Morgunblaðið - 15.10.1989, Qupperneq 4
i £5*
4
-b
MOÉGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 1;5. OKTÖBEII
Or kvosinni
í KRINGLUNA
Steindór og Árni
Tryggvason — Niðri í
búningsherbergi eftir
sýningu á Frænku
Charleys. Ef grannt er
skoðað má sjá að Árni er
í kvenmansfötum.
Prímadonna!
Guðrún
Ásgrímsdóttir
tilbúin í slaginn í
leikritinu Stprlaxar.
Á bakvið hana má
sjá Lilju
hárgreiðslukonu.
LMÐHAND
TJALDSINS
eftir Steindór Hjörleifsson
ÞAÐ HEFUR gerst um mína
daga að „menntamenn" hafa
gróðursett í íslenskum jarðvegi
slík málblóm sem „Iðnó“,
„Gúttó“, „tíkó“ o.s.frv. og er þá
örfátt talið af þessunt nýtísku
óþverra." Það er Árni Pálsson
prófessor sem segir svo árið 1940
í ritgerð sem hann kallar „Mál-
skemmdir og málvörn". En mál-
menning íslenskrar alþýðu er
byggð á svo traustum grunni að
þessi „málglöp" þeirratíma
vekja nú aðeins hugljúfar minn-
ingar. Með eftirsjón og blik í
auga minnast margir dansiball-
anna í Gúttó og Iðnó og fannst
þau hvorki púkó né tíkó, jafhvel
þó þeir væru komnir í Versló eða
Menntó.
192 ár átti Leikfélag
Reykjavíkur heima í Iðnó,
þessu söguríka húsi. Saga LR
er nátengd sögu íslenskrar
leiklistar og það má ekki
dragast öllu lengur að hún verði
skráð, hún er ekki löng en hún er
litrík. Og í Alþýðuhúsinu Iðnó hefur
meginhluti hennargerst, bygging
þessa húss og stofnun leikfélagsins
markaði auðvitað tímamót í menn-
ingarsögu landsins. Starf LR vekur
framar öllu öðru kröfurnar um Þjóð-
leikhús og kveikir vonir um framtíð
þess og gildi fyrir menningu þessa
lands. Að ætla að byggja og reka
Þjóðleikhús var þá talinn fjarlægur
draumurenda óvenjulegur stórhugur
á þeim tímum. Það er gaman að
minnastþess nú, að árið 1917 gefur
LR allan ágóðann af sýningu Nýárs-
næturinnar í sjóð til Þjóðleikhús-
byggingar. Og 1950 fóru flestir af
leikurum LR, leikstjórarnir allir, að-
alleikmyndateiknarinn og nær allir
tæknilegir starfsmenn til starfa við
Þjóðleikhúsið. Margir töldu að íraun
og veru hefði Leikfélagið flutt í nýtt
og glæsilegt leikhús og starfi þess í
Iðnó væri lokið. En sú varð ekki
raunin — starfið í gamla leikhúsinu
við andapollinn hélt áfram og LR
sprengdi það utan af sér, hefur verið
með sýningar á mörgum stöðum í
borginni. Og af ekki minni stórhug
en þegar Þjóðleikhúsið var byggt er
nú risið glæsilegt Borgarleikhús á
besta stað í Reykjavík, sameign Leik-
félags Reykjavíkur og Reykvíkinga.
Vonandi tekst okkur að gera veg
þess sem mestan, ná lifandi sam-
bandi við áhorfendur, kanna nýja
stigu og leggja djarflega á.brattann,
efla samtímamenningu.
