Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVIW|in?LÍr FIMMTUDAGUR 4. MAÍ.1989 Sjónarhorn Góðurgestur eftir Jón Gunnarsson Þeir, sem kunnugir eru ásjónu Macintosh-tölva, leiða líklega sjald- an hugann að því, hvert þær hug- myndir eru upphaflega sóttar, sem liggja henni til grundvallar. „Sjálf- sagt einhver snillingurinn vestur í Kísildal", hugsa menn. En það er ekki allsendis rétt. Ættfræði Makkaásjónunnar er önnur, og hug- myndasagan, sem að baki liggur, nemur nú um það bil 30 árum. Og ekki fæddust grundvallarhugmynd- imar í Kísildal, heldur öllu nær okkur; nánar tiltekið í Noregi. Það em hugmyndirnar um svo- nefnda hlutbundna forritun, sem þar urðu til um upphaf sjöunda áratugarins. Þær fóru ekki víða í fyrstu, voru lengi vel bundnar við Norðurlönd, þar sem þær komu fyrst fram í forritunarmálinu Sim- ula og síðan málinu Beta, sem er æxlað af Simula. Öllu fróðari varð heimurinn um þessa tegund forrit- unar, þegar málið Smalltalk var þróað hjá Xerox Parc úr hugmynd- um, sóttum til Simula. En afurð þessarar hugsunar hefur heims- byggðin nú fyrir augunum í ásjónu Makkans og ýmissa annarra tölva, sem hagað hefur verið á sama hátt. Og nú telst tölvari naumast gjald- gengur lengur, nema hann sé heima í hlutbundinni forritun. Góðar hug- myndir geta farið leynt furðu lengi. En fréttin er þessi: Sjálfur ætt- faðir þessara hugmynda í forritun er kominn til íslands, Kristen Nygaard, stærðfræðiprófessor við Óslóarháskóla. Hér er hann í boði Háskólans, hélt almennan fyrirlest- ur um hlutbundna forritun hinn 3. maí sl. á vegum Endurmenntunar- stofnunar HÍ og heldur síðan þriggja daga námskeið dagana tíunda til tólfta maí. Öllum áhuga- mönnum opið að sjálfsögðu. Og fleira þarf að nefna um Krist- en Nygaard. Hlutbundin forritun ein og sér ætti að vera ærið verk- efni einum manni. En hann hefur gefið sér tíma til fleiri hluta. í upp- hafí áttunda áratugarins samdi hann mikla doðranta fyrir Norska Alþýðusambandið um nýtingu og Fleira þarf tilen ,já“ eða „nei“ í umræðum um EB eftir Kristen Nygaard Norskt þjóðfélag er nú í alvar- legri kreppu. Vel má draga í efa, hvort við höfum nýtt tekjulindir ökkar sem skyldi á áttunda áratug aldarinnar. Fyrri hluti níunda ára- tugarins hefur borið svip efnahags- legrar fijálslyndisstefnu og ábyrgð- arleysis, ofneyslu og niðurrifs á því samfélagi, sem norska velferðarrík- ið hefur grundvallast á. Þann reikn- ing verður nú að greiða og velja verður um framtíðarleiðir. Jafnframt berast okkur æ fleiri viðvaranir um að lífkerfið umhverf- is okkur sé í hættu og raunar ver- öldin öll. Til þessa höfum við fre- stað öllum aðgerðum sem hamlað gætu þeirri þróun. Þar hafa önnur sjónarmið ráðið ferðinni; stórfelldir peningahagsmunir, sinnuleysi okk- ar q'álfra og skammsýn arðsemis- sjónarmið. Og ef til vill erum við nú stödd nær brún hengiflugsins í þeim efnum en nokkum hefur grun- að. Ólík sjónarmið Við þessar aðstæður hefur af- staða Noregs til Evrópubandalags- ins nú aftur borist í brennidepil stjómmálaumræðna. Þar verður nú að tryggja að sjónarmið og upplýs- ingar berist sem víðast að, frá aðil- um, sem hafa ólíkar skoðanir á þeim þjóðfélagshugmyndum, sem hinn sameiginlegi markaður EB er miðaður