Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 12
JL 68GÍ 12 ___IVIUI .as flUOAQlJMMUa CiKiAJaHUOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989 J\. RÁDHIMV Mér er engin launung á því að ég var ákaflega vonsvikinn yfir þvi hversu illa við höfðum spilað úr kosningasigrinum 1978 og hvemig þetta ríkisstjómarsamstarf endaði. Það átti kannski þátt í því að mér leist ekki á að halda áfram for- mennsku við þessar aðstæður, með varaformanninn og hóp manna að baki honum í andstöðu við mig. Ég sat þó áfram á þingi, en eftir þetta fór hugurinn að reika á önnur mið. Eftir að Jón Baldvinsson Iést, fyrir aldur fram, hefur Alþýðuflokk- urinn oftast farið illa með formenn sína, að Emil Jónsyni undanskildum. Stefáni Jóhanni var bolað frá, Hannibal sömuleiðis og Haraldur Guðmundsson var í raun neyddur til að hætta eftir að flokkurinn fór í vinstri stjóm með Alþýðubandalag- inu 1956, en hann hafði lýst því yfir að flokkurinn myndi aldrei í stjóm með kommúnistum. Emil sigldi sæmilega lygnan sjó og Gylfi tók svo við af honum en stoppaði stutt við og hætti eftir að mjög var tekið að halla undan fæti fyrir flokknum eftir viðreinsartímabilið. Síðan kom ég og því næst Kjartan og það varð brátt um okkur báða í formannsstólnum. Þessi óstöðug- leiki í kringum formennina, nánast alla tíð, hefur verið dragbítur á pólitískt starf flokksins í gegnum tíðina að mínu mati.“ Miklar breytingar liggja í loftinu — En hvað um stjómmálin í dag? „íslenska flokkakerfið eins og það er nú mótaðist á ámnum 1916 til 1930. Um 1930 kom fram heil kyn- slóð af leiðtogum: Jón Þorláksson, Ólafur Thors og aðeins seinna Bjami Benediktsson í Sjálfstæðis- flokki. í Framsóknarflokki var Jón- as Jónsson fyrir og síðan komu Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson. Jón Baldvinsson var enn á lífí og af honum tóku svo við í Al- þýðuflokknum Stefán Jóhann Stef- ánsson, Haraldur Guðmundsson, Emil Jónsson og fleiri. í Kommún- istaflokknum bar svo mest á þeim Einari Olgeirssyni og Brynjólfí Bjamasyni. Þetta vom afar mikil- hæfir menn og þessi kynslóð stjóm- aði landinu ótrúlega lengi, alveg fram undir 1970. Eg starfaði með þessari kynslóð og þessum mönnum framan af mínum ferli og mér fínnst stundum að ég heyri jafnmikið eða meira til þeirra kynslóð í pólitík- inni, en þessum unglingum sem stjóma landinu í dag. Það má vera að það sé af því að ég er að eldast að mér fínnst þessir fyrri leiðtogar gnæfa upp úr í samanburði við þá sem nú em við stjómvölinn. Það er heldur ekki sama manngerðin í stjómmálum í dag og var áður. Ég er líka sannfærður um að sjálf stjómmálin em að breytast. Ég held að öld sósíalisma og stéttabaráttu sé að renna sitt skeið á enda. Við höfum að miklu leyti náð þeim markmiðum sem jafnaðarstefnan barðist fyrir og höfum komið upp velferðarþjóðfélagi með jöfnuði að svo miklu leyti sem slíkt er mögu- legt. Þegar allt kemur til alls þá hafa menn það gott í hinum tækniv- æddu iðnríkum, þótt auðvitað sé mikið starf óunnið í vanþróuðum löndum. En hvað varðar stjómmál á Vesturlöndum fmnst mér eins og að grundvallarbreytingar liggi í loft- inu og stefnumál gömlu flokkana séu að ganga sér til húðar enda virðast efnahagsvandamálin ekkert breytast hvort sem hægri menn eða sósíaldemókratar eru við stjórnvöl- inn. Ég hef því á tilfinningunni að í næstu framtíð fari hinar pólitísku áherslur að breytast og líklega renn- ur upp öld umhverfísvemdar og græningja. Tuttugasta öldin hefur tryggt bömum okkar heilsugæslu, skólagöngu og jafnrétti. Næsta öld verður að tryggja þeim ómengað umhverfí til að lifa í.