Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 26
T£ 3
26 C
_______ C86I H3aÖT^0 ■ tHUOAQUMMUg QIÖAJaMUOflOM
.......MORGUNBLAÐIÐ ‘Iwll N1MINGAR SÚNNUDAGUK í. OKTÓBER 1989
HuldaD.Jóns-
dóttir - Minning
Fædd 18. ágúst 1920
Dáin 23. september 1989
Enn á ný hefur „maðurinn með
ljáinn“ höggvið stórt skarð í vina-
hópinn. Fyrir tæpum 6 mánuðum
lést Elsa Engilbertsdóttir, aðeins
49 ára að aldri og nú 23. septem-
ber sáum við einnig á bak móður
hennar Huldu, sem nýlega varð 69
ára. Þó svo að árin hafi verið orðin
þetta mörg, var nú svo að manni
fannst Hulda alls ekki vera gömul,
enda glæsileg kona í útliti og fram-
komu. Annað var það líka sem gerði
það að maður gleymdi aldrinum,
en það var samband hennar við
okkur yngra fólkið. Við hana talaði
maður eins og jafnaldra. Og hún
var vinur manns. Það var æði oft
íjörugt á heimilinu hjá Inga og
Huldu, enda bömin 5, og þegar
allir voru samankomnir með mökum
og börnum eins og til dæmis á jóla-
dag, en það var nú fastur liður þar
til allra síðustu árin, þá var Hulda
í essinu sínu og allir fundu hve
velkomnir þeir voru. Hulda var í
eðli sínu viðkvæm kona en bar sig
með afbrigðum vel á sorgarstund-
um. Þau urðu fyrir þeirri sáru
reynslu að missa son sinn, Kristin
Jón, árið 1970, aðeins 27 ára gaml-
an. Hann var kvæntur undirritaðri
og við áttum tvö böm sem nú trega
ömmu sína. Fyrsta barn þeirra og
eina dóttir þeirra var Elsa Valdís,
sem lést eins og áður sagði á þessu
ári. Hún lét eftir sig eiginmann, Jón
Guðmundsson, og 5 böm. Eftirlif-
andi synir þeirra eru Engilbert,
kvæntur Ragnheiði Brynjólfsdóttur,
eiga þau eina dóttur. Bergþór,
kvæntur Sóleyju Bennu Guðmunds-
dóttur, þau eiga 2 böm. Yngstur
er Jón Norðmann, kvæntur Guð-
björgu Vallaðsdóttur sem einnig
eiga tvö börn, en Jón átti dóttur
fyrir. Og barnabarnabömin eru orð-
in 8. Það má segja að það þurfi
sterkar taugar til að þola slíkar
raunir sem Hulda og Ingi hafa gert
með miklum dugnaði. Fyrir rúmum
2 árum varð Hulda að gangast
undir hjartaaðgerð í London, sem
heppnaðist vel. Því varð það óskap-
legt áfall er upp kom sú staða að
enn á ný varð hún að gangast und-
ir stóra aðgerð, rétt eftir missi dótt-
urinnar sem lést eftir stutta en
mjög erfiða baráttu. Maður á nú
ekki mörg orð huggunar Inga og
bömunum hennar Elsu til handa,
því vissulega hafa þau misst mest.
En Hulda hafði trú á lífi eftir þetta
líf, og það verður að vera okkur
huggun. Ég trúi að vel hafi verið
tekið á móti Huldu af dóttur og
syni. Ég vil taka mér það bessa-
leyfi að þakka starfsfólki gjör-
gæsludeildar Landspítalans fyrir
frábæra umönnun og sérlega hlý-
legt viðmót. Einnig sjúkrahúsprest-
inum, séra Braga Skúlasyni, sem
veitti okkur mikinn styrk á erfiðum
stundum. Ég og fjölskylda mín vilj-
um kveðja Huldu með versi sem
Hulda hélt upp á og valdi við jarðar-
för sonar síns fyrir 19 ámm.
Nú legg ég augun aftur.
Ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka.
Mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(S.E.)
t
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HULDU DAGMAR JÓNSDÓTTUR,
Eskihh'ð 16,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 2. október, kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd.
Engilbert Valdimarsson,
Engilbert Engilbertsson, Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
Bergþór Engilbertsson, Sóley B. Guðmundsdóttir,
Jón Engilbertsson, Guðbjörg Vallaðsdóttir,
Jón A. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN B. NÓADÓTTIR,
Bjarnarstig 9,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. október
kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu er bent á líknarstofnanir.
Jóel Jónsson,
Jón Jóelsson,
Þórdis Elín Jóelsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Móðir okkar, tengdamóðir, tengdadóttir og amma,
SIGURBJÖRG H. VALDIMARSDÓTTIR (ALLA),
siðast til heimilis að Selvogsgötu 19,
Hafnarfirði,
verður jarðungin frá Fríkirkjunni í
óber kl. 15.00.
