Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 15.10.1989, Síða 25
Verdi, hann var mjög vinsælt tón- skáld og fólk söng gjarnan hluta úr óperunum hans, t.d. Fangakór- inn úr Nabucco? „Verdi var mjög virtur, ekki síst fyrir það að hann sameinaði og skapaði þjóðarvitund- ina meðal þjóðarinnar. Hann notaði gömul stef úr þjóðlögum í óperurn- ar og fléttaði pólitíska baráttu og harmleik. Það er ekki fyrr en ný- lega að sum tónskáld segja hann hafa samið tónlist í gróðaskyni," segir Boemer og svipurinn lýsir vanþóknun á framhleypni þeirra." Dægurlög, klassík og lyftutónlist Boemer segir enn gæta misskiln- ings á skilgreiningu dægurlaga og sígildrar tónlistar. Dægurtónlist er virk tónlist; hún Qallar um það sem við erum að fást við núna; vinnu, dans, veislur o.s.frv. Hún er eldri en svonefnd sígild tónlist, sem þró- aðist út frá poppinu. Eini tilgangur- inn með sígildri tónlist er að á hana sé hlustað, að ekkeil annað sé gert á meðan hún sé leikin. En tónlist sem söluvara hefur tekið það úr poppinu sem er sannað að sé þegar samþykkt af stórum hópi fólks. í henni er skellt saman frösum í von um skjótfenginn gróða. Nútíma- þjóðfélagið gerir lífið sífellt tauga- veiklaðra og háværara. Menn þurfa sífellt meira til að róa sig, þar á meðal þessa tegund tónlistar," seg- ir Boemer og vekur um leið athygli á spólu sem hefur verið leikin í all- nokkurn tíma án þess að nokkur háfi veitt henni athygli, enda heyr- ir hún til svonefndrar „lyftutónlist- ar“, tónlistar sem er leikin í stór- mörkuðum, veitingahúsum, lyftum og öðrum þeim stöðum sem fólk kemur saman. Henni er ýmist ætlað að hressa fólk við eða hafa róandi áhrif. Vildi hlusta á Presley En hvers konar hljómlist hlustar svo Boemer á? Það er ekki laust við að það komi uppgjafarsvipur á hann þegar spurningin er borin fram. „Eg hef auðvitað hlustað mikið á tónlist, þó ég geti ekki allt- af látið það eftir mér þar sem ég er tónskáld sjálfur. En þegar ég var yngri hlustaði ég mikið á jass, t.d. Modern Jass Quartet og Art Tatum. Síðar kom Miles Davis til sögunn- ar. Þegar rokkið hóf innreið sína upphófst mikið stríð á heimilinu milli foreldranna og okkar systkin- anna. Við vildum hlusta á Elvis I’resley og Bill Haley en það var foreidrum okkar mjög á móti skapi. Síðar féllum við fyrir Bítlunum og Rolling Stones, en ég_ hélt meira upp á þá síðarnefndu. Ég held enn- þá upp á Mick Jagger, hlusta á allt frá Rolling Stones og til ný- bylgju. Svo hef ég enn gaman af jassi og af Gershwin. Af sígildri tónlist er ég hrifnastur af Schum- ann og Edgar Varése.“ Hefur þú hlustað á íslenska tón- list? „Já, þið eigið margar góðar popphljómsveitii'. Ég hef heyrt í Mezzoforte, Sykurmolunum og svo vini mínum Valgeiri Guðjónssyni og líkai' vel. Þá hef ég fengið smjör- þefinn af sígildri tónlist; ég et' til dæmis mjög hrifinn af verkum Atla Heimis Sveinssonar auk þess sem ég kenni tónsmíðar í Hollandi og nokkrir nemenda minna eru íslend- ingar. Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast í tónlistinni, ég fer annað slagið í plötuverslanir og fæ að hlusta á það nýjasta, allt frá argasta söluvarningi til háklass- ískrar tónlistar. Mörkin milli sölu- varnings og annarrar tónlistar geta verið mjög óskýr, enda samanstend- ur heimurinn ekki af syndugum og heilögum. Mick Jagger og Ludwig van Beethoven sömdu til dæmis . báðir rusl á sínum ferli í gróðavon. lgor Stravinski hugsaði eingöngu um peninga en samdi þó mörg merkileg tónverk. Séu tónskáld hæfileikarík eins og hann, reynist þeim yfirleitt auðvelt að semja vin- sæl vei'k, hvort sem ástæðurnar eru gróðavon eða þörfin fyrir að tjá sig.