Morgunblaðið - 26.09.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26.'SÉPTEMBER 1989
Næg atvinna í
Hrísey út árið
NÆG atvinna hefur verið í
Hrísey það sem af er þessu ári
og útlit fyrir að svo verði fram
—til áramóta. Um fimmtíu manns
starfa nú við frystihúsið, nánast
allt heimamenn, en mjög mikið
er um að fólk víða af landinu
spyrjist fyrir um vinnu.
Guðjón Jónsson sveitarstjóri
Akureyrarkirkja:
Tónleikar
Almut Rössler
ÁLMUT Rössler orgelleikari
heldur tónleika í Akureyrar-
S kirkju í kvöld, þriðjudagskvöld,
og hefjast þeir kl. 20.30.
Almut Rössler gegnir kantor-
starfi við Jóharinesarkirkjuna í
Diisseldorf og er orgelprófessor við
tónlistarháskólann þar í borg. Hún
hefur ásamt öðrum staðið fyrir
umfangsmiklum Messiaen-hátíðum
í Dússeldorf og skrifað bækur og
greinar um orgeltónlist tónskálds-
ins. Þykir hún einn fremsti túlkandi
verka eftir Messiaen og hefur leikið
öll prgelverk hans inn á hljómplötur.
. Á efnisskránni eru verk eftir J.S.
Bach og Oliver Messiaen. Almut
Rössler er hér á vegum Göete-
institut, Musica nova, listvinafélags
Hallgrímskirkju og Akureyrar-
kirkju.
Kapella Akur-
eyrarkirkju:
Erindi um
trúarlega
mótun barna
TRÚARLEG áhrif og frum-
félagsmótun er heiti á erindi
sem dr. Pétur Pétursson flytur
í kapeliu Akureyrarkirkju
næstkomandi fimmtudags-
kvöld kl. 20.30.
Dr. Pétur er fæddur og uppal-
inn á Akureyri, sonur hjónanna
Péturs Sigurgeirssonar biskups
og Sólveigar Ásgeirsdóttur.
Hann stundaði nám í trúarlífs
félagsfræði í Svíþjóð og varði
doktorsritgerð í þeirri grein.
Hann er nú háskólakennari í
Lundi í Svíþjóð.
í fréttatilkynningu segir að
öld fram af öld hafi kynslóðirnar
miðlað börnum sínum trúararfi
sem reynst hafi ómetanlegur og
sjaldan hafi verið meiri þörf á
því en nú að hinir ungu í landinu
eignist þann fjársjóð sem fólginn
er í trúnni. Nauðsynlegt sé því
að hafa mótandi áhrif á börn
og láta ekki arf kristinnar trúar
týnast úr veganesi hinna ungu.
Þess er sérstaklega vænst að
kennarar, fóstrur, foreldrar og
prestar fjölmenni.
auglýsingor
Wéiagsúf
I.O.O.F. R.b. 1 = 1399268 -
I.O.O.F. 8 = 1719278V2 =
□ EDDA 59892697
Kosning Stm.
.... i i ■ .........
Fjhst.
sagði að atvinnuástand hefði verið
mjög gott það sem af er ári. „Mér
sýnist á öllu að þetta verði í fína
lagi fram að áramótum. Stóran
hluta ársins hefur verið mjög mik-
il vinna hér í Hrísey," sagði Guð-
jón.
I sumar hafa verið í byggingu
eitt einbýlishús og iðnaðarhúsnæði
og nýlega urðu báðar þessar bygg-
ingar fokheldar. Guðjón sagði að
enn væri næg vinna fyrir iðnaðar-
menn því eftir útivertíð væri mikið
eftir ógert inni við. Þá er einnig
unnið við hluta af nýju skólabygg-
ingunni, en þar er verið að inn-
rétta kennslustofu og geymslur.
Jóhann Þór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri frystihússins, sagði
allt útlit fyrir næga vinnu á frysti-
húsinu fram til áramóta. Súlnafel-
lið á eftir að veiða á milli fjögur
til fimm hundruð tonn af blönduð-
um afla, en Sólfellið er að búa sig
undir síldveiðar. Gert er ráð fyrir
að aflinn verði fluttur um borð í
Snæfellið þar sem hann verður
frystur. „Við hrósum okkur svo
sem ekki af þeim kvóta sem við
eigum eftir, en hann nægir okk-
úr,“ sagði Jóhann Þór.
