Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 2
2 C MÓRGUNBLAÐlb SUNNUDAGUK 1. OKTÓBER 1909 HUNDRAD FJALLA SMALAR Meöjjallmönnum ífótspor aldanna Landmannaafréttur er töfra- land og vart getur á íslandi meiri formfegurð og fjöl- breytni í náttúru, landslagi og íitauðgi fjalla, andstæð- ur allt um kring í hita og kulda, Landmannalaugar, Jökulgil, Veiðivötn, Torfa- jökull og ótal staðir sem búa yfir fegurð og tign. Aflið í þessu landsvæði er með ólíkindum, en það sérstæða við það er hve hæverskt það er og fer vel með fólk sem fer um það þótt harðsótt sé. Að sumu leiti minnir þessi skiki móður jarðar á lýsinguna af Guðrúnu náttsól í Njálssögu, en um hana voru sögð þau orð að hún væri kvenna fegurst og kurteisust. Varla er liðin ein öld síðan menn veigruðu sér við að ferð- ast um Landmannaafrétt vegna ótta við útilegumenn og víst býður þetta hrjóstruga svæði griðastaði úti- göngumönnum, hella og hlýja læki og hveri sem hjala við landið. Við Galtalæk lögðu leitarmenn upp með nokkra tugi hesta. Áður fyrr voru leitarmenn 60 talsins, en nú eru þeir liðlega 20. Bílar og fjór- hjól létta leitina. Það var riðið sem leið lá inn í Landmannalaugar þar sem fjallmenn gistu fyrri hluta leitar- innar í vistlegu húsi Ferðafélags ís- lands. Við Morgunblaðsmenn fylgd- um Þórði skáldi og bónda Guðnasyni í Köldukinn inn á heiðar og í hveiju fótmáli átti hann orð yfir örnefni eða sagnir sem lifnuðu á vörum skáldjöf- ursins og varla er það tilviljun að þessi ungi bóndi sem á djúpar rætur í íslandi kann Bólu- Hjálmar utanað. En þótt við færum hjá gamalkunnum félögum á Landmannaafrétti eins og Valafelli, Valahnjúk, Hestöldu, Krókagilsbrúnum, Lambafitjahrauni, Helliskvísl við Landmannahelli, Sauðleysum, Svalaskarði, Sátunum og Sátubarni, Hellisfjalli, Herbjarn- arfelli og Löðmundi, þá hefur nútím- inn einnig haldið innreið sína í ör- nefni þessara rótgrónu heiða. Svo bar til fyrir nokkrum árum að Krist- inn í Skarði, Kristján í Klofa og Þórður í Köldukinn voru að koma innan úr Landmannalaugum að þeir rákust á hóp fólks efst í Sölva- hrauni. Flestir voru svertingjar og var af fólkinu dregið nema tveimur sem létu engan bilbug á sér finna. Þeir félagar tóku fólkið upp og óku til byggða. Ekki leið á löngu þar til þreyttir göngumenn tóku gleði sína á ný og upphófu söng í bílnum. Til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.