Morgunblaðið - 15.10.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.10.1989, Qupperneq 20
 20,, C Einvígi hinna glötuðu tækifæra Skák Margeir Pétursson UNDANÚRSLIT áskorenda- keppniunar eru Iangt á veg kom- in í Lundúnum, eftir sex skákir í einvígi þeirra Jans Timman og Jonathans Speelman hefúr hinn fyrrnefhdi hlotið þrjá og hálfan vinning, en Englendingurinn tvo og hálfan. Aðeins hefur verið lok- ið fjórum skákum i einvígi Sovét- ínannanna Anatolys Karpov og Arturs Jusupov og hefúr Karpov hlotið tvo og hálfan vinning gegn einum og hálfúm. Það sem einna mest hefur komið á óvart er óörugg taflmerinska Karpovs, sem fyrirfram var talinn geta afgreitt Jusupov án þess að lenda í rriiklum erfiðleikum. Tafl- mennskan í hinu einvíginu hefur verið mjög fjörug, |)ótt fimm skák- um af sex hafi lokið með jafntefli. Eins og Jusupov hafa þeir Timman og Speelman báðir brennt af dauða- færum. Skákirnar hafa flestar gengið þannig fyrir sig að Timman hefur fengið hartnær unnar stöður úr bytjunum skákanna, en síðan misst j>ráðinn og j,afnvel tvívegis lent í taphættu. Það fara að verða síðustu forvöð fyrir Speelman að jafna metin, því einvígin eru aðeins átta skákir hvort. Það virðist hins vegar allt geta gerst í viðskiptum Karpovs og Jusupovs miðað við það sem á und- an er gerigið. Barátta fjórmenning- anna virðist þó að þvi leyti tilgangs- lítil að með þessari taflmennsku á enginn þeirra nokkurt erindi gegn Gary Kasparov, heimsmeistara, sem virðist aldrei hafa verið sterkari. Þeir Jan Timman og Artur Jus- upov virðast mun betur undirbúnir en andstæðingarnir. Speelman kom að vísu með nýjan leik snemma í annarri skákinni við Timman, en hann reyndist mjög illa ígrundaður og strax eftir 16 leiki var staða Englendingsins orðin vonlaus. Má reyndar teljast með ólíkindum að Speelman skuli ekki hafa tapað fleiri skákum, í þeim fyrstu og þriðju átti Timman því sem næst raktar vinningsleiðir sem hann missti af. Undirbúningur Karpovs virðist heldur ekki upp á marga fiska, eða þá hann hefur gersamlega vanmetið Jusupov, sem er geysilega harður einvígismaður, þótt frammistaða hans á mótum hafi verið léleg upp á síðkastið. En gegn Kaipov dugir skammt að vinna hina fræðilegu baráttu, hann er allra skákmanna útsjónar- samastur í vörn og því hefur Jus- upov fengið að kenna á. í þriðju skákinni þvingaði Karpov hann snemma til að fórna skiptamun. Upp kom mjög óljós staða, en í tvísýnu miðtafli missti Karpov þráðinn og endataflið virtist mjög hagstætt fyr- ir Jusupov. En þá varð hann of bráð- ur á sér, lék ótímabærum peðsleik og endaði með því að tapa skákinni. 3. einvígisskákin: Hvítt: Artur Jusupov Svart: Anatoly Karpov Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rfþ 2. c4 — e6 3. Rc3 — Bb4 4. e3 - 0-0 5. Bd3 - c5 6. a3 Beinir taflinu út í hið hvassa Saemish-afbrigði, sem yfirleitt kem- ur upp eftir 4. a3. 6: — Bxc3+ 7. bxc3 — Rc6 8. Re2 — b6 9. e4 — Re8! Það er langt síðan nauðsyn þess- arar varúðarráðstöfunar var sönn- uð. Reshevsky beitti t.d. leiknum gegn Botvinnik á heimsmeistara- mótinu 1948 ,og vann á svart þrátt fyrir að Botvinnik hafi þá verið á hátindi feriis síns. Herfræði svarts í þessu afbrigði er mjög í anda Nim- zowitsch sjálfs, hann beinir öllum spjótum sínum að peðinu á c4, en það er þó sjálfur Capablanea sem fyrstur kom með tilfærsluna Rf6-e8. Það var gegn P. Johner á stórmót- inu í Karlsbad 1929. Sú skák er reyndar gott dæmi um það hvernig ekki á að tefla stöðuna á hvítt: 10. 