Morgunblaðið - 15.10.1989, Page 28
28 e
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDÁGUR 15. OKTÓBER
KroJ<kcxrn\r cyhllöyhu tkjukxSoma-h
Dýrir ráð-
herrar
Til Velvakanda.
Ást er...
. . . að tjá hana með póst-
faxi.
TM Reg. U.S. Pat Off —all rights reserved
© 1989 Los Angeles Times Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
Reiknað hefur verið út, að hinir
tveir nýju ráðherrar Borgara-
flokksins muni kosta skattgreið-
endur a.m.k. fimmtán milljón kr.
á ári. í þeim útreikningi komu þó
ekki öll kurl til grafar, til að mynda
vantaði þar risnu (veizluhöld) og
ferðalög að mestu leyti inn í dæ-
mið. Glöggir menn telja, að töluna
í fimmtán megi í raun tífalda,
vegna væntanlegra fyrirgreiðslu-
mála, og að teknu tilliti til fyrri
atburða. Þá verður að reikna
þarna með nokkrum „Votmúla-
verðum", enda við embætti tekið
af nokkurri drýldni.
Annars er auðséð, að forsætis-
ráðherrann hefur ekki gleymt
„honum Katli“, þ.e. leifum Borg-
araflokksins, sem einn af þing-
mönnum Alþýðubandalagsins hef-
ur nú gefið nafnið „flakatrúss".
Sýnist því hið alkunna minnisleysi
ekki hafa hijáð ráðherrann að því
sinni. Þess má að lokum geta, að
orðhagur framsóknarmaður hefur
nýlega breytt lítillega alkunnri
vísu Káins sáluga, og heimfært
hana upp á Kim II Sung flokks-
manna sinna. I nýrri gerðinni er
vísan á þessa leið:
Vorri kæru fósturfoldu,
hann fagran minnisvarða reisi.
Bresti hann aldrei neitt af neinu,
nema skort á minnisleysi.
Sigurður Guðmundsson
Víkverji
Víkveiji var á dögunum að glugga
í tillögur Hafrannsóknarstofn-
unar um veiulegan aflasamdrátt á
komandi ári. Honum reiknast til að
tillögur stofnunarinnar feli í sér 13%
samdrátt afíaverðmætis, ef framfylgt
verður, eða 6-7% lækkun útflutnings-
tekna. Það munar um minna: á að
gizka sjö milljarða tekjutap fyrir þjóð-
arbúið.
Lífið er saltfískur - var eitt sinn
sagt. Og tilvera Islendinga sem full-
valda þjóðar hvílir á lífríki sjávar.
Kjöi' þjóðarinnar og efnahagsleg vel-
ferð eru að langstæistum hluta sótt
í saltan sjó - og svo verður um fyrir-
sjáanlega framtíð. Öll sú velferð, sem
við blasir í byggðum landsins og í
lífsmáta þjóðarinnar, byggist á fög-
rum físki í sjó. Þessvegna var og er
hran Norðurlandssíldarinnar - vegna
ofveiði - víti til vamarðar.
Það er því meginmálið þegai' til
framtíðar er litið að vemda sjávar-
auðlind þjóðarinnar: viðhalda æski-
legri stofnstærð gjöfulustu fiskstofn-
anna; haga veiðisókn eftir veiðiþoli
tegundanna, og vinna aflann í sem
verðmætasta vöru.
xxx
Yerzlunin hefur ekki setið við vin-
sældaháborð í hugum þjóðarinn-
Á FÖRIMUM
Hvernig'
gengur að
láta enda
ná saman?
Rándýr matur, stanslaus verð-
bólga, íjöklaatviniiuleysi að skella
yíir og meira að segja leiðinlegra
veðurfar en endranær. Er þetta
allt saman öfgafúllt nöldur eða
raunsönn lýsing á ásfandinu?
Sumir segja að að þetta liafi verið
svona áratugum saman, aðrir að
nú sé allt á hraðri leið niður á
við. Morgunblaðsmenn brugðu sér
í Hagkaup í Kringlunni og spurðu
fólk hvernig gengi að láta enda
ná saman.