Og nú biður blaðið, svona í tilefni
þess að við flytum í þetta glæsilega
nýja heimili Leikfélags Reykjavíkur,
um einhveijar minningar og sögur
um lífið handan tjaldsins í Iðnó, ein-
hveijar uppákomur á sýningum. En
þegar til á að taka þá er það nú
ekki hrist fram úrerminni. Heimur
leikhússins er æði sérkennilega sam-
settur og skópið lítur þar jafnvel oft
öðrum lögmálum en utanveggjar, —
ekki heldur hlaupið að því að gera
því skil á prenti, önnur meðul leik-
hússins kannski heppilegri. Og
„fyndin slys“ gerast helst í skólaleikj-
um, leiksýningar nú til dags eru svo
æfðar og geirnegldar að ekkert
óvænt kemur fyrir. Starfsliðið á bak
við tjöldin er öruggt og þjálfað, leik-
arinn getur verið öruggur um að all-
ir leikmunir séu alltaf á sínum stað
og ljós og önnur tækniatriði eru svo
samæfð að það verða nánast aldrei
mistök. Nú er bara að vona að eins
vel takist tii þegar tölvur og tól taka
við af mannshöndinni í nýja leik-
húsinu, 7-9-13.
Talandi um ljós. — Einu sinni var
ungur piltur, við skulum bara kalla
hann Palla, því aðgát skal höfð í
nærveru sálar. Palli kom oft í heim-
sókn í kjallarann í Iðnó, kannski
skorti hann eitthvað sem Guð hefur
gefið öðrum en hann hafði einlæga
gleði af að koma í leikhúsið. Guð-
mundur okkar Pálsson var honum
góður og hafði sérstakt dálæti á
honum eftir þetta samtal. Palli:
Þakka þér fyrir leikinn í Hafnarfirði
í gær Gummi, ég fór að sjá þig.
Guðmundur: Mig? Nei... ég hef
aldrei leikið í Hafnarfirði. Palli: Jú,
jú, og þú varst bara asskoti góður.
Guðmundur: Nei, vinur minn, þú
getur ekki hafa séð mig... Palli:
Nei, heyrðu annars, það varst ekki
þú, að var hún Nína SveinsH Þessi
piltur fékk að vera á „bak við tjöld-
in“ og hafði gaman af. Eitt kvöld
var verið að sýna „Nóa“, sem fjall-
aði að sjálfsögðu um gamla Nóa og
allt hans fólk. í þessari sýningu, sem
var sett upp til að minnast 30 ára
leikafmælis Brynjólfs Jóh. var gey-
simikið og flókið ljósaspil. Ljósa-
meistarinn var ekki sjálfur á vakt
þetta kvöld en hafði sett ungan og
efnilegan mann fyrir sig. Hann var
ekki búinn að læra allar kúnstirnar,
kunni þá aðeins að „keyra ljósin" á
sýningu, svona eins og Þjóðleik-
hússtjóri gerir í verkföllum til að
bjarga því sem bjargað verður. En
Palli hafði fiktað heldur betur í ljósa-
tengingunum, snúið öllu við. Það
varð kolniðamyrkur á sviðinu þegar
Vigdís Finnboga-
dóttir, þáverandi
leikstjóri, og
Steindór Hjör- L
leifsson — Á
góðri stundu yfir
kaffibolhi.
Gamli Noi var að dásama sólskinið
og þegar leikararnir glöddust yfir
rómantísku tunglskininu hellti sólin
geislum sínutn yfir okkur. Eftir.
hörmungar miklar í þessum dúr tókst
ljósamanni að „tengja rétt“ og sýn-
ingin komst í eðlilegan farveg. Guð-
mundur tók það nærri sér að þurfa
að taka fyrir heimsóknir Palla.
Einu sinni þegar við vorum að •
leika „Ævintýri á gönguför“ í gamla
daga, vildi svo til, að snillingurinn
Frits sofnaði fram á píanóið. Hann
lék undir söngvana, átti ianga pásu,
það var heitt í húsinu og hann búinn
að heyra leikritið 100 sinnum. Elín
Júl. lék frúna og þurfti nú, eftir að
vera búin að hósta og ræskja sig
nokkrum sinnum án árangurs, bara
reyna að bytja án undirleiks. En allt
í einu vaknaði píanistinn og þá varð
nú tempó og skemmtilegur eltinga-
leikur á meðan þau voru að ná sam-
an, finna út hvaða lag var verið að
syngja og í hvaða tóntegund.