0-0 - Ba6 11. Be3 - d6 12. Da4?! — Ra5 13. Hfdl - Dc7 14. Hacl — Dc6 15. Dxc6 — Rxc6 og eftir uppskiptin eru færi svarts mun betri. Nú vita allir meistarar að hvítur þolir alls ekki drottningakaup í þessu afbrigði. Taflmennska Capa- blanca á svart hefur einnig verið endurbætt, í ellefta leik er nú talið nákvæmara að leika 11. — Ra5I, þrýsta strax á c4 og geyma d6- reitinn handa riddaranum á e8. Gott dæmi um þróun hugmyndanna á 60 ára tímabili! 10. 0-0 - Ba6 11. f4 — f5 12. Rg3 — g*> Héi- hefur svartur í nýlegum skákum fengið góða stöðu eftir hinn varlega leik 12. — Re7, en sá leikur er ekki fyllilega í anda Nimzowitsch sem hafði dálæti á að láta þann ridd- .ara standa á a5 og ráðastgegn c4. 13. Be3 - Rd6! 14. exf5 - Rxc4! Sérfræðingar í London töldu að 13. leikur Karpovs væri nýr, en svo er ekki. Skákin McCambridge-Jó- hann Hjartarson á alþjóðamótinu á Neskaupstað 1984 tefldist eins fram að þessu. í staðinn fyrir þennan djarfa leik Karpovs lék Jóhann 14. — gxf5 15. dxc5 — Rxc4 16. Bxc4 — Bxc4 17. Hf2 — Bd5 og skákinni lauk með jafntefli í aðeins 23 leikj- um. 15. Bxc4 — Bxc4 16. Ixg6 Jusupov afræður að fórna skipta- mun, því annars tapar hann peði bótalaust. ’ 16. - Bxfl 17. Dh5 - De7 18. Hxfl — hxg6+ 19. Dxg6+ — Dg7 20. Dd3 — cxd4 21. cxd4 — Dh7 22. Db5 - a6! 23. Db3 Það á ekki við Karpov að vera með beran kóng, en hann teflir vörn- ina af sinni venjulegu nákvæmni. Nú verður hvítur að gæta sín, éftir 23. Dxb6 — Dd3 er svartur kominn í öfluga gagnsókn. 23. - Re7 24. Hf3 - Hac8! 25. Dxb6 - Hc6 Hér virðist eðlilegt framhald af gagnsóknaráætlun svarts að leika 25. — Rd5, því 26. Dxa6 — Rxe3 27. Hxe3 — Hcl+ og næst 28. — Hxf4 lítur mjög illa út á hvítt. Hvítur heldur þó öllu gangandi með ' 26. Dd6! 26. Da5 - Rd5 27. Rfl - Df5 28. Del! Jusupov er fljótur að koma drottningunni í sókn eftir peðsránið, en það er þó stór galli við hvítu stöðuna hversu iila biskupinn á e3 stendur á meðan svarti riddarinn á d5 er stórveldi. Þrátt fyrir þetta tekst hvíti að halda sókninni gang- andi og svörtu hrókunum í skefjum. 28. - Hb8 29. Dh4 - Kf7 30. h3 - Hc3 31. Kh2 - Hg8 32. Rg3 - Df6 33. Dh5+ - Dg6 34. De5 - Dg7 35. Dd6 - Ke8? Eftir 35. — Hxe3 verður hvítur að taka jafntefli með þráskák, en Karpov trúir ekki öðru en að hvíta sóknin fari að renna út í sandinn. En aftur treystir Jusupov sér til að skilja biskupinn á e3 eftir í upp- námi!: 36. 15! - De7 36. — Hxe3 og 36. — Rxe3 hefði hvítur væntanlega báðum svarað nieð 37. 16! 37. Db8+ - Dd8 38. De5 - Dc7 Nú getur hvítur unnið þvingað með 39. f6!, en Jusupov var í miklu tímahraki. Nú nær Karpov að létta á stöðunni, en það hefur orðið hon- um dýrkeypt. Hvítur er með tvö peð upp í skiptamuninn og svarti kóng- urinn hefur fjarlægzt samstæð frí- peð hvíts. Möguleikar hvíts í enda- taflinu eru því sízt lakari og Jus- upov nær í framhaldinu að virkja menn sína sérlega vel á meðan Karpov finnur ekki heilsteypta áætl- un. 39. Dxc7 - Hxc7 40. fxe6 - dxe6 41. Re4 - Hc2 42. Bd2! - a5 43. Hb3 - Kd7 44. Hb5 - Ha8 45. a4 - Kc6 46. h4 - Hc4 47. Hc5+ - Hxc5 48. dxc5 - Rb4 49. h5 - Kd5 50. Rf6+ - Ke5 51. Bc3+ - Kf4 Eftir stórkostlega taflmennsku frá því hann fórnaði skiptamun verða Jusupov hér á sorgleg mistök og hann eyðileggur árangur alls erfiðisins. Leikurinn kostar það að samspil hvítu mannanna lamast og til að gera kónginn virkan verður Jusupov að slíta frípeðin sundui'. Rétt var 52. Kh3! og svartur á mjög erfitt með að finna nytsama leiki. 