Um fimmtíu manns vinna nú
við frystihúsið, svo til allt heima-
menn. Jóhann Þór sagði að aldrei
hefði verið jafnmikið um að fólk
hringdi og spyrðist fyrir um vinnu
og væri þar um að ræða fólk víða
af landinu. Það væri hins vegar
ekki meiningin að ráða aðkomu-
fólk til vinnu nema mjög takmark-
að. „Það getur verið að við ráðum
eitthvað af karlmönnum, en það
verður lítið um það.“
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Kennarar á haustþingi BKNE voru áhugasamir um námskeið í silkimálun. Á myndinni eru Soffia,
Omar, Sigrún Olafur, Iðunn, Ingibjörg, sem umsjón hafði með námskeiðinu og Ragnheiður. Á nám-
skeiðinu var farið yfir grunnatriði varðandi silkimálun.
Haustþing BKNE:
Fyrirlestur um aga og hegðun
vakti mikla athygli kennara
Jón Eyflörð nýr formaður BKNE
ÞING Bandalags kennara á
Norðurlandi eystra var haldið á
Stórutjörnum í Ljósavatns-
hreppi fyrir helgi. Á aðalfundi
BKNE sem haldinn var á
fimmtudag urðu formannaskipti,
Jón Eyfjörð kennari í Glerár-
skóla á Akuröyri tók við af Þó-
runni Sighvatsdóttur kennara í
Lundarskóla sem gegndi for-
mennsku síðasta ári. Hólmíríður
Guðmundsdóttir kennari í Þela-
merkurskóla var kosin vara-
formaður. Á aðalfundi Félag
skólasljóra og yfirkennara var
lét Þórunn Bergsdóttir skóla-
sljóri Dalvíkurskóla af störfúm
formanns og við tók Svanhildur
Hermannsdóttir skólastjóri
Barnaskóla Bárðdæla.
Þingið sóttu um 250 kennarar,
að sögn Jóns Eyfjörð formanns
BKNE. Þingið er fyrst og fremst
fagþing og var boðið upp á fjöl-
marga fyrirlestra og námskeið að
venju. Fyrirlestrar Sólveigar Ás-
grímsdóttur sálfræðings um aga
og hegðun og Hreins Pálssonar um
barnaheimspeki voru afar vel sóttir
og luku kennarar á þá miklu lofs-
orði.
Á vegum BKNE, Fræðsluskrif-
stofu Norðurlands eystra og Náms-
gagnastofnunar var boðið upp á
námskeið um tölvur í skólastarfi
sem Peter Dunne hafði umsjón
með, en þar var m.a. kynntur
breskur kennsluforritunarpakki.
Þá voru námskeið í leðuivinnu og
silkimálun.
Tveir fyrirlestrar voru haldnir í
tengslum við málræktarátak sem
nú er í gangi. Jónína Friðfinns-
dóttir fjallaði um börn og bækur
og Margrét Pálsdóttir um íslenskt
mælt mál og framsögn. Þá fjallaði
Minnie Eggertsdóttir um sér-
kennslu á geðdeild.
Tónmenntakennarár af svæðinu
héldu með sér fund á þinginu, þar
sem efnið tónmennt og tölvur var
kynnt. Þá var fjallað um gildi tón-
listar fyrir börn á sérstökum
fræðslufundi og af íþróttasviðinu
var jn.a. Ijallað um hvernig hægt
er að mæla hreyfiþroska 6 ára
barna og stuðningskennslu í íþrótt-
Alþýðusamband Norðurlands:
Stofnaður verði einn öflugur
lífeyrissjóður á Norðurlandi
Iðgjaldagreiðslur launþega á Norðurlandi í lífeyrissjóði nema á
bilinu 1300-1700 milljónum króna á ári, en þar af renna einungis
um 462 milljónir króna til lífeyrissjóða sem staðsettir eru á Norður-
landi. Tíu lífeyrissjóðir eru starfandi á Norðurlandi og nemur rekstr-
arkostnaður þeirra rúmum 30 milljónum króna. Kostnaður við rekst-
ur sjóðanna á Norðurlandi er nokkuð misjafn, frá rúmum 6% upp í
19,5% þar sem hann er mestur. Ef rekstrarkostnaður væri um 3%
af iðgjaldagreiðslum, sem eðlilegt er talið, lækkaði rekstrarkostnað-
ur sjóðanna úr 30 milljónuin í 14 milljónir króna.
