Morgunblaðið - 15.10.1989, Page 14
MÖRGUNiiiLaÍðÍÐ SÚNNUDAÍXÍR l's.' ökTÖBER
%
%
-
S tjórnandi þáttarins fékk
þekktan myndhöggvara
til að gera brjóstmynd
af List eins og hann
kynni áð líta út nú eftir
öll þessi ár. Áhorfandi í
Colorado tilkynnti að
myndin væri ótrúlega lík
63 ára gömlum bók-
haldara, Robert Clark að na.fni, sem
hefði búið þar í allmörg ár, en
væri fluttur til Virginíu.
Bókarinn var þegar í stað hand-
tekinn. Hann vildi hvorki játa því
né neita að hann væri hinn seki,
en ör og fingraför hans bentu til
þess að hann væri John List. Síðan
var hann framseldur til Newark í
New Jersey og
ákærður fyrir
morðin fimm í
Westfield í nóv-
ember 1971.
Skömmu síðar
sagði talsmaður
FBI að verið gæti að Clark væri
einnig illræmdasti flugvélarræningi
í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn,
sem hann átti við, kallaði sig „D.
B. Cooper“ og rændi Boeing 727
þotu Northeastern-flugfélagsins
24. nóvember 1971 — á þakkar-
gjörðardegi Bandaríkjamanna og
hálfum mánuði eftir morðin í West-
field. Rannsókn er hafin á því hvort
flugvélarræninginn og morðinginn
hafí verið einn og sami maðurinn.
„Djarfasta flugránið“
Boeing-þotan var á leið frá Port-
land í Oregon þegar meinleysislegur
farþegi rétti flugfreyju miða, þar
sem sagði að hann væri með
sprengju og mundi taka við stjórn
flugvélarinnar. „Cooper,“ eins og
hann kallaði sig, neyddi flugstjór-
ann til að lenda í Seattle. Þar krafð-
ist hann þess að fá fjórar fallhlífar
og 200.000 Bandaríkjadali í 20
dala seðlum gegn því að hann
sleppti farþegunum og nokkrum úr
áhöfninni.
Frá Seattle flaug Boeing-þotan
áleiðis til Mexíkó, en einhvers stað-
ar í grennd við eldfjallið St. Helens
suður af borginni spennti „Cooper“
á sig fallhlíf og batt töskuna með
peningunum við aðra fallhlíf. Um
leið skipaði hann flugstjóranum að
lækka flugið í 10.000 fet, fljúga
áfram í þeirri hæð og láta aftari
landgöngustigann síga. Flugræn-
inginn stökk því næst út með alla
peningana og ekkert spurðist til
hans eftir það.
Flestir töldu að hann hefði iátizt,
en ekkert lík fannst þrátt fyrir
margra mánaða leit. Einu ummerk-
in, sem fundust, voru 5.800 dollarar
af ránsfengnum, sem rak á land á
sandrifi í Columbia-fljóti níu árum
síðar. Margir hölluðust að því að
villidýr hefðu étið hann lifandi.
Athæfi „D.B. Coopers“ hefur
verið kallað „ dirfskufyllsta flugvél-
arrán sögunnar" og hann varð svo
frægur að um hann var gerð kvik-
mynd. Hann
kom við sögu í
dægurlagatext-
um og um hann
voru sagðir ótal
brandarar. Nær-
bolir með áletr-
unum um hann urðu vinsæl sölu-
vara.
Guðhræddur
Lýsingar á „Cooper" gætu vel
átt við Robert P. Clark, sem talið
er víst að sé morðinginn List.
Ástæðan til þess að hann vakti
ekki grun að ráði fyrr en sjónvarps-
þátturinn var sýndur í vor yar sú
að hann lifði venjulegu og fábreyttu
lífi og lét lítið á sér bera samkvæmt
könnun The New York'Times. Líf
hans snerist um starfið, garðrækt,
sjónvarpið og lúthersku kirkjuna.
Samkvæmt lýsingu FBI á sínum
tíma var John Emil List „snyrtileg-
ur til fara,“ ef til vill vopnaður og
„áreiðanlega mjög hættulegur“.
Vinur Clarks/Lists í Richmond,
Virginíu, varð þess hins vegar aldr-
ei var að hann væri ofbeldishneigð-
ur og taldi hann sauðmeinlausan.
Hann hafði áhuga á hafnabolta,
tímaritinu National Geographic og
fréttum og heimildaþáttum í sjón-
varpi. Hann var svo guðhræddur
að hann baðst fyrir þegar hann
snæddi á hamborgarastöðum og svo
löghlýðinn að hann ók aldrei á ólög-
legum hraða.
