Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 28
62 0
28 e
68ei aaaörao.
MORGUNBLXÐIÐ
,-SUNNUE
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur'
Guðmundsson
Heilsa Meyjunnar
í dag er það meyjarmerkið
(23.ágúst - 23.sept.) með til-
liti til líkamsfræði og heilsu-
mála. Eins og áður er rétt
að benda á að önnur merki
en sólarmerki hvers og eins
hafa einnig sit.t að segja. Ef
við eigum t.d. í erfiðleikum
með Tunglið í korti okkar er
allt eins líklegt að tunglmerk-
ið hafi meira að segja varð-
andi sjúkdóma heldur en sól-
armerkið. Eftirfarandi getur
því einnig átt við þá sem eru
með Tungl eða Rísandi í
Meyju.
Meltingarfœri
Einn ágætur vinur minn og
góður húmoristi sagði, bæði
í gamni og alvöru, að eftir
að Neptúnus fór inn í Meyjar-
merkið 1929 hefðu melting-
arsjúkdómar komist í tísku.
Það sem hann álti þarna við
er að Meyjan stjómar melt-
ingarfærunum en Neptúnus
tísku hvers tímabils. Aðal-
lega stjórnar Meyjan innyfl-
unum eða maga, ristli og
þörmum. Þegar Meyjan er
undir álagi er hætt við að
þessi starfsemi fari úr skorð-
um og hún fái í magann.
Meltingartruflanir niður-
gangur.ristilbólga, kviðslit
og Iífhimnubólga eru t.d.
meðal kvilla sem Meyjan er
veik fyrir.
Fœðið
Það er sjálfsagt engin tilvilj-
un að margar Meyjar eru
sérstaklega aðgætnar varð-
andi mataræði. I einstaka til-
vikum verður þetta að sér-
visku á háu stigi. Þá er farið
að spá mjög nákvæmlega í
það hvaða áhrif hver einstök
fæðutegund hefur á líkam-
ann. Sennilega eru hlutfalls-
lega flestar grænmetisætur í
Meyjarmerkinu af ölium
merkjunum. Þó slíkt eigi
kannski ekkí við allar Meyjar
er rétt að taka það fram að
þegar þær eru undir álagi,
hvort sem það tengist vinnu
eða einkalífi, að þá gæti þær
þess sérstaklega að borða
léttan og auðmeltanlegan
mat.
Taugar
Þar sem stjórnandi Meyjar-
innar, Merkúr, hefur einnig
með taugakerfið að gera á
þetta ágæta merki einnig til
að vera viðkvæmt á taugum.
Meyjan þarf að gæta sín á
því sviði. Allt rót og óregla
á vinnufélögum og sambýlis-
fólki o.þ.h. getur t.d. farið
illa í taugarnar á Meyjunni
og kallað á hið fræga tuð,
sem sjálfsagt er ekki síður
slítandi fyrir Meyjuna sjálfa
en umhverfið.
Fullkomnunarþörf
Hvað varðar hinn sálræna
þátt, sem örugglega getur
haft slæm áhrif á heilsuna
þegar ekki er allt í lagi, má
nefna fullkomnunarþörfina
og útfrá því sjálfsgagnrýni
sem getur á háu stigi leitt
til þunglyndis, sjálfspyntinga
og niðurrifs. Meyjan þarf að
gæta þess að gera ekki meiri
kröfur til sjálfrar sín en nauð-
syn krefur og gæta þess að
vera ekki alltaf að gagnrýna
sjalfa sig útaf smáatriðum.
Hún þarf að læra að slaka á
og vera svolítið kærulaus.
Að slaka á
Meyjan á einmitt oft og tíðum
erfitt með að slappa af, það
er stundum eins og hún sé
drifin áfram af innri mótor
sem aldrei stöðvast. Þannig
á Meyja til að slíta sér út á
vinnu.
Heilsumerkið
Að lokum má geta þess að
Meyjan er oft kölluð heilsu-
merkið, sökum oft og tíðum
brennandi áhuga á öllu sem
viðkemur heilsumálum.
GARPUR
BRENDA STARR
Fyfi/flGEFBO.. EH SEC.
/Héfí. ~ ffl/EBAJIG
FÉKF£TV WWU6A
'A BiAÐA-
/V/eajnskohm/ r.
SMAFOLK
I KNOU) IM NOT 5UPP0SEP
TO BE HERE, MARCIE, BUT I
KEPT THINKIN6 ABOUT YOU ANP
CUUCK UP HERE T06ETHER, ANP
IT U)A5 PRIVING ME CRAZV!
Ég veit að ég á ekki að vera hérna.
Magga, en ég var alltaf að hugsa
til þín og um Kalla hjá þér og ég
var að verða vitlaus!
Hvar er Kalli? Ég vil hitta hann.
Hann varð einmana og langaði að
hitta hundinn sinn svo að hann fór
heim.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Sumir samningar hafa á sér
yfirbragð fiskistofna — þeir eru
vænir og gefa góðan arð, en
þrátt fyrir hraustlegt og gott
útlit eiga þeir til að hrynja ef
ekki er farið að með ýtrustu
gát. Slemman hér að neðan er
af því taginu:
Suður gefur; NS á hættu.
Vestur
♦ G6.
¥8742
♦ 73
♦ ÁKG96
Norður
♦ ÁK1075
¥ —
♦ KD986
♦ 842
Austur
♦ D942
II ¥ Á1095
♦ 10
♦ D1075
Suður
♦ 83
¥ KDG63
♦ ÁG542
♦ 3
Vestur Norður Austur Suður
- - - 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 2 tíglar
Pass 3 lauf Pass 3 tíglar
Pass 4 tíglar Pass 5 lauf
Pass Pass 6 tíglar Pass Pass
Vestur spilar út laufás, en
skiptir síðan yfir í trompþrist.
Hvernig er best að spila?
Meginkeppikeflið er að losna
við að trompsvína fyrir hjarta-
kóng — reyna að gera blindan
góðan. En til þess þarf að stinga
tvö lauf heima og e.t.v. tvo spaða
heima, ef liturinn brotnar 4—2.
Hér er því þörf á nákvæmari
tímasetningu.
Af ótta við yfirtrompun í
spaða er skynsamlegt að taka
fyrsta slaginn á kóng blinds.
Trompa svo lauf, spila spaða inn
á ás og trompa aftur lauf. Nú
er spaða spilað á kóng og spaði
stunginn með gosa. Hjarta
trompað, spaði trompaður með
Í.s, hjarta trompað, síðasta
rompið tekið og Bingó.
Þessa áætlun þarf að gera
strax í upphafi — það er of seint
þegar búið er að drepa annan
slaginn heima.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Cappelle la
Grande í Frakklandi í febrúar kom
þessi staða upp í skák sovézka
stórmeistarans Naum Rashk-
ovsky (2. 520), sem hafði hvítt
og átti leik, og landa hans, al-
þjóðameistarans Okhotnik.
(2.400).
34. Hxb2! (Vinnur strax, því
svartur verður mát eftir 34. -
Dxb2, 35. Dc8+) 34. - Dd6, 35.
Dc8+ - Hf8, 36. Rxfö - Bxb2,
37. Re6+ - Kf7, 38. Db7+ og
svartur gafst upp. Rashkovsky
sigraði á þessu móti ásamt enska
alþjóðameistaranum Mark Hebd-
en.