Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 22
MORGUNBLABIÐ- MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 22 C teknar upp frá fyrra leikári vegna góðrar aðsóknar. Þar er annars veg- ar um barnaleikritið Óvita að ræða eftir Guðrúnu Helgadóttur og hins vegar Haustbrúði eftir Þórunn Sig- urðardóttir. Ef við lítum aðeins nán- ar á nýju verkefnin, þá kemur í ljós að reynt er að höfða tii sem flestra. I nóvember verður aftur á ferðinni breskt efni, gamanleikurinn „Lítið fjölskyldufyrirtaíki" eftir Alan Ayck- bourn. Hann er einn af vinsælustu leikritahöfundum Breta í dag, þykir lýsa vel taugaveiklun miðstéttarinnar bresku. Áður hafa verið sýnd eftir hann hér á landi leikritin „Rúmrusk“ og „Óánægjukórinn". Ætli íslensk miðstétt kannist við sömu einkenni og sú breska? Fer hún í leikhúsið og hlær að sjálfri sér? Um jólin verður svo sýnt eitt af frægustu verkum spænska skáldsins Federico Garcia Lorca, sem heitir í nýrri þýðingu Guðbergs Bergssonar „Heimili Bernhörðu Alba“. Þjóðin hefur að undanförnu fengið dágóðan skammt af Spánveijanum. Bæði hef- ur sjónvarpið sýnt 6 þátta fram- haldsmyndaflokk um ævi hans og störf, svo og kvikmynd sem byggist á leikritinu um „Hús Bemhörðu Alba“, eins og það heitir í þýðingu Einars Braga. Sú þýðing verður Ólafur Haukur — saga úr plássi. 1Æ1VL\AS1? /Hvernig má byggja Þjódleikhúsid uppf EKKERT LEIKHUS ÁNÁHORFENDA Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur opinber umræða um Þjóðleik- húsið snúist upp í vægðarlausa gagnrýni á fjármálastjórn þess og list- ræna stefnu. Sú gagnrýni hefur annars vegar komið beint frá þeim ráðuneytum sem sinna menningar- og fjármálum þjóðarinnar, sem eru ekki allskostar sáttir við hallarekstur hússins, og hinsvegar frá sérfræð- ingum á sviði leiklistar. Auðvitað er öll umræða um leikhús og listir nauðsynleg og sjálfsögð í þessu svokallaða upplýsta nútímaþjóðfélagi. Spurningin er þó alltaf hvernig á hún að fara fram og til hvers? Umræð- an um Þjóðleikhúsið hefur að flestu leyti verið á neikvæðu nótunum, það hefur verið hamast á staðreyndum um það sem illa hefur farið, maður bjóst alveg eins við að húsinu yrði lokað nú með haustinu. laugardag og skoðuðu húsið. Fínt Það var því mjög ánægjulegt að sjá starfsfólk Þjóðleikhússins klætt leikbúningum í helstu stór- mörkuðum bæjarins vekja athygli á vetrardagskrá hússins með dreifíngu kynningarbækl- ings um hana. Jafnframt var al- menningi boðið að heimsækja og skoða leikhúsið undir leiðsögn leik- ara og annars eftir Hlín starfsfólks. Sam- Agnarsdóttur kvæmt fréttum tókst þessi kynning í alla staði vel, því um 5.000 manns komu þennan áróðursbragð og góð byrjun á leikár- inu. En betur má ef duga skal, þetta var aðeins byijunin. Mér fannst eins og þessi viðleitni Þjóðleikhúsmanna í upphafi leikárs benti til þess að nú þyrfti að gera stórátak til að flytja leikhúsið til fólksins, gera það að eign þess sjálfs. Ekkert leikhús er til án áhorfenda — jafnvel þótt áhorf- andinn sé aðeins einn í salnum, eng- inn skóli án nemenda, engin kirkja án söfnuðar. Fyrsta frumsýning leikársins er nú afstaðin. Söngleikurinn Oliver var keyptur innpakkaður og tilbúinn frá Bretlandi og er í beinu