Morgunblaðið - 04.05.1989, Page 8

Morgunblaðið - 04.05.1989, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 ----------------------------------------1----:----:——---! ; »| 1 F ■ ■■■ ■ g'fr ---—:--:—:---- Flugmál GPA - írska stórveldið í kaupleiguvið- skiptum með flugvélar Maurice Foley, forstjóri fyrirtækisins sem gerði stærstu fiugvélapöntun flugsögunnar, sóttur heim Maurice Foley ber það ekki utan á sér að vera maðurinn sem gerði stærstu flugvélapöntun flugmálasögunnar, liðlega 300 farþegaþotur fyrir nærri 900 milljarða króna. Þar sem hann tekur á móti blaða- manni Morgunblaðsins á skrifstofu sinni í GPA-byggingunni á fríhafiiar- svæðinu við Shannonflugvelli á írlandi kemur hann manni fyrir sjónir sem fremur alvörugefinn og hæglátur athafnamaður, og hann er greini- lega fremur óvanur samskiptum við okkur fjölmiðlunga. Þegar fundum okkar ber saman er stóra pöntunin vafalaust ekki til nema í vinnudrög- um á borðum starfsmanna GPA og er því ekki dagskrá í spjalli okkar. Þeim mun meira er rætt um flugmál almennt og þar fer ekkert á milli mála að Maurice Foley kann sin fræði utanbókar. Og hafi Ijölmiöla- feimni þjakað Foley og fyrirtækið sem hann stýrir, þá kemst hann ekki undan athyglinni lengur. Svo rækilega hefur risapöntunin 18. apríl sl. orðið til að beina kastljósinu að þessu sérstæða írska kaupleigufyrir- tæki. Pöntun GPA hljóðaði alls upp á 308 farþegaþotur fyrir 16,8 milljarða dollara eða jafnvirði 890 milljarða króna. Þar af voru 182 Boeing-vélar, þ.e. 92 af Bœing 737 sem er sama gerð og Flugleiðamenn eru að fá nú næstu daga, 50 þotur af gerðinni 757 sem Flugleiðamenn hafa einnig pant- að til að nota á N- Atlantshafsleið- inni, og 40 vélar af gerðinni 767. Andvirði þessara véla er alls um 9,4 milljarðar dollara. Frá Airbus pantaði fyrirtækið alls 30 A-320 þotur og 24 þotur af gerðunum A-330 og A-340 fyrir 4,3 milljarða dollara. Loks var samið við McDonnell Douglas um smíði á 64 þotum af gerðunum MD- 80 og MD-8 og andvirði þess samn- ings er um 3,1 milljarður dollara. Reyndar átti GPA ekki þetta sögu- lega met nema í 8 daga, því að síðan hefur United Air Lines pantað 180 Boeing-þotur og kauprétt að 190 vélum til viðbótar, eða 370 véium alls. Þó að Maurice Foley hafí verið viðloðandi GPA allt frá því að fyrir- tækið var stofnað fyrir um 13 árum og átt stóran þátt í þvi að gera fyrir- tækið að ráðandi kaupleigufyrirtæki á flugmálasviðinu, hefur hann og fyrirtækið lengst af mátt una því að standa í skugga stofnandans, írska frumkvöðulsins Tony Ryan, sem nú er einn mesti auðmaður írlands. Um miðjan áttunda áratuginn voru þeir hins vegar báðir, Ryan og Foley, deildarstjórar hjá írska ríkisflugfélag- inu Air Lingus. Ryan átti þá eitthvað á þriðju milljón króna inn á banka en sagði starfí sínu lausu og setti á laggimar Guiness Peat Avation með það fyrir augum að stunda kaupleigu- viðskipti með flugvélar. Nú er áætlað að auðæfi Tony Ryan samsvari um einum milljarði íslenskra króna. En látum Maurice Foley segja sögu fyrir- tækisins, eins og hún snýr að honum: „GPA er stofnað 1975 af Tony Ryan og var upphaflega sameignar- fyrirtæki hans, Air Lingus og Guin- ness Peat samsteypunnar. Fyrirtækið hefur vaxið mjög ört og þó það sé enn einkafyrirtæki er hluthafahópur- inn orðinn talsvert stór, því að