Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989
Hjónaminning:
Kristjana Magnús-
dóttir — Þorvald-
ur Guðmundsson
Kristjana
Fædd 26. september 1899
Dáin27. maí 1989
Þorvaidur
Fæddur 10. maí 1899
Dáinn21.júlí 1989
„Deyr fé, deyja frændur." Smátt
og smátt kveður aldamótafólkið og
hverfur bak við fortjaidið í móðuna
miklu, þetta er lífsins saga að heils-
ast og kveðjast. Þau sem mig lang-
ar að færa kveðju, þó síðbúin sé,
eru hjónin Kristjana Magnúsdóttir
og Þorvaldur Guðmundsson, sem
bjuggu á Deplum í Stíflu öll min
uppvaxtarár. Ættum þessara hjóna
hafa verið gerð góð skil í fyrri minn-
ingargreinum og fer ég því ekki
frekar út í þann þátt. Þó að þessi
hjón væru um 20 árum eldri en
undirritaður, þá var samfélagið með
þeim hætti á þessum tíma, að ekki
gætti eins kynslóðabilsins eins og
síðar hefur gerst og áttu því ungir
og aldnir meira sameiginlegt í leik
og starfi, enn almennt gerist í dag.
Er hugurinn reikar til liðsins tíma
verður sjóður minninganna all ríku-
legur, þó fátt eitt verði hér skrá-
sett. Stíflan hefur löngum þótt mik-
il snjóakista og erfið búsetu á vetr-
um, þó þess gætti meir hér áður
fyrr meðan aðdrættir fóru fram
með eigin orku og þarfasta þjóns-
ins, sem iðulega var þó ekki hægt
að koma við á vetrum vegna snjóa-
laga. Eitt sinn var Stíflunni lýst
fyrir séra Sigurði í Hindisvík, mælti
hann þá þessa vísu af munni fram.
„Fljótin hafa fáir þekkt, faðmi vaf-
inn grónum, þar er afar yndislegt,
allt á kafi í snjónum." Þetta vísu-
kom lýsir Stíflunni með ólíkindum
vel og þeim andstæðum í móður
náttúru, þar sem voru vetrarhörk-
urnar og sumarblíðan með grasi
grónar fjallahlíðar frá rótum til
efstu brúna. Aður en tækniöldin hóf
göngu sína með vegum, bílum og
öðrum vélakosti reyndi mjög á þrek
og þol íbúanna inn til dala. Stíflan
er innsti hluti Fljótanna og var þeg-
ar hér um ræðir að ýmsu leyti sér
heimur með lifandi mannlífi, þar
sem ríkti samkennd og samhjálp
fólksins. Fólkið varð að vera í meg-
in atriðum sjálfu sér nóg, og að
vissu marki á hér við vísa Stefáns
G. „Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur. Smiður,
kóngur, kennarinn, kerra, plógur,
hestur.“ íbúar á fremstu bæjum
Stíflunnar gengu daglega undir
samheitinu Frambæingar og bænd-
urnir hver öðrum meiri að vallarsýn
og þreki, og kom það sér oft vel,
ekki hvað síst á vetrarferðum er
þeir buðu veðurguðum og öðrum
hindrunum byrginn og mörg hildin
háð á þeim vettvangi. Á uppvaxt-
arárum mínum minnist ég vel Þor-
valdar á Deplum, kannski fyrst og
fremst vegna líkamsbyggingar
hans og hreysti. Það fór ekki hjá
því að ungviðin, sem vildu vera
menn með mönnum, litu upp til
þessa dagfarsprúða manns og vildu
gjarnan líkjast honum, sem að sjálf-
sögðu gat aldrei orðið annað en
draumsýn og óskhyggja. Þorvaldur
var hvort tveggja í senn, mikilvirk-
ur og útsjónarsamur verkmaður og
viðbrugðið að öll störf léku í hönd-
um hans. Hann var smiður góður
þó ekki hefði hann lært iðnina ann-
ars staðar en í lífsins skóla. Hann
hafði ekki langt að sækja þessa
handlagni þar sem faðir hans var
annálaður og eftirsóttur smiður.
Eitt meðal annarra verka sem fylgdi
búskapnum var að bera upp hey í
tóft, því ekki voru heyhlöður til
nema að litlu leyti, þetta verk lék
í höndum hans sem önnur og þeim
heyjum var borgið til geymslu sem
Þorvaldur gekk frá. Hann þótti
járna hesta öðrum betur og vildi
margur njóta handa hans til að
prýða hófa gæðingsins. Ég minnist
þess að eftir að ég eignaðist hest
fór ég nokkrar ferðir heim að Depl-
um til að tefja bóndann frá bústörf-
um eða hvíldinni með kvabbi um
að járna reiðhestinn og ekki minn-
ist ég þess að hafa farið bónleiður
til búðar í þeim ferðum, þó ekki
væri boðin greiðsla fyrir viðvikið,
enda greiðslugetan trúlega fremur
lítil. Þorvaldur hafði gott meðalbú
eins og þau gerðust á þessum tíma,
en víst er, að það var mun afurða-
betra en almennt gerðist, því með
sanni má segja að tvö og þtjú höf-
uð væru á hverri kind og fallþungi
dilka með því mesta sem þekktist.
