Morgunblaðið - 25.06.1989, Qupperneq 29
29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989
Afiiám skiptikjarareikning’a er
eignaupptaka ríkisins á sparifé
- segir Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans í viðtali við Morgnnblaðið
Viðtal Agnes Bragadóttir
SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbanka íslands, segir
að áform ríkisstjómarinnar um að afnema skiptikjarareikninga
bankakerfisins, þar sem meginþorri spariQár landsmanna sé
geymdur, jafiigildi eignaupptöku rikisins á sparifé almennings. í
samtalinu sem hér fer á eftir greinir hann frá því að Lands-
bankinn muni í lengstu lög berjast gegn þessum áformum og
verja hag spariQáreigenda. Hann greinir einnig frá því að það
hafi verið ákveðið á bankaráðsfundi Landsbankans sl. fimmtudag
að Landsbankinn stofiii sérstakt verðbréfafyrirtæki á næstunni.
— Nú hefur það komið fram
að ríkisstjórnin og Seðlabanki ís-
lands telja að stefna beri að því
að afnema eða þrengja mjög verð-
tryggingarkjör skiptikjarareikn-
inga bankanna. Hvert er þitt álit
á þessu máli, Sverrir?
„Þetta er að vísu ekki stefna
Seðlabankans. Það er ríkisstjómin
sem er að þrýsta á Seðlabankann,
sem er náttúrlega ekkert nema
partur af ríkisvaldinu. Ég minni
á margendurteknar yfirlýsingar
og gagnrýni forsætisráðherra og
fleiri ríkisstjómarmanna á síðasta
ári og upp úr áramótum í þá veru
að bankakerfið græddi svo mikið.
Framhaldið var svo það að ríkis-
stjórnin fékk því ráðið að vaxta-
stefnan varð sú að bankamir hafa
stórtapað. Landsbankinn tapaði
t.d. á flórða hundrað milljónum
króna fyrstu ijóra mánuði þessa
árs. Menn mega ekki halda að
ríkisstjórnin sé áhrifalaus með
öllu. Þetta eru beinar afleiðingar
af stefnu hennar og því hvemig
hún hefur beitt aðstöðu sinni og
áhrifum.
Fyrir skemmstu kom svo yfir-
lýsing frá forsætisráðherra, að
þar sem bankarnir töpuðu, þyrfti
að frelsa þá frá skiptikjarareikn-
ingum og eins og vant er — öllu
snúið öfugt. Auðvitað þurfa kjörin
í bönkum að vera bundin verð-
bólgu. Ef þessi nýja stefna að
eyðileggja skiptikjarareikningana
verður ofan á, þá er með öðmm
orðum, en réttari, verið að láta
sparifjáreigendur borga brúsann.
Þetta er einfaldlega eignaupptaka
ríkisins á sparifé landsmanna."
Milli 13 og 14 milljarðar
bundnir á Kjörbók
Landsbankans
— Hvað er mikið fé bundið á
skiptikjarareikningum í Lands-
bankanum?
„Það er milli 13 og 14 milljarð-
ar í Landsbankanum, þannig að
hér er ekki verið að ræða um
neina smápeninga. Landsbankan-
um hefur heppnast einna best
með sína Kjörbók. hún hefur ver-
ið það form innlána sem hefur
gefið hvað besta raun og mest í
aðra hönd fyrir sparifjáreigendur.
Þessi stefna ríkisstjórnarinnar
þarf ekkert að koma fólki á óvart,
því forsætisráðherrann hefur ekk-
ert hikað við að láta í ljósi þá
skoðun að vextir mættu gjarnan
vera neikvæðir. Þá ætlar hann að
bytja á gamla laginu að láta spa-
rifjáreigendur blæða. Landsbanki
íslands mun þráast við í lengstu
lög að þannig verði farið að spa-
rifj áreigendum. “
— Hvernig getur hann það?
„Hann verður heldur að þola
eitthvert tap sjálfur."
Bankaráðið hlíðir
ríkisstjórninni
— En em hendur hans ekki
bundnar af pólitískt kjömu banka-
ráði, sem að meirihluta styður
ríkisstjórnina og framfylgir henn-
ar stefnu við ákvarðanatöku?
„Það er auðvitað ljóst að það
hefur að vemlegu leyti hlítt þeim
fyrirmælum sem frá ríkisstjórn-
inni hafa komið og því er nú kom-
ið sem komið er að stórtap er á
fyrstu mánuðum þessa árs. Ég
er samt að vonast til að menn nái
áttum og láti það ekki yfir sig
ganga, eftir að svo vel hefur tek-
ist til um aukningu sparifjár, að
eyðileggja þann gmnn sem lagður
hefur verið, með svona aðförum."
— Ef skiptikjarareikningar
verða afnumdir, áttu þá ekki von
á því að sparifjáreigendur flykkist
í bankana og taki út sparifé sitt?
