Morgunblaðið - 01.10.1989, Side 4

Morgunblaðið - 01.10.1989, Side 4
ð 0 4 C af hálfu Landmanna fjallkóngTirinn Kristinn Guðnason í Skarði, eitil- harður og útsjónarsamur, gaman- samur og gott efni í byltingarfor- ingja til góðra verka, Stefán Þór Sigurðsson, Skarði, hörkutól sem fór um landið á fjórhjóli sem svifnökkvi væri, því hvergi skildi hann eftir spor á viðkvæmum reit, Borghildur Kristinsdóttir, Skarði, harðsnúinn nýliði í liði því sem kallast skúnkurn- ar og nánar verður vikið að síðar, Ari G. Björnsson, Skarði, sjómaður sem stekkur fjöllin og gefur ekki tommu eftir. í honum er mikið lands- lag, enda tók Ragnar Axelsson ótelj- andi myndir af honum. Um Ara orti Þórður: /Ekki trúi ég iðki synd /upp um fjöll þótt stikli, /er að vonum oft á mynd /eingangarinn mikli. Næst er að telja Sigurð Björnsson, Rauðalæk, eins og klipptur út úr íslandssögu allra tíma í fasi og út- liti, áræðinn og fylginn með stíl, Ófeigur Ófeigsson í Næfurholti, fjallahind leitarmanna og seigari en allt sem seigt er. Hann fer svo hratt yfir að stundum er eins og hann keppist við skýin. Það var erfitt að mynda hann vegna síkvikrar hreyf- ingar. Kristján Gíslason í Hólum, hægur og traustur og heldur sínu striki, hagyrðingur góður. Loftur Guðmundsson í Neðra-Seli, lipur- menni hið mesta, hnarreistur og hvín heldur betur í ef illa er að verki stað- ið, en það er stutt í bros hans og bjartan svip og glæsibrag víkinga. Jón Gunnar Benediktsson í Aust- vaðsholti, ferðaþjónustubóndi sem hefur sitt þótt hægt fari og hávaða- laust, einn þeirra sem alltaf bæta umhverfi sitt' og sefa. Guðlaugur Kristinsson, Hrólfsstaðahelli, hörku- maður þótt ungur sé og kappsfullur til árangurs. Fjallmenn Holtamanna voru Pálmi Sigfússon fjallkóngur, Læk, snar og félagslyndur og er ekkert að tvínóna við hlutina, enda þekkir hann hvorki vol né víl. Hilda Pálmadóttir, Læk, harðfylgin með aksturslag föður sjns, traust og ákveðin. Birgir Leó Ólafsson, Ketils- stöðum, sviphreinn ungur maður með kraft og fjör. Hann hljóp fjallið Löð- mund á 20 mínútum ásamt félaga sínum Engilbert. Það er stórvel að verki staðið. Olgeir Engilbertsson bílstjóri, Nefsholti, og íjarskiptasér- fræðingur fjallmanna, véfrétt og dagskrárstjóri tónlistar í kaffitímum í bílnum, spjallari góður og á ráð við flestu. Um hann orti Þórður: /A vipon förin verður greið, /veit það sérhver maður. /Okkur skilar alla leið, /Olgeir keyrsluglaður. /Heljar kappa hann ég tel /þótt hlaðist snjór að rúðum. /Olgeir keyrir vipon vel, /veður glatt á súðum. /Alla hluti Olgeir veit, /engu þarf að kvíða, /í 50 ár um flöll og sveit, /farið hefur víða. Engilbert Olgeirsson, Nefs- holti, snjall íþróttamaður, söngmaður góður og góður félagi af Guðs náð. Þórður Guðnason, Köldukinn, skáld og bóndi, fimur ijallamaður og snarráður með fas aldanna í hári sínu, eins og stokkinn út úr íslenskri náttúru þar sem hún nýtur sín best Hann er svo fljótur að yrkja að undnm sætir. Að kynnast honum stækkar ísland. Jón Þórðarson, Fosshólum, í daglegu tali Jón formaður vegna virðuleika í fasi, yfirvegunar og snilli í rökfestu, en ekki síst vegna þess að hann er einn af varðmönnum sjálfstæðis íslands. Ketill Gíslason í Meiri-Tungu, hæglátur en fastur íyrir ef því er að skipta, Hólaskólanemi með framtíð íslands í farteskinu. Guðný Eiriksdóttir, Lýtingsstöðum, harðjaxl