52. — Hd8 53. Kh4 er t.d. mjög slæmt og svartur yrði líklega að leika 52. — Kg5, en þá er rétti tíminn kominn fyrir 53. g4! og hvítur hefui' mjög góða vinningsmögu- 52. - Hd8! 53. h6 Hin skemmtilega björgunartil- raun 53. Kh3? - Hd3+ 54. Kh4 - Hxc3 55. h6 gengur ekki vegna 55. - Hxc5 56. h7 - Hc8! 57. Rg8 - Hcl 58. Kh5 - Hhl+ 59. Kg6 - Hxh7 og svartur ætti að vinna. 53. - Kg5 54. h7 - Kg6 55. Kg3 - Rc6 56. Kf4 - Kg7! 57. g5 - Hd3 58. Be5 - Hdl 59. g6 Tapar manni, en hvítur er hvort eð er orðinn leiklaus. 59. — HD+ 60. Kg5 - Rxe5 61. Rh5+ og hér fór skákin í bið, en Jusupov gafst upp án frekari tafl- mennsku. Þetta var stórkostleg bar- áttuskák sem kemst næstuin .því í flokk með 13. einvígisskák Fischers og Spasskys hér um árið. Gunnar Már Péturs- son - Afinæliskveðja Hratt flýgur stund, og trúi þeir sem vilja, en Gunnar Már Pétursson verður sjötugur á morgun, mánu- daginn 16. október. Þó að við séum alltaf að upplifa einhver tímamót, eru sum þeirra markverðari en önnur. Þá horfum við gjarnan um öxl og virðum fyrir ■ okkur liðna tíð og það sém við blas- ir. Nú á Gunnar Már merkisafmæli og langar mig því að skrifa nokkur orð honum til heiðurs. Hann er fæddur í Kaupmanna- höfn, sonur Láru Eggeitsdóttur, Benediktssonar, bónda og alþingis- manns að Laugardælum, og Péturs Magnússonar, bankastjóra og ráð- herra. GuAnar Már ólst upp í Kaup- mannahöfn, gekk þar í mennta- skóla og síðan í háskóla, þar sem hann stundaði nám í viðskiptafræð- um. Starfaði síðan um tíma á skrif- stofu, eða þar til hann flutti alkom- inn til íslands árið 1945, þá tuttugu og sex ára gamall og hefur búið hér síðan. Fljótlega réðst hann til Aimennra trygginga, þar sem liann hefur starfað allar götur síðan og gerir enn. Hef ég fyrir því vissu, að þar hefur hann alltaf verið í miklum metum, enda er hann mjög traustur starfsmaður, yfii-vegaður, athugull og nákvæmur. I vöggugjöf hlaut Gunnar Már höfðinglegt yfirbragð og góðar gáfur. Hann er einlægur og góðlyndur og allt yfirlæti er honum víðs fjarri. Þann 2. júlí 1955 kvæntist hann Önnu Georgsdóttur. Foreldrar hennar voru Margrét Kjartansdóttir og Georg Jónsson, bóndi á Reyni- völlum í Sketjafirði, bróðir hinna þjóðkunnu listamanna Ríkharðs og Finns Jónssona. Eiga þau fimm börn, tvær stúlkur og þtjá drengi, sem öll eru efnisfólk og vel af Guði gerð. Áður hafði Gunnar Már eign- ast dóttur sem búsett er í Dan- mörku. Heimili þeirra hefur lengst af verið í Bauganesi 27 í Sketja- firði, þar sem gestrisni og hlýlegt viðmót mætir þeim sem þangað koma. Það leynir sér heldur ekki að þau hjónin hafa ræktað garð af alúð og kostgæfni. Ánægjulegt hef- ur verið að fylgjast með sanispili foreldra og barna, sem verið hafa miklir félagar og samhent í flestu sem gert hefur verið. Spilar Gunnar Már t.d. ennþá veggjabolta með sonum sínum, en á sínum tíma var hann einn besti veggjaboltaspilari Kaupmannahafnar. Þetta er mjög erfið íþrótt og sýnir því vel hversu þróttmikill hann er’og vel á sig kominn. Kynni mín af Gunnari Má hófust þegar hann gerðist félagi okkar Víkinga. Það var mikið lán fyrir félagið að fá hann til starfa. Frami hans