Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 34
MOKGUKBLADIÐ SAMSAFIMIÐ SÚNNUDAGUR 1U OKTÓBER 1989
34 '-C________
ÆSKUMYNDIN...
ERAFHÓPlNEMENDA VIÐ KVENNASKÓLANNíREYKJAVÍK
UM1914
Þjóðminjasafnið/ Ólafur Magnússon
Ungar námsmeyjar
Á myndinni eru 24 stúlkur og eru
nöfn helmings þeirra þekkt. I
fremstu röð eru, frá vinstri, Sigríð-
ur Tómasdóttir, Hulda Clausen,
Soffía Thors fædd Hafstein, Kristj-
ana Thors, Kristín Thors Vilhjálms-
son, Júlía Árnadóttir og Guðrún
Ágústsdóttir. I miðröð eru fyrst
Halldóra Jónsdóttir og Kristín Vig-
fúsdóttir, þá koma þtjár ónafn-
greindar, svo Ragnheiður Jóns-
dóttir og Arndís Guðmundsdóttir.
Þeim til vinstri handar eru tvær
ónafngreindar og Ingibjörg Filipp-
usdóttir stendur yst til hægri. I
efstu röð er aðeins ein þekkt, Lilja
Sölvadóttir, fjórða frá vinstri.
Baldýring og bróderí í kvennaskóla
ÆSKUMYNDIN að þessu sinni er
af fríðum hópi nemenda við
Kvennaskólann í Reykjavík
skömmu fyrirfyrri heimstyrjöld.
Myndina tók Ólafur Magnússon
ljósmyndari um árið 1914 af stúlk-
um í 2. bekk og er hún varðveitt
í Þjóðminjasafninu. A myndinni
eru 24 stúlkur og er vitað um
nöfn á helmingi þeirra.
egar þessar námsmeyjar fetuðu
menntaveginn var óalgengt að
stúlkur færu til náms við skóla.
Skólaskylda barna á aldrinum 10-14
ára var tekin upp með fræðslulögun-
um árið 1907.
Kvennaskólinn var fyrsti skóli
landsins sem ætluður var konum.
Hann var stofnaður árið 1874, af
Þóru og Páli Melsteð. Hann var jöfn-
um höndum verkmennta- og bókn-
ámsskóli og um skeið var þar einnig
starfrækt húsmæðradeild. Þegar
kom fram á áttunda áratuginn var
tekið upp fjölbrautakerfi í skólanum,
en fyrir þremur árum var horfið aft-
ur til hefðbundins bekkjakerfis að
hætti eldri menntaskóla. Drengir
hafa nú numið land á Ijarnarbökkum
þótt þeir séu enn í minnihluta nem-
enda. í haust hófu 290 nemendur
nám við skólann, þar af um 50 dreng-
ir.
Inntökuskilyrði í Kvennskólann
voru þau að stúlkur væru fermdar
og hefðu “í raun og veru þá kunn-
áttu sem útheimtist til fermingar
eftir gildandi fræðslulögum,“ eins og
segir í skólaskýrslu frá þessum tíma.
Einnig þurftu námsmeyjar að framv-
ísa heilbrigðisvottorði, siðferðisvott-
orði og bólusetningarvottorði við
upphaf skólagögnu.
Stúlkurnar á myndinni hafa átt
kost á að læra flestar þeirra greina
sem þykja sjálfsagðar á námsskránni
í dag, eins og íslensku, dönsku og
ensku, sögu, landafræði, náttúru-
fræði, stærðfræði og eðlisfræði. Auk
þess sóttu þær tíma í klæðasaumi,
léreftasaumi, baldýringu, „hvítu
bróderíi“ og „mislitu bróderíi" áuk
prjónaskapar.
Stúlkur á heimavist fóru á fætur
klukkan 7.00, röðuðu sér í starfs-
flokka og hófust handa við að færa
upp árbít og vinna önnur morgun-
verk. Skóladagurinn hófst klukkan 9
með morgunsöng, en frá 10.45-11.20
var snæddur morgunverður. Hlé var
í 7 mínútur milli kennslustunda, sem
lauk klukkan þijú síðdegis.
Skólagjöld í Kvennaskólanum voru
lítil, 10 krónur á nemanda veturinn
1912 og miðað við tímakaup verka-
manna og lágmarkslaun í dag lætur
nærri að það séu um 10.000 krónur.
Gjald í heimavist var þó mun hærra,
eða 30-35 krónur á mánuði, sem eru
yfir 30.000 nýkrónur á sama mæli-
kvarða.
Skólaganga var því ekki einskorð-
uð við börn efnafólks, en þó voru
stúlkur af heldri heimilum í höfuð-
borginni og dætur óðalsbænda í
meirihluta nemenda. Tíðarandi kann
einnig að hafa ráðið nokkru, ekki sáu
allir ástæðu til þeás að stúlkur öfluðu
sér framhaldsmenntunar.
Fram á þessa öld var munur á
stöðu kynjanna í skólum mikill. Á
19. öld höfðu karlar einir aðgang að
æðri menntastofnunum og konur
voru ekki embættisgengar. Frá 1886
máttu konur taka próf frá Lærða
skólanum, en ekki sitja í honum. Þær
máttu nema við prestaskólann og
læknaskólann, en námið veitti þeim
þó engin réttindi. Árið 1911 fengu
konur með lögum jafnan rétt á við
karla í skólum landsins, til náms-
styrkja og embætta.