við. Þar skiptir ekki aðeins máli, að staðreyndir séu lagðar fram. Það er fyrir öllu, að menn geri sér einnig grein fyrir því, hvaða staðreyndir skipta meginmáli, — hver þau atriði séu, að þau verð- skuldi fyllstu athygli, og hver beri að telja léttvægari. í þessu skyni var Upplýsinga- nefndin um Noreg og EB stofnuð af mörgum aðilum og sótt víða að. Nefndin mun kanna ýmsa þá kosti á samvinnu við EB, sem fyrir hendi eru, og byggja þá jafnframt á nú- verandi afstöðu Noregs til EB, en kjölfesta þeirrar afstöðu er óskert fullveldi þjóðarinnar. Nýjaraðstæður „Aðstæður nú em allt aðrar en árið 1972,“ segja menn einatt. Og það er hárrétt. Aðstæðumar eru mun alvarlegri nú. Eins er það orð- ið ljósara, hvað EB er í raun og hvert stefnir um þróun þess. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 1972 voru það taldar ýkjur og myrkfælni um miðjan dag, ef sagt var, að EB mundi þróast í átt til sllkrar stjómmálaheildar, að flestar meiri háttar ákvarðanir, sem þing og stjómir einstakra aðildarlanda annast nú, yrðu faldar stofnunum EB. En nú er þetta orðið augljós stefna EB; þróunin hefur verið hröð og mörgu hefur þegar miðað langt í þessa átt. Árið 1972 var mönnum óljóst, hvort mundi fremur ráða gerðum EB, velferðarríkishugmyndir eða leikur markaðsaflanna. En nú er sem óðast verið að koma á hinum „innri markaði" EB. Menn ræða um hina „félagslegu hlið bandalags- ins“ og „evrópska menningarlega sjálfsímynd“. En þær breytingar, sem almenningur þar hefur einkum orðið var við, eru afleiðingar þeirrar hagstefnu, sem lætur markaðinn einráðan um þróunina. Aðlögun Þeir, sem aðhyllast EB, segja, að við Norðmenn verðum svo fljótt sem auðið er að senda umsókn okk- ar um aðild að EB til Brússel. Á ríkisstjóm Noregs er að heyra, að ekki verði tímabært að sækja um aðild næsta kjörtímabil; þjóðin verði að „aðlaga sig“, síðar verði þá hægt að ræða betur um aðild að Evrópubandalaginu. Það Iiggur nú fyrir, að ríkis- stjómin hefur meðal annarra kosta íhugað tillögu um, að EFTA verði veitt völd yfir málum aðildarríkja sinna. Næsta skref yrði eftir því að EFTA tengdist EB á þann hátt, að áhrifín yrðu hin sömu og hljót- ast myndu af aðild að EB. Eftir er að sjá, hvort stjómin mun beita slíkum ráðum eða hljóta til þess stuðning I flokki sínum. Verði þetta raunin mun nýtt ástand skapast, og deilumar munu þá ekki síður varða framtíðarskipulagningu EFTA. Engar umræður Það vekur athygli, að stjómin virðist hafa íhugað að leggja fram svo víðfeðma tillögu til samþykktar hjá Qölþjóðabandalagi, áður en til- lagan hefur hlotið umfjöllun í Nor- egi. En það sem gerst hefur getur orðið okkur dæmi um það, hvemig staðið verður að stjómmálum framtíðarinnar, ef svo fer, að okkur verði stjórnað af fíölþjóðabandalög- um með ríkismyndugleika. Afstaða okkar Norðmanna til þingkosninganna í haust verður að taka mið af viðhorfi okkar til Evr- ópubandalagsins. Ekki vegna þess að við þurfum að segja af eða á um aðild að EB á næsta kjörtíma- bili, heldur fjölmargar tillögur um „aðlögun að EB“, sem gætu valdið grundvallarbreytingum á norskum samfélagsháttum. Margir þeir, sem aðhyllast aðild að EB, eiga mikilla hagsmuna að gæta, að því er varðar „aðlögunar- aðgerðirnar“, hvort