Morgunblaðið - 25.06.1989, Qupperneq 31
-m FC5|r' 1
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM
MJ03 mr, -iTS
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989
31
unmur liislason.
Islandsmeistarar IBV frá 1979 ásamtþjálfurum og knattspyrnuráði.
KNATTSPYRNA
Meistararnir frá
1979 samanáný
að var líf og fjör á Hásteins-
vellinum í Vestmannaeyjum
þegar að Islandsmeistarar knatt-
spyrnuliðs ÍBV frá 1979 mættu þar
og léku gegn 2. deildar liði ÍBV.
Leikur þessi var liður í hátíðar-
höldum 17. júní og var fjölmenni á
Hásteinsvellinum.
Flestir leikmenn liðsins frá 1979
eru nú hættir knattspymuiðkun.
Nokkrir þeirra em famir frá Eyjum
en allir mættu til þess að taka þátt
í leiknum. Sumir þeirra lögðu á sig
langt ferðalag og kom Gústaf Bald-
vinsson lengst að, en hann kom frá
Hull gagngert til þess að taka þátt
í leiknum.
Allur undirbúningur fyrir leikinn
fór fram með sama hætti og gert
var árið sem meistaratitillinn
vannst. Undirbúningsfundur var
haldinn fyrir leikinn og þar stapp-
aði Viktor Helgason þjálfari stálinu
í sína menn. Það var mikil stemmn-
ing í hópnum og töluðu strákarnir
um að stemmningin væri engu
minni en hún var um árið þegar
að titillinn vannst.
Gamla liðið sýndi síðan skemmti-
lega takta í leiknum og virtust þeir
engu hafa gleymt. Yngri mennirnir
máttu hafa sig alla við til þess að
halda í við þá gömlu en höfðu að
meija sigur í lokin með tveggja
marka mun.
Um kvöldið var síðan haldin
veisla þar sem slegið var á létta
strengi og gömlu árin í fótboltanum
rifjuð upp.
Grímur.
Guðfinna Ásta Birgisdóttir og Viðar Þorsteinsson. Morgunbiaðið/Bjami
Alltaf eitthvað nýtt
og skemmtilegt
Viðar Þorsteinsson og Guðfinna
Ásta Birgisdóttir eru á nám-
skeiðinu. En hvemig vildi það til að
þau fóru á námskeið hjá Rauða
krossinum?
„Við fengum bækling um nám-
skeiðið í skólanum. Þar var talið upp
ýmislegt skemmtilegt sem mig lang-
aði að taka þátt í,“ segir Guðfinna
og Viðar tekur i sama streng. Viðar
er búinn að fara á leikjanámskeið
og ætlar að fara á reiðnámskeið þeg-
ar hann kemur heim úr sveitinni í
haust en Guðfinna fer í Vindáshlíð
og í sumarhús með foreldrum sínum
og litla bróður. Viðar og Guðfinna
voru búin að vera tvo daga á nám-
skeiðinu. Við spurðum hvað þau
hefðu verið að gera.
„Við gerum hitt og þetta,“ segir
Viðar,„förum í leiki og ferðir. Við
fórum t.d. niður á Tjörn í gær. Svo
málum við og í gær var sýnd mynd
um Eþíópíu. Við tölum líka um alls
kyns hluti, t.d. hvað er einelti og
hvað er stríðni, og hvað eru náttúru-
auðlindir."
„Við höfum mikið fjallað um
Afríku,“ segir Guðfinna. „I skólanum
lærðum við svolítið um Tanzaníu en
hér lærum við meira, sérstaklega um
hjálparstarfið. Svo lærum við líka
um Rauða krossinn."
En hvað ætli krökkunum fínnist
skemmtilegast að gera?
„Ég hlakka sérstaklega til Afríku-
dansanna, sem við eigum að læra á
eftir,“ segir Guðfinna. Viðar segist
aftur á móti hlakka mest til að fara
út fyrir borgina og gróðursetja tré.
Námskeiðið stendur yfir frá níu á
morgnana til fimm á daginn. Þau
Viðar og Guðfínna segjast samt ekki
finna fyrir þreytu, enda sé alltaf
verið að gera eitthvað nýtt og
skemmtilegt á námskeiðinu.
Costa
Odell
OOI eða
Benidorm
fyrir aðeins kr.
33.900,-
_________Með því að nýta
_______Lukkuferðir Veraldar
tryggir þú þér fyrsta
fíokks sumarleyfi
á einstöku verði
2
3
4
Þú færð staðfestan brottfarar-
dag um leið og þú bókar þig
og veist því strax hvenær
þú ferð í fríið.
Þú færð ferð annað hvort til
Costa del Sol eða Benidorm,
tveggja vinsælustu sumar-
dvalarstaða á Spáni.
Þú færð aðeins góða gistingu,
annað hvort íbúð á íbúðar-
hóteli eða hótelherbergi með
morgunmat.
Viku fyrir brottför færðu stað-
fest hvort þú ferð til Beni-
dorm eða Costa del Sol og á
hvaða gististað þú dvelur.
kr. ó i
.
Hjón með 2 börn
2ja - 12 ára í 2 vikur
3B.900
Hjón með 2 börn
2ja - 12 ára í 3 vikur
39.900
3 fullorðnir í 2 vikur
41.600
* Verð m.v. 4 í ibúð, 2 börn 2-12 ára og 2 fullorðnir, 2 vikur.
nmifiiiisiöfliN
munið
veraidarrhsu i
hlSuéur-Amer(ku
november.
Austurstræti 17, sími 622200