auk starfsmanna eru hluthafamir yfir 20 stórfyrirtæki og stofnanir í Evrópu, N- Ameríku og Japan,“ segir Foley. Meðal þessara hluthafa eru Air Canada, Mitsubishi-bankinn jap- anski, bandaríska tryggingarfélagið Prudential, svo einhveijir stærstu hluthafanna séu nefndir. Air Lingus hefur aftur á móti mátt horfa upp á hlut sinn í fyrirtækinu falla niður í 18% í áranna rás og í lok síðasta árs seldi Guinnes Peat samsteypan síðustu 14% sín í fyrirtækinu sem nefnist eftir það einungis GPA, því að þar með þótti tilhlýðilegt að höggva að fullu á öll tengsl við þenn- an upphaflega stofnanda. Þegar GPA tilkynnti um þessa risapöntun á þot- unum 308 var það gert á blaða- mannafundum í París, London og New York samtímis, og breska fjár- málablaðið The Financial Times getur sér þess til að þessi sjaldgæfa fjöl- miðlauppákoma GPA sé undanfari þess að fyrirtækið verði gert að al- menningshlutafélagi með alþjóðlegu hlutafjárútboði, sem m.a. er ætlað að fjármagna flugvélakaupin. Stýrði fjölþættingn Air Lingus „Ég hef tengst GPA allt frá upp- hafí og þá upphaflega sem starfsmað- ur Air Lingus, en ég réðst hingað að fullu fyrir sex árum,“ heldur Foley áfram. „Hjá Air Lingus hafði ég þann starfa með höndum að vinna að fjöl- þættingu reksturs félagsins, eftir að innan þess hafði verið mörkuð sú stefna að færa út kvíamar inn á ýmis rekstrarsvið sem ekki tengdust flugrekstrinum beinlínis. Nú er reyndar svo komið að meira en helm- ingur af tekjum Air Lingus á rætur að rekja til þessara sviða — ekki flug- rekstursins. En eitt af þeim fyrirtækj- um sem ég átti þátt í að stofna með- an ég vann að þessu verkefni innan Air Lingus var einmitt GPA.“ Foley segir starfsemi GPA byggj- ast á því sem hann kallar rekstrar- leigukaup eða langtíma kaupleigu á flugvélum, venjulega til 5-7 ára en þá standa enn eftir umtalsverð verð- mæti f flugvélunum, sem leigutakinn hefur þá kauprétt á. Þetta er þannig frábrugðið fjármögunarleigu, þar sem vélin er að fullu greidd í lokin af leigutakanum. „Við kaupum flug- vélamar venjulega í talsverðu magni beint af framleiðendunum en síðan leigjum við þær áfram um allan heim. Að auki leggjum við til margvíslega tengda þjónustu gegn ákveðinni gjaldtöku. Vegna kaupa okkar á flug- vélunum vinnum við síðan með fyölda fjármálastofnana um allan heim, þannig að það má segja að viðskipta- mannahópur GPA sé tvenns konar — í annan stað em það fjármálastofnan- imar en hins vegar flugfélögin. GPA vinnur síðan á þann hátt að við pönt- un fyrirfram ákveðinn fjölda af flug- vélum sem mynda ákveðið samval og við leigjum því næst áfram til flug- „Minna á skrifstof- unni en í útlöndum “ - segir Einar Ólafsson frkvstj. hjá GPA í Bandaríkjunum „Nei, blessaður vertu, ég læt það allt vera,“ segir Einar Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki GPA í Bandaríkjunum, þegar við slóum á þráðinn til hans og spurðum hvort ekki væri þar allt á öðr- um endanum eftir þotukaupasamninginn stóra 18. apríl sl. Eins og fram kemur hjá Maurice Foley hér á síðunni er Einar næstráðandi þjá GPA í Bandaríkjunum en hann var þar áður forstjóri Cargolux í Luxemborg. „í reynd er þessi samningur sem þið sögðuð frá í Morgunblaðinu og hljóðaði upp á 308 þotur fyrir um 17 milljarða dollara ekki nema endapunkturinn á miklu stærri samningum