Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 14
14
„MOKGUNBLAÐJÐ ;S,UNrN'UPAGUH 25. .JÚNÍ, 1989
Af fðrsum og fuskurum
Það getur oft verið varasamt að hugsa upphátt og því var það að
ég varð að sæta færis að setja hugsanir mínar á blað, þannig að þær
yrðu nú ekki til þess að valda meiri háttar „skandal“. Eftirfarandi
eru því hugsanir mínar á þeirri stundu er ég settist fyrir framan
tölvuna, sem Alþingi var svo vingjamlegt að útvega mér, sem og
öðmm þingmönnum sem þess óska.
ær hugsanir sem þjóta nú í
gegnum huga minn eru
margvíslegar, ég ætla að.
gera heiðarlega tilraun til þess að
setja nokkrar þeirra á blað.
Fyrst er að minnast á leikþátt
Benedikts Gröndal sem hann svið-
setti svo meistaralega fyrir nokkr-
um dögum er hann notfærði sér
fjarveru utanríkisráðherra og sendi
inn uppsagnarbréf sitt sem heima-
sendiherra,
Þetta var einn af þessum
„týpísku" försum sem við höfum
svo oft verið vitni að, allt lendir í
einu rugli, en skýrist svo þegar á
farsann líður, og þegar tjaldið fellur
hefur söguhetjan náð því fram sem
hún í upphafi hafði ætlað sér.
Af þessu máli öllu lagði svo
megnan óþef að með ólíkindum
var, og verð ég að segja eins og
er að ég er yfir mig hissa á Bene-
dikt að setja sitt ágæta nafn við
annan eins skollaleik, en að leikur-
inn skuli tengjast flokki alþýðunnar
kemur mér ekkert á óvart, því þar
eru skrítnir hlutir ævinlega að ger-
ast, og leiðir það þá hugann að við-
brögðum utanríkisráðherrans við
yfirlýsingum annars heimasendi-
herra, Hannesar Jónssonar, er hann
sagði að skipulagsmál utanríkis-
þjónustunnar væru í höndum
fúskara.
Ef einhver hefur nokkru sinni
verið að kasta grjóti úr glerhúsi er
það ráðherrann sjálfur í þessu máli,
því hvaða stjómmálamaður hefur
verið þessum ráðherra fremri í stór-
yrðum og sleggjudómum. Enginn
að mínu mati, og gleymi ég þá
ekki Sverri Hermannssyni.
Því er það með óllkindum að
hann skuli nú kreijast afsökunar-
beiðni af vörum Hannesar.
Ég styð hins vegar Hannes fylli-
lega í því að neita að biðja kóng
eða prest afsökunar, enda hefur
hann fullan rétt á því að hafa sínar
eigin skoðanir á hvaða máli sem
er, einnig þessu.
Það er hins vegar verra að hinn
yfirlýsingaglaði ráðherra hefur látið
hafa það eftir sér að ef ekki komi
fram afsökunarbeiðni frá Hannesi
beri honum að víkja honum úr
starfi. — Nú er spurningin sú, hvort
að ráðherra beri ekki að biðja Hann-
es opinberlega afsökunar á frum-
hlaupi sínu, ellegar segja af sér.
I vikunni stóð fjármálaráðherra
fyrir því að ijöldanum öllum af fyr-
irtækjum var fyrirvaralaust lokað
vegna söluskattsskulda og þau inn-
sigluð af innheimtumönnum ríkis-
ins.
Þessi aðgerð fannst mér fyrir
neðan allar hellur, og er ég þó á
engan hátt að veija þá sem skulda
söluskatt, en lágmarks mannasiðir
finnst mér þó vera að tilkynna
mönnum hvað standi
til, segja til dæmis við
þessa aðila að ef ekki
verði búið að greiða
skuldina fyrir þennan
eða hinn daginn þá
verði gripið til þessara
aðgerða.
Þá hefði enginn
getað kvartað, en eins
og þetta var gert bitn-
aði þessi aðgerð ekki
aðeins á eigendum
fyrirtækjanna, heldur
einnig á starfsfólki
þeirra og síðast en
ekki síst á þeim er
síst skyldi, viðskipta-
vinunum.
í framhaldi af
þessu má spyija hvort
ríkið geti farið í slíkar
aðgerðir þegar það er í ýmsum til-
fellum að rukka inn söluskatt af
vöru eða þjónustu sem hefur verið
seld ríkinu sjálfu, en það hefur svo
ekki staðið í skilum með greiðslur,
þannig að greiðsla hefur ekki borist
seljanda, en engu að síður er honum
gert að greiða söluskatt, sem hann
er sagður aðeins „geyma“ fyrir
ríkissjóð. Auðvitað er þetta fárán-
legt.