til allra verka fjallmanna og frábær hestamaður, ein af okkar íslandssólum. Fjall af fjalli rann hún skeiðið á hesti sínum. Margrét Eggertsdóttir á Rauða- læk, valkyija í reiðmennsku og fjallferð- um og ein af þeim sem kallast skúnk- umar í hópi leitarmanna, fylgin sér og forgöngumaður í tilþrifum. Hún er einkar laginn hestatamningamaður og ternur í stíl við sig sjálfa. Skúnkumar nefnist kvennaliðið sem vílar ekkert iyrir sér. Um þær orti Þórðun /Þegar flörið fer að dala /í fjandans kallahlunk- unum, /finnst mér gott að fara að smala /fellið meður skúnkunum. Ágústa Hjaltadóttir frá Raftholti, ein af dísum þessa lands, viðbúin og snör til verka þótt engar fylgi jarðhræring- ar. Hún geislar af náttúrugreind. Skúnkumar hafa þann eina sið að láta ekkert aftra sér í að leysa það verk- efni sem þeim er falið. Einar Brynjólfs- son í Götu, bílstjóri leitarmanna, sér- stæður og skemmtilegur og þaulvanur fjallmaður, einn af þeim sem leynir á t>8ur aaaóTHO ,r HUDAauvrriug GiqAJOidUOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 sér í ýmsu. Jenny Bergman, sænsk hestakona á Lýtingsstöðum, blómi Svía í skólun á íslandi. Um hana orti Þórð- ur /Margir sveinar minntu á kálf, /magnast sjávarföllin, /þegar Queen of Saba sjálf /svífur upp á fjöllin. En Jenny var kölluð drottningin af Saba í hópi leitarmanna. Síðast en ekki síst skal telja Sigrúnu Haraldsdóttur á Lýt- ingsstöðum og Vilborgu Gísladóttur á Fosshólum, matráðskonumar okkar sem dekruðu okkur á allan hátt með veislukosti og vænsta viðmóti. Undur til ailra átta Fyrsta daginn í Laugunum var farið inn í Jökulgil. Leitarmenn fylktu liði, því gilið er leitótt og erf- itt yfirferðar, en fegurðin er slík að fer á kostum. í Landmannalaugum, jarðhitasvæðinu í dalkvos milli brattra fjalla á Landmannaafrétti, eru margar uppsprettur, heitar og kaldar. Þær safnast í breiðan lygnan læk sem getur verið allt að 50-70 stiga heitur við uppgönguaugun, en inn af jarðhitakvosinni liggur Jökul- gil með Jökulgilskvísl. Fjöllin með Jökulgili eru ótrúlega litfögur úr líparíti, er einu líparítfjöll landsins eru á þessu svæði við Torfajökul. Eldstöðvar eru hins vegar margar á svæðinu í nágrenni Heklu, Torfajök- uls og Veiðivatna. Barmur, Brenni- steinsalda og Bláhnúkur era meðal perlanna í Jökulgili. Gilið er um 20 kílómetra langt og í hveiju fótmáli vakna undrin í náttúrafegurð. Þarna skiptu leitarmenn liði og rásuðu hefð- bundnar leitarleiðir í nokkurra klukkustunda gönguferðum. Aldrei þessu vant var ekkert fé í hlíðum gilsins, líklega vegna einstaklega mikilla snjóþyngsla í sumar. Gilið var fínkembt af ríðandi mönnum og gangandi. Fyrstu lotu í sjö daga verki lokið. Þótt leitir séu erfiðar þá eru þær ævintýri í slíku landslagi, mannlífið slær í takt við náttúrufegurðina og með undarlega miklum hraða brana menn fjallshlíðar upp efstu brúnir. Veröldin verður tímalaus í umhverfi Landmannalauga. Ósjálfrátt verður maður svo snar þáttur af umhverfinu að það er galdri líkast. Ég hafði á orði við Ragnar Axelsson ljósmynd- ara að ef til vill væri þetta eins og að deyja, því það er eins og samspil- ið í náttúrunni sætti sálina og það sem bak við býr. „Þá er í lagi að deyja strax,“ svaraði ljósmyndarinn að bragði. Samt sem áður er þetta ekkert nema vinna og aftur vinna. Skrattinn gaf og skrattinn tók í fellunum