Morgunblaðið - 25.06.1989, Qupperneq 13
Grænmeti
fleygtá
öskuhauga
TALSVERT hefiir verið um það
að undanförnu að grænmeti hafi
verið hent á öskuhauga. Af því
tilefhi hafa Neytendasamtökin
sent frá sér eftirfarandi alyktun:
Að undanförnu hefur verði á fjöl-
mörgum tegundum af innlendu
grænmeti verið haldið óeðlilega háu
og hefur það leitt til samdráttar ít
neyslu á þessu hollmeti.
í stað þess að lækka verðið og
auka um leið kynningu á vörunni,
grípa framleiðendur til þess ráðs
að henda tómötum og fleiri tegund-
um grænmetis á haugana.
Neytendasamtökin fordæma
þessa sóun verðmæta og telja að
með slíku athæfi séu framleiðendur
að storka neytendum og varpa
skugga á eigin orðstír.
Hafa ber í huga að stjómvöld
vemda innlenda framleiðslu frá
samkeppni við innflutt grænmeti.
Auk þess ríkir ekki eðlileg sam-
keppni í dreifingu á þessum vömm
vegna verðsamráðs framleiðenda
sem í raun er brot á lögum. Þetta
ástand er því með öllu óviðunandi.
Ef ekki verður hér tafarlaust
ráðin bót á og verð á grænmeti
lækkað, munu Neytendasamtökin
grípa til allra tiltækra ráða til að
bæta hag neytenda í þessu efni.
Grænlend-
ingnm feerð-
argjafirítil-
efiii afinælis
GRÆNLENDINGAR héldu upp á
10 ára afinæli grænlensku heima-
stjórnarinnar á miðvikudag. Við-
stödd hátíðahöldin í Nuuk voru,
meðal annarra Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra, Jón
Sigurðsson viðskipta- og iðnað-
arráðherra, Steingrímur J. Sigf-
ússon landbúnaðar- og sam-
gönguráðherra og eiginkonur
þeirra, svo og Páll Pétursson al-
þingismaður og Jón Sveinsson
aðstoðarmaður forsætisráð-
herra.
Frá Danmörku komu, meðal
annarra, á hátíðina í Nuuk,
Margrét Danadrottning, Hinrik
prins, Poul Schliiter forsætisráð-
herra, Uffe Ellemann-Jensen ut-
anríkisráðherra og Erik Ninn-
Hansen þingforseti.
Grænlendingum voru færðar
ýmsar gjafir í Nuuk í tilefni af af-
mæli heimastjórnarinnar.
Steingrímur Hermannsson afhenti,
fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinn-
ar, styrki til náms við bændaskól-
ann á, Hvanneyri og sjávarútvegs-
braut við háskólann á Akureyri. Jón
Sigurðsson færði grænlensku land-
stjórninni 250 þúsund danskar
krónur (um 2 milljónir íslenskra
króna) til að styrkja listamenn til
dvalar á öðrum Norðurlöndum og
Páll Pétursson gaf glerlistaverk
fyrir hönd forsætisnefndar Norður-
landaráðs.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JUNI 1989
13
U TiTiAfitTM'/
líaplakrild
FH^-KR
Stórsloguf
í
kl.*°
<3Q Utvegsbanki Islandshf