þar varð líka skjótur. Hann var fyrst kjörinn formaður 1952 og síðan endurkjörinn formaður :Oftar en nokkur annar eða þrettán'sinn- um, en alls sat hann í stjórn félags^ ins í fimmtán ár. Auk þess var hann frá upphafi í byggingarnefnd fyrir félagssvæðið og félagsheimilið við Hæðargarð og þar til húsið var fullgert og afhent félaginu. Var ég í mörg ár með honum í stjórninni og öll árin í byggingarnefndinni, svo kynni mín af Gunnari Má urðu því bæði mikil og náin. Hér gefst ekki ráðrúm til að rekja allt það mikla starf sem hann vann sínu félagi öll þessi ár, það yrði allt of langl mál í stuttri afmælisgrein, en á það bent, að þess er að nokkru getið í sjötíu og fimm ára afmælis- riti Víkings og vísast til þess þar. Á þessum árum ávann Gunnar Már sér mikið traust hjá þeim fjölmörgu aðilum og fyrirtækjum sem hann, sem formaður Víkings, þurfti að hafa samskipti við, ekki síst við uppbyggingu félagsheimilisins við Hæðargarð. Var ómetanlegt fyrir félagið að liafa slíkan burðarás, meðan staðið var í miklum og kostn- aðarsömum framkvæmdum og oft engir handbæi'ir peningar í sjóði. Það gefur augaleið að starf hans fyrir Víking öll þessi ár, hefur tek- ið ómældan tíma, sem óhjákvæmi- lega hefur bitnað á heimili og fjöl- skyldu. Menn ætti því ekki að gleyma þeim stóra þætti sem eigin- konur eiga í öllu þessu ólaunaða félagsmálastarfi, sem því miður er þó oftast raunin. Að sjálfsögðu hefur Gunnai' Már fyrir löngu hlotið æðstu heiðurs- merki Víkings og nú síðast var hann gei'ður að heiðursfélaga. Hann hefur einnig hlotið margvíslega við- urkenningu æðstu íþróttasamtak- anna í landinu fyrir störf sín í þágu íþróttanna og æsku þessa lands. Má nú segja að árangurinn af starfi hans fyrir Víking blasi við í dag. Fyrii' dugmikið starf margra mætra manna hefur félagið nú öðl- ast þann virðingarsess sem okkur alltaf dreymdi um. Víkingur er orð- ið stórveldi í íslensku íþróttalífi, og í dag hefur félagið á að skipa dug- miklum forystumönnum sem vinna markvisst að því að efla félagið og treysta jafnframt þær heilladijúgu undirstöður sem lagðar voru érið 1952 og Gunnar Már átti stærstan þátt í að skapa og gera að veru- leika. Ég hygg því að á engan sé hallað þó ég segi að hann sé, að öðrum ólöstuðum, sá maður sem mest og best hefur unnið sínu fé- lagi, sem seint verður fullþakkað. Því vona ég, að á þessum heiðurs- degi í lífi hans, fái hann notið ávaxt- anna af sínu mikla starfi fyrir Víking, og að á honum sannist, sem stendur í helgri bók, að eins og maðurinn sáir, mun hann og upp skera. Svo þakka ég Gunnari Má fyrir öll samstarfsárin og um leið þá miklu vinsemd sem hann auðsýndi mér í veikindum mínum, er hann heimsótti mig eða hringdi nær dag- lega. Kom þá vel í ljós hans hlýja sinni og einlægni, sem raunar alla tíð hefur verið hans aðalsmerki. Við Fjóla óskum afmælisbarninu til hamingju með þessi tímamót og árnum honum og fjölskyldu hans allra heilla um ókomin ár. Gunnlaugur Lárusson WordPerfect I 24.-27. okt. kl. 9-13 14.-17. nóv. kl. 13-17 Orðsnilld fyrir byrjendur. Grundvallaratriði MS-DOS stýrikerfisins. Farið í allar helstu skipanir í \A/ordPerfect. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur, Einari J. Skúlasyni hf., Grensásvegi 10, sími 686933 ATH: VR og fleiri stéttarféiög styrkja félaga sína til þátttöku Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.