“ HARRI HOLKERI, FORSÆTISRÁDHERRA IIWI tMtS HAIíRI HOLKERI, forsætisráðherra Finna, telst til afreksmanna í fínnskum stjórnmálum. Hann þykir slyngur stjórnmálamaður en ekki sérlega spennandi persóna og fjölmiðlamaður er hann enginn. Líkt og gildir um flesta fínnska starfsbræður hans eru íþróttir helsta áhugamálið og sagt er að hann uni sér hvergi betur en á skiðum. Bjartsýni hans er annáluð; hann hefur tvívegis verið í framboði til embættis Finnlandsforseta og tapað í bæði skiptin. Nú á hann undir högg að sækja á heimavelli, samsteypustjórn hans nýtur Iítilla vinsælda en forsætisráðherrann lætur engan bilbug á sér finna. arn Holkeri kemur í opinbera heimsókn hingað til lands á ■ morgun, mánudag. Heimsóknin er söguleg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Finnlands sækir íslendinga heim í opin- berum erindagjörðum. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráð- herra, fór í opinbera heimsókn til Finnlands á síðasta ári og var þá afráðið að Holkeri heiðraði íslend- inga með nærveru sinni í ár. Harri Holkeri er á 52. aldurs- ári, fæddur árið 1937. Hann ólst upp í smáþorpi inni í miðju landi þar sem faðir hans var lögreglu- þjónn. Strax í æsku tók hann að sýna þjóðmálaumræðu mikinn áhuga og hann varð snemma virk- ur í hreyfíngu hægri manna. Árið 1971 var hann kjörinn formaður finnska hægri flokksins, Samein- ingarflokksins, flokksins og forsetans úr sög- unni. Holkeri hafði tekist að binda enda á ófriðinn sem staðið hafði flokknum fyrir þrifum og er þetta talið eitt helsta afrek hans í starfi flokksformanns. En bjöminn var ekki unninn því tæp tíu ár liðu þar til Holkeri og flokksbræður hans fengu ejtir Lars Lundsten en þá var Hol- keri aðeins 34 ára gamall. Á þessum árum reið krötug sveifla til vinstri yfir í finnskum stjómmálum. Þessi þró- un kom sér sérlega illa fyrir Sam- einingarflokkinn ekki síst sökum þess að Uhro Kekkonen forseti var öldungis ákveðinn í að halda flokknum í stjómarandstöðu. Finnlandsforseti hefur frá upp- hafí vega verið mjög valdamikill og Kekkonen lét ekki segja sér fyrir verkum. Tilraunir Holkeris til að koma flokknum í ríkisstjóm reyndust því árangurslausar. Formlega deildu flokkurinn og forsetinn um hvernig haga bæri sambúð Finna og Sovétmanna. Mörgum hægri mönnum þótti Kekkonen full eftirlátssamur í samskiptum sínum við sovéska ráðamenn og töldu forsetannn leggja óhóflega áherslu á að treysta samband ríkjanna enn frekar. Holkeri og skoðanabræður hans sýndu biðlund. Er síðasta kjörtímabil Uhro Kekkonens hófst árið 1978 var ágreiningurinn milli loks tækifæri til að stýra þjóðarskút- unni. Þegar hálfr- ar aldargamalt stjómarsam- starf jafnaðarmanna og Mið- flokksins leið undir lok eftir þing- kosningamar 1987 var Holkeri óvænt skipaður forsætisráðherra. Ilkka Suominen, formaður Sam- einingarflokksins, hafði ætlað sér að mynda samsteypustjóm hægri manna og Miðflokksins. Þvert á það sem eðlilegt hefði mátt teljast fól forsetinn Holkeri umboð til stjómarmyndunar í stað Suomin- ens. Holkeri varð ábyrgðarmaður samsteypustjórnar sem mörgum Finnum þótti og þykir enn óeðli- leg; samstjórnar hægri manna og jafnaðarmanna. Þar með voru hægri menn loks komnir í ríkis- stjórn eftir 21 árs hlé. Holkeri tókst að leiða finnska hægri menn út úr stjómarandstöðu, sem margir töldu að yrði hlutskipti flokksins um alla fyrirsjáanlega framtíð. Af þessum sökum er óhætt að telja Harri Holkeri til afreks- manna í finnskum stjórnmálum og samstarf Sameingarflokksins og jafnaðarmanna markar þátta- skil í stjómmálasögu landsins. