Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 29
__________________________________ ,WÍ'P-NB,LAmt> ni Minning: Guðni A. Hermansen Vestmannaeyjum Fölva sló á óendanlegt birtuspil Vestmannaeyja þann dag sem Guðni A. Hermansen listmálari var burt kallaður frá jarðvist þessa heims, listmálarinn góði sem var ástmögur Eyjanna og unni þeim svo heitt. Langt fyrir aldur fram er list- snillingur fallinn frá, aðeins liðlega sextugur, snöggur endir á harðri sjúkdómsbaráttu síðustu misseri. Guðni Hermansen var um margt sérstæður maður. Á sinn hátt var hann einfari, en kunni samt svo vel að meta vinarþel meðal fjöldans. Guðni var ótrúlega fjölhæfur maður í tónlist, teikningu, málun, smíði og hveiju því sem krafðist ýtrustu handlagni. Hann lék á hvaða hljóð- færi sem var, smíðaði úr hvaða efni sem var, allt lék í höndum hans. Að því leyti voru þeir mjög líkir vinirnir og uppeldisfélagarnir Guðni og Sverrir heitinn Haraldsson list- málari. Þeir fóru báðir í Handíða- og myndlistaskólann, en að því loknu sneri Guðni heim til Eyja, en Sverrir fór út í heim að safna reynslu í ólgu listastraumanna. Guðni vann um árabil að húsamál- un, en á sjöunda áratugnum byijar hann aftur að mála málverk af full- um krafti og um sama leiti siglir Sverrir út úr sprautustílnum svo- kallaða. Það var hins vegar mjög forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þessir æskufélagar byijuðu að mörgu leyti á sama tíma með nýjan stíl, að mörgu leyti svipaðan, án þess að vita hvor af öðrum í þeim efnum. Ef til vill var það ekki að furða, myndform Vestmanna- eyja var beggja grunnur. Það voru alltaf hátíðisstundir að koma heim til Diddu og Guðna, hún með sína fögru söngrödd og söng- gleði, hann við píanóið eða saxófón- inn, spjallið í vinnustofu hans, vangavelturnar yfir málverkinu, nöfnin á myndirnar, dagskrárgerð Guðna á tónböndum, allt var þetta eins og uppbót á tilveruna, yndi með vinum. Alveg eins og Guðni var sjálfum sér nógur í svo mörgu þá undi hann best hag sínum heima, heima í Eyjum, heima hjá Diddu. Mér er minnisstætt þegar hann fyr- ir nokkrum árum var fenginn til Grænlands á listahátíð með málverk sín sem fulltrúi íslands. Hann fór til Nuuk, en að morgni fyrsta dags þegar hann leit út um gluggann, þá var snjór í hlíðum og enginn fagurgrænn Heimaklettur og engin Didda. Málið var einfalt, hann sneri heim um hæl. Guðni sýndi einnig í Færeyjum við góðan orðstír og málverk sín sem skipta hundruðum seldi hann víða um heim. Megin- hluti þeirra er túlkun hans á Vest- mannaeyjum og hann stækkaði Vestmannaeyjar jafnt og þétt, en séráhugasvið hans var þó fantasíur og þjóðsagnamyndir, þá var hann í essinu sínu er tunglbirtan lék laus- um hala og stjörnuþokur urðu að nærliggjandi landslagi og jafnvel huldum vættum. „Hugsaðu þér,“ sagði hann við mig fyrir skömmu, „hvað það væri skemmtilegt að ferðast í þessum geimförum, sitja við gluggann og sjá stjörnurnar þjóta hjá, ferðast um allan himin- geiminn en sitja samt á sama stað. Þar vildi ég mála.