Af eðlisávísun hafði Þorvaldur
gott auga fyrir fjárrækt og ekki
skorti natnina og umhirðuna. Þá
þekktist ekki offramleiðsla land-
búnaðarvara og ekki þörf fyrir
framleiðslukvóta eða búmarki. Hey-
fengur var seinunninn, þar kom
tvennt til, lítil ræktun og engar
vélar, handaflið varð að duga til
þessara starfa sem og annarra.
En þrátt fyrir strit og annir fór
ekki hjá því að öðru hvoru kom
stund milli stríða þar sem bænda-
fólk leyfði sér að gera dagamun og
lifa lífinu. Á þeim stundum var
Þorvaldur hrókur alls fagnaðar og
skemmti bæði sjálfum sér og öðrum
við söng og létt hjal. En fyrst og
fremst var hann maður alvörunnar,
með sómatilfinningu og réttlætis-
kennd, hann hafði fastmótaðar
skoðanir á þjóðmálum og fylgdi
Framsóknarflokknum að málum.
Sumarið 1943 var byijað á raun-
verulegum framkvæmdum við
Skeiðsfossvirkjun. Þá um vorið
hafði Þoi-valdur tekið þá ákvörðun
að hverfa frá búskap í hönd far-
andi hausts og réð sig því í vinnu
við virkjunina. Svo æxluðust málin
að yið Þorvaldur vorum einu Fljóta-
mennirnir sem unnum þar allt
sumarið, annað vinnulið var frá
Siglufirði og víðar. Það atvikaðist
því svo að allt fram á haust unnum
við tveir saman við hin ýmsu störf.
Hann var þar sem annars staðar
vel liðtækur og yfirsmiðurinn fól
Bryndís Þórarins-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 14. ágúst 1958
Dáin 3. september 1989
Það er erfitt að trúa því að hún
Bryndís okkar sé dáin. Við sem höf-
um þekkt hana frá því við fyrst
munum eftir okkur. Hún kom inn á
heimili okkar tæplega 12 ára gömul
til að passa okkur systurnar. Þá var
önnur okkar nýfædd en hin að verða
4 ára. Hún aðlagaðist okkur fjöl-
skyldunni fljótt og hefur verið okkar
stóra systir síðan.
Nú þegar við lítum um öxl og
minnumst allra þeirra ijölmörgu
góðu stunda sem við höfum átt með
Bryndísi, þá er erfitt að taka út ein-
hveijar sérstakar, því þær eru svo
margar.
Við munum hvað það var alltaf
spennandi að fara með Bryndísi upp
í Steinagerði til foreldra hennar,
þeirra Oldu og Þórarins. Þar var
manni alltaf tekið opnum örmum og
í litla eldhúsinu var raðað í okkur
kræsingum. Þar voru uppáhalds-
kökurnar bakaðar.
Myndarskapinn hafði hún Bryndís
ekki langt að sækja, því þegar hún
stofnaði sjálf sitt eigið heimili þá
fengum við að kynnast hennar ljúf-
fengu réttum, enda Bryndís einstak-
lega dugleg að bjóða okkur systrun-
um í mat, einkum þegar foreldrar
okkar voru erlendis.
Það er ekki nema tæpt ár síðan
önnur okkar var ein heima í rúman
mánuð. Þá hringdi hún Bryndís
næstum daglega og sagði „Dögg,
ertu ekki svöng? Viltu ekki skella
þér til mín og fá þér að borða. Þú
verður að borða eitthvað þar sem þú
ert nú að lesa undir próf“. Matar-
boði hjá Bryndísi var ekki hægt að
neita, og bókunum var hent til hliðar
og skellt sér í einum grænum. Þetta
sýnir hvað hún bar mikla umhyggju
fyrir okkur og það er ómetanlegt að
hafa haft í kring um sig svo sterkan
persónuleika sem Bryndísi frá blautu
barnsbeini.
Þó svo að við eigum erfitt með
að skilja gerðir og vilja Guðs á svona
stundum, þá þökkum við honum fyr-
ir að hafa kynnst Bryndísi og átt
hana að í öll þessi ár. Vinátta henn-
ar og traust var okkur svo mikils
virði. Trú okkar er sú að við eigum
eftir að hittast aftur á öðrum tilveru-
honum ýmis störf, sem trúverðug-
heit þurfti sérstaktega með og
fylgdi ég honum sem trúr þjónn til
þessara verka og annarra. Já,
margs er að minnast frá liðinni tíð.
