Morgunblaðið - 01.10.1989, Page 17
sama róli og hinar stöðvamar.
Markús Öm Antonsson útvarps-
stjóri treysti mér til að gera breyt-
ingar og ég lagði fram greinargerð
með hugmyndum að nútímalegu
afþreyingar- og upplýsingaútvarpi
í dagsins önn.“
— Mættirðu engri mótstöðu?
„Jú, margir töldu þetta hið mesta
glapræði. Ein kenningin var sú, að
það ætti að leggja Rás 2 niður,
önnur að hún ætti að vera með
popptónlist í samkeppni við Bylgj-
una og Stjömuna.
En við fengum starfsfrið og
smám saman þróaðist þetta. Skoð-
anakönnun frá 8. september sl. sýn-
ir að enn aukum við hlustun meðan
hún minnkar hjá öðrum útvarpS-
stöðvum.“
Nú er útvarpsstjóri yfirlýst'ur
sjálfstæðismaður, en því verið
fleygt að á dægurmálaútvarp-
inu starfi eingöngu „kommar",
hvernig gengur samstarfið?
„Mér finnst ágætt að vinna með
Markúsi. Staðreyndin er sú að við
höfum lagt faglegan metnað í þetta
útvarp og höfum bæði ánægða og
óánægða hlustendur án tillits til
pólitískra skoðaná þeirra, sem ég
tel vera mjög jákvætt. Við emm
með 70 til 80 talmálsliði á viku, svo
það gefur augaleið að við hittum
margt fólk. Samfelld gagnrýnin
umfjöllun er það sem gildir."
— En hvar ert þú annars í
pólitíkinni?
„Ég er maður breytinganna,"
segir hann og ætlar ekki að láta
króa sig af.
„Vissulega var hér ákveðinn titr-
ingur fyrst,“ heldur hann áfram,
„og sagt að þetta væru allt „komm-
ar“ . á dægurmálaútvarpinu. Það
hefur aldrei valdið mér áhyggjum,
enda rangt. Hitt hef ég heyrt og
finnst öllu alvarlega, og það er að
þettasé „karlaútvarp".
Hér á Rás 2 starfa mjög færar
konur en þær eru fáar á dægur-
málaútvarpinu. Við þurfum að fá
fleiri til liðs við okkur. Ekki einung-
is til að fá annan tón og áferð,
heldur einnig til að fá aðrar hug-
myndir. Konur hafa rætt um að þær
eigi erfitt uppdráttar á vinnustöðum
og það getur verið rétt. Hér hjá
okkur eins og annars staðar. Þegar
staða losnar hér á dægurmálaút-
varpinu, þá sækja um tíu karlmenn
á móti einni konu og við þurfum
fólk með reynslu.
Þetta er hart keyrð lítil ritstjóm,
blóð og sviti allan daginn, við störf-
um hér átta og sendum út í fimm
klukkustundir hvern virkan dag.
Því gefast fá tækifæri til að þjálfa
upp nýtt hæfileikafólk. En vonandi
breytist það nú þegar við erum orð-
in stór og sterk.
Varðandi samstarfið á deildinni,
þá hefur það gengið vel. Félags-
andinn er góður en við erum hörð
hvert við annað, kyngjum bæði
hrósi og ákúrum á hveijum degi.“
— Þetta er harður heimur?
„Já, þetta er harður heimur, en
ég held að vel hafi til tekist.“
— Verður þú aldrei þreyttur á
þessu?
„Ekki þreyttur á starfinu, en
auðvitað er maður oft úrvinda og
kemur út með skottið milli lappanna
þegar illa hefur gengið.
Hins vegar fæ ég mikil viðbrögð
frá fólki og þau em nærandi. Þau
em orkulindin mín.“
Hefur „skelin" ef til vill harðnað
í þessum óvægna heimi?
Nei, ég tek það jafn nærri mér
og fyrr ef mér finnst eitthvað fara
úrskeiðis. En ég er kannski fljótari
að afgreiða ómaklega gagnrýni, er
hættur að láta hana pirra mig.