Geti lesendur veitt aðstoð við að
nafngreina stúlkur á myndinni,
eru þeir beðnir um að hafa sam-
band við Hrefnu Róbertsdóttur
sagnfræðing, mánudaginn 2.
október í síma 22672.
ÚR MYNDASAFNINU
Ragnar Axelsson
Leó strandar á
Þykkvabæjarfjörum
Sunnudaginn 9. apríl 1978
strandaði vélbáturinn Leó —
þekkt aflaskip frá Vestmannaeyjum
— á Þykkvabæjarljör-
um. Mannbjörg varð,
en _ björgunarsveitir
SVFÍ á Hvolsvelli og í
Landeyjum komu þegar
á vettvang. Daginn eftir
reyndu skipveijar á
varðskipinu Ægi að ná
bátnum út, en það mis-
tókst og fór hann á hliðina. Við svo
búið þótti ljóst að björgunaraðgerð-
ir bæru ekki árangur, enda fór veð-
ur síversnandi, og voru „örlög báts-
ins ráðin þar í sandinum“, eins og
komist var að orði í Morgunblaðinu.
Við sjópróf kom fram að skip-
stjórinn einn hefði verið
á vakt, en hinir skip-
veijarnir fjórir verið í
koju. Kapteinninn hafði
brugðið sér í kortaklef-
ann til þess að líta þar
í bók, en ekki vildi betur
til en svo að hann sofn-
aði yfir bókinni. Um
einni stundu og tuttugu mínútum
síðar tók bátinn niðri í ijörunni og
hafði hann þá rekið stjórnlaust þann
tíma.
Fólk í nágrenni strandstaðarins fjölmennti á staðinn og
fékk sér giænýjan fisk í soðið eins og þessi snáði.
STARFID
LÓA SIGURVINSDÓTTIR SPÁKONA
BÓKIN
ÁNÁTTBORÐINU
PLATAN
ÁFÓNINUM
MYNDIN
ÍTÆKINU
Lóa Sigurvinsdóttir
forvitnilegt að láta skyggnast inn
í framtíð sína. Lóa segir að meira
sé um það að hún spái í spil en í
lófa. Viðskiptavinir hennar eru á
öllum aldri, allt frá 16 ára til 87
ára. Af þeim eru konur í meirihluta
en þó færist það í vöxt að karlmenn
leiti til hennar, Að sögn Lóu fýsir
nú greinilega fleiri en áður að vita
hvað framtíðin ber í skauti sér því
eftirspurnin hefur aukist mjög mik-
ið síðustu ár.
PETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ__
Bókin sem ég er að lesa núna
heitir Pollýanna. Þetta er í
fyrsta skipti sem ég les þessa bók
og mér finnst hún voða skemmti-
leg. Eg hef gaman af bókum og
hef iesið hitt og þetta.
Skyggnst
inn í
framtíðina
Flestir spá í hlutina, svona þegar
þeir eru að velta einhverju fyrir
sér. Lóa Sigurvinsdóttir gerir þó
meira af því að spá í lófa og spil
enda spákona að atvinnu.
Lóa hefur spáð fyrir Islendingum
í ein 14 ár og frá árinu 1985
unnið við það eingöngu. Hún spáir
í lófa og fimm ólíkar tegundir af
spilum, fyrirþeim mörgu sem finnst
Þjóðviljinn, 16.
júní, 1946.
Vont í vestrí
Brezka blaðið Times skýrir
frá þvf, að Þjóðveijar í
Vestur-Þýzkalandi reyni hóp-
um saman að flýja yfir á
hernámssvæði Sovétríkjanna,
vegna þess að matvælaástandið
sé tálið betra þar.
*
Eg er að lesa bókina / sannleika
sagt eftir BjarnfríðlLeósdóttur.
Mér finnst bókin vel skrifuð og
virkilega skemmtileg. Ég les mjög
mikið og hef eiginlega áhuga á
hveiju sem er.
íðast hlustaði ég á nýjustu plötuna
með írsku hljómsveitinnj U2, en hún
heitir Rattle and hum. Eg hef gam-
an af tónlist U2 og nýja platan er
nokkuð góð. Annars er ég hrifnast-
ur af hljómsveitinni Queen því henni
tekst alltaf að koma manni á óvart.
íðast sá ég grínmyndina Over the
Board og fannst mér hún ágæt.
Ég horfi þónokkuð á myndbönd og
vel mér þá helst grín- eða hasar-
myndir. Þær eru yfirleitt ágæt af-
þreying.
Sigurður
Þórðarson
verslunarmað-
ur
Birna Þ.
Hjörleifs-
dóttir 13 ára
*
Eg hef verið að spila plötuna
Vottorð í leikfimi með Bjart-
mari. Platan er mjög góð og text-
arnir frábærir. Ég hlusta á alls
kyns tónlist, mest þó á íslenska og
er Bjartmar í miklu uppáhaldi.
Fyrir stuttu horfði ég á myndina
Coctail. Fannst mér hún góð.
Ég horfi mikið á myndbönd og hef
mest gaman af dans- og söngva-
myndum, bæði gömlum og nýjum.