Ólafur Sigurðsson,
Guðmar Sigurðsson,
Halldór Sigurðsson,
Sigrún Sigurðardóttir,
Einar Guðmundsson,
Hafnarfirði, þriðjudaginn 3. okt-
Guðbjörg Guðvarðardóttir,
Þóra F. Hjálmarsdóttir,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Ólafur Jóhannsson,
og barnabörn.
Hvíli hún í friði.
Nína og fjölskylda
Elskuleg tengdamóðir mín er lát-
in. Hún hefur nú lagt augun sín
aftur og kvatt okkar jarðneska líf
og eftir stöndum við máttvana. Já,
það var kona sem gekk til aðgerðar
full af bjartsýni, von og trú á lífið,
aðgerðar sem var nauðsynleg til að
hún mætti lifa lengur hjá okkur.
En stríðið varð „stutt“ og erfitt, og
„maðurinn með ljáinn sigraði".
Engu okkar sem kvöddum hana
daginn fyrir aðgerðina, svona and-
lega rólega og yfirvegaða, datt ann-
að í hug en að hún kæmist til góðr-
ar heilsu á ný. Eða eins og hún
sagði sjálf: „Verð sennjlega komin
heim eftir hálfan mánuð.“ En vegir
Guðs eru órannsakanlegir. í annað
sinn á fáum mánuðum er höggvið
stórt skarð í fjölskyldu okkar, en
Elsa einkadóttir tengdaforeldra
minna lést 7. apríl síðastliðinn, að-
eins 49 ára að aldri. Áður höfðu
þau misst son sinn Kristin Jón í
blóma lífsins, þá 27 ára. Andlát
barna sinna beggja tók Hulda afar
nærri sér, en þann harm bar hún
í hjarta, því það átti ekki við hana
að bera tilfinngar sínar á torg.
Ég var ung að árum er ég kynnt-
ist Huldu, eða tæplega 17 ára,
þannig að kynnin eru orðin löng.
Fljótlega komst ég að því að þarna
fór kona sem engin lognmolla var
í kringum. Hún var hrókur alls
fagnaðar á gleðistundum, bein-
skeytt í orðum svo maður vissi allt-
af hvar maður hafði hana. Stundum
kom það fyrir að við vorum ekki
sammála, en úr því var jafnan leyst
með góðu. Söng hafði hún „tengdó“
mikið yndi af og kom það meðal
annars fram í geysilegum áhuga
hennar á kórstarfi sem við hjónin
tökum þátt í. Mætti hún á þær fáu
söngskemmtanir sem okkar ungi
kór hafði haldið, jafnvel ein síns
liðs og skemmti sér konunglega.
Hugurinn leitar til baka og minn-
ingarnar streyma fram. Ég sé hana
fyrir mér í jólaboðum, þar sem hún
var jafnan í fararbroddi ánægð og
glöð með að hafa hópinn sinn í
kringum sig. í afmælum eilítið
gustmikla því umræður urðu ávallt
íjörugri þegar Hulda mín skaust
inn. Eða eins og ég sagði oft heima:
„Bíðið þið bara, Hulda mín fer að
koma og þá færist nú fjör í leikinn."
Fyrir rúmlega tveimur árum
gekkst Hulda undir stóra hjartaað-
gerð í London. Við Ingi tengdapabbi
fórum með henni. Þá kom best í
ljós glaðlyndi hennar og kjarkur,
því að þrátt fyrir að hún væri sjúkl-
ingurinn var hún sífellt að hugsa
um hvemig við hefðum það. Hún
var svo jákvæð og ákveðin í að ná
sér sem fyrst, að aðdáanlegt var
hve vel hún bar sig.
Hún náði sér aftur, og við feng-
um að njóta þess enn um tíma og
Kristín B. Nóa-
dóttir - Minning
Fædd 8. júlí 1923
Dáin 21. september 1989
Á morgun, mánudaginn 2: októ-
ber kveðjum við móðursystur mína
Kristínu B. Nóadóttur, eða Bubbu
frænku, eins og við kölluðum hana
ávallt.
Lát hennar kom eins og reiðar-
slag yfir okkur, því svo einkennilega
hugsaði maður að okkur fannst við
alltaf eiga Bubbu. Hún var aðeins
66 ára og engan veginn kominn
tími til að búa sig undir slíkt, sér-
staklega þar sem frænka mín kvart-
aði aldrei um veikindi og vann full-
an vinnudag allt til síðustu stundar.
Bubba frænka var hörkudugleg
kona og starfaði mörg síðustu árin
við matseld hjá Vegagerð ríkisins.