Þegar leitað var að List sunnu-
dagaskólakennara eftir morðin í
nóvember 1971 var slóð hans rakin
mmm ERLEND ■
HRINCSfÁ
eftir Guðm. Halldórsson
í desember 1971 fundust
sundurskotin lík móður, eig-
inkonu og þriggja barna
meinleysislegs bókhaldara í
reisulegu íbúðarhúsi frá
síðustu öld í bænum West-
field, New Jersey, í Banda-
ríkjunum. Bókhaldarinn,
John Emil List, sem var
sunnudagaskólakennari í lút-
herstrúarsöfrmði i hjáverk-
um, hafði horfið tæpum mán-
uði áður. Nú, tæpum 18 árum
síðar, virðist bandaríska
haftíSr!lan<FBI)hafa VAR HANN EINN
“pp,ýs. ILLRÆMDASTI FLUGRÆNINGI
huguluín áhorfanda að sjón- r SÖGUNNAR ?
varpsþætti um óleyst saka-
mál, sem milljónir Banda-
ríkjamanna fylgjast með.
til Kennedy-flugvallar í New York.
Bifreið hans fannst þar, en slóð
hans hvarf.
Starfsferilsskýrsla, sem Cooper
samdi síðar, hefst 1972. Samkvæmt
henni starfaði hann fyrst hjá fyrir-
tækinu R.C. Miller í Wheatridge,
norður af Denver, Colorado. Ekkert
slíkt fyrirtæki fyrirfinnst þar og
virðist aldrei hafa verið til. Ef til
vill var það engin tilviljun að kona
Clarks, Dolores, hét Miller áður en
þau giftust og að R.C. eru upphafs-
stafir Clarks.
Engum sögum fer af Clark árið
1972, en „um 1973“ var hann mat-
reiðslumaður í Holiday Inn West í
Golden, vestur af Denver, og vann
á næturvöktum. Hann bjó þá í hjól-
hýsi, sem hann kom fyrir í stæði
andspænis hótelinu. I Golden
kynntist hann 71 árs gömlum
verkamanni, Bob Wetmore, sem
hafði alið mestallan aldur sinn með-
al misyndismanna í skuggahverfum
og kúasmala á stórbýlum.
Wetmore var kominn ofan úr
fjöllunum í atvinnuleit. Hann var
einn af fáum vinum, sem Clark
eignaðist á þessum árum. Þeir röbb-
List áður fyrr, bijóstmyndin (t.v.) og
Clark eftir handtökuna: lét lítið fara fyr-
„Innhveríúr“
Nafn Clarks var birt í símaskrá
Denvers í fyrsta sinn 1974. Um það
leyti fékk hann starf matreiðslu-
'manns í skemmtiklúbbi í Parker,
suðaustur af Denver, og útvegaði
Wetmore starf við ræstingar þar.
Síðan vann Clark um tíma í veit-
ingastofu í stórverzlun í Denver.
Að því er hann sagði Wetmore sótti
hann námskeið til að afla sér þekk-
ingar á því að hjálpa fólki að telja
fram til skatts, svo að hann gæti
drýgt tekjur sínar. í júní 1975 gekk
hann í söfnuð lútherstrúarmanna í
Denver.
Wetmore hjálpaði Clark að flytja
aftur til Wheatridge 1977. Þá voru
rúm fimm ár síðan morðin höfðu
verið framin og Clark sótti um starf
bókara hjá teppaheildsölu í Denver,
Roberto Distributing. Einn af for-
stöðumönnum bókhaldsfyrirtækis
nokkurs, Ted Oldson, tók að sér að
tala við þá sem sóttu um starfið. Á
Clark var að skilja að hann hefði
fengizt við bókfærslustörf, en Old-
son minnist þess ekki að hann hafi
haft meðmæli.
„Hann var mjög innhverfur,"
sagði Oldson við JVew York Times.
„Hann talaði hægt og rólega, nán-
ast í hálfum hljóðum. Hann hafði
búið við þröngan kost og kvaðst
þurfa að komast í fullt starf. Ég
hafði á tilfinningunni að hann hefði
rétt til hnífs og skeiðar og ætti
varla fyrir húsaleigunni og ýmsu
smálegu."
uðu oft saman yfir kaffibolla, en
aldrei um persónuleg málefni. Wet-
more hjálpaði Clark að flytja fátæk-
lega búslóð sína til Denver.
Wanda R. Flanery: sannfærðist
um að Clark væri List þegar hún
sá mynd í blaði.
MORBNGNN
semfór huldu höjbi