Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 36
G3ei /MORGUNBLAÐIÐ S?jfllMOS3T'ðÍ^%EK 1989;
}
Macintosh-tölvan
er töfratæki
í höndum þeirra sem kunna með hana að fara
B Erlendar rannsóknir hafa
leitt í ljós að afköst rnanna geta aukist um
allt að 25% þegar Macintosh-tölvan er
notuð. Aukin afköst grundvallast að miklu
leiti á nýtingu tölvanna og nýtingin eykst
eftir því sem kunnátta notandans er meiri.
9 Nú gefst tækifæri til þess
að kynnast möguleikum tölvunnar á nám-
skeiðum Apple-skólans. Til þess að ná
góðum tökum á hinum margþætta hug-
búnaði sem til er á Macintosh er árangurs-
ríkast að sækja námskeið Apple-skólans.
■ Apple-skólinn er stofn-
aður af Radíóbúðinni og Tölvustofunni hf.
Það tryggir að sú þekking sem miðlað er
af á námskeiðum okkar byggi ávallt á
nýjustu upplýsingum sem fengnar eru
beint frá Apple Computer. Kennarar
Apple-skólans hafa áralanga reynslu í
kennslu á Macintosh-tölvur og við notum
eingöngu nýjustu útgáfur forrita við
kennsluna.
H í Apple-skólanum er
Ej ’ Grunnnám
Undirstöðunámskeið fyrir alla
sem nota Macintosh. Kennd
ritvinnsla, notkun.gagnasafns
og töflureiknis ásamt ítarlegri
umfjöllun um stýrikerfi tölv-
unnar.
Word
Eitt öflugasta ritvinnslukerfi
sem völ er á í dag. Kennd
notkun forritsins og helstu
möguleikar þess til vinnu-
hagræðingar.
ítarlegt námskeið þar sem
farið er í gegnum alla helstu
þætti sem gagnast þeim er
vinna að útgáfu með
Macintosh. Umbrotsforrit,
gagnaflutningur ofl.
Undirstöðuatriði þessa full-
komna og nákvæma um-
brotsforrits skýrð. Tekið er
mið af þörfum fagfólks í
hönnun og umbroti.
kennt á öll vinsælustu forritin sem skrifuð
hafa verið fyrir Macintosh og enn fremur
standa til boða námskeið á ýmis sérhæfð
forrit sem henta smærri hópum, t.d. þeim
sem starfa við útgáfu og hönnun.
9 í fyrstu er boðið upp á
Námskeið sem miðar að því
að veita byrjanda næga þekk-
ingu til að hefja sjálfstæða
forritun með þessu skemmti-
lega forritunarmáli..
ellefu almenn námskeið en einnig standa
til boða sérhæfð námskeið fyrir fyrirtæki,
stofnanir og hópa.
■ Hafið samband - við
erum örugglega með námskeiðið sem
hentar.
KennamnámskeiÖ
Námskeiðið kennir notkun
Macintosh-tölvunnar og alla
þá helstu þætti er snerta gerð
námsgagna.
PajjeMaker
Vinsælasta umbrotsforritið á
íslandi. Kenndar meginað-
gerðir forritsins til notkunar
við gerð auglýsinga og kynn-
ingarefnis.
WordPerfect
Mikilvirkt ritvinnsluforrit sem
nýtur sívaxandi vinsælda.
Notkun þess kennd og heistu
möguleikar s.s. límmiða-
prentun.
FileMaker II
Hinir stórkostlegu möguleikar
þessa fjölhæfa gagnasafns-
forrits eru skýrðir á námskeið-
inu og uppbygging gagna-
safns kennd.
Excel
Fyrirmynd annarra töflu-
reikna. Kennd er notkun
forritsins við vinnslu algengra
verkefna og samspil þess með
öðrum forritum s.s. ritvinnslu.
! FreeHand
Námskeið í notkun þessa
fullkomna teikniforits, sem
sniðið er að þörfum hins
almenna notanda, jafnt sem
atvinnumannsins.
OKTC I.VIKA JBER 2.VIKA 3.VIKA 4.VIKA NÓVi Í.VIKA ■MBER 2.VIKA 3.VIKA 4.VIKA DESEf Í.VIKA VIBER 2.VIKA 3.VIKA 4.VIKA
(1 GRUNNNÁM •
WORD 4
PAGEMAKER 3
FILEMAKER II
EXCEL
QUARK XPRESS mm
ðð SUPERCARD
KENNARANÁMSK.
ÚTGEFANDINN
B FREEHANDII
WORDPERFECT
ÖNNUR NÁMSKEIÐ Samkv. samkomulagi
§
%
•5
§P
«
K
- TRAUSTUR TÖLVUSKÓLI -
GRENSÁSVEGI 13,108 REYKJAVÍK. SÍMI 678 978
Tölvustofan hf
BAKÞANKAR
Litla sofandi
sólkeríið
rátt fyrir að ókind sé hlaupin
i efnahagsmálin megum við
aldrei hætta að segj'a hvort öðru
ævintýri. Þá sekkur landið.
