnt er að gera það á svo viðráðanlegu verði að vélin eigi sér rekstrargrandvöll. Og hljóðfráar þotur verða hvað sem öllu öðra líður áreiðanlega ekki áberandi á markað- inum á næstu 20 áram. Flugvélarnar sem við sjáum í almennum farþega- flutningum fram til aldamóta verða nauðlíkar þeim vélum sem við þekkj- um í dag.“ Til að ljúka samtalinu þótti ekki úr vegi að spyija Maurice Foley hvort hann ætti sér sjálfur einhveija eftir- lætisvél. „Nei, ekki nema þær sem afla okkur fjár. Að vísu hefur þetta fyrirtæki GPA sérhæft sig í og að veralegu leyti byggt starfsemi sína á Boeing 737 vélunum. Þessi flugvélag- erð er núna orðin gífurlega eftirsótt en var það hins vegar ekki þegar við veðjuðum á hana á miðjum áttunda áratugnum. Við þottumst þá sjá hvað í henni bjó enda þótt markaðurinn væri enn ekki farinn að kveikja á henni almennt, og þetta reyndist rétt ákvörðun. Nú hafa fleiri 737 þotur verið seldar en af nokkurri annarri flugvélagerð og við eram núna stærsti einstaki kaupandi Boeing 737 flugvéla í heiminum. Þess vegna býst ég við að Boeing 737. sé sú vél sem flestir tengja nafni GPA. En við höf- um einnig keypt talsvert af vélum frá öðrum framleiðendum, eins og MD 80 vélina, A320 frá Airbus og Fok- ker 100 vélina, svo að samvalið er talsvert breitt. Samt höfum við senni- lega grætt mest á Boeing 737 vélinni og af þeim sökum höfum við auðvitað mikið dálæti á henni.“ Myndsenditshi og símsvari NeloxJEX er hvoru tveggja NEFAX 3 EX erfullkomið myndsenditœki og símsvari sem tekur á móti skilaboðum. NEFAX 3 EX hefur 50 númera skammvals- minni. Tvö númereru í hverju minni, annað fyrir símann og hitt fyrir myndsenditœkið. NEFAX 3 EX hefur innbyggða klukku, sem getursent skjöl sjálfvirktá fyrirfram ákveðn- utn tíma. Einnig er hcegt að fjarstýra sending- um, þannig að skjöl sem sett eru í tœkið má senda þegar best hentar. NEFAX 3 EX getur sent skjöl uþþ í stcerð B4 og þegar sending hefurfarið fram get- ur tœkið merkt frumritið með rauðum þunkti, sem kemur ekki fram við Ijós- ritun. NEFAX 3 EX býryfirýmsum öðrum þcegi- legum og tímasparandi eiginleikum. Komdu við í söludeildum okkar eða áþóst- og símstöðvum um land allt og kynntu þér NEFAX 3EX nánar. \\\\\'" Nefox 3EK - hcsfileikaríkt myndsenditœki. § O PÓSTUR OG SÍMI Upplýsingar í söludeildum í Reykjavík og á póst- og símstöðvum um land allt. HRATT OG ÖRUGGT MED FLUGI... LON STOKKHOLMUR X_________M / % ii GOT GALJIABORG x U5 IFJ ISAFJORDUR /*» HEL HELSINKI ínfrw y Upplýsingar um fraktáæthm í síma 690100 FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.