Morgunblaðið - 01.10.1989, Page 33

Morgunblaðið - 01.10.1989, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDÁgUR l. OKTÓBKR 19S9 CT3£ leitist við að svelta dreifbýlið þjón- ustulega sagðist Methúsalem telja stundum of mikið úr þessum mis- mun gert og hvað varðaði trygging- ur og bankamál þá væru höfuð- stöðvar þeirra mála í Reykjavík og þar væri fullur skilningur á þörfum landsbyggðarinnar. Örðugleikar í rekstri fyrirtækja Að lokum ræddi fréttaritari við Eyjólf Sigurðsson en hann rekur steypustöð og vörubílaútgerð. Hann sagði að vissulega heyrðust raddir um ákveðna örðugleika í rekstri fyrirtækja hér og á stöðum eins og Vopnafirði, þar sem undirstaðan væri útgerð og fiskvinnsla. Gerðu öll samdráttareinkenni mjög fljótt vart við sig í þjónustugreinum líka. Eyjólfur tók fram að vont gæti ver- ið að átta sig á hvort um raun- verulegan samdrátt í t.d. bygginga- iðnaði væri að ræða, þar sem allar slíkar framkvæmdir væru mjög breytilegar á milli ára og undanfar- ið hefðu nær eingöngu verið reist hér einingahús út timbri. Einnig nefndi Eyjólfur að alltaf væri eitt- hvað um verkefni í nærliggjandi byggðarlögum og þá aðallega Bakkafirði. B.B. Kaldriíjuð meðferð á börnum Til Velvakanda. Það er í Kringlunni. Faðir ber barn sitt á öxlum, heldur í það með annarri hendi en í hinni hefur hann logandi sígarettu. Reykurinn liðast upp meðfram höfði barnsins sem hlýtur að anda að sér óloftinu. Sama stað. Kona situr á bekk, barnavagn fyrir framan hana. Hún er að reykja. Gusurnar ganga yfir barnið í vagninum. (Hvernig er það annars, ber ekki forráðamönnum Kringlunnar að hlíta landslögnm? Lög um tóbaksvarnir eru fortaks- laus um að þarna sé. bannað að reykja.) Flugvél á leið heim úr sólar- landaferð. Flestir farþegarnir velja reyklaust. Nokkrir kjósa þó reyk- svæðið aftast í farþegarýminu. Ekki aðeins fyrir sig heldur líka börnin sín, sum fárra ára. Svælan er gegndarlaus. Því miður, aðeins þijú dæmi af nýmörgum um vægast sagt kald- rifjaða meðferð fullorðinna á börn- um sem þeir ættu að vernda, en víla þó ekki fyrir sér að eitra fyrir þeim andrúmsloftið um leið og þeir fylla sín eigin lungu af óhroð- anum. Er ekki mál að linni? Faðir Góð stemmn- ing í Skíða- skálanum Til Velvakanda. Það eru óneitanlega á margan hátt forréttindi að vera Reykvíking- ur. Eitt er það, hve örstutt er að skreppa út í ósnortna náttúruna, og þekkt hef ég menn, sem árum saman höfðu aukið þætti við lífshamingju sína með því að fara á hveijum sunnudegi árla morguns í slíkar ferðir, og voru komnir aftur heim til sín í hádegisverð. Einn þeirra átti bílinn og áhugann, hinir áhugann einan. Veturinn setti að sjálfsögðu tak- mörk fyrir þessum ferðum, enda þekktust ekki torfærubílar þá. En eftir að skíðaáhugi vaknaði fyrir alvöru, með tilkomu Skíðaskálans í Hveradölum, breyttist öll aðstaða til útivistar að vetrarlagi, og allir sem vettlingi gátu valdið, streymdu þangað þegar þess var nokkur kost- ur, og þaðan eigum við margar aldnir borgarar ógleymanlegar minningar, og þykir vænt um þann stað. Það var einhvern tíma í sum- ar, á sunnudegi, að Ieið okkar hjón- anna lá útúr bænum að kvöldlagi, og ferðinni heitið austur Hellis- heiði. Þegar komið var í Hveradali, datt okkur í hug, að drekka kvöld- kaffi í Skíðaskálanum, uppá gamlan kunningsskap við þann stað. í skemmstu máli urðum við stór- hrifin. Þarna var gamli skálinn ris- inn úr öskustó, glerfínn og elskuleg- ur griðstaður, með þessa einu sönnu, notalegu stemmningu, sem ekki verður annars staðar