Þessar upplýsingar komu fram á gerði rekstrarkostnað sjóðanna að
þingi Alþýðusambands Norðurlands
sem haldið var á Illugastöðum í
Fnjóskadal um helgina. I ályktun
um málefni lífeyrissjóðanna sem
samþykkt var á þinginu voru launa-
menn á Norðurlandi, stjórnir verka-
lýðsfélaganna og lífeyrissjóðanna
hvattir til að vinna ötullega að sam-
einingu lífeyrissjóðanna á Norður-
landi. „Sameiningin skal hafa það
að markmiði að stofnaður verði einn
öfiugur lífeyrissjóður er nái til alls
Norðurlands og taki til a.m.k. allra
þeirra launamanna á Norðurlandi
sem starfa á samningssviði Al-
þýðusambands íslands,“ segir í
ályktuninni.
Kári Arnór Kárason, forstöðu-
maður Lífeyrissjóðsins Bjargar á
Húsavík, hafði framsögu um lífeyr-
ismál á þinginu. í máli hans kom
fram að lífeyrissjóðirnir eru margir
og smáir, en alls eru starfandi tíu
lífeyrissjóðir á Norðurlandi. Kári
umtalsefni og sagði að stærstu sjóð-
irnir færu með 2-4% af iðgjaldatekj-
um í rekstur og miðlungsstórir með
um 6-8%, en þeir smæstu enn
meira. Rekstrarkostnaður sjóðanna
á Norðurlandi er á bilinu rúmlega
6% og upp í 19,5% þar sem hann
er mestur. Þetta sagði Kári skipta
miklu máli ef sjóðirnir eiga að geta
staðið við skuldbindingar og greitt
þann lífeyri sem þeir lofa að gera.
Því væri það ekki síst hagsmunir
sjóðfélaga smærri sjóðanna sem
þungt vega í þessu sambandi, stærri
einingar sköpuðu meira öryggi.
Rekstrarkostnaður sjóðanna á
Norðurlandi er nú rúmar 30 milljón-
ir króna á ári, en ef hægt yrði að
ná kostnaði við rekstur sjóðanna
niðut' í um 3%, sem Kári taldi eðli-
legt, yrði kostnaðurinn um 14 millj-
ónir króna.
Launamenn á Norðurlandi greiða
á bilinu 1300-1700 milljónir króna
áriega; í iðgjöld og þar af fer tæpur
milljarður til lífeyrissjóða á höfuð-
borgarsvæðinu. Kári sagði að með
einum stórum sjóði sköpuðust
möguleikar til að beita því mikla
valdi sem yfirráð yfir svo miklu fjár-
magni hefði í för með sér, og þá í
byggðapólitískum tilgangi. Norð-
lendingar yrðu einnig betur í stakk
búnir til að krefjast betri þjónustu
af hinu opinbera, t.d. með þeim
hætti að ýmis útibú frá opinberum
stofnunum yrðu í fjórðungnum.
Á þinginu var samþykkt að
stofna nefnd sem afla á ítarlegra
upplýsinga um stöðu lífeyrissjóða á
Norðurlandi og gera tillögur um
framtíðarskipan þessara mála.
Stefnt er að því að nefndin skili
áliti árið 1990 og boðað yrði til
aukaþings AN um haustið það ár
er tæki tillögur nefndarinnar til
umræðu og afgreiðslu.
Lögregla:
Dyravörður rotaður
Talsvert um rúðubrot að undanförnu
NOKKUR órói var í mönnum um
helgina, að sögn lögreglu og tals-
vert um stympingar. Til átaka
kom í anddyri Sjallans aðfara-
nótt sunnudags og var einn af
dyravörðum Sjallans rotaður.
Var hann fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, en fékk
að fara heim næsta morgun.
Töluvert hefur verið um rúðu-
brot, einkum í miðbæ Akureyrar,
að undanförnu. Um helgina var
brotin stór rúða í Útvegsbankanum,
en áður hafa verið brotnar stórar
rúður í íþróttahúsinu við Laugagöfy
í Herradeild KEA og í tískuverslun-
unum Fan Uniqe og Akurliljunni.
Flest rúðubrotamálanna eru óupp-
lýst og eru þeir sem upplýsingar
geta gefið beðnir að hafa samband
við rannsóknarlögreglu.
Um helgina var brotist inn í sund-
laugina á Dalvík og einnig inn á
billjardstofu. Ekki hafðist mikið upp
úr krafsinu, en eitthvað smávegis
af peningum hvarf á báðum stöðum.
Að sögn rannsóknarlögreglu hefur
verið brotist inn á nokkra staði á
Dalvík á síðustu dögum. Málin eru
j rannsókn.