Einu sinni var agnar lítið sól-
kerfi. Saga vor
hefst stuttu eftir
sköpun heims-
ins. Öll stóru sól-
kerfin brunuðu
út í tómið sitt í
hvora áttina.
Litla sólkerfið
eftir Ólof hélt í humátt á
Gunnarsson eftir, eins hratt
og það komst. En
það var svo agnar lítið að það
komst ekki nærri því eins hratt
og hin sólkerfin. Samt var það
afar fallegt, eins og kanelsnúður
í laginu, já, eða einn með glass-
úr, armarnir bogadregnu glóðu,
sólkerfið sindraði í öllum regn-
bogans litum á fluginu.
— Hæ, bíðiði eftir mér, kallaði
það.
Stóru sólkerfin sneru til baka
þegar þau heyrðu það litla kalla.
Þau þyrptust í kringum það. Ha
ha hó, hlógu þau. Að sjá þennan
trítil. Þú verður aldrei til neins.
Þú getur ekki einu sinni búið til
almennilegar plánetur, þú ert
svo lítið. Og hvað ertu með marg-
ar svartar holur? Ekki eina ein-
ustu. Þú ert svo agnar pínu lítið
að hjá þér er tíminn ekki einu
sinni afstæður. Abba-babb. Til
hvers ertu eiginlega? Svona létu
þau stóru og það munaði
minnstu að litla sólkerfið færi
að háskæla. Stóru sólkerfin
hurfu út í buskann og það litla
varð ögn áhyggjufullt, þegar það
sá að þau stóru voru strax orðin
eins og litlir ljósdílar. Ég næ þeim
aldrei, hamingjan sanna, hvað á
um mig að verða, til hvers kom
ég í heiminn, hugsaði það miður
sin af áhyggjum. Það herti sig á
fluginu eins og það mögulega
gat. Stór halastjarna kom brun-
andi og fór i sveig i kringum það.
— Sæl, halastjarna, kallaði
litla sólkerfið. — Bíddu eftir mér.
En þegar halastjarnan sá hve
sólkerfið var lítið, þá sneri hún
upp á sig.
— Hvað er um að vera bakvið
buskann, kallaði litla sólkerfið.
— Segðu mér frá. En halastjarn-
an strunsaði burt.
— Pu, ha, hugsaði litla sólkerf-
ið. — Sú var svei mér fín með
sig, ég spyr hana spjörunum úr
þegar hún snýr aftur. En hala-
stjarnan, sú tildurrófa, kom aldr-
ei aftur. Hún stakk sér á bólakaf
ofan í sjóinn og sprakk og siðan
þekkja allir söguna, hana yrði of
langt mál að rekja hér, hafið fyllt-
ist af fiskum þegar halastjarnan
sprakk, löngu síðar varð maður-
inn til.
Það var einu sinni i árdaga að
ung móðir sat við spegilslétta
tjörn í rjóðri og var að bía barni
sínu. Þetta var áður en maðurinn
fékk hár á höfuðið. Nokkur snjó-
korn sáldruðust úr himninum.
Ó, nú kemur veturinn, hugsaði
móðirin unga og leit upp til him-
ins, og ég á ekkert til að skýla
barní mínu með á höfðinu. Hún
sá að ein stjarnan logaði skært.
Hún lét barnið í grasið og óð út
í tjörnina til að tína stör og hnýta
í húfu. En stjarnan sem hún
hafði komið auga á var ekki
stjarna, það var litla sólkerfið
sem nú var loksins komið fljúg-
andi eftir langa langa ferð. Æ,
ég kem of seint, andvarpaði það
mæðulega. Úr þessu verð ég aldr-
ei til neins. Það litaðist um eftir
góðum stað að hvíla sig á, en því
sýndust fjöllin alltof hvöss og
sjórinn alltof blautur. Það reyndi
að setjast á grenigrein í tré við
rjóðrið en stakk sig á barrinu.
Þá sá það höfuð barnsins sem
svaf. Þarna hlýtur að vera gott
að vera, hugsaði það hamingju-
samt og sveif niður á við. Sólkerf-
ið sofnaði samstundis þegar það
snart höfuðið. Það var svo þreytt
eftir ferðina sína löngu. Um leið
og það festi svefninn þá breyttist
það í hár. Um það gat móðirin
vitnað þegar hún kom frá sefinu
með störina í fangínu. Og ef þú
trúir mér ekki, lesandi góður,
líttu þá ofan á kollinn á litlum
strák eða lítiili stelpu. Þar sefur
sólkerfið vært i sveip í kringum
hvirfilinn, enn þann dag í dag.