Morgunblaðið - 26.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 Hafskipsmál enn til Hæstaréttar: Urskurðað verði hvort skýrsla sakbornings skuli lögð fram Stjórnarformaður Hafskips leggur fram harðorða skýrslu um rannsókn og tilurð málsins MÁL það sem sérstakur saksóknari, Jónatan Þórmundsson; hefur höfð- að gegn sextán fyrrverandi forsvarsmönnum Hafskips og Utvegsbanka Islands, var tekið fyrir í Sakadómi Reykjavíkur í gærmorgun. Jón Magnússon, verjandi Ragnars Kjartanssonar fyrrum stjómarformanns Hafskips, gerði kröfu um að lögð yrði fram í málinu, ásamt fylgiskjöl- um, upplýsingaskýrsla um rannsóknar- og ákærumeðferð Hafskipsmáls- ins sem Ragnar Kjartansson fyrmm stjórnarformaður Hafskips hefúr ritað. í skýrsiu Ragnars er fundið flestum þáttum ákæmnnar. Páll Araór Pálsson hrl, fúlltrúi sérlegs saksóknara, sagðist líta á þessa skýrsiu sem skriflegan málflutning en mótmælti ekki að hún yrði lögð fram. Veijendur nokkurra annarra sakborninga tóku undir kröfú Jóns Magnússonar. Eftir að bókanir höfðu gengið á víxl milli sækjandans og Jóns Magn- ússonar skýrði Sverrir Einarsson dómsformaður frá að dómurinn hefði kynnt sér umrædd gögn og hefði ákveðið að synja um framlagningu þeirra. Sagði Sverrir það álit dómsins að líta mætti á skýrsluna sem skrif- lega vörn fyrir Ragnar Kjartansson áður- en hann eða aðrir ákærði hefðu tjáð sig um sakarefni fyrir dómi. Lög um meðferð opinberra mála geri ekkiráð fyrir slíku fyix en í lok með- ferðar málsins. Jón Magnússon lýsti þá yfír að þessi ákvörðun dómsins yrði kærð til Hæstaréttar og lögmenn nokkurra annarra ákærðu kváðust mundu eiga aðild að þeirri kæru. Við svo búið var málinu frestað þar til Hæstiréttur hefur tekið afstöðu til þess hvort leggja skuli skýrsluna fram í málinu. Fallist Hæstiréttur ekki á að skýrslan verði lögð fram má gera ráð fyrir að Jón Magnússon lesi hana upp frá orði til orðs við málflutninginn t'il að koma að þeim sjónarmiðum sem þar koma fram. Sverrir Einarsson boðaði að jafn- skjótt og niðurstaða Hæstaréttar lægi fyrir yrði málið tekið fyrir að nýju með skömmum fyrirvara. Hann innti lögmennina eftir við hvetju mætti búast við næstu fyrirtöku málsins og boðuðu veijendur Haf- skipsmanna þá að fram yrði lögð frávísunarkrafa. Skýrsla Ragnars Kjartanssonar Skýrsla sú sem Ragnars Kjartans- son hefur gert og vikið var að er um 180 blaðsíður auk 350 síðna fylgi- skjala. Ragnar lýsir skýrslunni svo að gerð sé grein fyrir gögnum, sem ýmist hafi verið horft framhjá við rannsókn málsins eða þeirra ekki verið aflað. Bent sé á villandi spurn- ingar í rannsókninni og nefndir aðil- ar sem ekki hafi verið kallaðir til en búi þó yfir veigamiklum upplýsing- um. Bent sé á þætti málsins sem enga rannsókn hafí fengið, varpað sé kastljósi á misskilning og hand- vammir rannsóknaraðila og endur- skoðenda þeirra, bent á beinar rang- færslur í ákæruskjali, sem eigi rætur að rekja til ónógrar skoðunar fram- lagðra rannsóknargagna, og fjallað sé um íslenskt reikningsskilaum- hverfí og hugtakið „góða reiknings- skilavenju". Að mati Ragnars fjallar Hafskipsmálið-sem slíkt um hvort löggiltur endurskoðandi félagsins og forráðamenn þess hafí brotið gegn lagaávæðum um reikningsskil og hugtakinu „góðri reikningsskila- venju“ þannig að efnahagsstaða Hafskips hafi vísvitandi verið of- metin í blekkingarskyni. Ragnar seg- ist hafa komist að þeirri niðurstöðu að á íslandi þýði „góð reikningsskila- venja“ varla annað en orð síðasta ræðumanns. Hugtakið hafí ekki ver- ið skilgreint með samræmdum hætti hérlendis. Ragnar tekur íjölmörg dæmi úr ársreikningum íslenskra fyrirtækja í því skyni, að sögn, að benda á vanda endurskoðenda og þversagnir í störfum þeirra. Hann vísar til skrifa endurskoðenda um að efni máls skipti meira máli en form við reikningsskil og að mikil- vægt sé að samræmis sé gætt í reikn- ingsskilavenjum frá einu tímabili til annars og segir að þeir þættir hafí engan veginn verið kannaðir við rannsókn málsins heldur hafí allt verið lagt út á versta