Morgunblaðið - 26.09.1989, Blaðsíða 23
Póstur- og sími
MORGUNBLAðlÐ I’RIDJUDAGl'R 26. SÉPTEMBER' 1089
23
Kemur til greina að breyta
reg'lum um lokun síma
- segir Guðmundur Björnsson, aðstoðar póst- og símamálstjóri
„VIÐ höfum í nokkurn tíma
velt því fyrir okkur hvort við
eigum að seinka þessari lokun,
en taka upp í staðinn útreikning
á dráttarvöxtum og beita þeim.
Þá kæmi til greina að hafa ein-
hverja seinni tíma lokun, sem
þá gæti hugsanlega verið eftir
næstu mánaðamót frá útsend-
ingu reiknings," sagði Guð-
mundur Björnsson, aðstoðar
póst- og símamálstjóri, en Gauk-
ur Jörundsson, umboðsmaður
Alþingis, hefúr sagt í áliti sem
hann hefur sent Irá sér, að hann
telji þann frest sem veittur er
til að greiða símareikninga vera
of stuttan, og ástæðu til að
breyta þeim reglum sem nú
gilda um lokun síma.
„Það hefur engin endanleg
ákvörðun verið tekin um þetta enn-
þá, en þáð má þó vel vera að þessi
leið verði farin. Það sem raun-
veralega hefur staðið á hjá okkur
í þessu sambandi er að við höfum
verið að keyra út símareikningana
hjá Skýrsluvélum ríkisins á göml-
um forritum, og við höfum ekki
viljað eyða miklu fé í að taka upp
dráttarvaxtaútreikning á þessu
gamla kerfi. Við erum hins vegar
núna sjálfir að flytja tölvuvinnslu
símareikninganna til Pósts og síma,
en það gerir það miklu auðveldara
fyrir okkur að fara í þennan drátt-
arvaxtaútreikning.
Ég geri mér grein fyrir því að
lokun með þeim fyrirvara sem nú
er veittur getur verið mjög baga-
leg, en við höfum engu að síður
tekið vel í það þegar menn hafa
leitað eftir því að símanum verði
ekki lokað fyrr en eftir næstu mán-
aðamót,“ sagði Guðmundur.
Morgunblaðið/Emilía
Starfsfólk Pósts og síma ásamt Soffiu Jónsdóttur útibússtjóra og
Birni Björnssyni, póstmeistara í Reykjavík.
Nýtt póstútibú í Mjódd
t
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
HERBORGAR KRISTÁIMSDÓTTUR,
kennara,
Vesturbrún 6,
fer fram frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 26. sept. kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba-
meinsfélag íslands.
Þórir Sigurðsson,
Ágústa Rósa Þórisdóttir, Hjörvar Garðarsson,
Ingiríður Þórisdóttir, Ingvar Einarsson,
Þóra Björg Þórisdóttir, Ámundi Sigurðsson,
Guðrún Þórisdóttir, Jón Ingvar Pálsson,
Sigurður Kristján Þórisson, Ingibjörg Stefánsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samuð og-vináttu við andlát og útför
móður okkar og tengdamóður,
ÞÓRÖNNU RÓSU SIGURÐARDÓTTUR,
Droplaugarstöðum.
Póstútibúið R-9 í Reykjavík,
sem verið hefur til húsa að Arn-
arbakka 2, hefur verið flutt í
nýtt húsnæði að Þönglabakka 4.
Að Þönglabakka 4 hefur borgar-
sjóður, vegna Strætisvagna
Reykjavíkur, og Póstur og sími
staðið saman að byggingu tæplega
1700 fermetra húss. Eignarhlutur
Pósts og síma er tæpir 700 fermetr-
ar. í póstútibúinu verður öll almenn
póstþjónusta, póstfax, forgangs-
póstþjónusta, þjónusta við fyrirtæki
og sala símtækja. Þeir sem leigja
pósthólf hafa aðgang að þeim frá
klukkan 8-23 alla daga. Hólfin eru
420 og hefur fjölgað um 308 frá
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 25. september.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð(kr.)
