Morgunblaðið - 01.10.1989, Síða 35

Morgunblaðið - 01.10.1989, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ 'SÖNNUDÁGURi I.í OKfTÓBERil989 rP 35 Björgun- armenn SVFÍ í fjörunni daginn eftir, en sem sjá má er Leó alveg kominn á hliðina. SIMTALID... ER VIÐ EYMUND MAGNÚSSONBÓNDA í VALLANESI, S-MÚLASÝSLU _ Fuglar kætast 97-11747 Halló. — Já, góðan daginn, ætli hann Eymundur sé kominn? Heyrðu, hann er að ganga inn um dyrnar, bíddu aðeins. Halló. — Eymundur? Já. — Komdu sæll, Kristín Maija Baldursdóttir heiti ég, blaðamaður á Morgunblaðinu, ég var að heyra að þú værir að rækta korn ein- göngu ætlað snjótittlingum? Það er rétt hjá þér. — Ert þú sá eini á landinu sem gerir þetta? Já, þetta verður eina íslenska fuglafóðrið á markaðinum þegar að því kemur. Við erum nú að bíða eftir þurrki núna til að geta farið að þreskja. — Eru þetta mikil umsvif hjá þér? Þau fara nú minnkandi í þessu veðri. Kornið er orðið það þroskað að það er farið að fjúka úr því. En þetta gætu orðið 10 til 15 tonn. — Hvað er svæðið stórt sem þú ræktar? Þetta er af 5 hekturum sem ég ætla í tittlingana. Ég er með korn á 7 og 'k hektara, en ég ætla að taka hluta af því fyrir kálfana mína. — Ertu að þessu með öðrum búskap? Já, þetta er aukabúgrein, okkar leið til að auka íjöl- breytni í búskap. Við vorum með kýr þangað til í vor en fengum ekki auk- inn framleiðslurétt og þá fannst mér ég vera staðnaður í þeirri grein, nennti þessu ekki lengur og ákvað að snúa mér alfarið að þeim greinum sem við höfum verið að fikta við, kornrækt- inni og lífrænu grænmeti. En við erum reyndar með kálfa áfram. — Jahá, en hvert selur þú fugia- fóðrið? Undanfarna vetur höfum við ein- göngu selt þetta á Egilsstöðum og niður á Fjörðinn en í vetur ætlum við að markaðssetja þetta í Reykjavík. — Dugir þetta ofan í snjótittl- inga landsins? Ég þyrfti nú að stórauka rækt- unina til þess! Það fer alveg gífur- legt magn í tittlinga, ég hef ekki fengið þá tölu út, en þetta voru tugir tonna sem fólk gaf sl. vetur. — En hvenær fékkst þú áhuga fyrir fuglum? Það voru nú tittlingarnir sjálfir sem gáfu mér þessa hugmynd fyr- ir tveimur árum. Þegar við erum að þreskja kornið er því keyrt inn í hlöðu í sturtuvagni og þá sóðast oft framhjá fyrir utan dyrnar. Ég tók eftir því að tittlingarnir voru í þessu og þá kviknaði sú hugmynd að bjóða fleiri snjótittlingum þetta! Nú, kornið flaug út og ég hefði getað tí- eða tuttugfaldað þessa framleiðslu sem var í fyrra. — Mig minnir að fuglafræðing- ur hafi sagt það í vetur að maður ætti ekkert að gefa fuglunum, þeir sæju um sig sjálfir. Já já, þeir segja að þetta breyti engu um stofnstærðina. En þetta ekkert illt og þegar vetur er harður þá hlýtur þetta að halda lífinu í ein- hveijum fuglum sem annars mundu svelta í hel. Maður verður nú að taka svona fræðinga varlega líka! — Jæja, þá held ég bara áfram að gefa þeim. En þakka þér fyrir rabbið og gangi þér vel. Þakka þér fyrir sömuleiðis. gerir fuglunum Eymundur Magnússon HVAR ERU ÞAU NÚ? HjáBadda ogí cellóleik leiklistar. Og móðir Eyþórs var Sigríður Eyþórsdóttir leiklistar- kennari. En hvar eru þessir strák- ar staddir í lífinu nú? Stefán Jónsson hefur nýlokið leiklistarnámi í London, frá Guild Hall School of MUsic and Drama, og er nú staddur hér heima þar sem hann leikur hlutverk Haffa í kvikmyndaútgafunni af “Bíla- stæði Badda.