Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 21
ATVINNU RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Lausar stöður í sjávarútvegi Fiskvinnslufyrirtæki á Suðurnesjum óskar eftir góðum manni til að sjá um rekstur á litlu frystihúsi. Tekið er fram að hann þurfi að geta gengið í flest störf. Þá vill ein stærsta og fullkomnasta rækjuverksmiðja a Norðurlandi ráða fram- leiðslustjóra til starfa við verksmiðjuna í haust. Leitað er að manni með haldgóða þekkingu á frystingu og pökkun á matvælum. Matsréttindi og stjórnunarreynsla er æskileg. Þá þarf framleiðsiustjórinn að hafa frumkvæði að nýjungum í framleiðslu, vera ábyggilegur, stundvís og reglusamur. Trésmiðir óskast Húsasmíðameistari óskar eftir að ráða trésmiði í viðhalds- verkefni. Einnig óskar Birkir hf. eftir að ráða trésmiði í mótauppslátt og Sökkull sf. óskar eftir vönum trésmiðum til innivinnu. Tekið er fram að unnið sé í uppmælingu og mikil vinna sé fyrir hendi. Þroskaþjálfar og fóstrur óskast Dagvist bama sem rekur sér deildir fyrir fötluð börn við dagheimilin Múlaborg og Ösp vantar þroskaþjálfa og fóstrur til starfa í haust. Einnig er óskað eftir uppeldismenntuðu starfsfólki nú þegar á Dyngjuborg, Hlíðarenda, Nóaborg, Njálsborg, Drafnarborg og Suðurborg. Til greina koma hluta- störf bæði fyrir og eftir hádegi. Stöður fram- kvæmdastjóra Rótgróið og fjárhagslega sterkt þjónustufyrirtæki vill ráða framkvæmdastjóra strax eða samkvæmt samkomulagi. Leit- að er að 28-35 ára gömlum manni, sem hefur viðskipta- og/eða tæknimenntun á háskólastigi. Lögð er sérstök áhersla á að viðkomandi hafi áhuga og hæfileika á sviði sölu- og markaðsmála annars vegar og á sviði framleiðslu- og gæða- stýringar hins vegar. Þá auglýsa stór félagasamtök eftir að ráða framkvæmdastjóra. Æskileg er þekking á bygginga- og tölvumálum. RAÐAUGL ÝSINGAR Hlutabréf til sölu Til sölu eru hlutabréf í Verslunarbanka íslands hf að nafn- verði kr. 493.705. Lágmarkssölugengi 1,47. Tekið er fram að aðeins staðgeiðsla komi til greina. Hluti heildverslunar til sölu Heildverslun sem verið er að endurskipuleggja hefur áhuga á að selja eina af fjórum deildum frá sér. Um er að ræða viðskipti upp á 35—50 millj. kr. á ári. Um er að ræða við- skiptasambönd innanlands og erlendis og lager. Hugsanlegt er að selja þessa einingu sem sjálfstæðan rekstur eða sam- eina öðru starfandi fyrirtæki. smáÁÚglýsÍngÁr Kristileg samtök kvenna með fimd AGLOW — Kristileg samtök kvenna heldur fund annað kvöld, 26. júní í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi kl. 20—22. Björg Halldórsdóttir mun tala til gesta um efnið: Vilji mannsins. Allar konur eru hjartanlega velkomnar. Iðnaðarmenn: A tvinn uástand gott Næg atvinna í sumar, en uggur í mönnum „Ástandið er í rauninni mjög skrýtið í þjóð- félaginu í dag hvað varðar vinnu hjá iðnaðar- mönnum. Það er vitlaust að gera hjá sumum meðan aðrir hafa lítið sem ekkert fyrir stafni. Það er meira talað um kreppu en við í raun- inni fínnum fyrir. Að vísu er öll fjármögnun erfið og maður hefur heyrt að steypustöðvarn- ar séu í erfíðleikum með að fá greidda reikn- inga. En það eru ekki einstaklingarnir sem eru í vandræðum með að borga, svo að það hljóta að vera fyrirtækin," segir Friðgeir Indriðason framkvæmdastjóri Meistara- og verktakasam- bands byggingarmanna. Hann telur erfitt að segja um atvinnuástand félaga innan sambandsins sé litið á landið í heild, því það sé mjög mismunandi eftir Atvinnuleysi: Greiðslur frá áramót- um 440 m.kr. GREIÐSLUR úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði eru samtals frá áramótum vegna atvinnuleysis- bóta og eftirlaunastyrkja lámar 440 miHjónir króna, en um áramót var eigið fé sjóðsins um 1,8 millj- arðar. Lausafjárstaða sjóðsins er nú rúmar 205 milljónir. Ekki er ljóst hversu lengi verður hægt að greiða atvinnuleysis- bætur úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði, því að samkvæmt tölum frá í apríl sl. voru tekjur sjóðsins tæpar 32 milljónir króna, þar af inngreiðsl- ur ríkssjóðs 15.333 millj. kr., greiðsl- ur frá sveitarfélögum 8.782 