„Browningþýðingin" var leikin
árið 1957 og fyrir leik sinn þar fékk
Þorsteinn Ó. Stephensen sinn fyrsta
Silfurlampa. Með þessu leikriti var
leikinn einþáttungur „Hæ, þarna úti“
eftir Saroyan. Það fjallar um ungan
fanga, sem er einn í fangaklefa og
á von á því að vera tekinn af lífi án
dóms og laga. Ég lék þennan fanga
og á frumsýningunni, trúlega haldinn
illum frumsýningarskjálfta, tók ég
víst heldur harkalega í fangelsis-
grindurnar. Ég sá hvarþak fanga-
klefans tók að síga niður og það sást
í heiðan himininn. Einfaldast fyrir
fangann var því auðvitað að klifra
upp grindurnar og koma sér burt,
en það hefði ekki verið eftir texta
skáldsins. Fanginn átti eftir að þylja
harma sína fyrir ungri stúlku og
verða svo drepinn í lokin. Og mikið
-lifandi skelfing var ég sveittur þegar
ég var loksins dauður, en hafði þó
þurft að vera að kvarta um kulda
allan tímann. Ég var viss um að all-
ir áhorfendur hefðu séð þetta slys,
en sem betur fer fór það fram hjá
flestum.
Öðru frumsýningarslysi man ég
eftir. Það var í „Sex persónur leita
höfundar" eftir Pirandello; eitt af
hans bestu verkum. Það var reyndar
leikið hjá LR áður. Það var árið 1926,
sem sagt árið sem ég fæðdist og var
þá spánýtt, — eins og ég. Þetta verk
var langt frá hinni raunsæislegu
hefð sem þá ríkti í íslensku leikhúsi.
Persónur leiksins neita að vera
málpípur og þrælar höfundarins,
gera uppreisn og vilja lifa sjálfstæðu
lífi. Sýningar urðu aðeins sex að tölu
og um viðbrögð áhorfenda sagði Jak-
ob Möller (leikari og heiðursfélagi
LR, síðar ráðherra): „Áhorfendur
gengu hauslausir út úr leikhúsinu."
Nú, þegat' við sýndum svo leikritið
aftur 1959 fóru kannski margir
„hauslausir út“ og sýningar urðu líka
aðeins sex. En það Vat' slysið: Ungi
sonurinn sent ég lék stóð lengi í bytj-
un leiks hreyfingarlaus og horfði .
stjarfur yfir öxl sér. Ég hafði fengið
nýja skyrtu rétt fyrir frumsýninguna
og hún hefði mátt vera víðari í háls-
málið. Rétt áður en ég átti að taka
til máls, og tala lengi, fór mér að
hverfa heimurinn og blóðið hætti að
renna til hofuðsins. Það var nú það
sent ég mátti síst við og ég fór að
sjá stjörnur. Þegarégsneri höfðinu
og tók til rnáls, vissi ég ekki hvar í
vet'öldinni ég var staddur og seig upp
að sviðsranmianum með brauðfætur.
— Það sem ég sagði svo í þessu
annarlega ástandi var ábyggilega
ekki frá höfðinu komið, enda sagði
Agnar Bogason í Mánudagsblaðinu
að þó ég hefði staðið mig rnjög vel
þá hefði ég ekki kunnað hlutverkið
í bytjun . . .
Það er enn hlegið að mér hérna í
leikhúsinu af því mér varð það á í
„Ofvitanum“ áð gleyma að fara í
peysufatapilsið þegar ég var að leika
kellingu á „rúntinum“. Ég var með
fléttur, sjal og skotthúfu og alit hvað
eina . . . bara ekki í pilsinu. Þegar
ég uppgötyaði þetta gat ég ekkert
annað en reynt að láta fara lítið fyr-
ir mér og óska þess að ég hefði nú
valið mér annað lífsstarf.
Það vat' helst að einhvetjar uppá-
komuryrðu hjá okkur í leikferðum.