veg. Hann segir að þeir endurskoðend- ur sem unnið hafi að rannsókn bók- halds Hafskips og gagnrýnt hafí endurskoðanda fyrirtækisins fyrir ónákvæmni hafí fallið hver um annan þveran á eigin ónákvæmni. Tvær endurskoðunarskýrslur hafa verið unnar við rannsókn málsins, annarri hafi lokið vorið 1986 en hinni í októ- ber 1988. í fyrri skýrslunni séu gerð- ar veigamiklar athugasemdir við reikningsskil Hafskips. í hinni síðari sé tekið undir ýmsar aðfínnslanna en veigamiklar athugasemdir gerðar við aðrar enda þótt þess sé getið að frumgögn hafi ekki verið könnuð nema að litlu leyti. Víst megi telja að hefði þriðji endurskoðandinn verið kvaddur til hefði sá komist að ann- arri niðurstöðu en kollegarnir og vísað til „góðrar reikningsskilavenju" máli sínu til stuðnings. Ragnar rekur dæmi þess að rannsóknarendurskoð- endurnir hafí ekki hlítt eigin skil- greiningu á „góðri reikningsskila- venju“ við störf sín fyrir ýmis at- vinnufyrirtæki. Verðmæti skipastólsins Þá rekur Ragnar Kjartansson að fyrsti rannsóknarendurskoðandi hefði talið í skýrslu sinni að færa hefði átt skip Hafskips á því sem næst brotajárnsverði í ársreikningum 1984 og að verðmæti skipa hafí ver- ið ofmetið um 130 milljónirkróna. Seinni skýrslan og ákæra Jónatans Þórmundssonar miði við um 40 millj- ón króna ofmat. Ragnar vitnar í skýrslu skiptaréttar um að ekki hafi verið leitað eftir álitsgerðum sér- fróðra manna um markaðsverð skipa Hafskips. Samt sé í ákæru gengið Morgunblaðið/Þorkell Frá fyrirtöku Hafskipsmálsins í Sakadómi í gærmorgun. Dómararn- ir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Sverrir Einarsson dómsformaður og Arngrímur Isberg, við ásamt sækjanda, ritara og 13 þeirra 15 lög- manna sem um málið munu fjalla. út frá að bókfært verð skipastólsins hafí verið oftalið um 40 milljónir króna á grundvelli lagagreinar í hlutafélagalögum, þar sem segi að sé raunvirði fastafjármuna lægra en bókfært verð af ástæðum sem ekki verði taldar skammvinnar beri að lækka verð að því marki sem telja verði nauðsynlegt samkvæmt „góðri reikningsskilavenju". Ragnar segist við könnun sína ekki hafa fundið neitt dæmi þess að þessari reglu hafí verið beitt hérlendis. Hann seg- ir: „Engin athugun hefur farið fram á vegum saksóknara og endurskoð- enda hans á þróun skipaverðlags eftirgjaldþrot Hafskips, 6. des. 1985, rétt eins og þá hefði orðið heimsend- ir. Hvernig ætla endurskoðendur og saksóknari að skilgreina hugtökin „skammvinn" og „langvarandi" án undangenginnar könnunar á fram- haldsþróun skipaverðs." Ragnar seg- ir sína eigin könnun hafa leitt í Vjós að þótt markaðsverð sambærilegra skipa og í flota Hafskips hafí lækkað í erlendri mynt 1984 og 1985, hafí verðið aftur farið hækkandi og sé markaðsverðið nú ? flestum tilfellum hærra í erlendri mynt en það var áður en lækkunarskeiðið gekk í garð. Ragnar segir að endurmat bókfærðs verðs skipa Hafskips hafi verið byggt á byggingavísitölu en ekki banda- ríkjadollar og hafí því lækkað í raun um 36% í bandaríkjadollurum á sama tíma og dollarinn hafí hækkað um 52% umfram íslenska byggingavísi- tölu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi verið sér meðvitaðir um að bók- fært verð væri að lækka meira en eðlilegt gat talist en hafí ekki hafst að vegna óöryggis sem gætti um skipaverðlag. Hótel ísland: Dagskrá byggð á lögum úr vinsælum söngleikjum SÝNING byggð á lögum úr þekktum söngleikjum og rokk- óperum verður sett upp á Hótel íslandi í byrjun október. Sýn- ingin er sett upp af Tracy Jack- son frá Bandaríigunum, Jón Ólafsson er hljómsveitarstjóri og Qöldi hljóðfæraleikara, söngvara og dansara tekur þátt í henni. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Ólafsson, að undirbún- ingur sýningarinnar hafi byrjað í sumar. Valin hafi verið þekkt lög úr söngleikjum og rokkóperum frá síðustu áratugum og þau síðan tengd saman með dönsum. Þarna yrðu til dæmis flutt atriði úr söng- Ieikjum á borð við Singing in the Rain, Hárið, Jesus Crist Superst- ar, Evita, Rocky Horror Picture Show, Litla hryllingsbúðin, Cat’s og Chorus Line. Jón sagði að lög- in í sýningunni hafi verið valin með tilliti til þess að þau væru þekkt og höfðuðu til breíðs aldurs- hóps. Tracy Jackson frá Bandaríkjunum setur upp sýningu á Hótel íslandi í byrjun október, þar sem flutt verða lög úr frægum söng- leikjum og rokkóperum. Hún semur dansana í sýningunni og sést hér leiðbeina nokkmm dönsumm á æfingu nú í vikunni. Morgunblaðið/Þorkell Jón Ólafsson er hljómsveiLir- stjóri á sýningunni á Hótel ís- landi og útsetti jafnframt lögin sem flutt verða. Tracy Jackson frá Bandaríkjun- um setur sýninguna upp og semur dansa, Jón Ólafsson útsetur tón- listina og stýrir hljómsveitinni, ljósameistari er Aðalsteinn Böð- varsson, leikmunir eru eftir Jón Þórisson og hljóðstjóm er í hönd- um Sigurðar Bjólu. Meðal söngv- ara, sem taka þátt í sýningunni, eru Eyjólfur Kristjánsson, Andrea Gylfadóttir, Sigríður Beinteins- dóttir, Reynir Guðmundsson og Cerise Jones, frá Bandaríkjunum. Margskonar „góðar reikningsskilavenjur“ Ragnar Kjartansson vísar til þess að meðal ákæruatriða sé að frestað hafi verið gjaldfærslu tiltekinna liða til að gefa ósanna og fegraða mynd af efnahag fyrirtækisins. Hann vísar til ársreikninga ýmissa stærstu fyrir- tækja landsins til að finna hliðstæð- ur. Meðal annars segir um reikninga Flugleiða hf. 1979-1988: „Á árinu 1984 er byijað að færa til gjalda áunnar eftirlaunaskuldbindingar, samtals þá að upphæð kr. 61 milljón og er boðaður 5 ára gjaldfærslutími. Eigið fé hafði verið neikvætt árið 1983 um 162 millj. en var orðið já- kvætt um tæpar 50 millj. 1984. Skyldi þessi góða reikningsskilavenja hafa borið upp á þessum tímamótum af tilviljun einni.“ Svipuð dæmi um gjaldfærslu áunnina eftirlaunaskuld- bindinga nefnir Ragnar Kjartansson eftir könnun ársreikninga Lands- banka, SÍS, Eimskipafélags, Skelj- ungs og Seðlabanka íslands, svo fá- ein dæmi séu nefnd. Hann segir að sérstök reglugerð hafi verið sett um reikningsskil banka og sparisjóða 1986 þar sem „góðu reikningsskila- venjumar" hafi þótt orðnar of marg- ar, sundurlausar og misvísandi. Hafskip ekki gjaldþrota Niðurstaða Ragnars Kjartansson- ar við samanburð á reikningsskilum Hafskips og þekktra íslenskra fyrir- tækja virðist vera sú að að þessum málum hafi síður en svo verið staðið með öðrum hætti hjá Hafskip en tíðkist í íslensku viðskiptalífí. Hann fullyrðir að Hafskip hafí í raun ekki verið gjaldþrota heldur hafí fyrirtæk- ið verið þvingað til gjaldþrots. Hann er harðorður um rannsókn málsins, sem hann segir að hafi ekki verið unnin í samræmi við fyrirmæli laga um meðferð opinberra mála. Þannig hafí ekki verið rannsökuð jöfnum höndum þau atriði sem bendi til sý- knu og sektar, málið sé ekki ákæru- hæft þar sem nauðsynlegra gagna hafí ekki verið aflað, allra fáanlegra skýringa á málavöxtu hafí ekki verið leitað og Ragnár dregur í efa að hægt sé að segja að sækjandi hafi fylgt þeirra lagaskyldu að stuðla að því að hið sanna og rétta komi í ljós. Gjöf en ekki sala Þá fjallar Ragnar Kjartansson um sölu á eigum þrotabús Hafskips til Eimskips. Hann telur að ekki hafi verið um sölu að ræða heldur gjöf. Eimskip hafi metið samninginn á 252 milljónir að raunvirði í ársreikningi 1986 en í samningaviðræðum milli Hafskips og Eimskips sumar og haust 1985 hafí heildarkaupverð 13-15 milljónir dollara verið til um- ræðu, þar af 7-9 milljónir fyrir við- skiptavild, sem hafi einskis verið metin við sölu úr þrotabúinu. Eim- skip fái í raun í meðgjöf a.m.k. 129,8 milljónir króna, á verðlagi í febrúar 1988, og í lok afborgunartímabilsins, en afborganir samkvæmt samning- um greiðast frá 1989-2001, nemi fjárhagslegur ávinningur Eimskips vegna samningsins að minnsta kosti 1 milljarði króna. Ragnar segir: „Undir vemdarvæng opinberra aðila voru hafðar hundruð milljóna af lán- ardrottnum og hluthöfum Hafskips hf. með framangreindri gjöf og er aðdragandi hennar og framkvæmd rarmsóknarþáttur út af fyrir sig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.