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER C 25 BORGARALEG FERMING Innritun er þegar hafin á undirbúningsnámskeið fyrir borgaralega fermingu vorið 1990. Námskeiðið stendur yfir frá 10. janúar til 4. april. Fyrirlestrar og umræður fara fram vikulega, á miðvikudögum kl. 17.30-19.00, og verður fjallað um eftirtalda málaflokka: Siðfræði, trúarbrögð og lifsskoðanir, samskipti foreldra og ungmenna, saga barna og ungmenna, jafnrétti, mannréttindi, friðarfræðsla, umhverfis- mál, vímuefni, réttur ungmenna í þjóðfélaginu og virk þátttaka i sam- félaginu. Ef þú vilt fá upplýsingabækling eða láta skrá þig, hringdu þá í síma 73734, 20601, 675142 eða 34796. Þakstál með stíl Piannja þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, simi 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmanrjaeyjum, sími 98-12111 Hjá okkur færðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja þakstál með mattri litaáferð, svarfri eöa tígulrauðri. ÍSVÖR HF. Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox: 435,202 Kópavogur. S: 91 -67 04 55, Fax: 67 04 67 með hinum fingrafima harmonikuleikara, Reyni fónassyni, frá kl. 21.00-01.00. skemmtir í kvöld Magnús Eiríksson, Gítar Pálmi Gunnarsson, Bassi Karl Sighvatsson, Hammond Orgel Ásgeir Óskarsson, Trommur Sigurður Sigurðarson, Munnharpa 7 7 7 kjcdlanrm NORRÆNA RÁÐHERRANEFNDIN auglýsir lausa stöðu FRAM KVÆM DASTJÓRA Norræna verkefnaútflutningslánasjóðsins. Á vettvangi Norrænu ráð- herrancfndarinnar fer fram samvinna ríkis- stjórna Norðurlanda. Samstarfið snertir allflest svið samfélagsins. Skrifstofa ráðherranefnd- arinnar hefur bæði fum- kvæði að samnorrænum verkefnum og sér til þess að ákvörðunum ráðherra- nefndarinnar sé hrint í framkvæmd. Skrifstofan skiptist í fimm sérdeildir, fjárhags- og stjórnsýsludeild, upp- lýsingadeild og skrifstofu framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri sjóðs- ins hefur umsjón með þeirri vinnu sem fram fer á skrifstofu nefndarinnar og sér um að ákvörðunum sjóðsstjórnar sé hrint í framkvæmd. Þá er honum ætlað að þróa frekar starf- semi sjóösins. Þess er krafist að viðkom- andi þekki vel til norr- ænna útflutningsverkefna og hafi víðtæka þekkingu á atvinnulífi Norðurlanda. Þá er ætlast til þess að framkvæmdastjórinn hafi unnið að verkefnamati og þekki vel þá lánamögu- leika sem bjóðast á al- þjóðlegum markaði. Um- sækjendur þurfa að hafa mjög gott vald á enskri tungu og víðtækari tungu- málakunnátta kemur sér vel. Ráðningartíminn er fjög- ur ár en til greina kemur að framlengja hann um önnur Ijögur ár. Sjóðurinn býður ágæt laun og að- stoðar við að útvega hús- næði. Starfinu fylgja nokkur feröalög. Skriflegar umsóknir skal senda til: Nordiska minis- terrádets sekretariat, St. Strandstræde 18, DK- 1255 Köbenhavn K. Umsóknir þurfa að hafa borist þann 10. nóvember 1989. Nánari upplýsingar veita stjórnarmennirnir Þórður Friðjónsson í síma 69 95 00, Erik Bom í Kaupmannahöfn í síma 1-920000. Upplýsingar veita cinnig Barbro Wid- ing og Mariane V. Thompson í síma 1-114711 á skrifstofu ráð- herranefndarinnar í Kaupmannahöfn og Harriet Öhlström í Finn- landi í síma 0-1800361. Norræni verkefnaútflutningslánasjóðurinn (Nordisk Projektexportfond/NoPEF) var stofnaður aðfrumkvæði Norrænu ráðherranefndarinnar. Verkefni sjóðsins erað aðstoða \ norræn fyrirtæki við að kanna skilyrði og arðsemismöguleika í tengslum við alþjóðleg verkefni aukþess sem sjóðurinn á frumkvæði að og tekurþátt í slikum verkefnum einkum íþróunarríkjum og ríkjum þar sem hagkerftnu öllu er miðstýrt. Þetta starf fer fram i nánu samstarji við norræn útflutningsráð og alþjóðlegar lánastofnanir auk stofnana á Norðurlöndum. 10 manns, fulltrúar Norðurlandanna, sitja ístjórn sjóðsins. Sjóðurínn hefur aðsetur i Helsinki en á sviði norrænnar samvinnu eru danska, sænska og norska þau mál sem notuð eru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.