framhaldi af þeirri útlensku söngleikjahefð sem skapast hefur í Þjóðleikhúsinu á und- anförnum árum. Þar hefur Leikfélag Reykjavíkur staðið sig betur í að fá innlenda höfunda til að semja nýja söngleiki um íslenskan veruleika. í upplýsingabæklingi Þjóðleikhússins kemur fram að húsinu verði lokað vegna viðgerða nk. vor. Fram að þeim tíma ætla listamenn þess þó að bjóða upp á sex ný verkefni, fyr- ir utan tvær sýningar sem verða Oliver — innpakkaður frá Bretlandi. reyndar leikin norður á Akureyri með haustinu. Efni leiksins ætti því ekki að fara framhjá neinum, hér er á ferðinni mikil dramatík þar sem kon- ur skipa hvert hlutverk. Einhver leik- húsmaður sagði á ráðstefnu að þegar leikhússtjórnir fengju samviskubit yfir verkefnaskorti leikkvenna sinna, þá væri „Hús Bemörðu Alba“ sett á svið. Kannski felst eitthvert sannleik- skorn í þessu. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að höfundar, ekki síst konur skrifí bitastæð kvenhlutverk. Það verður vissulega spennandi að sjá reyndustu og bestu leikkonur þjóðarinnar takast á við konurnar hans Lorca — það er heldur ekki á hveiju ári sem leikhúsáhugafólki gefst kostur a því að sjá og bera saman tvær uppfærslur á sama verk- inu. í báðum tilvikum eru það kon- ur, sem leikstýra og hanna leik- mynd. Þetta leikrit Lorca var sýnt hjá LR 1965 og flutt í útvarpi 1988. En meira um Bernörðu seinna. „Saga úr plássi" er vinnuheiti á nýju íslensku leikriti, sem Ólafur Haukur Símonarson er að skrifa fyr- ir Þjóðleikhúsið. Ólafur er nú að verða einn afkastamesti leikritahöf- undar þjóðarinnar, annað verk eftir hann verður einnig á hinum nýju fjöl- um Borgarleikhússins eftir áramótin. En eins og segir í kynningarbæklingi Þjóðleikhússins, þá hvílir enn leynd yfir innihaldi verksins. Við bíðum þá bara og sjáum hvað setur. Fyrir utan samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og íslensku óper- unnar (I Pagliacci og Carmina Bur- ana) er væntanleg með vorinu ný íslensk revía, sem Spaugstofu-bræð- ur standa að, Þótt Þjóðleikhúsið dragi nú seglin saman og fækki verk- efnum þá fá flestir eitthvað við sitt hæfi. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er leiklistin eina listgreinin sem getur sýnt okkur alla dýpt og breidd mann- félagsins og mannssálarinnar með holdi og blóði, hlátri og gráti á leik- sviðinu. Eriginn miðill kemur í stað- inn fyrir leiklistina, þar sem lifandi og náið samband skapast milli sviðs- ins og áhorfandans. Viljum við lifa ánleikhússins? I kjölfar ytri breytinga og viðgerða á Þjóðleikhúsinu verður að koma innri uppbygging — jákvæð umræða og endurnýjun á listrænni starfsemi og skipulagi, sem þjónar bæði áhorf- endum og listamönnum hússins. Pen- ingar skipta þar máli, gamla mót- hverfan milli peningasjónarmiðanna og listræna innihaldsins verður alltaf til staðar og eyðist ekki af sjálfri sér. Það verður alltaf spurt: Hvernig leikum við best með þá peninga sem við höfum og hvemig fáum við meiri peninga til að leika okkur með? KVIKMYNDIRÆfc^r var þessi Hanussen? Hann sáframttöina ogframtídin varHitler Eftirtektarverðustu myndum á komandi Kvikmyndahátíð Listahátíðar í Reykjavík er ung- verska myndin Hanussen eftir Ist- van Szabo