Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 30

Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 30
_____________________ umu Elska konur of mikið? Það getur verið varasamt að elska manninn sinn of mik- ið. Yfirleitt hefnist konum grimmilega fyrir. Þannig er það alla vega í Ameríku. Fyrir nokkr- um árum kom út bók þar f landi undir nafninu „Elska konur of mikið?". Hún er byggð á við- tölum við konur sem elska mjög mikið, en fá ekki ást sína endurgoldna. Og ekki nóg með það. Að launum fá þær barsmíðar og svívirðingar. Mennirnir þeirra leggja á þær hendur, berja þær í tíma og ótíma og leita á náðir annarra kvenna, sem elska þá ekki eins yfirmáta ofurheitt (konulausir geta þeir ekki verið!). Þessar ólánsömu konur með þessa gífurlegu ástarþörf eiga það yfirleitt sameiginlegt að hafa verið óhamingjusamar í :æsku, átt drykkfelldan föður og afskiptalausa móður. Ástin er þeirra deyfilyf. Karlarnir í lífi þeirra reynast hins vegar óverðugir þessarar voldugu ástar. Yfirþyrmandi, alltumvefjandi væntumþykja hræðir þá og skelfir. Þeirra við- brögð eru að beija frá sér, hlaupast á brott. Mér kom i huga þessi bók, þegar ég hitti gamla vinkonu mína (að vestan) um daginn. Hún hefur átt í ógnarbasli með karlinn sinn að undanförnu. Gott ef hann er ekki hlaupinn að heiman með annarri. „Kannski elskaði ég hann of mikið,“ varð henni að orði. „Veistu það, að hann átti ekki seinu sinni sokka, hvað þá nærbuxur, til skiptanna þegar ég tók við honum. Það fyrsta sem ég gerði, auðvitað, var að kaupa nokkur pör. — Það var hræðileg fótafýla af manninum. Eftir vikuna sagðist hann ekki eiga fleiri. Nú. þvoðu þá flíkurn- ar, maður. — Hva, á ég að gera það? — Hann hafði aldrei þvegið þvott, hugsaðu þér. Mig munaði svo sem ekkert um að þvo af honum. r* Svo var hann óttalega mat- vandur, þessi elska. Borðaði ekki hitt og borðaði ekki þetta. Fannst laukur vondur, fannst ostur vondur. Og ég sem nota lauk í allan mat. Enda var ég fljót að venja hann af mat- vendninni. Það var í tísku á þessum árum að taka í nefið. Hræðilega subbulegt! Ég gat talið hann a að það væri miklu snyrtilegra að reykja bara sígarettur. Mér fannst líka leiðinlegt hvað hann drakk. Eins og þú veist er allt mitt fólk bindindisfólk. Enda drekkur hann aldrei heima. Og ekki hef ég verið að hnýsast í _ . hvað hann gerir úti í bæ. Ég veit það ekki, kannski giftist ég honum bara til að komast að heiman, verða fijáls. Hann var ekkert, átti ekkert. Ég sá fyrir honum öll árin sem hann var í námi. Hann þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur, hvorki af fjármálum né öðru. Æfði handbolta á kvöldin, datt í það með strákunum um helg- ar. Náði ágætu prófi, enda skaf- far hann vel. Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Og ekki hann heldur.“ „En hvað?" ! „Einhver steipugæs plataði hann upp úr skónum. Smápísl með galtóman haus og lakkaðar neglur. Sá held ég að finni fyrir því núna að þurfa að sjá um alla hluti sjálfur. En veistu það, Bryndís, ég held ég^mundi taka við honum aftur. Ég nenni ekki að fara að ala upp nýjan mann eftir allt það sem ég hef á mig lagt.“ eftir Bryndísi Schram ■\10KC.!-^BU,mij FOMÍ 25. JÚNÍ 1989 i/. .it.állu-u-.u... Þau giftu sig Hafdís Stefánsdóttir og Eið- ur Amarson, Reykjavík Elín Ósk Ólafsdóttir og Kjartan Ólafsson, Reykjavík Stefanía Valgeirsdóttir og Kristmundur Jónsson, Keflavík Ásta Kristín Gunnarsdóttir og Oddur Bjömsson, Reykjavík Alma Dögg Jóhannsdóttir og Guðmundur Ólafur Helga- son, Kópavogi Júlía Tiyggvadóttir og Ólafur Tryggvason, Vest- mannaeyjum Halldóra Sædís Halldórs- dóttir og Guðmundur Pétur Bauer, Reykjavík Kristín Bauer og Gunnar Oddsson, Reykjavík Sólveig Margrét Magnús- dóttir og Stefán Karl Harðar- son, Hafnarfírði Eva Sævarsdóttir og Ágúst Guðmundsson, Reykjvík Anna María Jónsdóttir og Guðlaugur Kr. Sigurðsson, Reyiqavík Ama Ingólfsdóttir og Páll Hreinsson, Hafnafírði Sigríður Guðný Guðnadótt- ir og Gunnar Guðjónsson, Þorlákshöfn Ágúst Már Jónsson og Guðný Þorvarðardóttir, Reykjavík Kristín Skúladóttir og Snorri Waage, Reykjavík Sigríður Birna Thorarens- en og Þorsteinn Marinó Gunnarsson, Reykjvaík Þorvarður Guðmundsson og Ingunn Pedersen, Keflavík BRÚÐHJÓN VIKUNNAR A ég ekki að kannast við þig? Brúðhjón vikunnar eru Steingrímur Ólafsson og Linda Sif Þoriáksdóttir. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni 10. júní. Prestur var séra Sigurður Haukur Guðjónsson og ræðumaður Kristján Björnsson. Steingrímur og Linda Sif bjuggu við sömu götu þegar þau voru krakkar. En leiðir skildu og þegar þau hittust á Borginni fyrir þremur árum höfðu þau ekki sést í fimm ár. „Ég var á dansgólfinu þegar ég sá hann,“ segir Linda Sif.„Augu okkar mættust og ég ákvað strax að reyna við hann.“ „Og ég við hana,“ skýtur Steingrímur inní. „Það má því eiginlega segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn,“ heldur Linda Sif áfram. „Hann rak sig í mig seinna á ballinu en guggn- aði. Ég náði honum svo þar sem hann stóð í útidyrunum og sagði: „Á ég ekki að kannast við þig?“ Það má segja að við höfum búið saman síðan.“ Brúðhjónin, Steingrímur Ólafs- son og Linda Sif Þorláksdóttir. Steingrímur flutti út þremur dögum fyrir brúðkaupið og kvöldið eftir héldu vinir brúðhjónanna sam- kvæmi fyrir þau, hvort í sínu lagi. Daginn eftir var æfing í kirkj- unni.„Þegar ég sá Steingrím kom mér fyrst í hug að sennilega væri best að fresta giftingunni," segir Linda Sif. „Hann var svo fölur, greyið.“ Áthöfnin í kirkjunni var sérstæð að því leyti að vinur hjónanna hélt ræðu. „Okkur fannst persónulegra að einhver sem þekkti okkur bæði talaði,“ segir Steingrímur. Aðeins eitt fordæmi er fyrir því á íslandi að óvígður maður tali við hjóna- vígslu. Um kvöldið var haldin veisla til heiðurs brúðhjónunum. Þau stigu brúðarvals samkvæmt hefðbund- inni venju og á eftir lék Bítlavinafé- lagið fyrir dansi.„Við vorum sam- mála um að veislan ætti að vera skemmtileg og ég held að flestir hafi skemmt sér vel,“ segir Steingrímur. Þess má til gamans geta að meðal veitinga í veislunni var sex hæða brúðkaupsterta skreytt lifandi blómum. Steingrímur og Linda Sif fóru í brúðkaupsferð norður á land, nánar tiltekið í Vatnsdalinn, þar sem þau dvöldust í eina viku í sumarbústað. „Þetta var afskaplega rómantískur staður,“ segir Linda Sif. „Aðeins útúr og ekkert rafmagn, bara olíu- lampar.“ Ungu hjónin eru sammála um að giftingin hefði haft áhrif á sam- bandið. „Það hefur styrkst," segir Linda Sif og Steingrímur tekur undir. „Við getum ekki hlaupið burt þegar koma upp vandamál. Við verðum að leysa þau í samein- ingu.“ RAUÐI KROSSINN Mannúð og menning Vigdís, Ásdís, Ingibjörg, Áslaug og Hallgrímur. fyrir um markmið þess. „Tilgangur námskeiðsins er m.a. að kynna starfsemi Rauða krossins. Við fjöll- um um upphaf hreyfingarinnar, til- gang hennar og störf innanlands og á alþjóðavettvangi. Auk þess verður kynning á umhverfisvernd, rætt um gróðureyðingu og mengun í lofti sjó og á landi. Svo má heldur ekki gleyma hinum liðnum á dag- skrá þ.e. menningunni. Við kynnum okkur siði annarra landa og förum á íslensk söfn. Síðasti hópur fór t.d. á Listasafn íslands. Börnin voru ekki ýkja hrifin þegar við sögðum þeim hvert ferðinni væri heitið,“ segir Vala. „En þegar til kom ætl- uðu krakkamir aldrei að fást heim.“ Á námskeiðinu er unnið með verkefnin með margvíslegum hætti. Mikið er málað og sungið, sögur em sagðar og farið í stuttar kynnis- ferðir. Þegar tækifæri gefst er far- ið í útileiki. Mikil aðsókn hefur verið að nám- skeiðunum tveimur sem haldin hafa verið í Reykjavík. í bígerð er að halda námskeið í Hafnarfirði að þessu loknu og ef til vill á Akur- eyri og i Mosfellsbæ. Einungis fimmtán þátttakendur em á hveiju námskeiði. Pessa dagana stendur Ung- mennahreyfing Rauða krossins fyrir tveggja vikna sumarnámskeiði fyrir böm sem ber yfirskriftina Mannúð og menning. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum átta til tíu ára og stendur yfir í tvær vikur. Blaðamaður leit inn í Rauða- krosshúsið við Tjarnargötu í vik- unni og forvitnaðist um námskeiðið. Þennan morgun var mikið um að vera á námskeiðinu. Krakkamir vom önnum kafnir við að mála afriskt umhverfi á hópmynd en á bakvið þá hljómaði afrísk tmmbu- tónlist. Blaðamaður leitaði uppi annan leiðbeinandann á námskeið- inu, Völu Magnadóttur, og spurðist Morgunblaðið/Bjami Valgerður og Inga Þóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.