Þorskur 91,00 58,00 74,15 35,319 2.618.902
Þorskur(smár) 42,00 42,00 42,00 0,375 15.750
Ýsa 113,00 62,00 95,37 17,253 1.645.442
Karfi 36,00 34,00 34,99 1,581 55.326
Ufsi 34,00 33,00 33,93 1,010 34.250
Steinbítur 70,00 66,00 69,41 3,229 224.103
Langa 20,00 20,00 20,00 0,182 3.639
Lúða 305,00 205,00 246,75 0,556 137.192
Koli 56,00 40,00 55,41 1,249 102.457
Keila(ósL) 24,00 23,00 23,33 3,646 85.068
Kolaflök 160,00 130,00 140,00 0,090 12.600
Samtals 75,85 65,275 4.950.930
í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 66,00 55,00 61,12 14,889 910.024
Þorsk(ósl.1.n.) 23,00 23,00 23,00 0,563 12.949
Þorsk(ósl1-2n) 30,00 30,00 30,00 0,323 9.690
Þorskur(smár) 15,00 15,00 15,00 0,084 1.260
Ýsa 110,00 50,00 86,18 13,630 1.174.636
Ýsa(ósL) 82,00 74,00 80,13 1,637 131.170
Karfi 32,00 32,00 32,00 0,299 9.568
Ufsi 29,00 28,00 28,15 1,105 31.101
Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0,018 900
Hlýri+steinb. 45,00 45,00 45,00 0,100 7.290
Lúða(smá) 250,00 250,00 250,00 0,132 33.000
Skarkoli 40,00 25,00 29,43 0,540 15.894
Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,033 3.300
Samtals 69,96 33,491 2.342.954
Selt var úr neta- og færabátum. í dag verða meðal annars seld
4 tonn af ýsu, 40 tonn af ufsa og óákveðið magn af þorski úr
Ásgeiri RE og bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 71,50 30,00 60,25 33,208 2.000.839
Þorskur(umál) 10,00 10,00 10,00 0,003 30
Ýsa 103,00 18,00 85,17 18,979 1.616.397
Karfi 40,00 1,00 37,47 7,227 270.789
Ufsi 90,00 15,00 37,66 11,528 434.138
Steinbítur 67,00 27,00 51,41 1,002 51.512
Langa 38,00 25,00 33,46 3,554 118.920
Blálanga 37,50 27,00 37,45 2,376 88.974
Lúða 300,00 210,00 252,85 0,134 . 33.755
Skarkoli 66,00 35,00 58,26 0,823 47.946
Keila 25,00 10,00 19,50 4,078 79.517
Skata 72,00 1,00 45,07 0,083 3.741
Skötuselur 295,00 90,00 136,84 0,147 20.116
Öfugkjafta 20,00 20,00 20,00 0,583 11.660
Humar 999,00 520,00 736,69 0,042 30.941
Samtals 57,41 83,766 4.809.275
Selt var meðal annars úr Jóni á Hofi ÁR, Dalaröst ÁR, Hóps-
nesi GK, Þresti og Hraunsvík GK. I dag verða meðal annars
seld 15 tonn af ýsu úr Eldeyjar-Boða GK og Hópsnesi GK.
því í gamla útibúinu.
Afgreiðslutími útibúsins verður
óbreyttur. Mánudaga, þriðjudaga,
miðvikudaga og föstudaga er opið
frá klukkan 8.30 til 16.30 og
fimmtudaga klukkan 8.30-18.
Starfsmenn eru 26 og útibússtjóri
er Soffía Jónsdóttir.
Sr. Helgi Hróbjartsson
Vakninga-
samkomur hjá
Kristniboðs-
sambandinu
Kristniboðssambandið gengst
fyrir Qórum almennum samkom-
um í hinu nýja félagsheimili sínu,
Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík.
Samkomurnar verða dagana
27.-30. þessa mánaðar og heljast
klukkan 20.30.
Fyrsta kvöldið, miðvikudaginn
27. þ.m., verður kristniboðshátíð.
Kjellrun Langdal flytur frásögu-
þátt, Laufey Geirlaugsdóttir syngur
einsöng og Benedikt Jasonarson
prédikar. Síðan verða þrjár vakn-
ingasamkomur þar sem sr. Helgi
Hróbjartsson talar og syngur.
Sigurjón Guðmundsson, Þórunn Ólafsdóttir,
Guðmundur J. Kristjánsson, Þórlaug S. Guðnadóttir,
Sigurbjörg Kristjánsdóttir.
t
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og sam-
úð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð-
ur, afa og langafa,
JÓNS S. JÓHANNESSONAR,
fyrrv. stórkaupmanns,
Eskihlið 18A.
Katrín Skaptadóttir,
Pálfna Jónsdóttir, Reynir Kristinsson,
Sveinborg Jónsdóttir, Reynir Þórisson,
Jens Ágúst Jónsson, Lilja Leifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför,
ODDNÝJAR INGVARSDÓTTUR,
Laugavegi 98,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks kvensjúkdómadeildar Landspítal-
ans fyrir góða umönnun.
Sigríður Ingvarsdóttir,
Valgerður Ingvarsdóttir,
Friðgeir Stefánsson,
Kristfn Stefánsdóttir,
RagnarJónsson
og fjölskyldur.
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við
andlát og jarðarför
JÓNS SÆDAL SIGURÐSSONAR,
Rauðarárstíg 32.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala fyrir frábsera
umönnun.
Áslaug Jónsdóttir,
Vignir Jónsson, Sigrún Sveinsdóttir,
Hreiðar Jónsson, Helga M. Sigurjónsdóttir,
Hafsteinn Jónsson, Gunnhildur Arnardóttir,
Vigdís Jónsdóttir,
Kristján Jónsson,
Birgir Guðmundsson,
og barnabörn.