„Við munum með öllum hætti
reyna að finna upp eitthvert form,
sem við getum varið þá með, án
þess sjálfir að verða fyrir öbæri-
legum skaða. Ég fullyrði að
bankastjóm Landsbanka íslands
mun beita sér af alefli fyrir því
Morgunblaðið/Einar Falur
Sverrir Hermannsson,
bankastjóri Landsbankans,
á skrifstofu sinni.
að veija hag sparifjáreigenda. Það
em mikil hættuteikn á lofti og
því þarf að veijast. Sparifjáreig-
endur í landinu em það Ijölmenn-
ir að þeir þurfa ekkert að láta
bjóða sér þetta.“
Ottast að spariQár-
eigendur auki fjárfest-
ingar, eyðslu og neyslu
— Er ekki líklegt að sparifjár-
eigendur muni taka út fé sitt af
skiptikjarareikningunum og fyár-
festa fremur hjá fjárfestingarsjóð-
unum í verðbréfum, kjarabréfum,
einingabréfum og spariskírteinum
ríkissjóðs, ef þetta sparnaðarform
verður afnumið eða verðtrygging
þessa forms verður takmörkuð
mjög frá því sem nú er?
„Að vísu munum við nú stofna
sérstakt verðbréfafyrirtæki, sem
mun standa fullkomlega jafnfætis
öðmm ávöxtunarmöguleikum af
þessu tagi. Um þetta var tekin
ákvörðun á bankaráðsfundi á
fimmtudag. Þetta er ekki aðal-
hættan, heldur er hún sú að menn
taki út sparifé sitt og fari að fjár-
festa, eyða og auka neyslu. Þann-
ig yrði atvinnulífið svelt um fjár-
magn, mun meira en er í dag.
Það var samþykkt á bankaráðs-
fundinum á fimmtudag að Lands-
bankinn ásamt með Veðdeild
Landsbanka íslands stofnaði sjálf-
stætt hlutafélag um þetta verð-
bréfafyrirtæki. Fyrirtækið mun
mjög fljótlega hefja starfsemi sína
og verður til húsa við Suðurlands-
braut 24.“
Viðræður við Samvinnu-
banka á ný í næstu viku
— Sverrir, nú hefur þú leitt
viðræðumar, fyrir hönd Lands-
bankans, við Samband íslenskra
samvinnufélaga um hugsanleg
kaup Landsbankans á Samvinnu-
bankanum. Hvar á vegi eru þær
viðræður?
„Viðræður hafa legið niðri
síðustu dagana, en ég á von á því
að við hefjum þær formlega og
af fullum krafti um miðja næstu
viku. Báðir aðilar leggja mikla
áherslu á að fá úr því skorið hvort
þeir nái höndum saman. Þetta er
auðvitað stórmál, þó það sé
kannski ekki í líkingu við Útvegs-
bankann. Við sjáum í þessu mikla
spamaðarmöguleika, vegna
útibúakerfis bankanna. Ef af
samningum verður, stefnum við
að því að reka Samvinnubankann
sem sjálfstæða einingu. Hann er
og hefur í mörg ár verið vel rek-
inn banki.“
— Nú hef ég heimildir fyrir því
að Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambandsins, hafi krafíst 1.800
milljóna króna fyrir bankann, er
það nálægt því verði sem Lands-
bankinn væri reiðubúinn að
greiða?
„Samningar em ekki komnir á
það stig að ég sé tilbúinn að upp-
lýsa hvaða fjárhæðir hafa verið
ræddar, en það er vissulega kaup-
verðið sem vefst fyrir okkur nú.
Við höfum verið að láta meta
þetta fyrir okkur, en við emm
ekki komnir á leiðarenda. Að
mínum dómi getur það verð sem
gefið var fyrir Útvegsbanka ís-
lands ekki orðið til viðmiðunar,
það segi ég af fullri hreinskilni."
Samningsstaða Samvinnu-
bankans versnað eftir
sameiningu
einkabankanna
— Nú þegar Samvinnubankinn
stendur einn eftir, litlu bankanna,
á hann þá að þínu mati einhvern
annan leik í stöðunni, en að sam-
einast Landsbankanum?
„Ja, ég verð nú að segja það,
að ég álít að sameining einkaban-
kanna þriggja og kaup þeirra á
Útvegsbankanum hljóti mjög að
hvetja eigendur Samvinnubank-
ans til þess að selja. Ég er í eng-
um vafa um það að einn lítill banki
kynni að eiga mjög erfitt upp-
dráttar, sér í lagi þegar horft er
til þess að eigendumir og þeir sem
honum næstir standa hafa orðið
að lækka seglin mjög. Ég held
að þetta hljóti að verða eindregin
hvatning til eigenda Samvinnu-
bankans að reyna að koma honum
í verð. Vafalaust verður þetta
ekki til þess að þeir nái því sem
þeir kannski hefðu óskað sér fyrir
hann í verði, en um það vil ég
ekki ræða nú.“
— Hvað finnst þér, Lands-
bankastjóranum, um sölu ríkisins
á Útvegsbankanum, og samein-
ingu bankanna fjögurra, sem nú
hefur verið ákveðin?