Þoi-valdur stóð ekki einn í
lífshlaupi sínu, þar var við hlið hans
traust og dygg eiginkona, Kristjana
Magnúsdóttir. Ung að árum bund-
ust þau þeim böndum, sem ekki
rofnuðu meðan bæði voru ofar
moldu, en hún lést 27. maí 1989.
Þorvaldur var þá orðinn saddur
lífdaga og óskaði þess eins að hann
fengi hvíldina sem fyrst, hvað hon-
um varð að ósk sinni 21. júlí sl.
Kristjana var af traustu bændafólki
komin og var því gott jafnræði með
þeim hjónum. Hún var sjálfstæð í
hugsun og athöfnum, höfðingi heim
að sækja og veitti gestum og gang-
andi af rausn.
Húsmóðurstarfið leysti hún af
C 27
rvjr
hendi með trúmennsku, var 'mynd:
arleg í verkum sínum, ól önn fyrir
sínu fólki og vildi veg þess sem
mestan. Kristjana var hæglát kona
í framkomu, barst lítið á, fremur
seintekin, en vinur vina sinna. Þau
hjón urðu kynsæl, eignuðust fimm
mannvænleg börn og barnabörn og
barnabarnabörn eru um fjörutíu.
En börn þeirra eru: 1. Guðmundur
bóndi á Laugarbökkum í Ölfusi,
giftur Gunnhildi Davíðsdóttur, Eg-
gertssonar bónda á Litla-Hamri í
Eyjafirði, og konu hans, Sigríðar '
Sigurðardóttur. 2. Magnús raf-
virkjameistari, búsettur í Osló. 3.
Guðný, gift Eiríki Ásgeirssyni vél-
virkja og verkstjóra hjá Landssmiðj-
unni, Guðmundssonar frá Þorfinns-
stöðum í Önundarfirði og konu
hans, Ingibjárgar Jóhannesdóttur.
4. Anna Snjólaug, starfaði lengst
af við hjúkrunarstörf, lést 5. nóvem-
ber 1967 aðeins 28 ára að aldri,
ógift og barnlaus, en í sambúð
síðustu átta árin með Ingólfi Sigur-
geirssyni bifreiðastjóra í Reykjavík,
5. Hörður bifvélavirkjameistari í
Kópavogi, giftur Ingibjörgu Þ.
Hallgrímsson hjúkrunarfræðingi,
Jóns Hallgrímssonar læknis í
Reykjavík og konu hans, Steingerð-
ar Þórisdóttur.
Leiðir liggja til allra átta segir í
ljóði einu, og Þorvaldur og Kristjana
fluttu til Sigluljarðar og ég til
Reykjavíkur, en ekki lét ég hjá líða
að heimsækja þau er ég var á ferð
á fornum slóðum þar nyrðra og
naut ég þar ávallt sömu gestrisninn-
ar og góða viðmótsins.
Að leiðarlokum þakka ég þessum
mætu hjónum góða samfylgd á
lífsleiðinni og efast ekki um að þau
hafa fengið góða lendingu á hinni
ókunnu strönd. Guð blessi ykkur
og varðveiti.
Guðmundur Jóhannsson x
t
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÖRUNDUR GESTSSON
frá Hellu,
lést í sjúkrahúsinu á Hólmavík föstudaginn 29. september.
Magnús Jörundsson,
Ragnar Jörundsson,
Lárus Jörundsson,
Guðfinna Jörundsdóttir,
Elenóra Jónsdóttir,
Vígþór Jörundsson,
Guðlaugur Jörundsson,
Arný Rósmundsdóttir,
Guðmunda Halldórsdóttir,
Ragnhildur ísaksdóttir,
Sjöfn Asbjörnsdóttir,
Guðrún Haraldsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GÍSLA PÁLS ODDSSONAR,
Suðurgötu 52,
Akranesi.
Ingileif Guðjónsdóttir,
Guðjón Gisiason, Valdís Guðnadóttir,
Oddur Gíslason, Björnfríður Björnsdóttir,
Egill Steinar Gfslason, Borghildur Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
stigum. Við biðjum góðan Guð um
að styrkja Öldu, Þórarin, Auði,
Bjarna, litla Þórarin Árna og alla
aðra ástvini á þessum erfiðu tímum
sem nú fara í hönd.
Gunna og Dögg
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Marmorex/Granít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034
222 Hafnarfjörður
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
Legsleinar
Framleiðum allar stæfðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
_______um gerð og val legsteina._
S.HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
■ —.—
í SKEMMUVB3I 46 SIMI 76677