millj. kr. og frá atvinnurekendum 7.667 millj. kr. Hins vegar voru greiddar úr sjóðnum um 100 millj. kr., þar af atvinnuleysisbætur að upphæð 70.466 millj. kr. og styrkir vegna eftirlauna 29.921 millj. kr. Ríkissjóður er borgunarskyldur ef Atvinnuleysistryggingasjóður getur ekki staðið undir bótagreiðslum. byggðarlögum, en það sé ekkert svartnætti. Varðandi hvað verður í haust segir Friðgeir að í rauninni sé ekkert áþreifanlegt um að ástandið versni, en samt sé það sterk tilfinn- ing manna. Hins vegar þurfi ekki nema eitt stórt mannvirki til þess að allt snúist við og þá sé næg at- vinna fyrir hendi. „Á sambandsstjórnarfundi MVB, sem haldinn var sl. fimmtudag var kannað ástand félagsmanna um land allt. Þar kom fram, að á Akranesi er og hefur verið lítið að gerast í byggingarmálum. Á svæðinu frá Akranesi að Sauðárkróki er ekkert meistarafélag, þannig að engin yfir- sýn er yfir það svæði. Fyrir vestan er ástandið þokkalegt og eins á Sauðákróki. Atvinnu- ástandið á Akureyri er sambærilegt við Reykjavík, eða gott, og bendir allt til þess að svo verði áfram. Hins vegar ef farið er út Eyjafjörð er ekk- ert að gerast og sama er að segja um Húsavík. Á Austfjörðum er ekk- ert meistarafélag, en ég held að þar sé atvinnuástandið sæmilegt. Á suðurlandsundirlendinu er ekk- ert að gerast hjá bændunum og í sveitunum. Ef litið er hins vegar til Selfoss og Hveragerðis er ástandið ágætt, en þar óttast menn að ekkert verði að gerast í haus. Á Suðurnesj- um er fullt að gera hjá fyrirtækjum sem vinna á Keflavíkurflugvelli, en lítið að gera hjá bæjarfélögunum og þar ríkir mikil svartsýni á næsta vetur. í Hafnarfirði er nóg að gera, en þar er búist við að hægist með haustinu. I Reykjavík er ástandið mjög mis- munandi. Hjá sumum byggingafyrir- tækjum eru verkefni framundan fyr- ir næstu 2-3 ár, aðrir hafa nóg, en ekkert sérstakt er framundan. Hjá múrurum er til dæmis vitlaust að gera og sjá þeir ekki fram á annað en að það verði áfram. Sama er að segja um pípulagningamenn og mál- ara. Sú breyting hefur reyndar átt sér stað hjá málurum, að þeir eru meira komnir út í viðgerðir en nýmál- un. Hjá trésmiðum er nóg að gera núna, en þeir álíta að það dragist saman með haustinu." Mikil viiina í Súðavík ATVINNUÁSTAND í Súðavík hefúr verið mjög gott það sem af er sumri. Skuttogarinn Bessi hefúr aflað vel að vanda að und- anförnu og hefúr uppistaðan í aflanum verið grálúða eins og venjulega á þessum árstíma. Hef- ur því verið stöðug og mikil vinna hjá Frosta hf. sem vinnur afla af Bessa ÍS. Prátt fyrir mikla skerðingu á fiskikvóta Súðvikinga eru forráðamenn Frosta hf. þokkalega bjartsýnir um að hægt verði að halda uppi fullri atvinnu allt árið. Togarinn Bessi mun hverfa úr rekstri á árinu en í hans stað kem- ur nýr togari með sama nafni. Að sögn Ingimars Halldórssonar fram- kvæmdastjóra Frosta hf. er ekki ljóst hvenær núverandi Bessi hverf- ur úr rekstri. Ekki þurfa Súðvíking- ar þó að óttast atvinnuleysi á með- an, því að sögn Ingimars mun rækjuveiðiskipið Haffari halda til bolfiskveiða á þeim tíma svo nægt hráefni ætti að verða til vinnslu hjá Frosta hf. . í sumar hafa verið gerðir út þrír bátar til úthafsrækjuveiða frá Súðavík. Afli hefur þó enn sem komið er verið frekar lítill og er það í samræmi við það sem er að ger- ast annars staðar á íandinu. Skólakrakkar hafa ekki þurft að kvarta um atvinnuleysi hér þar sem þau yngstu á aldrinum 12-14 ára hafa unnið á vegum Súðavíkur- hrepps að undanförnu við fegrun og snyrtingu bæjarins. - DóJó Tæplega 30 manns á atvinnu- leysisskrá Hellu. ATVINNA er nú minni hér en verið hefúr undanfarin ár og eftirspurn eftir vinnu er meiri en verið hefúr um ára- bil. Síðastliðin þijú ár hefur fólki heldur fækkað og er það sjálfsagt réttasti mælikvarðinn á að atvinna hefur minnkað. Því veldur samdráttur í land- búnaði og allri þjónustu sem honum tengist. Einnig eru byggingarframkvæmdir í lág- marki. Um síðastliðin mánaðamót voru tæplega 30 manns á at- vinnuleysiskrá, þar af voru Á hlutar konur. - Jón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.