Morgunblaðið - 01.10.1989, Side 32
3288 C n
MORGUNBLAPIÐ VELVAKANPI SUTyHUDA6öRi\.J0K,TÓBEH 1989 , ,
5/nAli
,,\>ok gerfet eicki betm. en þetta.."
©1987 Universnl Press Syndicate
Æi! Kysstu mig í snatri.
Eg ætla að gera þá af-
brýðisama...
Með
morgimkaffinu
... En við erum báðir
orðnir 5 cm hærri en við
vorum við síðustu mæl-
ingu........
HÖGNI HREKKVÍSI
„ þí) TRUFLAÐIR TÓKJLE-IKANA HANS. "
A FORNUM VEGI
Engin uppgjöf
í mönnum
Vopnafirði
Kassíópeia, hið litla en fagra
stjörnumerki á norðurhveli him-
ins.
Kassíópeia
hin fagra
- stjörnumerkið
fyrsta á síðsumri
Til Velvakanda.
Undanfarnar vikur hafði verið
þungt loft og því lítt sést til himins
eftir að dimma tók uni nætur. Varla
gáfust tækifæri til að huga að
stjörnum.
En eitt kvöldið seint (19. ágúst
1989) varð mér gengið upp á Borg-
arholtið, þar sem Kópavogskirkja
stendur. Enn var himinn nær alveg
hulinn skýjum, svo sem verið hafði
lengi undanfarið. Eg renndi augum
um hvelfinguna og litast um, hvort
nokkurs staðar sæist í gegnum op
á skýjahulunni. Og viti menn! A
einum stað var eyða sem vel mátti
sjá upp um, næstum á háhimni.
Og hér blasti við augum eitt af
minnstu en fegurstu stjörnumerkj-
um himins. Það var Kassíópeia.
(Ristin). Heillaður horfði ég á þessa
himinsýn, hún var mér sem opin-
berun, fyrsta sýn til stjarna á þessu
síðsumri. En ekki leið á löngu, þar
til aftur þéttust skýin á þessum
stað og sýnin fagra hvarf.
Grikkir gáfu þessu sjörnumerki
nafnið kassíópeia, eftir goðsagna-
drottningu Egyptalands. Maður
hennar var konungurinn Sefeus en
dóttir Andrómeda, en einnig þau
nöfn eru björt stjörnumerki á norð-
ursvæði himins.
í þessu stjörnumerki sást afar-
bjart nýstirni árið 1572, en það var
fullt horfið tveim árum síðar.
Stjörnumerkið Kassíópeia er í
lögun líkt bókstafnum W og því
auðvelt að þekkja það, enda eru
stjörnur þess vel bjartar.
Lítum til himins á heiðskýrum
kvöldum og njótum þeirrar dýrðar-
sýnar sem þar blasir við augum
hvert sem litið er. Og látum okkur
heillast af þeim lífgandi orku-
straumum, sem þaðan berast þeim,
sem næmleika hafa til að skynja þá.
Ingvar Agnarsson
Fyrir frainan rafmagnsverk-
stæðið K.V.V. hitti fréttaritari
Arna Magnússon, rafvirkjameist-
ara og spurði hvarð væri efst í
huga af ffréttum síðustu daga.
Arni taldi að þar bæri mest á
fréttum af erfiðri rekstrarstöðu
fyrirtækja á staðnum og virtist
sem það væri nokkuð sama hvort
um væri að ræða fiskvinnslu og
útgerð eða þjónustu og verslun.
Fjölmiðlar hlutdrægir á
kostnað dreifbýlis
Aðspurður um það hvort erfið
staða fyrirtækjanna setti að ein-
hveiju leyti svið sinn á bæjarlífið,
taldi hann það ekki vera, þar sem
ekkert fyrirtæki hefði stöðvast og
atvinnuástand yrði að teljast nokk-
uð gott þótt rekstrargrundvöllur
væri vart fyrir hendi í bili a.m.k.
Þó mætti greina ákveðið ergelsi
ráðamanna gagnvart þeirri stað-
reynd að alltof hátt hlutfall afurða-
verðs verður eftir annars staðar en
hér heima. Arni nefndi að mjög
erfitt væri að stilla fólkinu í landinu
upp sem tveimur andstæðum hóp-
um, annars vegar Reykjavík og hins
vegar landsbyggðinni. Fjölmiðlar
ættu þar vafalítið einhveija sök,
væru oft á tíðum hlutdrægir á
kostnað dreifbýlisins og teldu of oft
lítið púður í fréttum frá hinum
dreifðu byggðum nema ef um gjald-
þrot eða aðrar neikvæðar fréttir
væri að ræða.