Sama má segja um það að loka
hjá aðilum sem eru með sín mál
hjá ríkisskattanefnd og bíða úr-
skurðar hennar, einsv og gert var
með myndbandaleigurnar.
Þau fimm atriði sem ríkisstjórnin
kynnti til þess að bæta lífskjör al-
mennings í landinu voru aumkunar-
verð. Það læðist að manni sá grun-
ur að þetta hafi alltaf staðið til,
þeir hafi hugsað sem svo, að til
þess að fólk sætti sig við ákveðna
hækkun skulum við hækka allt
nokkuð meira en við þurfum, þá
getum við iækkað okkur seinna og
komið út sem „góðu“ mennirnir
eftirá.
En hver voru þessi aumkunar-
verðu atriði þá, þau voru í fyrsta
lagi, að persónuafsláttur og barna-
bætur skyldu hækka, þetta er ekki
nein aðgerð af hendi
ríkisstjórnarinnar, þar
sem þetta átti að taka
gildi um næstu mán-
aðamót samkvæmt
lögum, „ergó“ engin
aðgerð.
I öðru lagi aukin
niðurgreiðsla á mjólk,
eða um 3.00 kr. á
lítrann, gott og bless-
að svo langt sem það
nær. En hér er aðeins
verið að auka enn hin-
ar mjög svo varasömu
niðurgreiðslur, sem að
sjálfsögðu koma beint
úr vasa skattgreið-
enda.
í þriðja lagi lækk-
aði ríkisstjórnin
bensínlítrann um 2.00
kr. af blýlausu bensíni, en segja við
sama tækifæri að verðlækkun á
bensíni sé hvort sem er á leiðinni
vegna lækkandi verðs erlendis frá.
I fjórða lagi er boðuð mikil verð-
lækkun á gömlu lambakjöti, hún á
aðeins að standa í nokkra mánuði
og þá verður sama háa verðið aftur
við lýði hvort sem um er að ræða
nýtt eða gamalt lambakjöt. Auðvit-
að átti að stíga skrefið til fulls og
lækka allt lambakjöt ekki aðeins
það gamla óseljanlega og verðandi
haugakjöt.
í fimmta lagi er boðuð Iækkun
raunvaxta og er það eina aðgerðin
sem skilar einhveiju raunhæfu til
þeirra sem í mestum vanda eru
vegna efnahagsstefnu undanfar-
inna ár. Ég vona að skilyrðin í þjóð-
félaginu séu nú til staðar til þess
að þessi lækkun fái staðist og að
áfram verði haldið á sömu braut.
Það er hins vegar vandséð að svo
verði, þar sem verðbólgan virðist
vera komin á flug á ný og ekkert
sem bendir til þess að þessi ríkis-
stjórn kunni nokkur ráð til þess að
hemja hana, nema það eina sem
hún á í stöðunni, að segja af sér.
Flestar þessar aðgerðir eru því
ekki í raun aðgerðir heldur það sem
var í farvatninu, hitt er svo annað
mál að ef ríkisstjórnin vill gera eitt-
hvað til þess að bæta lífskjör fólks
í Iandinu, þá verður hún að snúa
sér strax að því að lækka verð á
helstu nauðsynjavörum heimilanna,
matvælum.
Ef það er ekki hægt að gera það
með hagræðingu og endurskipu-
lagningu á öllum sviðum, er ekkert
annað í stöðunni en að fara að líta
alvarlega til þess að opna smátt og
smátt fyrir innflutningi á tilteknum
HUGSAÐ
UPPHÁTT
/ dag skrifar Ingi Bjöm
Albertsson,
þingflokksformabur
Frjálslynda /uegri
flokksins.
TILBOÐ OSKAST
í Isuzu Trooper II 4 x 4 LS árgerð ’87 (ekinn 19 þús. mílur), Ford
Bronco II 4 x 4 XLT „Eddie Bauer“ árgerð ’85, Chevrolet Cavalier
Z-24 árgerð '86, ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensás-
vegi 9, þriðjudaginn 27. júní kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
Kannt þú nýja símanúmerið?
Steindór Sendibílar
/3/67
Seglbretti og sæsleðar!
Arnarnesvogi,
v/aðstöðu Siglingaklúbbsins Vogs.
Eurosurf seglbrettaskólinn
Ný námskeið að hefjast. Kennt jafnt um helgar og virka
daga. Nýr góður búnaður útvegaður á staðnum, einnig
leiga. Upplýsingar og skráning í símum 82579 og 52779.
Sæsleðaleiga Sæmundar á Selnum sf.
Ný kraftmikil tæki fyrir fólk frá 16 ára og uppúr.
Þurrbúningur fylgir. Opnunartími kl. 14-22 virka daga,
12-22 um helgar. Upplýsingar í síma 52779.
kynningarafsláttur
af Rosenthal
boróbúnaói
Matar- og kaffistell í sérflokki
Laugavegi91.