sem við erum stöðugt að gera og hjjóða líklega þegar allt kemur til alls upp á um 800 vélar. Menn kusu hins vegar í þetta skipt- ið að gera úr þessu einn myndarleg- an pakka til að kynna fyrirtækið fyrir umheiminum." -óttist þið ekkert að það verði erfitt að koma öllum þessum vélum út eða er vöxturinn virkilega svona mikill? „Jú, vöxturinn er mikill eins og sjá má á því að þegar ég réðst til fyrirtækisins fyrir um sex árum var hagnaður þess um 7 milljónir doll- ara en við skilum á þessu ári 150 milljón dollurum í hagnað. Eg reikna með að við séum núna með um 170 flugvélar í kaupleigu víða um heim. En þar fyrir utan er GPA fyrirtæki sem er stöðugt að selja og kaupa flugvélar. Margar þeirra seljum við hins vegar jafnharðan aftur, því að okkar þjónusta er m.a. fólgin í því að við fínnum fjár- festa til að fjármagna flugvélakaup fyrir aðra en sjáum síðan einnig um að fínna leigjendur að vélunum og að innheirnta greiðslumar fyrir þá. GPA er þannig með mörg jám í eldinum í einu.“ -Því er haldið fram að þessi fíöl- miðlauppákoma á dögunum út af stóra samningnum tákni að GPA sé á leiðinni út á almennan hluta- bréfamarkað.? „Já, þetta er hlutur sem alltaf hefur skotið upp kollinum öðru hverju, en GPA er hins vegar lokað hlutafélag þar sem við starfsmenn- imir eigum flestir einhvem hlut 1 og síðan ýmis stór fyrirtæki og stofnanir, og hingað til höfum við alltaf fjármagnað okkur í gengum einkaflárfesta. En það er alveg rétt að það er meira um þetta talað núna en oft áður, enda segir það sig sjálft að fyrirtæki í svona stór- ræðum er auðvitað hungrað í Qár- magn.“ -Er gott að vinna þjá þessu fyrir- tæki? „Já, alveg ágætt nema hvað þessu starfí mínu fylgja gifurleg ferðalög, svo að ég er minna hér á skrifstofu minni í Stanford heldur en í útlöndum. Ég er t.d. nýkominn frá Indónesíu þar sem ég var að afhenda Garuda-flugfélaginu nýja breiðþotu. Það vill þannig til að I mlnum verkahring eru einmitt allir samningar GPA með breiðþotur svo sem 767, MD 11 og Tristar og allt sem lýtur að flugvélum til frakt- flutninga. Við erum einmitt að Á FERÐ OG FLUGI Einar Ólafsson fyrrum for- stjóri Cargolux annast alla breiðþotusamninga fyrir fyrir- tækið. ganga frá miklum samningi við Garuda um þessar mundir.“ Það kemur reyndar fram hjá Einar að hann er ekki eini íslend- ingurinn sem starfar hjá GPA held- ur er samstarfsmaður hans vestan hafs Sigurður Jónsson, sem lengi var flugrekstrarstjóri hjá Cargolux í forstjóratíð Einars þar og réðst síðan til GPA um ári síðar. Þeir eru því tveir íslendingarnir hjá GPA af tæplega 20 manna starfsliði fyrir- tækisins þarna vestan hafs. BVS félaganna. Við verðum fyrirsjáanlega með alls 63 flugfélög í skiptum við okkur og að meðaltali má reikna með að hvert þeirra sé með 2-3 vélar, sumir auðvitað minna en aðrir meira. Þessi viðskiptamannahópur er býsna dreifður um allan heim, enda þótt stærsti markaður okkar sé hér í Évr- ópu“. GPA tapar greinilega ekki á þess- um viðskiptum. „Mikil ósköp, við græðum peninga," segir Foley. Hann segir að hagnaður félagsins á því fjár- hagsári sem lauk í mars 1988 hafí hagnaður félagsins verið um 101 milljón dollara, og fjármálablöð telja að hagnaður félagsins sem lauk nú í lok mars sé nálægt 150 milljónum dollara. Heildarvelta félagsins fjár- hagsárið 1988 var tæpar 650 milljón- ir dollara, eignir voru metnar á 1,8 milljarða og arður af eigin fé félags- ins var um 36%. Félagið gerði út alls 115 flugvélar á því fjárhagsári sem voru að verðmæti á 3 milljarðar doll- ara, og leigðu þær aftur til alls 42 flugfélaga í 25 þjóðlöndum. Á fyrri- hluta fjárhagsársins sem lauk nú í mars voru vélamar orðnar 120, og nú munu smám saman bætast við vélamar 308 sem afhendast eiga fram til ársins 1996, jafnframt því að eitthvað af eldri vélunum verða seldar .