Fyrst þegar við byijuðum vorum
við alltaf í varnarstöðu, en það gild-
ir ekki lengur. Ég tel mig þekkja
útvarp það vel að ég geti lagt kalt
mat á þá gagnrýni sem við fáum.
Tilfínningaleg hitamál eru erfið-
ari. Við fjölluðum um ástandið á
Patreksfirði þegar mest gekk á og
vorum með sérstakan símatíma.
Þarna var fólk að missa eigur'sínar
og það hljómaði kannski kaldrana-
lega þegar ég spurði viðmælanda
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989
C 17
Qtvarpspersóna mín er
VONANDISKÝR, EKKISÚ
PERSÓNA SEM ÉG ER HEIMA
HJÁ MÉR A KVÖLDIN EÐA
HJÁ FORELDRUM MÍNUM Á
SUNNUDÖGUM.
ÉG ER KANNSKIFLJÓTARI
AD AFGREIÐA ÓMAKLEGA
GAGNRÝNI, ER HJETTUR AÐ
LÁTA HANA PIRRA MIG.
ÉG TREYSTIÞVÍ ALLTAF
AÐ FÓLK MUNDIKOMA
NIÐUR Á JÖRÐINA, OG
ÞEGAR ÞAÐ KOM ÞÁ TÓKUM
VID Á MÓTI ÞVÍ.“
minn: Af hveiju flyturðu ekki til
Reykjavíkur?
En ég lít ekki svo á að hlutverk
mitt sé að láta vita hvar samúð
mín liggur. Ég spurði á þennan
hátt til að fá sannleikann fram og
skýr svör.
Það komu fram mikil viðbrögð
við þessum þætti og ég fékk að
heyra það frá mörgum að þetta
hefði verið gott útvarpsefni. En það
komu líka hvít blóm og kort áritað
eitthvað á þessa leið: Patreksfjörður
var tekinn af lífi þ. 10 sept. sl,
útförin hefur farið fram í Þjóðarsál-
inni, blóm og kransar vinsamlegast
sendist til Reykjavíkur.
- Þetta eru harkalegustu viðbrögð
sem ég hef fengið, næstum eins og
morðhótun. Þarna hefur einhver
orðið sár. Mér fannst ég samt ekki
hafa gert neitt rangt. En ég las
kortið upp í þættinum, kom því á
framfæri að ég hefði móttekið
þetta.“
— Þú ert nú dálítið frakkur.
„Já, það er ég. Vinnuaðferð mín
er að vera snöggur upp á lagið.
Ég tel það móðgun við hlustendur
að vera ekki ákveðinn. Samband
útvarpsmannsins og hlustandans
getur orðið svo firrt. Eg er alla jafna
ekki að hugsa um viðmælanda
minn, ég er að hugsa um hlustand-
ann þegar ég bý til útvarp, ekki
að koma mér í mjúkinn hjá ein-
hveijum."
Mörgum finnst Stefán vera með
eigin skoðanir í útvarpinu og
ég nefni það við hann. Hann
leiðréttir mig og segist vera með
skoðanir, en alls ekki eigin nema
þegar umræður leyfa.
En að hvað miklu leyti telur hann
að útvarpsmaður eigi að halda per-
sónu sinni til baka?
„í þeirri tegund sem útvarp okk-
ar er göngum við langt í því að
vera persónuleg, ég hvet fólk mitt
til að vera persónulegt án þess þó
að reka áróður. Við erum félagar
fólksins í dagsins önn, bæði góðir
og slæmir eins og gerist með fé-
laga, en alltaf fólk af holdi og blóði
sem talar við hlustandann.
Útvarpspersóna mín er vonandi
skýr, ekki sú persóna sem ég er
heima hjá mér á kvöldin eða hjá
foreldrum mínum á sunnudögum.
Ég held að allir útvarpsmenn ættu
að spyrja sig: Hvernig útvarps-
persóna vil ég vera? Og þróa hana
síðan.