fundin. Það sem upphaflega átti að vera kaffibolli í skyndi, varð að stórfeng- legri veislu, innan um svignandi hlaðborð herlegra kræsinga, og mátti hver borða eins mikið og hann gat í sig látið, fyrir verð, sem var ótrúlega lágt miðað við alla þessa dýrð. Þessi helgarheimsókn verður okkur ógleymanleg. Á leiðinni heim hvarflaði hugurinn til þess tíma þegar við gömlu hjónin, ásamt ótal öðrum Reykvíkingum, tókum þátt í krónuveltunni sem efnt var til forðum daga í þeim tilgangi að koma upp þessum sælustað. Ætli maður hafi nokkru sinni á ævinni varið krónu betur? Atli Már Eyjólfúr Sigurðs- son eigandi steypustöðvar- innar Steiney. . * Otakmarkað vald spillir öllu Til Velvakanda. Allir frelsisunnandi menn hljóta að fylgjast vel með gangi mála í kommúnistaríkjunum, þegar fólkið loksins eftir marga áratuga kúgun, fær að tjá sig. Kerfið er svo gersam- lega búið að ganga sér til húðar, að eftir stendur fólk svo útarmað að ekki er hægt að auka vinnuafköstin sakir langvarandi skort á matvælum og ómennskum aðbúnaði á vinnu- stöðum. Þetta er árangurinn af göf- ugum hugsjónum marxismans, sem var svo fallegar á pappírnum að menntafrömuðir Vesturlanda trúðu og féllu fram og tilbáðu kenninguna. Þeir virðast alveg hafa gleymt því, að ótakmarkað vald spillir alltaf öllu. Sérréttindin kunna sér aldrei hóf. Kommúnisminn átti öllu að bjarga í heiminum. Hér á Islandi komu „hugsjónamenn" fram sem trúðu að kaupfélögin með Sambandið gætu bjargað bændastéttinni. Sambandið átti að flytja inn vörur á besta verði fyrir þá og annast afurðasöluna líka á besta verði. Framsóknai-flokkurinn lagði svo til öll fríðindin. „Hugsjóna- mennirnir" hugsuðu bara um bænda- stéttina og heildsalarnir í Reykjavík og „Grimsby-lýðurinn" á mölinni gátu étið það sem úti fraus. Hvernig standa svo málin í dag? Almenningur hefur fundið það fyrir lifandi löngu, að vöruverðið er hæst hjá kaupfélögunum. Allir muna hvernig Dagur á Akureyri brást við þegar Hagkaup fór að versla þar. Blaðið hefur örugglega verið að gæta hagsmuna bæjarbúa, ekki síður en gert hefur verið í kommúnistaríkj- unum. Ef vel á að ganga í Austur- Evrópu, þá hljóta að fara mörg SIS- sambönd norður og niður, og for- stjórarnir munu bölva. íslenska þjóð- in mun lifa áfram þótt SIS fari á hausinn, eins og svo oft gerist með fyrirtæki sem ekki eiga fyrir skuldum og eru orðin baggi á þjóðinni. Skúli fógeti mundi þá gráta þurrum tárum væri hann ofar moldu núna. Húsmóðir KJOLFOT - SMOKING OG ALLT TILHEYRANDI ♦Smokingleiga* V atnsveita Reykjavíkur 80 ára í tilefni af afmæli veitunnar mun verða haft „opið hús“ í dælustöðvunum í Heiðmörk, sunnudaginn 1. október nk. í því tilefni munu Strætisvagnar Reykjavíkur halda uppi ferðum frá Lækjartorgi að Gvendarbrunnum. Vagnarnir verða merktir „Vatnsveita Reykjavíkur 80 ára“ og er tímatafla vagnanna sem hér segir: TÍMATAFLA Mín. yfir heila klst. Frá Lækjartorgi...............15 Hlemmur.......................20 Grensás..................... 28 Stengur..................... 32 Rofabær..................... 35 Rauðhólar.................43 og síðan að Gvendarbrunnahúsi Ekið er á klukkustundarfresti Fyrsta ferð frá Lækjartorgi kl. 13.15. Síðasta ferð frá Lækjartorgi kl. 17.15. Þar sem umferð einkabíla er ekki levfð innan verndarsvæðanna. er þeim sem í einkabílum koma. bent á að geyma bílana í Rauðhólum nálægt afleggjaranum inn á verndarsvæðið. Strætisvagn mun verða í ferðum frá Rauðhólum til Gvendarbrunna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.