“ Það er skarð fyrir skildi í listsögu landsins því hvert augnablik leikur birtan sér við berg og sæ, birtan sem Guðni A. Hermansen listmálari var sérfræðingur í að fanga í faðm léreftsins. Pensill hans hefur ekki lengur þá fingur sem skiptu öllu máli, en minningin um listsnilling og góðan vin sefar sárustu sorgina. Megi góður Guð styrkja Diddu, börnin þeirra Kristin og Jóhönnu, barnabörnin, vini og vandamenn. Fátækari eru fótsporin framundan, en góð minning er magnaður félagi í gleði og sorg. Minning um mann sem sinnti sínu fagi af ýtrustu ná- kvæmni og kröfuhörku, mann sem var mikill húmoristi og sá ann- marka tilverunnar oft í allt öðru og skoplegra ljósi en gengur og gerist, ljósi sem gerði liðið ásættan- legra þótt ekki væri allt með felldu. Fölvinn liggur yfir en framtíðin og birtan við eyjar blár mun áfram syngja sínar fögru stemmningar til heiðurs ástvini sínum, lita- og laga- smiðnum góða, Guðna A. Herman- sen. Árni Johnsen í dag kveðjum við snilling — Snilling lita og tóna — Snilling vináttunnar — Snilling umhverfisins — Snilling heimilisins. Guðni Agnar Hermansen var slíkur Vestmannaeyingur að honum leið illa ef hann var kominn úr sjón- máli við eyjarnar sínar. Guða þakka ég innilega fyrir ævilanga vináttu í starfi og leik. Diddu, börnunum og ijölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Varðveitum minningu um góðan dreng og mikinn listamann. Guðjón Pálsson Genginn er góður drengur, Guðni Hermansen, listmálari og músíkant í Vestmannaeyjum. Við Guðni kynntumst nokkru áður en blóma- tímabilið rann upp og bítlamúsíkin hélt innreið sína, þegar það þótti bara skemmtilegt að hlusta á hljóm- sveitir flytja lög og þurfti hvorki söngvara né magnara til að halda uppi dansleik, jafnvel stórdansleik. Guðni Hermansen blés ljúflega og músíkalskt í saxófón og hafði einkum gaman af jazzmúsík. Hann gerðist liðsmaður í mörgum þekkt- um hljómsveitum í Eyjum, svo sem hljómsveit Guðjóns Pálssonar og HG sextettinum, sem Haraldur heitinn Guðmúndsson trompetleik- ari og prentari stóð fyrir, en af þessum hljómsveitum fór á sínum tíma gott orð. Síðar stofnaði Guðni eigin hljóm- sveit og eins og honum var eðlis- lægt, vildi hann standa rétt að verk- inu. Hann var því líklega fyrsti hljómsveitarstjórinn í dansbandi á íslandi, sem réð til sín útsetjara um tíu daga skeið og fékk hann sendan heim, beint til Vestmannaeyja. Ég átti því láni að fagna að vera þessi útsetjari, sem ráðinn var til Eyja. Mig minnir að framkvæmd verksins hafi verið sú, að fyrri hluta dagsins var skrifað niður og útsett eitthvað lag, sem menn höfðu komið sér saman um, en seinni hluta dags var svo æfing, þar sem lagið var tekið fyrir í Jiljómsvetinni og æft af kappi. Á kvöldin var útsetjarinn boðinn í mat til Diddu og Guðna Hermansen, og við Guðni sátum svo á rabbi eftir kvöldmatinn yfir ljúfum veitingum. Þar var margt skrafað og skeggrætt. Þetta voru í rauninni fyrstu kynni mín af Guðna Hermansen. Þarna komst ég að því, að Guðni hafi málað og teiknað frá bernsku og ég man að mér þótti myndir hans sérkennilegar og fallegar. Þetta var löngu áður en hann sneri sér fyrir alvöru að listmálun. Á þessum tíma var Guðni húsamálari í Eyjum og hafði oftast flokk manna í vinnu við að mála híbýli manna og bátana líka. Svo blés hann í saxófóninn með hljómsveit sinni um helgar. Saxófónleikur Guðna Hermansen var líka sérkennilegur, eins og myndirnar, og svolítið öðruvísi en annarra manna. Ekki það að hann næði neinum virtúósatökum á fón- inum, en