Við hittum fyrst fyrir Elsu
Karlsdóttur úr Kópavogi og
eiginmann hennar, Gunnar Er-
lendsson. Elsa segir nýjar hækkan-
ir dynja yfir í hverri viku. „Við erum
hætt að borða lambakjöt, það er
of dýrt, við kaupum frekar kjúkl-
inga eða svínakjöt. Og grænmeti
er alveg hræðilega dýrt, meira að
segja gulrætur eru lúxusvara, 190
kr. kílóið! Áðut' gátum við borðað
lúðu öðru hverju en nú verður ýsan
að duga.“ Gunnar segir engan vafa
á því að launin hafi alls ekki fylgt
eftir verðhækkunum. Sérstaklega
VEGI
Arndís Arnórsdóttir sýndi okkur
krítarkortið og sagði það nægi-
legt svar við spurningunni.
sé matarverðið orðið hátt, eitthvað
hljóti að vera að þegar fólk þurfi
beinlínis að breyta matarvenjum
sínum til að hjara. „Eiginlega fer
það að skipta litlu máli hvort land-
búnaðarvörur hækka í verði, við
höfum hvort sem er ekki efni á
þeim! Það er óskaplegt að sumt
grænmeti skuli þrefaldast í verði
þegar innlenda framleiðslan kemur
á markaðinn, þetta er árvisst." Elsa
er dönsk að ætterni og var fyrir
skömmu í Kaupmannahöfn. „Mér
fannst maturinn bókstaflega vera
gefinn í búðunum þar og missti
alveg stjórn á mér, þetta voru
Morgunblaðið/Sverrir
Gunnar Erlendsson og Elsa Karlsdóttir úr Kópavogi.
skrifar
ar. Það eimir enn eftir af óvinsældum
danskrar einokunarverzlunar, sem
heyrir þó til löngu liðnum tíma.
Víkveiji telur meir en tímabært, að
fólk geri sér grein fyrir þeim vera-
leika, að annar gildasti áhrifavaldur
á efnahagslega velferð okkar era
viðskiptakjörin við umheiminn: sölu-
verð útflutningsframleiðslu okkar og
kaupmáttur útflutningstekna gagn-
vart innfluttum nauðsynjum. Verzl-
unin gegnir því mikilvægu hlutverki
í þjóðarbúskapum.
Þjóðhagsstofnun mælir viðskipta-
kjör okkar 4% lakari í ár en í fyrra.
Þjóhagsspá stofnunarinnar stendur
til óbreyttra viðskiptakjara — á heild-
ina litið — 1990, miðað við árið í ár.
Hinsvegar má gera ráð fyrir því að
þjóðarframleiðslan dragizt eitthvað
saman.
En hver verður viðskiptaleg staða
okkar eftir að fyrirhugaðar breyting-
ar á Evrópubandalaginu taka gildi
1992? Það er stór spurning, enda er
V-Evrópa lang þýðingarmesta við-
skiptasvæði okkar. Það er eitt mikil-
vægasta samtíðar- og framtíðarmál
okkar að tiyggja viðskiptalega stöðu
okkar út á við, ekki sízt á hefð-
bundnum mörkuðum okkar í V-
Evrópu og N-Ameríku.
Víkveiji tók þeim fréttum fagn-
andi að Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra væri í önnum við að búa í
haginn fyrir stækkun álversins í
Straumsvík ogjafnvel byggingu nýs
álvers, sem hugsanlega yrði staðsett
við utanverðan Eyjaijörð.
Þegar þjóðarframleiðsla og þjóðar-
tekjur dragast saman, kaupmáttur
rýmar og atvinnuleysi gerir vart við
sig dugar ekki að sitja með hendur
í skauti og fimbulfamba um ein-
hveijar marxískar kreddur, eins og
kaffibolla-sósíalisti. Þá ber að fagna
framtaki sem miðar að því að breyta
óbeizluðum vatnsföllum í störf, verð-
mæti, gjaldeyri og lífskjör.
Gallinn er hinsvegai; sá að það er
„lík í lestinni" hjá iðnaðarráðherran-
um: Alþýðubandalagið. Víkveiji heyr-
ir sjaldan góðs máls getið á vett-
vangi íslenzkra þjóðmála nema það
fylgi með að Alþýðubandalagið standi
þversum í vegi þess!
Víkveiji hættir sér annars ekki út
á þá braut að fjalla frekar um þann
Neanderdals-ilokk sem Alþýðu-
bandalagið er, enda illa að sér í forh-
leifum. Það er hinsvegar ekki von á
framföram í þjóðarbúskapnum þegar
fyrir landsfeðram fara þeir, sem
sætta sig undir engum kringumstæð-
um við aðra málamiðlun en þá, sem
felur í sér tvö skref aftur á bak fyr-
ir hvert eitt áfram.