Ég vonast ef til vill eftir að fólk
telji mig vera víðsýnan „húmanista“
og ég tel mig raunar vera það. Það
TT—I-------' I- , ! I , i"
auðveldar mér oft að vera kald-
hæðinn. Það á þó ekki alltaf við,
ekki þegar haft er viðtal við litla
stúlku sem hefur tapað kisunni
sinni. Það er alltaf ákveðinn þrösk-
uldur sem maður fer aldrei yfir.“
— Nú ert þú framfærinn maður,
varstu svona sem barn?
„Mér finnst ég ekki framfærinn."
— Nú jæja, en hvernig uppeldi
telurðu þig hafa fengið, hvað mót-
aði þig?
Hann hlær: „Á ég nú að fara að
tala um pabba og mömmu!?“
Svo verður honum orðfátt, sem
kemur ekki oft fyrir, segir svo loks
eftir að hafa horft á tölvuna sína
drykklanga stund: „Hvaðan kemur
áhugi á einhveiju?
Ég held að ákveðin heimsleg sýn
hafi verið á heimili mínu. Móðurafi
minn var skipstjóri, faðir minn var
einnig sjómaður og átti mikið safn
siglinga- og ferðabóka sem ég
drakk í mig. Það var mikið hlustað
á útvarp heima og ég man að alltaf
áður en ég fór í tímakennsluna til
séra Árelíusar þá hlustaði ég á
Axel Thorsteinsson segja Lundúna-
fréttir. í útvarpsleikritum var alltaf
þoka og spenna í Lundúnum. Þetta
kom allt heim og saman. Því hlust-
aði ég andaktugur á Axel áður en
ég fór út í hríðina til að læra að
stafa.
Ég var heillaður af útvarpinu og
þessum stóra heimi. En ég var ekk-
ert ákveðinn í að gerast útvarps-
maður og kannski geri ég eitthvað
annað seinna, vonandi."
Stefán Jón hefur stundum „hald-
ið framhjá" Ríkisútvarpinu og starf-
að á vegum Rauða krossins við
hjálparstörf í þriðja heiminum. Ég
spyr hann hvaðan áhuginn á slíkum
málefnum sé kominn.
„Árið 1979 fór ég í frí til Suð-
austur Asíu. Maður hættir auðvitað
aldrei að vera útvarpsmaður, og þar
fylgdist ég með starfsmönnum
t rrn----------------------------
Rauða krossins í Thailandi og
Kambódíu og fannst þetta afar
merkilegt fólk og duglegt. Ég fór
á námskeið hjá Rauða krossinum
og var sendur til höfuðstöðvanna í
Genf 1984. Þaðan ferðaðist ég til
Eþíópíu og Súdan sem upplýsinga-
fulltrúi, en á þessum tíma ríkti
mikil hungursneyð í þeim löndum.
Síðan hef ég unnið við fleiri störf
í Afríku.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á málefnum þriðja heimsins. Ég
held að þekking á fjarlægum lönd-
um sé ein leiðin til að vera gildandi
í starfi útvarpsmannsins.“
Skoðanakannanir sýna að Rás 2
blómstrar meðan einkastöðv-
arnar njóta minni vinsælda og
ég spyr Stefán Jón hver skýringin
sé á því?
„Ríkisútvarpið fékk rafstuð þeg-
ar einkastöðvarnar byijuðu. En
einkastöðvarnar byggðu á veikum
grunni, það skorti ekki áhugann og
kraftinn en úthaldið höfðu þeir ekki.
Þetta var eins og maraþonhlaupari
sem byijar á því að taka á sprett
og springur því fljótlega. Svo fannst
mér þeir hlaupa í öfuga átt líka,
en það er þeirra mál.
Við höfðum 60 ára sögu að baki
okkur og ég vissi að við mundum
vinna á úthaldinu. Rás 2 fékk
reyndar líka óskastartið á sínum
tíma, þetta var eitthvað nýtt og
fólk hlustaði. Íslendingar eru nýj-
ungagjarnir. En þegar nýjabrumið
er farið, hvað þá?