„Eftir því sem ég best veit höfum við ekki átt nein viðskipti við íslendinga, en hins er að geta að annar helsti yfírmaður útibús okkar í Bandaríkjunum er íslerjdingur, Ein- ar Ólafsson sem áður var forstjóri Cargolux í Luxemborg.“ Auk útibúsins í Bandaríkjum er GPA með skrifstofu í London en að öðm leyti fer mestur hluti starfsemi fyrirtækisins fram í Shannon, því að af alls um 160 manna starfsliði starfa 125 í bækistöðvum fyrirtækisins á írlandi. Bjartar horfur í flugmálum GPA ræðst ekki í þessi risavöxnu flugvélakaup að óathuguðu máli, því að það má heyra á Foley að hann er búinn að grandskoða þróunina á flugmarkaðinum langt fram í timann. „Horfur í flugrekstri verða að teljast mjög góðar um þessar mundir," seg- ir hann. „Eftirspumin er mikil og vöxturinn á farþegamíluna sem er mælikvarðinn á framleiðni þessarar greinar, hefur verið 2ja stafa tala á undanfömum árum. Eg álít að þessi vöxtur verði amk. um 6% á ári að meðaltali allt fram til aldamóta og eftirspumin eigi eftir að liðlega tvö- faldast á þeim tfma. Á þessum vexti byggjum við áætlanir okkar. Við sjáum t.d. núna lengri biðlista hjá flugvélaframleiðendunum eftir nýjum vélum en nokkru sinni áður, og af einstökum flugvélagerðum getur af- greiðslutíminn verið allt upp í sex ár. Slíkt á sér engin fordæmi. Fleiri flug- vélar voru t.d. seldar á fyrri hluta ársins 1988 en seldar voru á heilu ári mestan part síðasta áratugar. Þessi grein er þvf með n\jög styrka stöðu í dag í flestu tilliti. Á hinn bóginn verður ekki framhjá þvi horft að staða margra flugfélag- anna er fjárhagslega veik. Þau búa mörg hver við mjög lélega eiginfjár- stöðu og það eru miklar breytingar að gerast í greininni, ekki síst vegna þess að ríkisreksturinn sem mátti heita viðtekinn í þessari grein utan Bandaríkjanna, er nú á hröðu undan- haldi víðast hvar í heiminum. Það em þvi að opnast nýir möguleikar til þáttöku í þessari starfsemi en jafn- framt eykst samkeppnin hröðum skrefum. Kostnaður við að fljúga fer minnkandi af því að fargjöld fara stöðugt lækkandi og að er í sjálfu sér hvatning til aukinna ferðalaga. Flugfélögin sjálf skila hins vegar mörg hver ekki ýkja miklum arði og ein ástæðan fyrir því að þjónusta okkar er svo vinsæl sem raun ber vitni er einmitt hvemig hún mætir þessum kröfum um aukinn fjárhags- legan og markaðslegan sveigjanleika. Svo að frá okkar bæjardyrum verður ekki annað sagt að þessi grein í heild sinni sé óvenjulega vænleg um þessar mundir." Önnur þróun í Evrópu en Ameríku Maurice Foley er ekki trúaður á að sameiginlegur innri markaður Evrópubandalagsins 1992 muni hafa veruleg áhrif á þróun flugsins í álf- unni. „í sjálfu sér er heilmikið fijáls- ræði ríkjandi í flugsamgöngum í Evr- ópu í orði þó að svo sé e.t.v. ekki í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.