sem af aðild verður eða ekki, vegna þess að að- gerðimar munu ósjaldan fela í sér skerðingu á því eftirliti og stjómun, sem norska þjóðin hefur nú á hag- kerfi sínu. Blinda Sá maður slær sjálfan sig blindu, sem heldur, að við getum lifað lífínu „rétt eins og í gamla daga“. Norskt samfélag er í sífelldri breytingu og á að vera það. Ef við gemmst aðil- ar að EB, verður okkur breytt. Kjós- um við fremur að standa utan bandalagsins, verðum við Norð- menn að breyta okkur sjálfír. Ekkert knýr á um, að við sættum okkur við samfélag okkar eins og það er. En samfélag þróast venju- lega innan þeirra ramma, sem til- tekin þjóðfélagsgerð setur. Það sem nú er til umræðu, er hvort við kjós- um að búa við aðra þjóðfélagsgerð — þá þjóðfélagsgerð, sem nú er sem óðast að þróast innan EB. Okkur nægir því ekki að spyija aðeins: „Hvað er EB?“ Við verðum einnig að spyija: „Hvað er Noreg- ur?“ Hveijir em burðarásar og máttarviðir þeirrar þjóðfélagsgerð- ar sem við Norðmenn búum við? Það em þær hugsjónir, sem við höfum látið ráða gerðum okkar. Það em siðvenjur okkar og verk, sem hafa skapað ytri ramma allri þróun þjóðfélags okkar. Það em þau lög, reglugerðir, samtök og stofnan- ir, sem við nýtum til að fylgja eftir hugsjónum okkar, siðvenjum og verkum. Og hér er ekki um að ræða nein tilduryrði, sem einungis henta ræð- um stjómmálamanna. Hér er um að ræða hversdagslega og ofur nálæga hluti: Hugsjón velferð- arríkja okkar tíma er sú, að allir skuli njóta sama réttar til menntun- ar og heilbrigðisþjónustu án tillits til auðs eða valda. Og forsenda þess er sú, að við viljum leggja það af mörkum, sem til þarf. Til þessa höfum við Norðmenn verið sammála um, að í Noregi megi dafna samfélög manna um landið allt. Og við verðum að axla þær byrðar, sem þarf til þess að tryggja hag dreifbýlisins, tefla sam- an iðnaði, landbúnaði, fískveiðum og þjónustustörfum eins og best verður gert á hveijum stað, Lög gegn fjárfestingum erlendra aðila hafa að verulegu marki komið í veg fyrir það, að norsk fyrirtæki yrðu féþúfa og leiksoppur í höndum ytri afla. Hugsjónir Til eru hugsjónir, sem við gerum okkur, þótt okkur lánist ekki ætíð að fylgja þeim eftir. Við héldum okkur t.d. vera lausa við kynþátta- hleypidóma, en höfum komist að því, að þeir eru til hér í landi. En engu að síður: Einmitt þau mark- mið, sem við keppum að og náum ef til vill aldrei, — þau markmið misnotkun upplýsingatækninnar á vinnumarkaði, ætlaða leshringjum stéttarfélaga. Slík verk höfðu naumast áður sést. En ekki nóg með það. Um sama leyti vorum við mörlandar að slást við Breta um landhelgina, og Nygaard gerði sér lítið fyrir og stofnaði öflug stuðn- ingssamtök í Noregi við málstað íslendinga. Og hafði jafnframt tíma til að skipuleggja að verulegu leyti samtök norskra andstæðinga gegn aðild að EB. Ærið umhugsunarefni má þetta vera fyrir „tölvufríkin" okkar, sem gera sér tölvuna eina að sjónhring. En meira um EB. Líkt og við Islendingar ræða Norð- menn nú mjög um hvers kyns „að- laganir“ að þessu nýja stórveldi, sem EB er að verða. Og sumar kunna að vera af hinu góða, aðrar ef til vill síður. Um þetta hefur furðu lítið verið fjallað hér enn, og atriði sem þessi verðskulda