Viðskiptaráðherra gaf
milljarð með Út-
vegsbankanum
„Ég ætla ekki að halda því fram
að ég sé nákunnugur öllum inn-
viðum þess máls, en mér og öðmm
sem þekkja þó rammann að því,
er ljóst að þarna er bankinn seld-
ur langt undir kostnaðarverði.
Viðskiptaráðherra gefur að
minnsta kosti einn milljarð í kaup-
bæti með bankanum. En ég verð
að segja það viðskipta- og banka-
málaráðherra til hróss, að þarna
hefur hann gengið rösklega fram.
Þama held ég að sterkur banki
einkaframtaksins rísi og veiti okk-
ur samkeppni, sem er afskaplega
mikilvæg. Éinkaframtakið í
landinu þarf svo sannarlega á
öflugum einkabanka að halda og
allt bankakerfið. Ég verð því að
lýsa yfir aðdáun minni á þessu
hörkuframtaki Jóns Sigurðssonar
og þvi að hann skuli hafa látið
frá sér fara þessa ríkiseign, þó
svo að i kaupunum hafi fylgt með
eins og þúsund milljónir. Ég dáist
að þeim mikla kjarki sem i því
felst að taka ríkiseign upp á 2,5
milljarða króna og selja hana
einkaframtakinu fyrir um 1,5
railljarð króna. Það er lofsvert af
Alþýðuflokksforingja að efla með
þessum hætti einkaframtakið í
landinu.
Ég verð að segja að ýmislegt
gamalt rifjast upp fyrir manni við
þessa bankasölu. Ég minnist
þeirra tíma þegar ég sem mennta-
málaráðherra keypti Mjólkursam-
söluhúsið fyrir Þjóðskjalasafn á
110 milljónir, sem reyndust vera
einhver bestu kaup sem um get-
ur. Á þessu var hneykslast með
ódæmum og ég man að Dag-
blaðið hélt ekki bleki árum saman
vegna þessa „hneykslismáls“.“
Norrænt námskeið
um fæðu fiska í sjó
NORRÆNA sjávarlífifræðiráðið heldur um þessar inundir námskeið
fyrir norræna sjávarlíffræðinga um fæðu fiska í sjó. Umsjón með nám-
skeiðinu hafa Hafrannsóknarstofinun og Háskóli íslands. Þátttakendur,
sem koma frá öllum Norðurlöndunum, stunda flestir framhaldsnám í
sjávarlíffræði eða öðrum skyldum
Á námskeiðinu er fjallað á margv-
íslegan hátt um fæðu físka í sjó,
m.a. rætt um fæðuframboð, val fæðu
og nýtingu hennar. Þá er rætt sér-
staklega um dýrasvif og hlutverk
þess sem fæðu fiska.
Þátttakendur á námskeiðinu eru
11, þar af er einn íslendingur. Fyrir-
lesarar eru 6 talsins. Þeir eru Kjart-
an G. Magnússon frá Raunvísinda-
stofnun, Jörundur Svavarsson frá
Líffræðistofnun, Ólafur Karvel Páls-
son, Ólafur S. Ástþórsson og Bjöm
Björnsson frá Hafrannsóknarstofn-
un. Sérstakur gestafyrirlesari er
John Mauchline frá sjávarrannsókn-
arstöðinni í Oban í Skotlandi.
Að sögn Jörundar Svavarssonar,
sem situr í norræna sjávarlíffræði-
ráðinu fyrir íslands hönd, er þetta
fjórða námskeiðið á vegum ráðsins
hér á landi en reynt er að halda
námskeið hér annað hvert ár. „Á
greinum.
þessu námskeiði gefst okkur tæki-
færi til að deila þekkingu okkar með
starfsfélögum frá hinum Norðurlönd-
unum,“ sagði Jörundur. „Viðfangs-
efni okkar að þessu sinni, þ.e. fæðuv-
al fiska í sjó, er mjög mikilvægt inn-
an sjávarlíffræðinnar og hefur reynd-
ar mikið gildi fyrir fleiri en okkur.
Haldnir eru fyrirlestrar og unnið í
hópum. Við fengum inni í Tækni-
garði Háskóla íslands og þar er að-
staðan eins og best verður á kosið.
Einnig er farið leiðangra. Við fórum
til dæmis í siglingu með rannsóknar-
skipinu Dröfn þar sem aflað var sýna
og fæða helstu nytjafíska okkar
skoðuð."
Jörundur segir námskeið sem
þetta mjög mikilvægt til þess að
miðla þekkingu á sviði sjávarlíffræði
og stuðla að auknum samskiptum
sjávarlíffræðinga frá Norðurlöndun-
um.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þátttakendur á námskeiði um fæðu fiska í sjó. Björn Björnsson frá Hafrannsóknarstofnun, lengst til
hægri, heldur fyrirlestur.