Við höfum haft tíma hér og höf-
um ekki tekið þátt í samkeppni frá
degi til dags, heldur hugsað fram
í tímann. Ég hef mynd í kollinum
af því hvernig útvarpið okkar verð-
ur eftir tíu ár.“
Ekki vill hann lýsa þeirri mynd,
en segir svo að Stjarnan hafi verið
„útvarpspartý" þar sem menn
skemmtu sér og dönsuðu fram á
rauða nótt, en daginn eftir voru
allir farnir og ekkert eftir nema
tómar flöskur. „Ég er líka viss um,
að hefði Bylgjan haldið áfram á
þeirri braut sem hún byijaði á, en
ekki farið út í samkeppni við Stjörn-
una sem poppútvarp, þá stæði hún
betur að vígi núna. Á fyrsta ári
tóku þeir líka mikið af rekstrarfé
til að greiða hluthöfum arð.
Ég treysti því alltaf að fólk mundi
koma niður á jörðina, og þegar það
kom þá tókum við á móti því.“
— Hver heldurðu að þróunin
verði hjá sjónvarps- og útvarps-
stöðvum hér á landi?
„Mér finnst Stöð 2 vera ævin-
týralegt dæmi, sjálfsagt senda þeir
út áfram ef fjárhagurinn gengur
upp. En mér sýnist þeir ætla að
setjast á myndlyklana sína svo ekk-
ert bendir til að þriðja sjónvarps-
stöðin sé væntanleg.
Ég hef þá trú að hér verði áfram
ein eða tvær útvarpsstöðvar sem
verða að mestu með popptónlist,
missterkar að vísu, því hér er alltaf
ákveðinn hópur sem vill fá sitt popp!
Útvarpið okkar hentar ekki öllum
í einu. En hvað okkur varðar þá
erum við búin að sanna að Ríkisút-
varpið nýtur hylli hlustenda. Fólk
var spurt í skoðanakönnun til hvaða
stofnunar það bæri mest traust til.
RÚV var efst, 66% sögðust treysta
Ríkisútvarpinu.
Þannig að fólk hlustar á Ríkisút-
varpið sem fyrrum. Aftur á móti
kann framtíð þess að ráðast af
pólitískum ákvörðunum. Okkar líf
er undir pólitík komið.
En ef tekin verður ákvörðun um
að skera af RÚV, draga úr hlut-
verki þess, þá óska ég eftir að slíkt
verði tilkynnt opinberlega. Ekki að
Ríkisútvarpinu verði látið blæða
hægt út í þeirri von að enginn taki
eftir því.“
fl Laeriö í USA:
k5- o O Fræðslufundur um nám við Pacific Lutheran University
Pacific Lutheran University (PLU) var stofnaður af norskum innflytjendum árið 1890 og hefur ávalit haldið sambandi við IMorðurlöndin. Margir kennarar og nemendur eru af norrænu bergi brotnir og yfir 60 nemendur frá IMorðurlöndum (þ.á.m. nokkrir íslendingar) stunda nú nám við PLU.
VZ terkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! s PLU er mjög vel metinn einkaháskóli. Hann er frekar litill (u.þ.b. 4000 nemendur) og þægilegur, og er staðsettur í Tacoma í Washington-fylki, 60 km. suður af Seattle, við vesturströhd Bandaríkjanna. Meðal þess sem skólinn býður upp á er: • B.A. nám í fjölmiðlafraeði, kennslufræðum, listum, tónlist og skandinavískum fræðum; • B.S. nám í tölvuverkfræði, hjúkrun og íþróttum; • B.B.A. og M.A. nám í viðskiptafræði;
• B.S. og M.A. nám í tölvufræði.
Á vegum skólans eru í boði styrkir, sem borga a.m.k. hluta af skólagjaldinu.
IJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! JltarðiiiiWafrffr Charles Nelson, háskólaritari hjá PLU, er kominn til landsins í heimsókn og mun halda fræðslufund um nám við PLU: miðvikudaginn 4. október, kl. 20.30 í Norræna Húsinu. Allir velkomnir! (|®I)PACIFIC LUTHERAN UNIVERSITY Tacoma, Washington 98447
VETRARSTARHD
HAFID!
Innritun í alla flokka
SUÐURVER HRAUINIBERG
S. 83730
S. 79988
FÍD.