undir Torfajökli sett- umst við niður á niðurleið og lands- hlutaglettur vora rifjaðar upp. Þórð- ur fór með vísur Sunnlendinga sem komu í Vatnsdalinn í íslenskum gálgahúmor. /Vegurinn niðrí Vatns- dalinn /virðum eykur kvíða, /aldrei hefur andskotinn /um hann þorað ríða. En heldur sneru þeir við blaðinu þegar þeir komu til byggða, því þá ortu þeir: /Hann hvergi1 lóð fékk handa sér /heiftar pínu kvalinn /af því góðu englarner /allan byggðu dalinn. Þórður fór með vísu Auðar Har- aldsdóttur í Hólum sem hún orti um hann: /Oft hefur drottning drepið hrók /dvínar lífsins kraftur. /Skratt- inn gaf og skrattinn tók, /en skilaði Þórði aftur. Rifjaðar voru upp vísur Þórðar um það þegar Kristinn í Skarði reið fram Jökulgilið og lenti í kvísl á bólakaf þegar hesturinn hnaut, en þótt kvíslin væri ekki mjög djúp fór hest- urinn einnig á bólakaf og kallaði Loftur í Neðra-Seli hestinn kafbátinn upp frá því: /Greitt fram Jökulgilið reið, /en gleymdi ei morgunþvotti. /Bykkjan datt og botninn skreið, /blautur Diddi glotti. /Er reiðskjótinn, ég það sé, /óláns djöflafæla. /Á kafbát smalar Kristinn fé, /hvílík himnasæla. Dagur datt af degi og áfram héldu leitarmenn smölun. Hver reitur var tekinn fyrir sig og smátt og smátt þrengdist hringurinn. Einn daginn fóram við með nokkram leitarmönn- un í Reykjadalina og þar hittum við fjallmenn Rangvellinga, hressa og bratta og mikið yndi höfðu menn af því að hitta matráðskonuna þeirra, hana Klöra, sem allir ijallmenn elska eins og segir í textanum góða. Það var ævintýralegt að koma að vatna- jallleit í jöklabúskapnum. efán og Kristinn leita ofan snjólínu. þar sem rafljós deyfa alla skerpu út skilum Markarfljóts norðan Hrafn- tinnuskers og ganga nokkra fyrstu kílómetra þessa mikla fljóts í miðju fljótinu. Markarfljót er jökulvatn sem á meginupptök sín í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli, en lengsta upptaka- kvíslin rennur eftir Reykjadölum. Markarfljót er 100 km frá upptökum til ósa, en vatnasvið þess er um 1100 ferkílómetrar. í mesta og hijóstrug- asta brattlendinu var fátt um sauð- fé, en allt hefur sinn gang og menn halda sínu striki í leitum á hveiju sem dynur. Menn fóru á fætur snemma morguns og það var alltaf liðið á kvöld þegar dagsverki var lokið. Þá var stemmning fjallferð- anna virkjuð. Menn notuðu tækifær- ið í Landmannalaugum að bregða sér í heitu hylina og byggja sig upp fyr- ir nýjan dag, fjallahlaup og fjársmöl- un. Fénu sem smalaðist í nágrenni Landmannalauga var komið fyrir í rétt uns rekið var að Landmanna- helli. Eitt kvöldið í heitu kvíslinni veltu menn vöngum yfir tíðu stjörnu- hrapi, því á tæplega klukkustund sáum við sjö stjörnuhröp og þar af eitt mjög bjart. Þessi tíðni er hins vegar ekkert óeðlileg, en í þéttbýlinu í himingeiminn eru inenn hættir að sjá þessi undur. Hins vegar sáum við einnig mjög sjáldgæfa tegund af norðurljósum sem voru eins og dumbrauðir skýjaflákar. Okkur duttu í hug eldský á himni en aðstæðurnar fyrir rafeindirnar hafa verið sérstæð- ar. Það rifjaðist einnig upp að norð- urljósin eru rafeindir sem koma inn í gufuhvolfið frá sólinni og inn í norðurljósabeltið sem liggur um ís- land. Áður en rafeindirnar koma inn í gufuhvolfið auka þær hraðann mjög og fylgja segulkraftinum eftir gorm- : ^ |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.