Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 6

Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ Brynjólfiir Sandholt yfirdýralæknir: Lipurmenni í léttu skapi STARF yfirdýralæknis er ekki alltaf dans á rósum; um það vitna rimmur um riðuveiki, sláturleyfi, innflutning á dýrum og land- búnaðarafurðum. En Brynjólfúr Sandholt, sem nú hefiir verið skipað- ur yfirdýralæknir, virðist vera gæddur eiginleikum til að geta tek- ist á við þetta starf. Honum bera flestir vel söguna. Hann er sagður hafa einna fjölþættustu reynslu af dýralækn- um landsins. Að hann eigi auðvelt með að umgangast fólk og leggi mikið upp úr að eiga friðsamleg samskipti við menn og skepnur, þótt þeir séu til sem ekki taka undir þetta. Hann sé diplómat, hlusti á skoðanir annarra og taki tillit til þeirra en þykist ekki hafa meira vit en aðrir á öllu. „Ég held að Brynjólfur verði góður embættismaður: menn fá ekki allt sitt fram í viðskiptum við hann en fara þó aldrei alveg bón- leiðir frá honum,“ sagði Helgi Sig- urðsson dýralæknir sem starfaði með honum í Kjósarumdæmi. Brynjólfur Sandholt fæddist í Reykjavík árið 1929, sonur Egils Sandholts skrifstofustjóra og Kristínar Brynjólfsdóttur Sand- holts. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1950 og dýra- læknisprófi frá dýralæknahá- skóla í Osló sex árum síðar. Þar starfaði hann sem aðstoðardýralæknir í eitt ár, en gerðist þá héraðsdýralæknir í Búð- ardal. Þar var hann til ársins 1968, að vísu með þriggja ára hléi meðan hann var við gæðaeftirlit hjá Cold- water Seafood í Bandaríkjunum. Brynjólfur tók þátt í pólitíkinni í Laxárdalshreppi og var í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sveit- arstjómarkosningunum árið 1966. Að talningu atkvæða lokinni virtist Brynjólfur ætla að ná inn í hrepps- nefnd á einu atkvæði. Atkvæðið var svo úrskurðað ógilt og Brynjólf- ur missti sætið. En úrskurðurinn var kærður, honum hnekkt og Brynjólfur fór aftur inn í hrepps- nefndina. Árið 1967 var Brynjólfur kosinn oddviti Laxárdalshrepps en árið eftir var hann skipaður héraðs- dýralæknir í Kjósarumdæmi með aðsetri í Reykjavík. Því starfi gegndi Brynjólfur þar til hann var skipaður yfirdýralæknir fyrir skömmu. Á þeim 20 árum sem Brynjólfur hefur starfað í Reykjavík og nágrenni hafa orðið miklár breýtingar, bæði á búskap og dýrahaldi. Á síðari árum hefur hefðbundinn búskapur dregist sam- an en aðrar búgreinar eflst. Starf Brynjólfs hefur því meir og meir falist í eftirliti með laxeldisstöðv- um, alifuglum og fuglasláturhús- um, svo og hestaútflutningi. í Reykjavík hefur áhugi á hesta- mennsku aukist verulega og gælu- dýrahald er orðið almennara á höf- uðborgarsvæðinu. Brynjólfur rekur nú Dýraspítal- ann í Víðidal ásamt fleirum og einnig sér- stakan hesta- spítala í Víðidal og vakti nýlega athygli fyrir að gera þar holskurð- aðgerð á hesti í fyrsta skipti hér á landi. „Brynjólfi hefur alltaf tekist að aðlaga sig breyttum aðstæðum og náð að fylgjast með. Hann hef- ur enn í fullu tré við þessa yngri,“ sagði Helgi Sigurðsson. Fulltrúar þein-a búgreina sem áður voru nefndar, og Morgun- blaðið ræddi við, voru sammála um að samstarfið við Brynjólf hefði verið gott. Fiskeldismaður talaði um sérlega gott samstarf, alifugia- ræktandi sagði að Brynjólfur hefði verið vinsæll meðal þeirra og alltaf ráðið mönnum heilt. Hestamaður sagði Brynjólf vera virtan og vin- sælan meðal hestamanna. Og náinn Brynjólfiir Sandliolt. samstarfsmaður hans sagði að aldrei hefði borið skugga á ára- langt samstarf þeirra. Létt skap, er það sem allir segja einkenna Brynjólf. „Hann er upp- örvandi og kemur manni alltaf í gott skap,“ sagði Ólafur Skúlason á Laxalóni. „Hann er alltaf í léttu skapi þótt álagið verði mikið,“ sagði Helgi Sigurðsson, „og það hefur haldið honum gangandi. Hann er mikill húmoristi og tilbú- inn til að gera grín að öllu saman ef því er að skipta. Og hann er yfirleitt hrókur alls fagnaðar þar sem fólk kemur sarnan." Menn vænta sér góðs af Brynj- ólfi í embætti yfirdýralæknis. „Þetta er erfitt og vanþakklátt starf sem hann tekur við. En ég held að liprari mann sé ekki hægt að fá.