Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 19
 gerð evrópsks eínis aukist. Þó svo peningar ráði mjög ferð- inni í þessum efnum þá styrkja margvísleg ‘ menningarsjónarmið hugmyndina um aukið sjálfstæði þjóða og samvinnu Evrópu. Inni- hald og efnismeðferð í amerískum myndum er mörgum Evrópubúum áhyggjuefni, sérstaklega þegar í huga er haft hversu hlutur þess í dagskrám Evrópustóðvanna er stór. Ahyggjurnar tengjast fjórum mikilvægum menningarþáttum. í fyrsta lagi má nefna sjálfsímynd hinna ólíku menningareininga — þjóða eða landsvæða. Óttinn er sá að nýjar kynslóðir greini ekki ein- kenni sinnar fóstuijarðar þegar fjölmiðlauppeldið er amerískt. Umræðan hér á landi hefur að mestu einskorðast við þennan þátt og á hann leggja Islendingar meiri áherslu en flestar aðrar þjóðir. í öðru lagi hafa menn áhyggjur af gæðum. Einkum era það Bretar og Italir er ræða opinskátt um að gegndarlaus innflutningur á efni frá Ameríku og Asíu, sem að stærstum hluta er óvandað og vont, grafi smám saman undan listrænu gildismati almennings. Umræðan um „gott“ helgarsjón- varp hér á landi að undanförnu er að hluta til af þessum meiði. í þriðja lagi ei-u menn smeykir við þá gegndarlausu neyslu- og mark- aðshyggju sem er ráðandi í tengsl- um við alþjóðlega fjölmiðlun — sjónarmið sem að hluta til era í andstöðu við umburðarlyndi, sveigjanleika, virðingu fyrir þjóð- legum sérkennum og öðru þess háttar sem einkennir Evrópu síðari ' tíma. í fjórða lagí er skrekkur í sumum þjóðum Evrópu vegna þess að útlendir framleiðendur gera minni kröfur um jáfnvægi sjónar- miða eða lífsviðhorfa en viðgengst hjá mörgum evrópskum. Einkum eru það ríkisreknu stöðvarnar í Norður-Evrópu sem skapað hafa virta hefð hlutleysis sem margir óttast að kunni að þynnast út. Umræðan í Evrópu um sjón- varpsmál tengist að sjálfsögðu þeim viðamiklu þjóðfélagsbreyt- ingum sem í vændum eru í álf- unni. Þjóðirnar virðast ætla að snúa bökum saman gegn „erlend- um“ samkeppnisaðilum, rækta eigin þjóðareinkenni og jafnvel skapa ijölbreytta sam-evrópska nútímamenningu, þar sem sjón- varp mun verða einn af burðar- stólpunum. IMORGUNBEADIÐ FlÖLMlÐLAR^uK^t^jAGUR t5. 0KT<)BER c 49 Mikið tekjutap RUY vegna verkfallsins Engin áhrif á Stöð 2 „Það er augljóst að Ríkisútvarpið hefur orðið fyrir verulegu tekju- tapi af völdum verkfalls rafiðnað- armanna," sagði Hörður Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri fjármáladeildar Ríkisútvarpsins, í samtali við Morgunblaðið. Á Stöð 2 hafa menn á hinn bóginn ekki fundið fyrir neinum áhrifum afvöldum þess. örður sagði engar tölur vera til um tekjutapið og sennilega fengjust engar endanlegar tölur þar að lútandi. „Það verður aldrei reikn- að til fulls, en miðað við hvernig þrengt hefur verið að auglýsingum — bæði hjá hljóvarpsrásunum og sjónvarpinu — má gera ráð fyrir að það sé tilfinnanlegt," sagði Hörð- ur. Hjá Stöð 2 fengust þær úpplýs- ingar að verkfailið hefði engin áhrif á tekjur stöðvarinnar. Hins vegar virtist sem auglýsendur væru seinir að átta sig á verkfallinu og áhrifum þess, því aukning á auglýsingum væri ekki teljandi þrátt fyrir erfið- leika Ríkissjónvarpsins. Eftiaðir horfa minna en áður Vellaunað fólk í Bretlandi horf- ir stöðugt minna á sjónvarp samkvæmt könnun sem ríkissjón- varpið BBC gerði nýlega. Áhorf á heimilum, sem eru flokkuð „þjóðfélagshópur AB“, hefur minnkað um rúmlega 10 af hundr- aði á undanförnum fjórum árum, þótt fólk úr þessum hópi sé eins mikið heima hjá sér og fyrr og gæti því horft meifa á sjónvarp ef það kærði sig um. Áhorf þessa fólks hefur minnk- að úr 20 og hálfum klukkutíma 1985 í 17 tíma og 42 mínútur nú, en að meðaltali horfa Bretar á sjónvarp 26 og hálfan tíma á viku. Sextíu af hundraði AB-áhorf- enda höfðu tíma til að horfa á sjónvarp milli klukkan 6 og 11 virka daga um sumarið, 6% færri en fólk yfirleitt. Sá tími sem „AB- fólk“ ver helst til að fylgjast með sjónvarpi hefur auk þess færst til. Áður horfði það mest kl. 10-10.30, en nú kl. 9-9.30. í skýrslu um könnunina segir að efnaða fólkið hafi alltaf horft minna á sjónvarp en þjóðin sem heild. En þótt það horfi enn mikið á sjónvarp verji það meiri tíma en áður til að hlusta á útvarp, lesa blöð og tímarit og horfa á myndbönd. Daglegar venjur virðast lítið hafa breyst síðan 1939, þrátt fyr- ir miklar þjóðfélagsbreytingar undanfarna hálfa öld. Enn fara flestir á fætur milli kl. 6.45 og 7.00 f.h., en flestir fara hálftíma seinna að sofa en áður, eða milli kl. 10.30 og 11.00 e.h. Útvarps- hlustun hefur ekkert minnkað og er meiri á daginn en 1939. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Samviskuspurningadeild) Örstuttar vangaveltur eftir lestur annars ágætrar greinar blaðamannsins hnip. um lands- fiind Sjálfstæðisflokksins og valdabaráttu innan hans. Fyrir- sögnin vakti forvitni mína og það eiga fyrirsagnir að gera. „Fyrir- tíðaverkir íhaldsdömunnar". Ég las greinina af athygli en fann ekkert sem tengdi innihaldið og fyrirsögnina saman. Kannski vegna þess að reynsla mín af fyr- irtíðaverkjum er ekkert skyld þeim kvölum sjálfstæðiskarla sem greinarhöfúndur er að lýsa. Mér datt í hug hvort hmp. væri e.t.v. að sækja samlíkingar til ástands sem karlar þekkja einir en konur ekki nema af afspurn, þ.e. standpínu. Þjóðv. 12/10, lesendabréf. Tilboé óskast i Pontiac Firebird argerð 85, asamt oðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 17. október kl. 12-15 Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna. Vertu meóvituö um feguró nagla þinna Develop 10 - sem farið hefur sigurför um Bandaríkin og Evrópu. Develop 10 handáburður Mjöggott næringarkrem fyrir hendur, naglabönd og neglur. 1) Fyrir neglur sem klofna og brotna. 2) Fyrir neglur sem bogna. 3) Mjög gott sem undir- og yfirlakk. Heildv. Guðrúnar Kjartans. Sími 91-657726. Develop 10 er lakkaó eina umferd yfir neglur í 10 daga. Fyrir neglur sem klofna, brotna og bogna. Þœr neglur, sem skemmst hafa, hafa oróió sem nýjar eftir notkun Develop 10. Mj'óggott sem undir- ogyftrlakk, og naglalakk- ió helst á í langan tíma. Útsölustaðir: Reykjavík: Hygeo (Reykjavíkurapóteki), Austurstræti 16, Sayrtistofan, Hverfisgötu 50, Snyrtistofan Inga, Túngötu 1, Snyrtivöruv. Bró, Lougavegi 74, Snyrtivöruv. Bylgjan, laugavegi 76, Snyrtivöruv. Hygea hf, laugavegi 35, Snyrtivöruv. Sara, Bankastræti 8, Snyrtivöruv. Topptiskan, Aóolstræti 9, Snyrtivöruv. Regnhlifabúðin, Laugavegi 11, Snyrtivötuv. Nlirra, Laugavegi 61, Snyrtivöruv. Mirra, Hofnarstræti 17, Snyrtivöruv. Gullbró, Nóafúni 17, Snyrtistofon Gimlí, Miðleiti 7, Holtsopótek, Longholtsvegi 84, Snyrtistofan Eygló, Longholtsvegi 17, Snyritvöruv. Glæsibæ, Alfheimum 74, Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21, Snyrtistofan Aferð, Rauðarórstig 27—29w Ingólfapótek, Kringlunni, Snyftistofan Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Snyrtistofon Kriita, Kriglunni, Snyrtistofon Orkugeislinn, Foxafeni 10, Snyrtistofan Sóley, Stormýri 2, Snyrtivöruv. Serina, Kringlunni, Snyrtivöruverslunin, Hagkoup, Snyrtiöruv. Spes, Kleifarseli 18, Snyrtivöruv. Nana, Völvufelli 15, Snyrtivöruv. Nono, Lóuhólum 2-6. Seltjarnornes: Nesapótek, Eiðistorgi 17, Snyrtist. Sigríðor Guð., Eiðistorgi 15, Snyrtivöruv. Evito, Eiðistorgi 11. Mosfellsbær: Apótek Mosfellsbæjar. Þverholti 3. Kópavogur: Snyrtivöruv. Bylgjan, Hamroborg 16. Garðabær: Snyrtivöruv. Snyrtihöllin, Garðotorgi 3. Hofnorfjörður-. Snyrtivöruv. Sandra, Reykjavikurvegi 50, Snyrtivöruv. Snyrtilinan, Hólshrauni lb. Keflavik: Apótek Keflavíkur; Suðurgötu 2, Snyrtistofo Guðrúnor, Baldursgötu 2, Snyrtivöruv. Smart, Hólmgerði 2. Stykkishólmur: Stykkishólmsopótek, Hafnargötu 1. ÍsofjÖrður. Hórgreiðslust. Topphór, Mónagötu 1. Bolungorvik: Snyrtistofon Ariano, Hólastíg 6. Pateksfjöður: Pateksopótek, Aðo'stræti 6. Siglufjörður: Siglufjarðarapótek, Norðurgötu 4. Snyrtistofon Heba, Aðalgötu 9. Akureyri. Snyrtivöruv. Amaró, Hafnarstærti 99-101. Húsavik: Snyrtist. Morgrétar Eiríksd., Höfða - brekku 18, Snyrtistofon Hilma, Garðorsbrout 18. Egilsstoðir: Egilsstaðaopótek, Lagarósi 18. Neskoupstaður: Nesapótek, Egilsbrdut 7. Selfoss: x SnyrtivÖruv. Snyrtihúsið, Eyrorvegi 2. Hella: Rangóropótek, Austurvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.