Hún lét oft í ljósi ánægju sína með
starf sitt og samverkafólk, sem var
mjög samhent.
Bubba var sérlega samviskusöm
kona, með afbrigðum hreinleg og
allt lék í höndum hennar. Hún var
föst fyrir og gerði skoðunum sínum
vel skil og stóð við þær. Hún hafði
líka smitandi hlátur sem kætti svo
marga og gleymist seint.
Frænka mín var lánsöm kona,
átti sinn góða mann Jóel Jónsson,
húsasmíðameistara, sem var einnig
besti vinur hennar, bömin sín tvö
Jón, húsasmið, og Þórdísi Elínu,
listakonu og síðast en ekki síst öll
ömmubörnin sem allt snerist um.
Bubba og Elli áttu fallegt heim-
ili á Bjarnarstíg 9, en sælureiturinn >
þeirra var sumarhúsið á Þingvöll-
um. Þangað komum við á afmælis-
daginn hennar nú í sumar og var
fagnað af þeim báðum. Sumarhúsið
er veglegt bæði að stærð og gerð,
hægt að búa þar sumar sem vetur
og óvenjuvel frá öllu gengið.
Það er svo margt sem kemur
fram í hugann svo sem samfundirn-
ir í sumar er við tókum sal á leigu,
hver kom með sína köku og við
héldum fjölskyldumót. Því miður
komust ekki allir, en við sem áttum
þessa stund þökkum hana.
Ég var beðin fyrir kveðju frá
t
Faöir minn, tengdafaðir og vinur,
ÁMUNDI KJ. ÍSFELD
fv. skósmiður og yfirstöðumælavörður,
Vesturgötu 16 b,
verður jarðsunginn þriðjudaginn 3. októberkl. 1 5.00 frá Fossvogs-
kirkju.
Sigurður Ámundason, Jóhanna Óskarsdóttir,
Eugenia Nilsen.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
móður minnar og ömmu,
ÁSLAUGAR ELÍASDÓTTUR,
Hjaltabakka 18,
Reykjavik.
Jóhann Guðmundsson
og barnabörn.
þökkum við fyrir það.
Foreldrar Huldu voru: Kristín
Friðrikka Guðmundsdóttir og Jón
Norðmann Jónsson, ættaður úr
Húnavatnssýslu. Hulda átti þijá
bræður, en aðeins einn þeirra, Berg-
þór, lifir systur sína, en Bjami og
Guðmundur em látnir fyrir allmörg-
um árum.
Eftirlifandi eiginmaður Huldu er
Engilbert Valdimarsson, en þau
gengu í hjónaband 26.12. 1940.
Börn þeirra urðu 5: Elsa Valdís (d.
í apríl sl.), maki Jón A. Guðmunds-
son, Engilbert, maki Ragnheiður
Brynjólfsdóttir, Kristinn Jón (d.
sept. 1970), maki Nína Guðleifs-
dóttir, Bergþór kvæntur undirrit-
aðri, og Jón Norðmann, maki Guð-
björg Vallaðsdóttir. Barnabörnin
eru orðin 13 og barnabarnabörnin
8.
Elsku hjartans Ingi minn, mig
skortir orð þér til huggunar, en ég
bið Guð að vernda þig, blessa og
styrkja í þinni miklu sorg. Minning-
in um góða konu lýsi þinn veg.
Að lokum við ég senda innilegt
þakklæti til starfsfólks gjörgæslu-
deildar Landspítalans, fyrir frábæra
umönnun og hjúkrun Huldu til
handa. Einnig alla hugulsemina við
okkur aðstandendur sem lýsti sér á
ýmsan hátt, bæði í hugsun og verki.
Séra Braga Skúlasyni sendi ég sér-
stakar alúðarkveðjur. Hann var
okkur sem ljós í myrkri með sinni
hjálp og handleiðslu. Hafið þið öll
sem eitt hjartans þakklæti fyrir.
Huldu mína kveð ég með þakk-
læti fyrir allt og allt og víst er að
líf mitt verður fátæklegra en áður
og söknuðurinn sár. Hafi hún góða
heimkomu til ástvina sinna sem á
undan eru gengnir.
Sem og mágkonu mína, Elsu,
kveð ég Huldu með sorg í hjarta
og tár á kinn.
Veri hún Guði falin.
Sóley Benna Guðmundsdóttir
Reyni syni mínum sem dvelur í
Danmörku við framhaldsnám og
getur því ekki verið viðstaddur út-
förina.
Góður Guð leiði frænku mína í
sinn eilífa faðm og sitt blessaða ljós.
Hafi hún þökk fyrir allt sem hún
var okkur.
Anna Ingibjörg
Benediktsdóttir
Blómastofa
Friðfimts
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öli kvöid
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.