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur fyrst og fremst verið flokkur verkamanna en hægri flokkurinn hefur einkum verið talinn gæta hagsmuna atvinnurekenda og finnskra auðkýfinga. Margir stjórnmálaskýrendur telja hins vegar að hægri menn hafi sýnt það og sannað að þeir geti einnig verið málsvarar launþegahreyf- ingarinnar. Staða Holkeris innan flokksins þykir mjög sterk þótt á ýmsu hafí gengið í stjómarsamstarfinu og innan flokksins. Hann lét af embætti flokksformanns árið 1978 og er haft fyrir satt að hann hafí valið eftirmann sinn. Alltjent var Ilkka Suominen einróma Iq'ör- inn formaður. Harri Holkeri hætti um skeið afskiptum af stjómmálum er hann var skipaður einn af bankastjómm finnska seðlabankans. Banka- stjóramir koma almennt og yfir- leitt úr röðum stjórnmálamanna en þeir sem em bankamenn að atvinnu eiga yfirleitt erfitt upp- dráttar. Menn rekur heldur ekki minni til þess að Holkeri hafí reynt að hafa áhrif efnahagsstefnuna. Skíðaferðir bankastjórans þóttu öllu athyglisverðari og höfðu menn á orði að áhugi hans á skfða- göngu jaðraði við „dellu“. Sagt var að Holkeri eyddi öllum frítíma sínum á skíðum, áhuginn væri svo miklill að vinnutíminn nægði ekki. Frammámenn í finnskum stjóm- málum verða að hafa áhuga á íþróttum ætli þeir sér að halda starfínu. Kekkonen, fyrmrn for- seti, var annálaður skíðagarpur og fór oft í langar gönguferðir til Norður-Finnlands. Sagt hefur verið um Holkeri að hann sé vel klæddur en litlaus. Hann þykir ekki sérlega „spenn- andi“ sfjómmálamaður og frá því hann tók við embætti forsætisráð- herra hefur hann leitast við að hefja sig upp fyrir hversdagslegar deilur á vettvangi stjórnmála. Af þessum sökum hefur hann ekki verið sérlega áberandi í fyölmiðl- um og einkalíf hans er flestum lokuð bók en raunar er það svo að menn hafa fremur lítinn áhuga því. Holkeri hefur tvívegis verið í framboði til embættis Finnlands- forseta og tapað f bæði skiptin fyrir Mauno Koivisto. Margir telja að ósigurinn megi m.a. rekja til frammistöðu hans í fjölmiðlum, Holkeri nái ekki að hrífa alþýðu manna og virðist ekki reiðubúinn til að breyta framgöngu sinni á opinberam vettvangi. Holkeri er kvæntur og eiga þau hjónin tvö böm. Nokkuð bar á dóttur hans í forsetakosningunum á síðasta ári en yfirleitt hafa íjölmiðlamenn látið fjölskyldu forsætisráðher- rans í friði. Það leika kaldir vindar um sam- steypusljórn hægri manna og jafnaðarmanna nú þegar Holkeri kemur í opinbera heimsókn til Finnlands. Skoðanakannanir sýna að ríkisstjórn hans er sú óvinsæl- asta í Finnlandi í tíu ár. Persónu- legar vinsældir forsætisráðher- rans hafa dvínað að því skapi. Helsta stefnumál hægri manna var að ná fram breytingum á skattalöggjöfinni og að draga úr skattheimtu. Þetta hefur Holkeri og flokksbræðmm hans ekki tek- ist. Holkeri er hins vegar bjart- sýnn og hyggst gegna áfram embætti forsætisráðherra en þingkosningar fara fram í Finn- landi eftir tvö ár. Næsti forseti landsins verður hins vegar Iq'örinn árið 1994 og segir ekki máltækið að þrautreynt sé í þriðja sinn?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.