Morgunblaðið - 11.05.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 11.05.1989, Síða 1
FJÁRMÁL: Erlent fé um þriðjungur íslenska peningamarkaðarins/ 6- 7 ERLENT: Er komið að skuldadögunum hjá Dönum eftir hóglífi liðinna ára/ 8 VIDSKIPIT AIVINNUIÍF PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 11. MAI 1989 Bankar Landsbankinn ísamningwn við Spicer & Oppenheim Sérhæft fyrirtæki á sviði ráðgjafar í fjármálaþjónustu LANDSBANKINN hefur ákveðið að ganga til samninga við breska ráðgjafarfyrirtækið Spicer & Oppenheim um að það taki að sér viðamikla úttekt sem gerð verður á bankanum. Fyrirtækið er sér- hæft á sviði fjármálaþjónustu og hefiir reynslu af úttektum í bönk- um á Norðurlöndunum m.a. Christiane Bank og Kredit Kasse í Noregi. Má nefiia að Spicer & Oppenheim rekur skrifstofur víða um heim og hefúr nokkur þúsund manns í vinnu. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, mun stýra framkvæmdahóp sem hefur umsjón með þeirri úttekt sem nú fer í hönd á Landsbankanum. Auk hans sitja aðrir aðstoðarbanka- stjórar Landsbankans og fulltrúi stjómar starfsmannafélagsins í framkvæmdahópnum. Að sögn Brynjólfs komu auk Spicer & Oppenheim til álita í verkefnið, ráðgjafarfyrirtækin SÖLUGENGI DOLLARS 54,52 n,|.,„iim............. 20.aprh 25. í.mal 5. 10. Coopers & Lybrand og Booz, Allen & Hamilton. Brynjólfur segir að McKinnsey sem upphaflega hafi verið inn í myndinni hafi ekki sýnt þau viðbrögð sem ætlast var til. Marketing Inprovements hafi hins vegar stungið upp á að það sérhæfði sig í markaðsmálum Fjáfmagnsmarkaður bankans. Booz, Allen & Hamilton hafi verið bætt við síðar til að hafa þijú tilboð úr að velja. Brynjólfur segir að ástæðan fyrir því að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Spicer & Oppenheim sé m.a. sú að fyrirtæk- ið sé sérhæft í fjármálaráðgjöf. Hin fyrirtækin séu hins vegar með sérhæfðar deildir í fjármálaráð- a'öf. „Það er reiknað með að verk- efnið taki 24 vikur og standi út árið en síðan er eftir einhver fer- ill við að koma ýmsum hlutum í framkvæmd,“ sagði Brynjólfur. 15% afföllá Atvinnu- tryggmgarsjóðsbréfum KAUPÞING hf. hefúr auglýst til sölu skuldabréf Atvinnutrygginga- sjóðs útflutningsgreina með 9% ávöxtunarkröfú sem samsvarar 87,11% gengi. Velta með bréf sjóðsins nálgast nú um 20 milljónir króna á mánuði hjá Kaupþingi að sögn Davíðs Björnssonar, deildar- stjóra verðbréfadeildar Kaupþings. Auk þess að greiða 13% afföll af bréfum Atvinnutryggingasjóðs þurfa seljendur að greiða til Kaup- þings 2% sölulaun þannig að heild- arkostnaður við að selja bréfin nem- ur alls tæplega 15%. Skuldabréf sjóðsins eru sem kunnugt er til 6 ára með 5 jöfnum afborgunum, hinni fyrstu að tveimur árum liðn- um. Vextir eru 5%. Davíð segir að seljendur.bréfanna séu m.a. málmsmiðjur víða um land og fyrirtæki sem flytji inn vörur fyrir sjávarútveginn. Kaupendur hafi aftur á móti verið þeirra eigin verðbréfasjoðir auk lífeyrissjóða og tryggingafélaga. „Ég hef ekki verið í neinum vandræðum með að selja bréfin enda er þetta ekkert annað en annað form á spariskírteinum,“ sagði Davíð Björnsson. Freöfisk- útflutningur 1984-88 (Frystar botnfiskaturðir) Bretland 131 milljón dollara Freðfiskútflutningur 1984-88 (%) (Frystarbotnfiskafuröir) Til: 1984 1985 1986 1987 1988 Bandartkjanna 68 65 55 48 36 Bretlands ’ 11 15 19 19 22 Sovétrtkjanna 11 10 8 6 6 Annarra landa 10 10 18 26 36 100 100 100 100 100 í millj. dollara 222 261 321 382 367 Á MYNDINNI séstþróun í útflutningi á frystum botnfiskafurðum 3 á árunum 1984—1988 samkvæmt verðmæti í bandaríkjadölum. Þar j sést að mikil umskipti hafa átt sér stað á helstu mörkuðum íslendinga á þessu árabili þannig að dregið hefur úr vægi útflutnings til Banda- ; ríkjanna og Sovétríkjanna. Á sama tíma hefur útflutningur til annarra markaða og Bretlands aukist hröðum skrefum. Af öðrum mörkuðum er hlutdeild Japan langsamlega mest. Tekið skal fram að allar dollar- afjárhæðir eru umreiknaðar frá íslenskum krónum eftir meðalgengi dollars (kaupgengi) fyrir hvert ár, eins og það er gefið upp af Seðla- bankanum. Á árinu 1988 var verðmæti útflutnings á frystum botnfiska- furðum alls 367 milljónir bandaríkjadala eða 35% af heildarverðmæti sjávarafurða sem nam í fyrra 1048 milljónum dala miðað við meðal- gengi ársins. Heimild:SjávarafurðadeildSÍS. EINKAÞJÓNNINN STJANAR VIÐ ÞIG í AUSTURSTRÆTI11 0G í MÚLAKOTI, SUÐURLANDSBRAUT 24 Einkaþjónn er tæki sem flýtir fyrir afgreiðslu. Með aðstoð hans og bankakortsins færðu eítirtalcla þjónustu á einfaldan og fljótlegan hátt: • Yfirlit yfir Einka- reikninga og tékkareikninga. • Yfirlit yfir sparisjóðsreikninga.' • Yfirlit yfir innlenda gjaldeyrisreikninga. • Gengisskráningu dagsins. Ekkert leyninúmer þarf til að nota Einkaþjóninn, aðeins bankakortið. Láttu Einkaþjón- MBb k inn stjana við þig - til þess er hann. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.