með Klaus Maria Brand- auer í titilhlut- verkinu en það er þriðja myndin eftir Szabo með Brand- auer í aðalhlut- verki sem gerist í Mið-Evrópu við upphaf nasismans. Indriðason Hefðir þú búið í Berlín við lok þriðja áratugarins og upphaf hins fjórða þegar nasistabil- unin var að skjóta rótum í Þýska- landi má vera að þú mundir kann- ast við nafnið Hanussen. Það var sviðsnafn sjáandans Klaus Steins- hneider sem skemmti fólki með því að lýsa hlutum með bundið fyrir augun er sjálfboðaliðar innan áhorf- endahópsins földu á sér. En fræg- Klasu Maria Brandauer — í hlutverki Hanusser ’áleiðirkonu til þess að kveikja í leiktjaldi. astur varð hann þó þegar hann spáði fyrir um það að Hitler yrði kanslari arið 1933 og að kveikt yrði í þinghúsinu. Eftir að hafa verið í kynnum við nokkra leiðtoga nasista féll Hanussen hljóðlega í ónáð og tveimur vikum áður en Hitler tók öll völd í sínar hendur fannst sjáandinn liggjandi í skógun- um utan við Berlín, skotinn í gegn- um höfuðið. Af hveiju hann var skotinn er ráðgáta. í sögu þessa furðulega manns hefur Szabo fundið efnivið í nýjustu mynd sína. Szabo (hann kemur til landsins í boði Kvikmyndahtíðar) er þekktastur fyrir myndir sínar Mefistó, um frægan leikara sem kýs að vinna með nasistum, og Redl ofursti, um foringja í her Austurrík- is-Ungveijalands er svíkur föður- land sitt. „Þetta eru sögur um Mið- Evrópu en ekki aðeins um Þýska- land,“ sagði leikstjórinn um myndir sínar í samtali við The New York Times fyrr á árinu. „Austurríki, Ungveijaland og Tékkóslóvakía gengu í gegnum sömu reynslu og Þýskaland; heimsveldishrunið, fyrri heimsstyijöldin, efnahagskreppan eftir stríðið og uppgangur nasism- ans. Þannig að þegar ég fjalla um þýskar persónur, fjalla ég í leiðinni um sögu okkar allra.“ Szabo lítur svo á að allar þessar þijár myndir hans takist á við sama vandamálið; hvernig bregst ein- staklingurinn við samtíð sinni. „Hetjan í Mefistó er opinn fyrir hverskyns málamiðlunum, Redl ofursti ákveður að vera trúr hugsjón keisaraveldisins en ekki keisara- veldinu sjálfu og Hanussen er ein- staklingshyggjumaður sem heldur að hann geti bjargað mannkyninu með einstaklingshyggju sinni.“ Saga hins raunverulega Hanuss- en og Hanussens Szabos er í mörg- um atriðum mjög frábrugðin. „Eg held aðeins fjórum atriðum óbreytt- um,“ sagði leikstjórinn, „sviðsnafni hans, það að hann var sjáandi og að hann sá fyrir uppgang Hitlers og þinghúsbrunann. Öllu öðru breytti ég vegna þess að það eru í rauninni svo litlar upplýsingar til um manninn. Hann gaf út eigið fréttablað en það var hörmulega skrifað. Seinna komst ég að því að svipaðar persónur voru til í Tékkó- slóvakíu og Ungveijalandi — á þess- um tíma voru sjáendur í mikilli tísku — svo ég blandaði þessum þremur saman.“ Hann ver ákvörðun sína með því að segja að Hanussen eigi ekki að vera söguleg heimild heldur táknmynd, fulltrúi tímabilsins og andrúmsloftsins sem ríkti. Þótt hann hafí breytt persónunni, segir hann, hefur hann ekki skrumskælt söguna. „Ég hef ábyrgðartilfinn- ingu og mig langar ekki að breyta sögunni." I stuttu máli. Munið eftir Hanuss- en þegar kemur að Kvikmynda- hátíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.