“ „Hann ætti að koma vel til ráðs vegna þess að hann er lipur- menni,“ voru dæmigerð ummæli. Brynjólfur er kvæntur Agnesi Aðalsteinsdóttur og þau áttu perlu- brúðkaup, 30 ára, nú í febrúar. Þau kynntust þegar Brynjólfur kom heim frá Noregi og byijuðu bú- skapinn í Búðardal. Þau eiga þijú börn og tvö þau eldri eru flutt að heiman, en yngsta dóttirin lauk stúdentsprófi í vor. Brynjólfur mun hafa haft fáar tómstundir gegnum árin. Hann er veikur fyrir golfíþróttinni, en hefur lítið getað stundað hana þar sem starfið hefur tekið mestan hans tíma. Hvort frítíminn finnst í yfir- dýralæknisembættinu skal ósagt látið. SVIPIVIYND eftir Gudmund Sv. Hermannsson 1989 Hugsaði um græn- golandi hylinn sem ég stefiidi óðfluga á - segir Jóhann Steinsson sem rak 200 metra undan straumi í Laxá í Kjós L AXVEIÐIMAÐUR var hætt kom- inn í Laxá í Kjós fyrir skömmu er hann hugðist vaða yfir ána, en vanmat aðstæður og féll í flaum- inn. Hann rak síðan um 200 metra niður ána og hringsnérist alla leið með vöðlurnar fúllar af lofti, en hann hafði ekki reyrt um sig vöðlubeltið. Örfáum metrum fyrir ofan grængolandi hyl steytti veiði- maðurinn á skeri og tókst að ná landi við illan leik. Við félagamir höfum farið nokkr- um sinnum í Laxá og þekkjum orðið helstu veiðistaði og staðhætti. Ofarlega í ánni milli Berghyls og Túnhyls er venjulega ekið yfir ána ef menn eru á jeppum, en er við komum að vaðinu steig ég út úr bílnum til að kanna aðstæður. Ég óð aðeins út í og sá ekki betur en að allt væri í stakasta lagi, áin var að vísu mjög vatnsmikil, en vel væð. Best að skilja jeppann eftir og vaða yfir, sagði Jóhann Steinsson, lax- veiðimaðurinn sem lenti í hrakning- unum í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur áfram orðið: „Félagi minn kom út úr jeppanum og við óðum báðir af stað, ég á und- an og fór rösklega. Það dýpkaði ört og straumurinn harðnaði, en ég hélt mínu striki enda bjóst ég við að áin grynnkaði með hveiju skrefi. Þegar ég stóð úti í miðri á með vatnið belj- andi við magann og náði ekki að stíga næsta skref varð mér hins veg- ar ekki um sel. Þegar ég kýldi fótinn niður, skipti engum togum, að áin reif mig með sér. Ég hafði ekki reyrt beltið um mig og vöðlurnar blésu út og, merkilegt nokk, virtist það verða mér að einhveiju leyti, að minnsta kosti, til bjargar. Ég sökk að minnsta kosti ekki þótt ég sypi hveljur hvað eftir annað. Ég hugsaði sitthvað meðan ég flaut niður ána, ekki síst um grængolandi Túnhylinn sem ég stefndi óðfluga á, en það er 10 til 15 metra djúpur hylur og breiður eftir því. Þegar ég flaut upp á sker- ið rétt fyrir ofan hylinn var fyrsta Jóhann Steinsson við Laugar- dalsá við Djúp á síðasta án. sjónin sem við mér blasti félagi minn á hinum bakkanum skellihlæjandi, enda var það ekki fyrr en eftir á að við áttuðum okkur fyllilega á þeirri lífshættu sem ég raunverulega var í. Þetta var mikil raun og ég fiat- magaði á bakkanum í einar tíu mínútur áður en ég gat staulast á fætur, en þá beið mín að komast aftur yfir á hinn bakkann. Ég óð yfir á öðrum stað og lenti aftur í miklum vandræðum, en þetta endaði farsællega. Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið rétt hjá mér að beijast ekki við strauminn heldur lét ég hann taka mig, því í hvert sinn sem ég fann botn með fótunum snér- ist ég eins og korktappi í ánni. Þetta var mikil reynsla og maður gætir sín betur framvegis. Þetta ætti líka að vera áminning til allra veiðimanna, sérstaklega þessa dagana þegar árn- ar eru í vexti og sumar gruggugar að auki,“ sagði Jóhann Steinsson. íslenska unglingalandsiðið í skák sem vann fjögurra landa keppni í Svíþjóð í vikunni. Ungir skákmenn unnu 4 landa keppni ÍSLENSKA unglingalandsliðið í skák sigraði á Qögurra landa skákkeppni sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í vikunni. Islenska liðið fékk alls 17 vinn- inga, Norðmenn komu næstir með 15 vinninga en Danir og Svíar voru með 14 vinninga. Danir fengu 3. sætið á stigum. Islendingarnir unnu Svía með 5 ióvinningi gegn 4 'L Þeir unnu Norðmenn með 6 'Avinningi gegn 3'Aen gerðu jafntefli við Dani 5-5. Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Ámason náðu bestum árangri ein- staklinga, 2 !4vinningi af 3 mögu- legum. Hannes Hlífar Stefánsson, Andri Áss Grétarsson, Tómas Björnsson og Héðinn Steingríms- son náðu allir tveimur vinningum. Auk þeirra vom í liðinu Þröstur Þórhallsson, Sigurður Daði Sigfús- son, Snorri Karlsson og Ragnar Fjalar Sævarsson. Fararstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Hilmar Thors. Ágreiningur um söluskatt: Fógeti hótar að loka bæjarskrif- stofimum í Keflavík og Njarðvík BÆJARFÓGETINN í Keflavík hefúr gefið bæjarsljórnum Njarðvíkur og Keflavíkur frest til mánudagsmorguns til að greiða söluskattsskuld frá árunum 1983 og 1984 vegna seldrar raforku ella verði bæjarskrif- stofúnum lokað og þær innsiglaðar. Skuld Keflavíkurbæjar er 2,7 milljónir, en Njarðvíkinga um 900 þúsund krónur. Fulltrúi fógeta fór til Grindavíkur á föstudagsinorgun og ætlaði að loka bæjarskrifstof- unni vegna söluskattsskuldar að upphæð tæplega 900 þúsund króna, en áður en til þess kom var krafan greidd á staðnum með fyrirvara. Guðfinnur Sigurvinsson bæjar- fógeti í Keflavík sagði að hér væri vart hægt að tala um annað en ofbeldisaðgerðir af hálfu ríkis- valdsins. Krafist væri söluskatts af götulýsingu, en á þessum árum ráku bæjarfélögin rafveiturnar. Guðfinn- ur sagði að um þetta væru engar reglur og hefði úrskurði skattstjór- ans í Reykjanesi verið vísað til Ríkis- skattanefndar sem prófmáli af tveim bæjarfélögum. „Ég hef boðað bæjar- ráð á fund strax á mánudagsmorgun þar sem þetta mál verður tekið fyr- ir, þetta eru harklegar aðgerðir á meðan ekki hefur verið úrskurðað í málinu og það er þungt í mér vegna þessa," sagði Guðfinnur ennfremur. Oddur Einarsson bæjarstjóri í Njarðvík sagði að óbilgimi ríkis- valdsins væri með eindæmum í þessu máli. Hér væri um hreinar þvingun- araðgerðir að ræða og deila mætti um lögmæti þeirra. Oddur sagði að í ársreikningum frá árinu 1985 hefði Aðalmál prestastefnunnar 1989 fjallar um safnaðaruppbygg- ingu. Framsögumenn eru dr. Gunn- ar Kristjánsson, sr. Bemharður Guðmundsson fræðslustjóri, sr. Kristján Valur Ingólfsson og Ragn- heiður Sverrisdóttir, djákni. Þá mun prestastefnan fjalla um frumvarp það um skipan presta- kalla og prófastdæma, sem hinir ýmsu kirkjulegu aðilar hafa rætt að undanfömu og mun væntanlega komið í ljós að fyrir mistök vegna tölvuvæðingar hefði söluskattur af rafmagni verið tvígreiddur í sama mánuðinum. Þessir fjármunir sem í dag væru um 1,9 milljón króna hefðu ekki enn fengist endurgreiddir og myndi hann á mánudagsmorgun gera kröfu um að skuld bæjarins yrði jöfnuð út og honum greiddur mismunurinn. verða lagt fyrir Alþingi innan tíðar. Framsögumaður er séra Jón Einars- son prófastur. Prestastefnunni lýkur í Bessa- staðakirkju á fimmtudag klukkan 18 að loknu heimboði forseta ís- Iands. Einnig munu prestar og makar þeirra þiggja boð biskups- hjónanna Sólveigar Ásgeirsdóttur og herra Péturs Sigurgeirssonar í Biskupsgarði. BB Prestastefiia á þriðjudag PRESTASTEFNA 1989 verður sett þriðjudaginn 27. júní. Stelhan stendur í 3 daga og verður haldin í Kirkjuhvoli, safhaðarheimili Garðasóknar í Garðabæ. Þetta er síðasta prestastefna sem herra Pétur Sigurgeirsson biskup stýrir, en hann lætur af embætti 1. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.