Morgunblaðið - 01.10.1989, Page 19

Morgunblaðið - 01.10.1989, Page 19
f MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTOBER 1989 C 19 Fyrirtækin tílkynni sig m ilkynningareyðublað verður sent öllum þeim sem taldir eru virðisaukaskattsskyldir. Eyðublað þetta er áritað með upplýsingum um viðkomandi starfsemi. Ef þú færð eyðublað með upplýsingum sem þú telur ekki vera réttar ber þér að leiðrétta þær. Tilkynningareyðublaðið á að senda skattstjóra fyrir 31.október1989. Bókhald og reikningsform fyrirtækja þarf að vera tilbúið ítækatíð íauðsynlegt er að fyrirtæki fari að búa sig undir virðisaukaskattinn nú þegar. Það er mikilvægt fyrir þau að bókhald og tekjuskráning séu í góðu lagi. Sérstök athygli skal vakin á því að innskattur fæst ekki dreginn frá útskattlnema innskatturinn komi fram á löglegum reikningi. Upplýsingar um virðisaukaskatt um allt land munu veita um virðisaukaskatt. Upplýsingarit hefur sent til gjaldskyldra fyrirtækja. Fyrirspurnum um einstök vandamál varðandi virðisaukaskatt er svarað í sérstökum upplýsingasíma RSK. Hvers vegna virðisaukaskattur? rkmið stjórnvalda með því að taka upp virðisaukaskatt er að bæta samkeppnisstöðu íslenskrarframleiðsluvöru, bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Víðast í Vestur-Evrópu hefur virðisaukaskattur verið tekinn upp. Virðisaukaskattur er einnig taiinn treysta skattskil, jafnframt því að auðvelda innheimtuna. • Frádráttarheimild virðisaukaskattsins bætir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum, bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Ástæðan er sú að innskattur af rekstrarvörum fæst frádreginn. • Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja jafnast innbyrðis. Fyrirtæki sem er að byggja upp aðstöðu og búnað, þ.e. þarf að fjárfesta, ber í núverandi kerfi meiri kostnað af söluskatti en rótgróið fyrirtæki. Þetta vandamál erúrsögunni í virðisaukaskatti. • Virðisaukaskatti er ætlað að treysta skattskil. Innheimtan dreifist á fleiri aðila og þar af leiðandi verða upphæðirnar lægri hjá hverjum. Einnig verður stór hluti skattsins innheimtur í tolli en það treystir skattskil. • Skýrari reglur um skattskyldu ásamt færri undanþágum auðvelda innheimtu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.