Hægt á í Qárfestingum og
uppbyggingu
Methúsalem Einarsson trygg-
ingafulltrúi var sá næsti sem frétta-
ritari hitti á förnum vegi. Aðspurð-
ur um ástand atvinnumála og frétt-
ir þar að lútandi vildi hann fyrst
nefna nýstofnað félag bænda í
Vopnafirði um rekstur sláturhúss
annars vegar svo og rekstur mjólk-
ursamlags, og sýndi stofnun þess-
ara félaga kannski ljóslega að eing-
in uppgjöf væri í mönnum þrátt
fyrir allt tal um sameiningu og
fækkun vinnslustöðva í viðkomandi
greinum. Þá sagði Methúsalem að
í starfi sínu sem bankamaður yrði
hann var við að fólk væri farið að
hægja á sér á ýmsum sviðum fjár-
festinga og uppbyggingar og þá sér
í lagi þeir aðilar sem byggðu sína
afkomu á sjávarútvegi og skildum
greinum. Hvað varðaði þær raddir
sem oft heyrast hjá fólki á lands-
byggðinni að Reykjavíkurkerfið
Víkverji skrifar
Oftast þegar skrifað er um um-
ferðina í Reykjavík kveður við
neikvæðan tón — og kannski að von-
um þar sem að mörgu má finna. En
Víkveiji er þó þeirrar skoðunar að
þar sé margt jákvætt, t.d. hvað marg-
ir bflstjórar hafí tamið sér kurteisi
og tillitssemi, þótt þeir sem þjösnast
áfí-am séu enn of margir. Þá mætti
og meiri hugsunar gæta hjá sumum,
t.d. bílstjóranum sem ók með stórt
malarhlass á bíl sínum vestui’ Miklu-
braut ekki alls fyrtr löngu. Aksturinn
var í sjálfu sér ekki gáleysislegur
nema hvað ekið var á vinstri akrein,
en engin hlífðarfjöl var aftan á palli
bílsins og einn og einn steinn hrandi
úr hlassinu. Hugsunai'leysi það.
XXX
Fyrir nokkru var samtal við heil-
brigðisráðherra í hádegisútvaipi-
um fyrirhugaðar ráðstafanir til að
draga úr mengun af útblæstri bíla.
Þetta var nú í annað eða þriðja sinn,
sem Víkveiji hlýddi á þá ræða„á öld-
um Ijósvakans". En allt í sómanum
með það, málið er þarft — og sönnun
þess barst fyrir vit Víkveija og ann-
arra vegfarenda í Þingholtunum
nokkram mínútum síðar er bíldraslu
var ekið þar um. Skildi hún eftir sig
þvílíkt magn af sótsvörtum óþverra
að sló fyrir bijóst. Hvaða bíla á að
taka úr umferð ef ekki slíka?
xxx
Og fyrst Víkveija hefur orðið
tíðrætt um hið neikvæða skal
hér einu bætt við þótt það snerti
umferðina ekki beint.
Ef þú, lesandi góður, sérð vinnu-
vél standa við hús heyrir það til und-
antekninga ef hún skilur ekki eftir
sig stóra eða smáa olíupolla þegar
hún er fjariægð. Verst er þegar þeir
eru á gangstéttum, stigið er niður í
þá og metallinn berst inn í hús —
en fögur verður þessi sjón aldrei og
blettimir haldast lengi.
Víkveiji hefur stundum velt því
fyrir sér hvort þeir sem starfa við
vinnuvélamar sjái nokkuð athugavert
við þetta, það tilheyri bara vinnuvél-
unum og flokkist ekki undir sóða-
skap.
Þegai viðgerð fer fram á húsum
fer ekki hjá því að' því fylgja oft
ýmiskonar óþrif. Mjög er samt mis-
munandi hvernig þeir sem að því
verki standa bregðast við. Fyrir kem-
ur að spýtnasprek og múrbrotshrág-
ur era látnar liggja óhreyfðar í iang-
an tíma, kannski á gangstéttum,
vegfarendum til ama og trafala.
Aðrir fjarlægja allt slíkt strax. Allt
fer þetta eftir snyrtimennsku þeirra,
sem í hlut eiga.
X X X
Götumerkingar í Reykjavík era
orðnar til fyrirmyndar. Auðveld-
ar það mjög þeim, sem ekki ger-
þekkja borgina, að ferðast um hana.
Ein er þó sú gata sem orðið hefur
útundan. Það er Kirkjustræti. Nafn
þess fínnst hvergi, ekki einu sinni- á
liúsgafli. Þetta rann upp fyrir
Víkveija er á vegi hans varð útlend-
ingur, sem skimaði í allar áttir við
Dómkirkjuna og spurði til vegar.