hann hafði eitthvað sér- stakt að segja með djúpum tónum og sagði það og á sinn sérstæða hátt. Sjálfur var hann alla tíð óánægður með saxófónleik sinn og kom það heim við fullkomnunareð- ' lið. Þegar öllu er á botninn hvólft hafði Guðni Hermansen sinn eigin tón, bæði á léreftinu og hljómsveit- arpallinum. Hann var frábrugðinn því sem gerðist og gekk. Og náttúr- an hafði komið því svo fyrir, að hann var það líka í útliti. Dökkur yfirlitum og útlendingslegur með yfirvararskegg, kóngapípu og alpa- húfu á höfði spígsporaði hann um Vestmannaeyjakaupstað, eftirlæt- isstað sinn á jörðinni og eina stað- inn, sem hann gat hugsað sér til búsetu. Þetta með eftirlætisstaðinn kom best í ljós þegar gosið varð í Vest- mannaeyjum og Guðni flutti með fjölskyldú sína til Reykajvíkur. Hér í höfuðstaðnum var hann eins og „fiskur á þurru iandi," eins og einn kunningi okkar orðaði það réttilega og líklega er ekki ofsagt, að hann hafi ekki á heilum sér tekið fyrr en fjölskyldan var flutt út í Eyjar aftur, fyrst í innflutt timburhús, en síðan í húsið, sem Guðni hafði að mestu byggt með eigin höndum, en farið hafði undir ösku í gosinu og skemmst mjög. Það var grafið upp og ég minnist þess sérstaklega hve ánægjulegt var að heimsækja Guðna og Diddu á gamla staðnum aftur, komin heim á ný. Síðar byggði hann sér vinnuherbergi þar sem hann málaði öllum stundum . OKTÓBER 1989 í •' U\' seinni árin eftir að hann hætti að starfa við annað en listmálun. Þannig kom ég oft og sá marga góða- mynd og skynjaði Hermans- en-tóninn. Ekki hef ég í hyggju að rekja æviferil Guðna, en vii þó geta þess, að móðir hans var Jóhanna Erlends- C 29 ----------------------—ni: dóttir en faðirinn af norsku bergi brotinn, Hermansen að nafni. Guðni var kvæntur ágætis konu, Sigríði Kristinsdóttur, en börn þeirra eru tvö, Kristinn og Jóhanna. Það var fyrir fáeinum árum að boð komu um það til okkar Steina Steingríms píanóleikara og listmál- ara frá Guðna Hermansen um hvort við vildum ekki skreppa til Eyja og spila með honum tvö kvöld á öl- stofu í Samkomuhúsinu. Við slógum til. Skemmst er frá að segja að þarna lékum við saman í síðasta sinn, og líklega hefur Guðni ekki. blásið mikið í saxófóninn eftir það. En hann málaði þeim mun meira og var ævinlega hinn ljúfi, trausti vinur vina sinna með glettni í aug- um og húmorinn skammt undan fyrir þá sem þekktu. Svo lagði sjúkdómurinn hann að velli aðeins sextíu og eins árs gaml- an og Hermansen-tónninn er þagn- aður. Listamaðurinn með pípuna og alpahúfuna, sem átti svo margt eftir ógert, spígsporar ekki framar um göturnar í Eyjum eða gengur á Helgafell. Við félagarnir sjáum eft- ir honum á kveðjustund. Og við Svanhildur sendum Diddu og börn- unum samúðarkveðjur. Ólafur Gaukur HUNDRAÐ FIALLA SMALAR Ljósmyndasýning aðeins í dag kl. 11 -18 á Kjarvalsstöðum - austurgangi í dag verða sýndar á annað hundrað Ijósmyndir úr vikuferð blaðamanns og Ijósmyndara Morgunblaðsins sem farin var á Landmannaafréttir í síðasta mánuði. Einnig verða sýnd gögn frá vinnslu greinarinnar. Aðgangur ókeypis. ERRÓ Sýning í vestursal stendur til 22. október. ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR síðasti sýningardagur í Kjarvalssal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.