“ Eyþór hefur nýlega tekið lokapróf í cellóleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík og prófi frá tónsmíðadeild sama skóla. Hann vinnur nú að upptöku á nýrri plötu með hljómsveitinni Todmobile. í stuttu spjalli Morgunblaðsins við þá félaga kemur fram að eftir “Karlinn á þakinu" voru þeir báð- ir viðloðandi leiklist um nokkurt skeið, Stefán leik m.a. í “Dýrin frá Hálsaskógi" og Eyþór í “Hvar Seinni hluta ársins 1975 varð töluvert uppistand í grunnskól- um borgarinnar. Akveðið hafði verið að setja upp barnaleikri- tið “Karlinn á þakinu" í Þjóð- leikhúsinu og af því tilefni fór fram liæfíleikaleit í grunnskól- unuin til að finna strák til að leika Bróa, annað aðalhlutverk- ið í leikritinu. Hundruðir nem- enda tóku þátt í þessu og úr varð að tveir 10 ára strákar, þeir Stefán Jónsson og Eyþór Arnalds, fengu hlutverkið. Stef- án kom úr Austurbæjarskólan- um og Eyþór úr Arbæjarskó- lauum. Skiptu þeir hlutverkinu á milli sín á sýningum. Frum- sýning leikritsins varð svo í lok janúar 1976. * Istuttu máli fjallar leikritið um samband Bróa við skrýtinn karl sem býr upp á háalofti hjá honum. Karlinn var leikinn af Randver Þorlákssyni. Leikritið var byggt á sögu eftir Astrid Lindgren. Forsagan á bak við hæfileika- leitina var sú að áður en þetta kom til hafði borið nokkuð á þeirri gagnrýni að börn leikara við Þjóð- leikhúsið sætu alla jafna fyrir um hlutverk sem þessi. Brá Þjóðleik- húsið við þessari gagnrýni á þenn- an hátt. Til gamans má geta þess hér að bæði Stefán og Eyþór áttu fjölskyldur sem komið höfðu við sögu leiklistar hérlendis áður, Stefán var barnabarn Haraldar Björnssonar sem af sumum hefur verið kallaður faðir íslenskrar er hamarinn" eftir Njörð P. Njarðvík. Báðir höfðu þeir leikið í skólaleikritum áður en “Karlinn" kom til. Báðir eiga þeir skemmtilegar minningar frá leikritinu, Eyþór minnist þess að í leikritinu var afmælisterta búin til úr Royal- búðingi og einhveiju klístri öðru. Hann segist stöðgt hafa stolist til að éta þessa köku í lok sýningar. Og Stefán man eftir hundi nokkr- um sem vár í sýningunni og hann fékk að hafa heim með sér. Sú sæla stóð ekki lengi því dag einn var komið að hundinum þar sem hann var að éta þvottinn frá ná- grönnunum og var hann sendur í sveit í framhaldi af því. Hvað framtíðina varðar hyggja þeir báðir á “glæstan“ feril í leik- list og tónlist enda ekki með öllu ókunnir þessum listum. Raunar var Eyþór um tíma söngvari með hljómsveitinni Tappa tíkarrass og kom þar fram með söngkonunni Björku Guðmundsdóttur sem nú syngur með Sykurmolunum. Eyþór í hlutverki sínu Stefán í sama atriði í sýn- ásamt Randveri Þorláks- ingunni. syni. Eyþór og Stefán eins og þeir líta út í dag. Morgunbiaðið/Einai Faiur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.