tvímælalaust rækilega umræðu. Hún er hafin um Noreg allan - að frumkvæði Nygaards -, önnur Norðurlönd eru nú að hefja þátttöku í samstarfsnefnd í þess skyni. Og þar þyrfti ísland að vera með. Þar er enn einn ávinningur, sem við gætum haft af heimsókn hans hing- að. Gefum honum orðið: Höfundur erlektor í málvísindum við Háskóla íslands og heiur skrif- að í viðskiptablaðið um tölvumál. MAKKINN — Kristen Nygaard er ættfaðir Makkaásjónunnar. Hugmyndasagan, sem að baki liggur, nemur nú um það bil 30 árum. Grundvallarhugmyndirnar fæddust í Noregi. megum við síst yfírgefa sjálfír eða fá þau öðrum til ráðstöfunar. Og umfram annað — við vitum það hérlendis af langri reynslu, hvað í því felst að lúta stjórn ytri aðila. Ef til vill vitum við betur en margar grannþjóðir okkar í Evrópu, hveiju við höfíim að tapa. Orð eins og „sjálfstæði" og „fullveldi" eiga sér enduróm í okkur, og það ekki aðeins á þjóðhátíðardaginn. Og það þykir sumum broslegt. Leyfum þeim að brosa. Fleira en, já“ og „nei“ Vilji einhver eiga virkan þátt í umræðum um EB, nægir ekki leng- ur „að hafa sömu skoðun og síðast", að „vera með“ eða „vera á móti“. Og það er ekki nóg lengur að „vera með aðild“ eða „vera á móti aðild". Afstaða í umræðunum um EB krefst þess, að menn myndi sér skoðun á því, hveijir máttarviðimir eru í þjóðfélagsgerð okkar. Að þeir geri upp við sig, hveijir þessara máttarviða skipti mestu og verði ekki íjarlægðir án þess að jafnframt hrynji margt það í samfélaginu, sem okkur er í mun að vemda. Að menn komist að því, hvers konar „aðlög- un“ kann að reynast auðveld, skyn- samleg og æskileg. Og um leið verð- um við að hafa í huga hver afstaða okkar til EB verður, er til lengri tíma er litið. Vegna þessa verður ekki aðeins um að ræða tvö sjónarmið. Sjónar- miðin verða fjölmörg. Yst í litrófinu Tvö sjónarmið munu lenda yst, hvort til síns enda, í litrófi þessara umræðna: • að hafa ekki áhuga á að breyta nokkrum sköpuðum hlut, og • að sætta sig við hvað sem vera skal, svo framarlega sem það trygg- ir aðild að Evrópubandalaginu. En það er einnig sjónarmið og afstaða að taka þátt í leit að æski- legum samvinnuháttum Noregs við Evrópubandalagið. Við getum t.d. tekið þátt í mörgum samvinnuverk- efnum EB án þess að vera aðilar að bandalaginu. Og hluti af umræð- unni felst einnig í því að menn myndi sér skoðanir, jákvæðar eða neikvæðar, um risaveldið EB, sem nú er í fæðingu. Við höfum deilt lengi og af gagnrýni um ástandið í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Ekkert er eðlilegra en að EB hljóti jafnrækilega umíjöllun. Opinskáar, málefnalegar, ræki- legar og alhliða umræður um EB munu einnig móta þá virku afstöðu til nýsköpunar, sem okkur er nauð- synleg, ef orðið „Noregur“ á enn að vera okkur tákn samstöðu, sjáif- stæðis og framfara, þegar árið 2000 gengur í garð. (Þýtt úr Aftenposten 14.4.’89. — JG.) 0 MINOLTA UÓSRITUNARVÉLAR NE7TAR, LITLAR OGLÉTTAR Japönsk snilldartiönnun, þýsk ending og nákvæmni. Lágt verö og rekstarkostnaöur. MINOLTA EP 50 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, hágæðaprentun og hagkvæmnl I rekstri. Ekjaran SlÐUMÚLA 14 - 108 REYKJAVlK - SlMI 91-83022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.