Þá er oft komið í nýtt hús á degi
hvetjum og stundum ekki langur tími
til undirbúnings. I gamla daga voru
húsin minni, leiksviðin lítil og ófull-
komin. En samt var þá ekki síður
gaman að lifa. Deleríum Bubonis lék-
um við út um allt land eins og sv'o
mörg leikrit á þessum árum þegar
LR fór í leikferðir á hvetju sumri.
Það var mikið sungið í því því leik-
riti og lög og textar þeirra Múla-
bræðra á hvers manns vörum. Sá sem
ég lék var Pétur og var tónskákþ
spilaði undir söngvana á píanó. I
Iðnó vat- hljómsveit, en á leikferðum
vat' flinkut' píanisti og við fengum
píanó lánað á hvetjum stað. Eg „spil-
aði“ bara á platpíanó, á því var ekki
einu sinni nótnaborð, aðeins svartur
dúkur, en sem betur fer sneri það
baki að áhorfendum. Þetta var sosum
allt í lagi en þó kannski ekki í Króks-
fjarðarnesi. Húsið og sviðið var það
lítið að tjöldin komust illa fyrir. Pían-
istinn varð að vera á bak við tjöldin
og „píanóið“ mitt að standa nokkuð
langt fyrir framan sviðsbrún. Aðsókn
varð svo mikil að töluvert af leikhús-
gestum lentu fyrir aftan „hljóðfærið"
ogþeir horfðu á snillinginn spila á
svartan dúkinn. Blekking leikhússins
opinberuð og ég féll mikið í áliti sem
píanisti. .. Einu sinni var ekkert
píanó að fá á einum staðnum svo
undirleikarinn varð að spila á harm-
onikku. Þá er ég hræddur um að
sjarmörinn Pétur hafi misst þær vin-
sældir sem hann hafði áunnið sér
hjá ungmeyjum staðarins — þar sem
hann sat við krossviðarpíanóið sitt
og spilaði — og út kom harmoníkku-
ntúsík . . .
Hundrað og fimmtugustu sýning-
una á Deleríum lékum við til ágóða
fyrir Húsbyggingarsjóð minnir mig.
Það vat' í Austurbæjarbíói. Þá mundi
ég alls ekki textann í þessu marg-
slungna „Einu sinni á ágústkvöldi“.
Þá kom einhver leikhúsgesturinn mér
til bjargar og söng úr salnum með
mét-þar til ég komst aftur inná rétt-
an texta. Það er ekki ofsagt... leik-
arinn á allt undit' áhot'fendum.
Ég læt hér staðar numið með „sög-
ur af sjálfum mér“, enda trúlega
þunnur í þeitn fiskurinn. Margar sög-
ur mætti segja af öðrum í leikhús-
inu, en það er nú kannski ekki mitt
hlutverk í þetta sinn.
En hvað verður nú um gömlú Iðnó?
Tillaga Birgis ísleifs Gunnarssonar
um það að launþegasamtökin hafi
forgöngu um að gera Iðnó að áfram-
haldandi menningarstofnun og fram-
sæknu leikhúsi er góð og áhugaverð.
íslensk alþýða byggði Iðnaðar-
mannahúsið, stofnendur LR voru
flestir úr alþýðustétt, þar má til að
vera áfram leikhús sem teflir djarft
oggengur hiklaust á nýja, lítt troðna
vegi. Það verður ekki horft fram hjá
því að það þarf margt að laga og
endurnýja og það er staðreynd að
litla leiksviðið var farið að þrengja
að allri nýsköpun í sviðsetningu.
Leikhóparnir, sem í dag eru kallaðir
ftjálsir, þurfa hús. Þeir hafa marg-
sannað að þeir eru ómissandi hluti
af öllum sköpunarverkinu, eins og
Lejkfélagið var á þessum stað. Uppi
í risinu mætti bytja að koma fyrir
þeim hlutum sem tilheyra leiksögu
landsins, vísi að leikhússafni sem
hvergi á frekar heima en í þessu
húsi, — og sjálft er húsið mikil borg-
arprýði, og það hefur sál.
Steindór Hjörleifsson