Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 16
Sídastigestur Kvikmyndahátídar kynntist ungurfrœgb ogframa en lcetur sér nœgia sterk aukahlutverk í miöaldra nœöi á dráttarbát á ánni Thames, fór í stríðið og drengurinn varð uppáhald móður sinnar. „Hún var einkar ráðrík og alltaf til staðar. Hún gerði 'okkur þtjár máltíðir á dag hvern einasta dag og hún ól okkur upp. í þá daga var agi mikill innan ijöl- skyldna. Bak við húsið okkar var stór garður sem tilheyrði velstæðu fólki og á hvetju ári svignuðu trén undan perum. En ég bragðaði aldr- ei á þeim og í þá daga voru ávext- ir óskaplegur munaður. Það hvarfl- aði ekki að okkur að taka af trénu; þú varðst að vinna fyrir því sem þú vildir." Stamp sótti nám í leiklistarskóla og lék á sviði áður en Ustinov hrifs- aði hann í bíómyndirnar. Þegar hann var spurður að því fyrir nokkr- um árum hvaða myndir hans honum þættu bestar sva;'aði Stamp: „Ég hugsa ekki þannig um það sem ég GÖMLU MYNDIRNA KVIKM Arnaldur t Eftir mörg ár utan bíómynd-: anna er aftur farið að bera á Terence Slamp. Ég var aldrei frægur eins og Robert Redford eða Clint Eastwood en ég fékk nóg af frægð til að vita hvernig hún var. Ég hafði alltaf hugsað mér hana eitthvað ákveð- ið, eins og lokaðan félagsskap sem þér var leyfður að- gangur að, en þegar síminn hringdi var það ekki Brig- itte Bardot heldur mamma eins og venjulega. Þú fannst helst fyrir frægðinni þegar þeir brostu að vegabréfinu á flugvöllum en allt hitt var tálsýn — eitthvað eins og ilmvatn sem þó var ekki til staðar.“ Breski leikarinn Teren- ce Stamp, síðbúinn gestur Kvikmynda- hátíðar Listahátíðar í Reykjavík, hefur þetta að segja um frægðina á sjöunda áratugnum. Hann kynntist henni snemma, tutt- ugu og tveggja ára gamall lék hann titilhlutverkið í myndinni „Billy Bud“ (1962) og var tilnefndur til Oskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þremur árum seinna vann hann leikaraverðiaunin á Can- nes fyrir „Tbe" Collector" (1965). En frægðin gleypti aldrei - Stamp með húð og hári. í þá daga bjó hann með Michael Caine — þeir voru kallaðir Chelsea-hamrarnir — og það er forvitnilegt að sjá hvern- ig framtíð þeirra þróaðist í gerólík- ar áttir. Caine varð moldríkur og heimsfrægur og þegar hann talar er það um skemmtanaiðnaðinn og stórstjörnur. Stamp varð aldrei slíkur og talar meira um plánetur en stjörnur, jóga og sállækningar. Eftir „Billy Budd“, sem Peter Ustinov leikstýrði, fékk Stamp til- boð frá Hollywood og víðar en hann stökk ekki á hvað sem var heldur valdi sér myndir af kostgæfni. Þannig vann hann með bestu leik- stjórum í athyglisvei'ðum myndum; William Wyler leikstýrði „The Collector"; Joseph Losey léikstýrði „Modesty Blaise" og í „Far from the Madding Crowd“ vann Stamp með John Schlesinger. Hann lék einnig í tveimur myndum á Ítalíu eftir þá Federico Fellini og Paolo Pasolini („Theorem"). í kringum 1970 fór að halla undan fæti. „Það var ekkert fyrir mig að gera,“ sagði hann í viðtali fyrir nokkrum árum. „Eða það hefði verið niðurlægjandi fyrir mig að taka því sem bauðst. Svo ég ákvað að gera eitthvað ann- að. Ég fór í tíu ára frí.“ Hann rakst á Krishnamurti í Róm og fór að stunda jóga. Hægt og bítandi breytti hann um lífsstíl, hætti að reykja sterku Gauloise- sígaretturnar, hætti að borða kjöt og fisk og brauð og sagði umboðs- manninum sínum að tala við sig ef eitthvað skemmtilegt væri í boði áður en hann flaug til Indlands í ferð sem reyndist á endanum tals- verður sjálfskönnunarleiðangur. Ekkert skemmtilegt heyrðist frá umbanum lengi, lengi.A meðan fékkst Stamp við jóga, stundáði T’ai-Chi og eyddi löngum stundum í Poona með Bhagwan Shree Rajn- eesh. Hann reyndi m.a. föstu og einlífi. Loks kom skeyti til hans í Delhí. Clive Donner vildi hann í eina mynd, Peter Brook í aðra. Stamp tók að undirbúa sig fyrir níunda áratug- inn. Hann byrjaði ekki með neinum hamagangi og tekur því enn mjög rólega nú á miðjum aldri. Allur síðasti áratugur — alveg frá því hann lék illvirkjann Zod hershöfð- ingja á plánetunni Krypton í Súper- man og seinna Súperman II — hef- ur mest farið í aukahlutverk, aðal- lega í bandarískum myndum, og hvað sem segja má um hlutverka- val setur hann sannarlega svip sinn á þær myndir, sem hann ieikur í. Upp á síðkastið hefur hann farið með hlutverk í jafn ólíkum myndum og íjármálatíðindunum „Wall Street", vestranum „Young Guns,“ framtíðarþrillernum „Alien Nati- on“, mafíuskellinum „The Sicilian" og gamanspennumyndinni „Legal Eagles". Það er þó varla nema í breska þrillernum „The Hit“, þar sem hann lék á móti John Hurt, sem Stamp sló virkilega í gegn í hlut- verki krimma á flótta undan for- tíðinni. Hann var elstur fimm barna í fátækri verkamannafjölskyldu í London. Hann fæddist árið 1940 rétt áður en faðir hans, skipstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.